Tíminn - 01.09.1972, Blaðsíða 18

Tíminn - 01.09.1972, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Föstudagur 1. september 1972 Ég óskaði þess í hjarta minu, að ég væri jafnviss um álit hennar og Emma frænka. En samt þagði ég. Ég ætla að biðja Harrý að koma fyrir þig vitinu”, hélt hún áfram í sama tón og hún væri að telja barn af að leika sér, þar sem það gat farið sér að voða. ,,En annars hlýtur það að vera kveljandi fyrir ykkur bæði að vera sifellt að hugsa um verkamannaóeirðir, þegar þið ættuð að vera að undirbúa brúðkaup ykkar, ef allt væri með felldu. Ég vona, að ég sjái ykkur i brúðarsænginni, þegar lfður frá áramótum. Við getum vel látið dálitið fjölskylduboð duga sem brúðkaupsveizlu, enda veit ég ekki, hvort Harrý kærði sig um að berast öllu meira á, núna þegar lim- arnir eru svona erfiðir”. „Hefur þú — minnzt á það við hann nýlega?” spurði ég. Mér fannst hálsinn á mér herpasl saman, og ég reyndi að draga spurninguna við mig til þess að dylja ákefð mina. „Það hef ég gert, barnið mitt. Ég er áhyggj ifull vegna verksmiðj- anna, en þóer slikt hégómi i samanburði við hamingju þina. Ég er þess ekki umkomin að bæta úr þessum — þessum hræðilega baga, sem þú verður að búa við, en ég vil ekki, að þú þurl'ir að fresta brúðkaupi þinu lengur þess vegna. Ég get ekki heldur skilið, að iburðarlaust brúðkaup hér heima komi neinum á vonarvöl. En Harry finnst ráðlegast að fresta þvi þangað til deilurnar leysast ...” „En þér helur þó ekki láðsl að bjóða honum það, sem við þurfum, til þess að lifa af?” „Auðvitað ekki. Þó að mestar eigur okkar séu bundnar i verksmiðju- rekstrinum, þá höl'um við þó nóg handbært fé til þess. Við Wallace lögð- um dálilla upphæð lil hliðar, þegar faðir þinn dó, og hana höfum við alltaf ætlað að láta ykkur Hönnu fá til umráða, þegar þið giftust. Þeg- ar við hana bætast laun Harrýs, ætti ykkur að vera borgið. Þetta sagði ég honum, en það er eins og hann sé a 111 of stórlálur til þess að vilja þiggja neilt af okkur. Og það verð ég að segja, að þó að mér geöjist vel að honum að flestu leyti, þá likar mér ekki þess háttar oflæti”. „Ég myndi ekki verða sérlega heimtufrek”, sagði ég. „Þessi her- bergi þarna á gamla hesthúsloftinu standa nú auð siðan Jói gamli var flultur inn i húsið. Þar mætli búa, ef þau væru máluð og dubbuð upp”. „Talið þið llarrý um þelta. Þú getur talið honum hughvarf, ef það er á nokkurs færi”. Hún brosti og hélt siðan áfram aðskrifa bréfið, sem hún var byrjuð á. En orð hennar höfðu gert mig órólega. Allar umhugsanir um vandamál þjóðfélagsins urðu að vikja fyrir einkamálum minum. Ég afréð að fara og skoða hesthúsloftið áður en dimmdi, og þá var bezt að fara strax. Það rökkvar snemma i desembermánuði. Ég fór i gömlu leðurkápuna mina og lifaði niður garðstiginn með Tátu á hælunum á mér. Það var hvasst og kalt úti. Naktar greinar trjánna bar við mistraðan himininn, og lágt á vesturioftinu bjarmaði l'yrir sólinni gegnum gráan þokubakka. En ég var full eftirvæntingar. Alls konar órar, sem konur einar geta búiðyfir, fylltu huga minn. Ég sá ekki ferhyrnta gluttgana á hesthúsloftinu eins og þeir voru auða og skuggalega. Fyrir þeim voru falleg gluggatjöld úr blómofnu sirsi og út um þá lagði gulleitan bjarma frá lampaljósi alla leið inn i