Tíminn - 01.09.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.09.1972, Blaðsíða 12
TÍMINN t Föstudagur I. september 1972 .. Togarinn Goftanes NK 105. Sigurjón Magnússon var skipverji á GoÖanesinu snemma á sjötta áratugnum. svona frá 1950-1954. Þá var afli islenzku togaranna margfaldur á viö þaÖ, sem hann er nú. BARDAGI Á NESKAUPSTAÐ n Viö náöum hér um daginn tali af einum fyrrverandi togarasjó- manni. Hann heitir Sigurjón Magnússon og er ættaður austan frá Mjóafirði. Sigurjón var á Norðfjaröartogurunum Agli rauða og Goðanesi á árunum upp úr 1950, einmitt þegar fyrra „þorskastríðiö” var á döfinni, og þótt þá væri ekki að sönnu jafn- mikið lif f tuskunum og 1958, þá gerðist þó að sjálfsögðu eitt og annaö frásagnarvert, þótt nú sé sumt af því tekið að fyrnast, eftir tuttugu ár. — Mig langar að spyrja þig fyrst, Sigurjón: Manst þú ekki eftir yfirgangi erlendra togara á Mjóafiröi, Seyöisfirði og þar i kring, á þeim árum, sem þú varst aö alast þar upp? — Ég er nú ekki nógu gamall til þess aö hafa sjálfur oröiö sjónar- vottur aö miklu af þvi tagi, en ég heyröi aö sjálfsögöu mjög mikiö talaö um þetta. Og þaö var sama hvern maður heyröi minnast á þessa hluti, þarna heima. öllum bar saman um, aö útlendingarnir, og þó einkum Bretar, heföu veriö hinir mestu skaövaldar og ekki sézt fyrir i ágengninni, ef þeir sáu sér færi. Þannig sögöu þeir mér, Seyöfiröingar, aö þegar þoka var, hafi Bretarnir haft þaö til aö skjótast inn i Loömundarfjöröinn og toga síöan út úr honum, alveg útiSeyöisfjaröarflóa. Einn togari strandaöi undir Dalaskriöum i Mjóafiröi, þar sem flakiö af hon- um liggurenn. Ég man, að ég heyröi fööur minn og fleiri segja, aö hann myndi hafa verið meö trolliö aftan i sér, þegar hann tók niöri i fjörunni, svo ekki hefur hann nú verið á veiöum ýkjalangt frá landi, sá. — Nú varst þú togarasjómaður, þegar landhelgin var færö út i eina milu, áriö 1952. Geröist ekki eitt og annaö sögulegt um þær mundir? —Ég man eftir einu ævintýri, sem gerðistheima á Norðfiröi um þessar mundir. Viö veiddum þá aðallega fyrir sunnan og vestan, en komum oft austur, bæöi til þess aö leggja upp afla og eins ef eitthvaö var, sem gera þurfti viö hjá okkur. Svo var það einu sinni, þegar við vorum staddir heima, aö inn fjöröinn kom brezkur tog- Sigurjón Magnússon, sá er þátt tók I bardaganum á Neskaupstað fyrir tveim áratugum. ari og haföi annan í togi. Haföi sá oröiö fyrir vélarbilun. Sá, sem komiö haföi meö bilaöa togarann, sneri strax frá og sigldi til hafs, en hinn varö eftir viö bryggjuna. En nú var löndunarbannið fræga yfirstandandi, og höföu Noröfiröingar, eins og reyndar margir aðrir á landi hér, lýst þvi yfir, aö enskir togarar fengju enga afgreiöslu á meðan svo stæöu sakir. Gekk svo i nokkra daga, aö togarinn lá viö bryggju, en vélaverkstæðið á staönum neitaði að veita honum neina þjónustii. En nú geröist nokkuö, sem eng- an mann haföi óraö fyrir: Þaö tók að kvisast um bæinn, að tiltekinn maður, sem vel kunni til verka, væri aö laumast til þess aö gera við vél togarans. Þetta hleypti að sjálfsögöu illu blóði i bæjarbúa. Þetta endaöi svo meö þvi, aö viö tókum okkur saman, nokkrir togaramenn af Agli rauöa, og ákváöum að sækja viðgeröar- manninn út i togarann, þvi viö þóttumst þess alveg