Tíminn - 01.09.1972, Blaðsíða 25

Tíminn - 01.09.1972, Blaðsíða 25
Föstudagur 1. september 1972 TÍMINN 25 Stórkostleg setningar- athöfn vel inn á hlaupabrautina, til- kynnir þulurinn hátt og snjallt: ISLAND. Flokknum er fagnaö vel og innilega aö minu áliti. Þaö er undarleg til- finning, sem fer um mann á svona augnabliki, tilfinning sem vart er hægt að lýsa. Viö nálgumst heiðursstúkuna. Þegar Geir fánaberi fellir fán- ann, taka Islendingar ofan hvitu hattana og snúa höfði að heiðursstúkunni, en þar eru samankomnir æðstu menn Þýzkalands og raunar frá fleiri þjóðum. Allt gekk þetta vel og snurðulaust. Þúsundir v-þýzkra barna lágu skraut- lega klædd á grasflötinni og fyrir framan áhorfendasvæð- ið, en þau áttu að sýna að lok- inni göngunni. Börnin veifuðu glaðlega og við veifuðum á móti. Þjóðirnar rööuðu sér upp á knattspyrnuvellinum i tvöfaldri röð, og inngangan tók aðeins um eina og hálfa klukkustund. Við vorum i fremri röð, næstum fyrir miðju. Að göngunni lokinni voru Ólympiuleikarnir settir á hefðbundinn hátt, en mesta at- hygli, að öðrum atriðum ólöst- uðum, vakti áðurnefnd sýning 3500 barna á hlaupabrautinni, sem var frábær. 5000 þús. dúfum var sleppt á setningarathöfninni, hér sjást þær fljúga út i buskann. ógleymanlegri setningarat- höfn er lokið, og flokkarnir ganga út af Ólympiuleikvang- inum i skipulegum röðum. Iþróttafólkið og fararstjórar ganga heim i þorpið, og ekki er laust við að menn séu þreyttir, þvi að fimm klukku- stundir liðu, frá þvi að lagt var af stað l'rá bústaö tslendinga út á grasflötina, þar sem fylk- ingarnar röðuðu sér upp, þar til öllu var lokið. En allir, sem þátt tóku i þessari athöfn, munu vart gleyma henni með- an lif endist. Fyrsti keppnisdagur- inn Baráttan um hina 1100 verð- launapeninga 20. Ólympiu- leikanna hófst strax daginn eftir setninguna. Það er alger- lega vonlaust fyrir einn mann að fylgjast með þeirri marg- þættu keppni, sem fram fer, menn sjá flest, ef horft er á v- þýzka sjónvarpið, en sýnt er frá keppninni nær látlaust frá þvi klukkan 9 á morgnana til kl. 0,30 á kvöldin. Ég vil gjarna bæta þvi við, að i loka- fréttum kvöldsins kom fréttin um jafntefli Fischers og Spasskis á sunnudaginn. A sunnudagskvöldið fórum við fjórir úr islenzka hópnum að horfa á dýfingar kvenna og fimleika karla. Dýfingarnar vou ánægjulegar og fallegar, og það gladdi okkur sem Norð- urlandabúa, að sænskar stúlk- ur voru beztar. Dvölin i fimleikahöllinni, en þar fara úrslitaleikirnir i handknattleik einnig fram, var ógleymanleg. Aðstaðan og framkvæmdin var kapituli út af fyrir sig og óaðfinnanleg, en leikni japönsku keppendanna er eitt það fegursta og ná- kvæmasta, sem ég hef séð. Einkunnagjafir þeirra voru lika eftir þvi. Þeir fefigu yfir- leitt 9,60 til 9,85 stig, en hæst er gefiö 10. Fögnuður var gifur- legur. Á heimleiðinni til Ólympiu- þorpsins vorum við allir komnir i einlægt Ólympiu- skap. Hér sjást þátttökuþjóðirnar á Óly mpiuleikunum i Miinchen, skipa sér i fylkingar á veliinum. mjakaðist áfram i átt að leik- vanginum, en það er um 1 km löng leið. Fremstir fóru Grikkir, að venju, en siöan komu þjóðirnar hver af ann- arri i stafrófsröð. Næstir á undan okkur voru Irar, og á eftir okkur komu Israels- menn. Fyrir hverjum flokki gekk merkisberi, og það voru ungar stúlkur, sem stunda nám i iþróttakennaraskólum. Við vorum allir sammála um, að sú, sem bar merki Islands, væri þeirra fegurst, og vinir okkar trarnir virtust vera á sama máli. Geir Hallsteinsson bar okkar fallega fána og gerði það með sóma. Þegar fylkingin mjakaðist áfram i steikjandi sólinni varö mér ósjálfrátt hugsað til setning- arathafnarinnar i Stokkhólmi 1912, þegar Islendingum hafði verið lofað að fá að ganga sér, á eftir flokki Dana undir merki Islands, en á siðustu stundu var það svikið. Þá lá merki Islands eftir á flötinni, þvi að Islendingarnir sam- þykktu allir sem einn að ganga ekki inn á Ólympiuleik- vanginn. Að þessu sinni voru það glaðir og hreyknir Islend- ingar, sem gengu inn á Ólym- piuleikvanginn. Við nálgumst nú leikvang- inn óðfluga, og allt gengur skipulega og hratt fyrir sig. Við erum farnir að heyra, þeg- ar þulurinn kynnir hverja þjóð fyrir sig. Við heyrum hann kalla FRAKKLAND, þannig að nú er stundin skammt und- an, og allt i einu er röðin kom- in að Irunum. Þeir leggja af stað, og við erum næstir. Stjórnandinn i undirganginum gefur merkið og flokkurinn leggur af stað i góðum takti og beinum, þreföldum röðum. Þegar við höfum gengið um 10 til 20 metra og erum komnir Örn Eiðsson skrifar: Miinchen, 28/8 1972. Setningardagurinn og fyrsti keppnisdagur 20. ólympiu- leikanna hér i Miinchen eru liðnir. Það er býsna erfitt að setjast niður og reyna að gefa einhverja trúverðuga lýsingu eða réttara sagt tæmandi á þessum stórkostlegum dög- um. Allt, sem hér hefur gerzt til þessa af hálfu Þjóðverja, nálgast fullkomnun. Ólympiu- mannvirkin og allt skipulag i kringum þau er það lang- skemmtilegasta og fallegasta, sem ég hef séð á Olympiuleik- um. Leikvangurinn með þak- inu fræga og dýra er sá feg- ursti og bezti, sem ég hef aug- um litið, og úr þvi að við erum farin að ræða um leikvanginn, er bezt að fara nokkrum orð- um um setningarathöfnina. Fulltrúar þjóðanna 122, sem þátttakendur eiga á leikunum, héldu af stað i sinum skraut- legu búningum til ákveðins svæðis rétt við aðalleikvang- inn, tæpum tveimur klukku- stundum áður en gangan skyldi hefjast. Það er ein- kennileg tilfinning, sem fer um mann að dvelja þarna á þessu svæði innan um fulltrúa alls mannkyns, en alger met- þátttaka er i þessum leikum og varla er til sú þjóð, sem ekki á fulltrúa i Miinchen. All- ir brosa og eru spenntir, hér eru allir komnir saman i frið- samlegum tilgangi. Vist er iþróttakeppnin skemmtileg og spennandi, en ef til vill er þessi þáttur Olympiuleika, að fá allar þjóðir saman i eitt þorp, sem er algerlega heimur útaf fyrir sig, til að reyna getu sina á vettvangi Iþrótta, mik- ilvægastur. En snúum okkur aftur aö sjálfri setningunni. Fylkingin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.