leyndustu kimi hjarta mins. Ég seildist eftir lyklinum, sem ætið var geymdur á bita yfir miðjum loftstiganum, og lauk upp. Ég kom l'yrst inn i ofurliliö eldhús. Það var þögult og kalt og tómlegt, þótt fátæklcg búsáhöldin, sem Jói gamli Kellý og dóttursonur hans höfðu búið við i svo mörg ár, slæðu þar enn. Oliudúkur var á borðinu og þykkir, blárósóttir bollar hvolfdu i bollaskápnum. Gamalt dagatal hékk á veggnum milli eldavélarinnar og vasksins. Litil dagstofa sneri mót vestri, en þar var hlýlegra þvi að dauft skin aftansólarinnar lagði þangað inn. Ég stóð lengi á miðju gólfi og virti hvaðeina vandlega fyrir mér, og Táta setlist á slitinn gólfdúkinn og tannaði á sér afturlöppina. Þetta var litið herbergi með föstum vegghillum, sem ég sá i anda fyllt- ar bókum Harrýs. 1 staðinn fyrir gamla járnofninn átti að koma litill oln meðgrænni glerungshúð. Ég sá undir eins hvar skrifborðið mitt átti að vera og hvar borðlampinn átti aö standa á þvi svo að birtan félli sem þægilegast á stólana mina og furuviöarkistuna hennar ömmu sálugu og rauðbrúnt kirsuviðarborðið. Já, bilið á milli glugganna var mátulega breitt fyrir það. Ég gekk út að glugganum og mældi það skrefum min- um til þess að vera viss. Um leið seildist ég ósjálfrátt eftir gamalli gluggatjaldasnúru, sem enn hékk þar á auðri gluggastöng. „Nei, sko, sagði ég við sjálfa mig, „þetta var gaman”. A snúrunni voru margir hnútar, og ég var stundarkorn að átta mig á þvi, hvers vegna ég veitti þeim svo nána athygli. Svo mundi ég eftir þvi, að ég hafði leyst svona hnúta á gluggatjaldasnúrunni i stóru setu- stofunni okkar fyrir skömmu. „Harrý hefur lagzt á eina snúruna rétt einu sinni”, hafði Manga sagt. „Sæi ég þetta austur i Jeríkó, vissi ég, að hann hefði verið einn af þeim, sem röltu þar kringum múrana með lúðra og sáttmálsörk”. Orð hennar flug-mér i hug, er ég stóð þarna i auðri stofunni. Æ, hvað það var aulalegt að vera að rifja svona þvætting upp, og ennþá aula- legra var þó að velta vöngum yfir sliku. Það var orðið rokkið, þegar ég var búin að leysa siðasta hnútinn. Ég gægðist aðeins inn i svefnherbergiskytru, sem var við hliðina á stof- unni, og flýtti mér siðan út og læsti dyrunum. NÍTJANDI KAPÍTULI Andstreymið var tekið að bita á Wallace frænda. Ég sá, að Harrý var einnig þreytulegur og kviðinn, þegar hannkomseinna um kvöldið. 1 tiu daga hafði ekki verið unnið i verksmiðjunum, en ennþá var þó verið að leitast fyrir um sættir i þeirri von, að þrátt fyrir allt mætti þó ef til vill komast að einhverri málamiðlun, svo að vinnan gæti hafizt á ný. Þótt viðskiptin hefðu verið treg upp á siðkastið, voru samt ýms vöruloforð óefnd, og hver verkfallsdagur, sem leið, tefldi þvi i æ meiri tvisýnu, að unnt yrði að efna þau á tilsettum tima. 1 viðskiþtalifinu er það eitt grundvallaratriðið að halda gerða samninga og efna gefin heit. „Harrý”, hrópaði ég og hljóp á móti honum fram i anddyrið, en ég sá undir eins. að hann var með hugann við allt annað en mig og spurningarnar, sem mig langaði til að bera fram. Fögnuður minn yfir komu hans rénaði við þurrlegar kveðjur hans. „Þið verðið að sjá hvort af öðru i tvo til þrjá daga, Emilia”. Wallace frændi studdi hendinni á arm minn til þess að draga athygli mina að þvi, sem hann var að segja. „Harrý fer með mér til Bostonar i fyrra- máliö”. „Æ, þarftu endilega að fara?” spurði ég. „Þetta er nú ekki Kinaferð”, svaraði hann. „Frændi þinn ætlar að láta mig yfirlita viðskiptareikninga i bönkunum, og sannast að segja er mér það ekki svo óljúft að komast sem snöggvast burt úr Blairsborg. Lárétt 1) Um bréf.