fullvissir, að hann væri þar. Þetta var seint um kvöld. — Fenguö þiö þá aö fara óáreittir um borö? — Nei, ekki nú alveg. Bretarnir mættu okkur meö hausingar- sveöjur, járnkarla og sitthvaö fleira og úr þessu varö snarpur bardagi. — Urðu menn þá ekki sárir? — Margir Bretanna urðu fyrir nokkrum meiöslum, en okkar menn sakaöi ekki, utan hvaö einn okkar rann til, sneri illa undir sér fót og fékk af þvi nokkurt meiösli. Annaö var þaö nú ekki. Morguninn eftir fórum viö aftur á vettvang og gengum um bar- dagasvæöið en leikurinn haföi borizt upp eftir plani, skammt þar frá, sem togarinn lá. Þar var þá heldur óhrjálegt um aö litast. Snjórinn var allur útsparkaöur og rauðflekkóttur, eins og þar heföi veriö lógaö kindum. En þetta geröist að vetrarlagi, i janúar eöa febrúar, minnir mig. — Uröuö þiö ekki neitt varir viö Bretana i þaö skipti? — Jú, við mættum nokkrum þeirra sem voru þarna á stjái. En þvi neita ég ekki, aö heldur þótti okkur þeir hafa ófrikkaö frá þvi kvöldiö áöur. Sumir voru plástraöir, aörir bólgnir — og glóöaraugu ótrúlega mörg. Nú, ég skal ekkert um þaö segja, hvort þetta var nein fremd fyrir okkur, Norðfirðingana, en okkur fannst við mega til meö að láta til skar- ar skriöa, fyrst svona var i pott- inn búið. — Bretarnir hljóta nú að hafa boðið manninum gull og græna skóga fyrir viövikið, sé það á ann- aö borö rétt, aö hann hafi tekizt þetta á hendur þá? — Þeim er trúandi til þess. Ég var talsvert kunnugur þessum manni, og þori aö fullyröa, aö hann hafi aö minnsta kosti ekki gert þetta af neinum prakkara- skap. Hann var vissulega ekki neitt verri maöur en við hinir, svona upp og ofan, en það er nú svona, aö manni hleypur kapp i kinn, þegar maður heldur að einhver sé að skerast úr leik. Og þvi er náttúrlega ekki að leyna, aö það var talsvert heitt i kolun- um um þessar mundir. — Ætli þiö hafiö ekki oröiö frægir i Bretaveldi fyrir árásina? — Þaö kom vist einhvern tima seinna frétt i ensku blaði þess efnis, aö nú væri oröiö stórhættu- legt að stunda veiöar viö tsland, og það meöal annars fært fram til sönnunar, aö skipshöfn af enskum togara heföi verið barin til óbóta i þorpi á Austfjöröum. — En hvernig var sjálf sjó- mennskan? Uröu aldrei neinir árekstrar á milli ykkar, þegar þiö voruö. aö veiöum? — Jú, stundum kom þaö nú fyrir. Ég man til dæmis eftir þvi einu sinni, þegar viö vorum aö veiöum suöur á Selvogsbanka. Vorum viö þá aö gera tilraun meö flotvörpu. Allt i einu vissum viö ekki fyrr til en brezkur togari tog- aöi þversum rétt fyrir aftan okk- ur — auövitaö nákvæmlega þvert yfir veiðarfærin okkar. Að sjálf- sögöu flæktist allt saman i einn hrærigraut. Þaö var i meira lagi ógæfulegur pusli. — Hvað gátuö þið gert? — Viö vissum auövitað strax, hvaö til okkar friöar heyröi, þvi það vorum viö sannfærðir um, aö ef Bretarnir næöu öllu draslinu yfir til sin, myndum viö aldrei sjá neitt af þvi, sem okkar var. Þaö voru þvi höfð hröö handtök viö að hifa þetta inn, og svo fór, að við urðum á undan þeim. Við náöum öllu saman inn til okkar, greidd- um þaö sundur og skiluðum þeim þeirra trolli. En ég skal ekki ábyrjast, aö þeir hafi fengið alla sina virspotta heila, enda heföi þaö ekki verið hægt — og viö kannski ekki heldur aö leggja á okkur neina sérstaka aukvinnu til þess