Tíminn - 01.09.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.09.1972, Blaðsíða 13
Föstudagur 1. september 1972 TÍMINN 13 Útgefandi: Fra'msóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór :|: arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Hclgason, Tómas Karlsson ■i: Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans) :: imrivcinirnciinri. stuínDrlmnr rtislasoni ' Ritstiórnarskrif $ Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif ::: stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306 j: Skrifstofur í Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs § ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurísimi 18300. Askriftargjald 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein takið. Blaðaprent h.f. Einhuga þjóð Útfærsla fiskveiðilögsögu Islands er orðin að veruleika. Reglugerðin um útfærsluna tók gildi á miðnætti siðastl. Mikilvægum áfanga hefur verið náð i sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þegar fiskveiðilögsagan var færð út i tólf milur 1. september 1958, var það yfirlýst stefna Islendinga, að þar væri aðeins um áfanga að ræða. Takmarkið væri, að fiskveiðilögsaga Is- lands næði til alls landgrunnsins. Þetta hefur oftlega verið áréttað siðan. Ýmsar ástæður, sem ekki verða raktar hér, valda þvi, að næsti áfangi hefur dregizt i 14 ár. Segja má, að ákvörðunin um hann hafi verið mörkuð, þegar núverandi stjórnarflokkar urðu sammála um, rétt fyrir kosningar i fyrra, að beita sér fyrir þvi, að fiskveiðilögsaga Islands yrði færð út i 50 milur eigi siðar en 1. september 1972. Það var mikil gæfa fyrir þjóðina, að þessir flokkar, sem annars börðust hart um kjörfylgi á þessum tima, skyldu ná samkomulagi um sameigin- lega stefnu i landhelgismálinu. Þessir flokkar sigruðu i þingkosningunum, og sýndi það m.a. ljóst, hver þjóðarviljinn var. Enn skýrar og betur kom þó þjóðarviljinn i ljós 15. febr. sið- astliðinn, þegar Alþingi samþykkti einróma, að fiskveiðilögsagan skyldi færð út i 50 milur ekki siðar en 1. september 1972. Þeim þjóðarvilja hefur nú verið fullnægt. Fyrirsjáanlegt er, að útfærsla fiskveiðilög- sögunnar nú mun mæta verulegri brezkri mót- spyrnu,alveg eins og útfærslurnar 1952 og 1958. Hversu öflug eða langvinn hún verður, er ekki hægt að segja neitt um á þessu stigi. Hún getur hæglega haldizt nokkurn tima, þvi að þótt Bretar láti oftast skynsemina ráða að lokum, þurfa þeir yfirleitt riflegan umþóttunartima til að átta sig á málum. Með þvi er hyggilegt að reikna i þeim átökum, sem virðast framundan. Meginmáli skiptir, að íslendingar láti þar hvergi undan siga, en haldi á öllu með festu, en gát, og séu jafnan reiðubúnir til sanngjarnra samninga, þegar Bretar verða loks búnir að umþótta sig. Islendingar geta teflt þetta tafl með þolinmæði og gætni, þvi að þeir hafa sið- ferðilegaréttinnog réttarþróunina i heiminum sin megin. Ef til vill getur Bretum tekizt að vinna eina og eina orustu, en jafn öruggt er það, að þeir tapa sjálfu striðinu. Og tap þeirra verður þvi meira, sem þeir halda þvi lengur áfram. Margt getur vafalaust stuðlað að þvi, að Bretar þarfnist hér styttri umþóttunartima en endranær. Réttarþróunin i heiminum mun vafalitið stuðla að þvi. En mest veltur þó á þvi, að það sjáist i verki, að Islendingar séu sam- stilltir og einhuga i landhelgismálinu, hvað sem öðrum deilum þeirra liður. Bretar munu læra af þvi, hve tilgangslaust striðið er. Þegar Bretar hafa lært það, munu þeir og íslendingar geta leyst deilu sina. Þ.Þ. FRLENT YFIRLIT Margir sækjast eftir að verða vinir Tanaka í þeim hópi eru ekki sízt ráðamenn stórveldanna UM ÞESSAR mundir stendur yfir fundur Nixons forseta og Tanaka, forsætis- ráðherra Japans. er sá fyrr- nefndi hefur óskað eftir. Ber- sýnilegt er á þvi, og fleira, að Bandarik jamenn hafa nokkrar áhyggjur af þvi, hvernig hinn nýi, japanski forsætisráðherra mun haga utanrikisstefnu sinni, þar sem hann er miklu líklegri til að fylgja óháðri utanriksstefnu en fyrirrennari hans, Sato, sem raunverulega varð að láta af forsætisráðherra- embættinu fyrr en hann ætlaði, sökum þess að Nixon sniðgekk hann, er Bandarikja- stjórn hóf viðræður við stjórn Kina. Sato ætlaði lika öðrum manni en Tanaka að taka við af sér, en hann lenti i minni- hluta iflokknum. Meirihlutinn vildi fá forsætisráðherra, sem væri óháðari Bandarikja- mönnum en Sato var. En það eru fleiri en Nixon, sem vilja vingast við Tanaka. Fekingstjórnin hefur látið á sér skilja, að hún vilji gjarna fá Tanaka i heimsókn og auka samskipti milli Kina ogjapans. Breshneff og Kosygin eru einnig á biðilsbuxunum og láta nú i það skina, að Rússar séu reiðubúnir að gera formlega friðarsamninga við Japani, en þeir hafa dregið það i meira