- 5) Fisks.- 7) Riki.-9> Grænmeti,-11) Tré.- 12) Tvihljóði.- 13) Fæða,- 15) Fugl,- 16) Skip - 18) Fima,- Lóðrétt 1) Askar,- 2) Agn - 3) Fa,- 4) Ull,- 6) Aftrar,- 8) Nál.- 10) Ota,- 14) Sót,- 15) Kór,- 17) Bý •- Lóðrétt 1) Furðan,- 2) Und.- 3) Ell.- 4) tlát.- 6) Sofa.- 8) Afrek.- 10) Afar,- 14) Ái.- 15) Fljót- huga,- 17) Nhm.- X Ráðning á gátu Nr. 1194 Lárétt 1) Ákafur.- 5) Gal - 7) Ann,- 9) Lof,- 11) Ká - 12) TT,- 13) Als.- 15) Kar,- 16) Obó.- 18) Stýrir,- ■ 11 ! FÖSTUDAGUR 2. september 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15, (og for- ustugr. dagbl.), 9,00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegiö Jón Gunn- laugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Síðdegissagan: „Þrútið loft” eftir P.G. Wodehouse Jón Aðils leikari les (15). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miödegistónleikar. Þýzki tenór söngvarinn Pet- er Schreier syngur óperu- ariur og sönglög. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Ferðabókalestur: Skóla- ferð eftir séra Asmund Gislason. Guðmundur Arn- finnsson les fyrsta lestur. 18.00 Fréttir á ensku . 18.10 Tónleikar Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Frá ólvmpiuleikunum i Miinchen Jón Ásgeirsson segir frá. 19.40 Fréttaspegill - 20.00 Norræn alþýöulög Danski dpengjakórinn og Norski einsöngvarakórinn flytja. 20.25 Mál til meðferðar. Árni Gunnarsson fréttamaður sér um þáttinn. 20.55 Konscrt fyrir pianó og hljómsveit nr. 3 i C-moll op. 37 eftir Beethoven. Arthur 21.30 Útvarpssagan „Dalalif” eftir Guðrúnu frá Lundi Valdimar Lárusson les (17). 22.00 Fréttir. 22.15 Handknattleikslýsing frá Ólympíuleikunum. Jón Asgeirsson lýsir siðari hluta hálfleik i leik Islendinga og Tékka. 22.45 Danslög i 300 ár. Jón Gröndal kynnir. 23.05 A tólfta timanum. Létt lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 1. september 1972 18.00 Frá Olympiuleikunum. Fréttir og myndir frá Olym- piuleikunum i Miínchen teknar saman af Cmari Ragnarssyni. (Evrovision) lllé. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Landhelgisdagurinn. Dagskrá kvöldsins er til- einkuð útfærslu fiskveiöi- lögsögunnar i fimmtiu mil- ur. 1 dagskránni veröur fjallað um sögu islenzku landhelginnar og spjallað við sjómenn viðs vegar um land um viðhorf þeirra til útfærslunnar. Sýndar verða svipmyndir úr þorskastriö- inu 1958, og rætt við tslend- inga, sem þar komu viö sögu, og greint verður lrá afstöðu ýmissa þjóða til út- færslunnar. Þá verður sýnd kvikmynd frá heimsókn sjónvarpsmanna til útgerö- arbæjarins Aberdeen, þar sem rætt var við forystu- menn á sviði fiskveiða og fiskiðnaðar. Og loks verður svo rætt við islenzka fiski- fræðinga um verndun og hagnýtingu fiskistofnanna við landið. Umsjónarmaður Eiður Guðnason. Frá Ileimsmeistaraeinvig- inu i skák.Að lokinni land- helgisdagskránni greinir Friðrik Ólafsson frá nýjustu einvigisskákinni. Dagskrái'lok óákveðin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.