aö hlifa veiðarfærunum þeirra, eftir að þeir voru búnir aö toga þvert yfir okkar vörpu. Og þótt viö heföum hröð handtök og værum ekki neitt sérstaklega aö hlifa þeirra útbúnaöi, þá vorum við samt nærri sex klukkutfma að ná þessu i sundur. Af þvi geta menn séö hvilikur greiöi er — eða hitt þó heldur — aö leika sér að þvi aö flækja saman þessum stórvirku veiðarfærum. Ýmsar minni háttar ýfingar voru líka tíðar. Þannig var þaö oft, ef við vorum búnir aö marka okkur einhverja ákveðnu stefnu til þess að toga, aö þá voru þeir visir að koma vaöandi og toga þvert yfir svæðið, eða á einhvern hátt að ná af okkur tækifærinu, svo að viö urðum frá að hverfa og leita fyrir okkur annars staöar. Einu sinni sigldum viö framhjá togaranum, sem viö höföum lent I útistööunum viö á Norðfirði, þeg- ar viö sóttum manninn. Togara- menn virtust þekkja okkur og ráku upp óp mikil og óhljóð, þegar við sigldum framhjá. — Þeir hafa æpt aö ykkur heróp? — Já, heldur betur. En þeir létu lika þar við sitja, og það bar ekki neitt frekar tii tiöinda. — Það væri kannski ekki úr vegi að spyrja þig að lokum, Sigurjón, hvernig þér litist á framtiðina núna? Helduröu ekki, aö við hljótum að sigra i þeirri deilu, sem nú stendur yfir, eins og þeirri fyrri? — Jú, ég er ekki i neinum efa um það. Þaö sem við erum aö gera núna, er hrein og bein lifs- nauðsyn. Það hljóta allir aö sjá, sem eitthvað hafa fylgzt með þessum málum. Ég er alveg sannfærður um þaö, að sá togara- skipstjóri, sem hefði leyft sér aö koma að landi með hundraö tonna afla eftir hálfs mánaðar veiöiferi^ hefði verið settur i land, fyrir svona tuttugu árum eða svo. Þá var helzt ekki talaö um minna en tvö og hálft til þrjú hundruð tonn eftir túrinn. Að ég tali nú ekki um karfann. Þegar ég var fyrst á karfaveiöum, kom það oft fyrir að maöurnáöi þetta fimmtiu tonnum á svona tiu til fimmtán minútum. Þá var aðalvandinn sá að toga nógu stutt, svo maður sprengdi ekki nótina. Nú mega menn þakka fyrir, ef þeir fiskja tonn á klukkutima. Það er ömurlegt svo ekki sé meira sagt, að vita kannski hundraö tonna skip veiöa álika mörg tonn af fiski og oliuna sem þaö brennir. En þetta er al- þekkt — og jafnvel enn verri út- koma. Hverju halda menn svo að þetta sé að kenna, nema ofveiði? Nei. Þaö er sannarlega ekki neitt út i loftið, aö viö erum aö gera ráðstafanir til þess aö vernda fiskistofnana hér viö land. Það má áreiöanlega ekki seinna vera — og má meira aö segja þakka fyrir, ef við erum ekki orönir of seinir. — En hvernig finnst þér að sjó- mennirnir okkar eigi að haga sér i þeim átökum, sem vafalaust eru framundan? Ætli veröi nú ekki reynt aö spilla fyrir þeim veiöar- færum og fleira þvi likt? —Það er ekki nema um eitt að gera fyrir þá, nú eins og löngum fyrr. Við eigum aö fara með friöi og sniöganga sem allra mest út- lendinga, ef þeir fara aö sýna tennurnar. t átökunum 1958 og 1959 var þaö vopnleysiö, sem reyndist okkar sterkasta vopn, enda þarf ekki mikið hugmynda- flugtil þess að geta sér til um úr- slitin, ef viö hefðum farið aö freta á Breta úr einhverjum byssuhólk- um. Viö eigum aö koma fram af fullri einurð og djörfung, en án alls ofstopa. Þá verður fyrirgang- ur andstæðinga okkar aö eintóm- um vindhöggum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.