en aldarf jórðung. Jafnframt bjóða þeir þeim að verða aðnjótandi ýmissa auðæfa Siberiu og Kyrrahafshéraða Sovétrikjanna. Þá sækjast nú flest rikin T Súðaustur-Asiu eftir meiri og nánari skiptum við Japani. Vissulega væri það ólikt Japönum, ef þeir kynnu ekki að hagnýta þessa aðstöðu. NINN NÝI forsætisráðherra Japans, Kakuei Tanaka, er sagður sannur fulltrúi þess nýja Japans, sem hefur komið til sögu eftir siöari heims- styrjöldina. Hann er fyrsti forsætisráðherra Japans, sem hvorki getur stært sig af háum ættum né mikilli menntun. Hann er sjálfmenntaður og hefur komizt áfram af eigin ramleik. Hann hefur gert það af slikum dugnaði og fyrir- hyggju, að yfirleitt vænta menn mikils af honum sem forsætisráðherra, m.a. vegna þess, að hann mun óragur við að halda inn á nýjar brautir. Tanaka fæddist 4. maí 1918. Faðir hans var smábóndi, sem flosnaði upp og fékkst siðar við hrossasölu, en hún gekk litið betur en búskapurinn. Tanaka fór að heiman og fluttist til Tókió, þegar hann var 15 ára gamall. Hann vann fyrirsér með ýmsum hætti, en lærði ensku og vélfræði i tóm- stundum. Þegar hann var 18 ára, fékk hann vinnu hjá verk- takafél. og kunni henni vel. Ári siðar var hann kvaddur i herinn og var tvö ár i Mansúriu, en þá var hann brautskráður úr hernum sökum heilsubrests. Skömmu eftir heimkomuna stofnaði hann eigið verktakafélag, sem óx hratt á striðsárunum, og var hann orðinnn rikur maður áður en striðinu lauk. Tanaka lét sér ekki nægja að vera rikur. Hugur hans beindist að stjórnmálum. Hann náði kosningu til þings, þegar hann var 29 ára gamall, og hefur átt sæti á þingi óslitið siðan. Hann þótti brátt ötull þingmaður. einsog séstá þvi, að hann var skipaður vara- dómsmálaráðherra eftir tveggja ára þingsetu. En hann var skamma hrið í þvi embætti, sökum þess að hann var ákærður fyrir að hafa þegið mútur og sat um hrið i fangelsi, meðan rannsókn fór fram. Hann gat þó boðið sig fram til þings meðan hann sat i fangelsinu, og náði hann auð- veldlega endurkosningu. Honum var sleppt úr haldi nokkru siðar, en málaferlin gegn honum stóðu i nokkur ár, en þeim lauk með sýknun hans. EFTIR að þessum mála- ferlum iauk, hófst frama- braut Tanaka að nýju. Hann var skipaður póstmálaráð- herra, er hann var 39 ára, og var hann þá einn yngsti ráð- herra, sem verið hefur i Japan. Fjórum árum siðar varð hann fjármálaráðherra og gegndi þvi starfi i þrjú ár. Þá var hann skipaður fram- kvæmdastjóri stjórnar- flokksins, og gegndi hann þvi starfi fram yfir þingkosningar 1969, en kosningasigur flokksins var ekki sizt þakkaður stjórnsemi hans. Skömmu eftir að hann lét af framkvæmdastjórastarfinu var hann skipaður verzlunar- og iðnaðarráðherra. P’yrst og fremst var það utanrikis- vezlunin og útflutnings- iðnaðurinn, sem heyrði undir ráðuneyti hans. Þessu embætti gegndi hann þangað til hann varð forsætisráðherra i júlimanuði siðastliðnum. Tanaka er þannig lýst, að hann sé óvenjulegur athafna- maður. Hann ris venjulega úr rekkju kl. 5.30 og er oft búinn að veita tugum manna áheyrn heima hjá sér, áður en hann kemur á stjórnarskrifstofuna. Hann er oft sagður vinna 19 klst. á dag. Hann er sagður hafa óvenjulega gott minni og vera manna fljótastur að átta sig á málum og afgreiða þau. Ilann sa'kir nær aldrei veizlur, og tómstundunum ver hann mest með konu sinni, sem er sjö árum eldri en hann. Þau eiga eina dóttur, sem er gilt. TANAKA hefur lýst yfir þvi, að hann leggi mikla áherzlu á áframhaldandi gott samstarf við Bandarikin, en þó ekki á þann hátt, að það hindri sjálfstæða japanska utanrikisstefnu. Hann segist vilja koma á eðlilegu stjórn- málasambandi við Kina og auka viðskipti við Kinverja. Þá vilji hann bæta sambúðina við Sovétrikin. Annars segir hann, að Japanir þurfi ekki siður að sinna innanrikis- málum en utanrikismálum. Það þurfi að koma i veg fyrir þær hættur, sem stafi af mengun. Það verði aö sporna gegn þvi, að iðnvæðingin og fylgifiskar hennar raski gamalli menningu þjóðar- innar. Það þurfi að jafna lif- skjörin og draga úr stétta- skiptingunni. M.a. hefur hann lofað aö koma á sjúkra- trygginginum fyrir aldrað fólk, en það þykir sýna mikla róttækni I Japan. Japan er nú þriöja mesta iðnaðarveldi heims. Japanir hafa, siðan siðari heims- styrjöldinni lauk, farið sér hægt á sviöi alþjóðamála. Þeir hafa nú orðið efnahagslega aðstöðu til að láta miklu meira til sin taka á þvi sviði. Að mörgu leyti stendur Japan nú á eins konar krossgötum, og það getur ekki aðeins skipt miklu máli fyrir Japani, heldur mannkynið allt, hvaða leið þeir velja. Mikill vandi og mikil ábyrgð hvilir þvi á herðum Tanaka, og það dregur ekki úr vandanum, hve margir sækjast nú eftir vináttu hans. —Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.