Tíminn - 01.09.1972, Blaðsíða 27

Tíminn - 01.09.1972, Blaðsíða 27
Föstudagur 1. september 1!)72 TÍMINN 27 STOFNAÐ TIL SL YSA Haustið 1958 leið i aldanna skaut. og atburðir þess færðust fjær. Vetur gekk i garð. Gamalt ár kvaddi og nýtt heilsaði. En þorskastriðinu létti ekki. enda hefði það verið ólikt brezkum þráa að gefast upp eftir ekki lengri tima. A vordögum 1959 eru islenzku blöðin farin að segja.að ..dólgsleg áreitni herskipanna við islenzk varðskip og brot á siglingareglum færist sifellt i aukana '. Svo rann upp föstudagurinn 22. mai. t>á gerðist. klukkan fimm- tán minútur yfir átta um morgun- inn, einhver allra glæpsamlegasti atburður þessa annálsverða timabils. Þá sigli brezkt herskip á varðskipið Óðinn, laskaði hann verulega. — og var i rauninni ekkert annað en mildi og lán, að ekki skyldi verða stórslys. Fréttatilkynning landhelgisgæzl- unnar um þetta mál er svohljóð- andi: ..1 morgun, er varðskipið Óðinn var að sigla að brezka togaranum St. Just, sem var að ólöglegum veiðum úti fyrir Vestfjörðum, sigldi brezka herskipið Chaplet, Óðin uppi og fór þétt fram með bakborðshlið hans. Skipin sigldu samsiða nokkra stund. en allt i einu sveigði herskipið nær Oðni og skulluskipin saman, þannig að Óðinn lenti undir kinnung her- skipsins. Við höggið brotnaði björgunarbátur varðskipsins. og nokkrar skemmdir urðu á báta- uglum og borðstokk. en meiðsl urðu engin á mönnum." Óðinn stanzaði þegar i stað og rann aftur með herskipinu. Sigldi siðan inn á Fatreksfjörð. begar áreksturinn — eða öllu heldur á- siglingin — varð,var þetta herskip búið að fylgja Óðni lengi eftir, en óðinn var á þessum tima að fylgj- ast með fjórum landhelgisbrjót- um fyrir innan linuna, en auk þess voru nokkrir togarar að veiðum rétt fyrir utan mörkin. En hafi hinum brezka herdreka fundizt það eðlilegur liður i þorskastriðinu að reyna að sigla niður varðskip þessarar litlu þjóðar. þá var brezkur togari ekki siður fundvis á verkefni við sitt hæfi. nokkrum dögum siðar. Aðfaranótt föstudagsins þriðja júli var opinn vélbátur, Nonni, frá Patreksfirði, að veiðum á svo- kallaðri Eyrarhlið, út af Patreks- Kjörgunai'bátur óðiiuf skentmdist við ásiglingu IIMK C'liplet firði. A að gizka tvö hundruð faðma frá honum var brezku tog- ari. Togaði hann frá landi. Allt i einu þverbeygði togarinn frá stefnu sinni, stefndi beint á trill- una og jók ferðina um leið. For- maðurinn á trillubátnum dró strax inn færi sitt, þegar hann sá hvað að fór, setti vél bátsins i gang og tókst með naumindum að koma i veg fyrir árekstur. Svo litlu munaði, að háseti hans, sem ekki hafði dregið inn færi sitt, missti það i vira togarans um leið og hann rann framhjá. Þegar tog- arinn öslaði hvarf báturinn inn undir hvalbak hans. og má af þvi marka. hve hurð hefur þar skollið x na>rri hælum. Ekki tókst báts- verjum að lesa nafn togarans, en hins vegar sáu þeir, að hann hafði cinkennisstafina G. Y. 205. Eins og gefur að skilja. urðu at- burðir af þessu tagi ekki til þess að bæta sambúð islendinga og Breta. Utanrikisráðuneytið bar fram harðorð mótma'li við sendi- fulllrúa Bretlands i Iteykjavik vegna tilræðisins við óðin, og á- skildi sér allan rétt af hálfu rikis- stjórnarinnar i þvi sambandi. Jafnframt voru itrekaðar fyrri kriifur um, að brezku herskipin færu héðan án frekari tafar. En Bretar voru á allt öðru máli. Siigðu þeir. að það, sem út af hefði borið (t.d. áreksturinn við Óðin), væri eingöngu þvi að kenna, hve lélegir sjóménn Islendingar væru, og að það væri ..þvaður að tala um árás" i þessu sambandi. Litt munu þau rök hafa hrinið á íslendingum. og þvi fór hér sem oftar. að hvorir átu úr sinum poka. Dýraf jörðu r Framhald af 23. siðu. alltaf systur okkar, var söngkona, og Passiusálmarnir voru ævin- lega sungnir. Þar lærði ég sálma- söng á barnsaldri, og þar læröi ég að bera virðingu fyrir þvi, sem er meira og máttugra en við, jarðar- börnin. Dauðaþögn rikti á meðan lesturinn var lesinn, og það held ég. að sé nokkurs virði að geta átt hljóða stund. Eg segi ekki, að það hafi alltaf verið hlustað svo sér- staklega vel, og ekki fullyrði ég heldur aö ungviðið hafi skilið Pét- ur biskup skörpum skilningi,né meistara Jón. En það kom ekki til mála, að við létum neitt til okkar heyra, og við létum okkur skilj- ast, að það var til æðri máttur, sem við gátum leitað til, þegar á bjátaði, og allir urðu að beygja sig fyrir þegar i harðbakkann sló. Þegar úti var lesturinn, þökkuðu allir fyrir hann með handabandi, og það kenndi okkur hógværð og siösemi. — Móðir þin hefur verið trúuð. — Hún brýndi oft fyrir okkur i uppeldinu, að við mættum ekki haga okkur illa i trausti þess að hún sæi ekki til. Við værum undir augliti guðs, og hann sæi geröir okkar, æ og ætið. Ég segi ekki.að við höfum alltaf sniðið breytni okkar eftir þessu. Samt trúðum við þessu, og ég er sannfærður um, að sterk trú kemur að haldi i erfiðleikum, og bæn er hjálpar- ráð. Það var lika annað, sem manna talaði oft um við okkur. Hún var fastlynd, og ég er viss um, að hún hefur aldrei á ævinni litið við öðr- um karlmanni en föður okkar. Hún talaði þráfaldlega um það við okkur, hvað hann hefði viljaö að yröi úr okkur, og hvernig hann myndi vilja, að við höguðum okk- ur. Þó að ég missti föður minn, þegar ég var á áttunda ári, var hann fyrir atbeina móður minnar samt nálægur okkur. Vilji hans lifði i henni, og hún miðlaöi okkur honum. En hún náði sér aldrei til fulls eftir slysið. Hún var hjart- veik, og hún gat ekki hugsað til þess að við bræðurnir færum á sjóinn. Kristján i Meira-Garði var skipstjóri á þilskipum á sumrin, og henni leið alltaf svo illa, þegar veður spilltust, að mér er það minnisstætt. Annars var hún stillt kona og bar ekki tilfinningar sin- ar á torg. Já, hún kunni vel að stilla sig, gamla konan. Það var eitt meðal annars, sem henni var gefíð, að hún var mjög nærfærin. Ef eitthvað var að skepnum, var hún oft fengin til þéss að hjálpa til dæmis kúm við burð, svo að eitlhvað sé nefnt. Hún var lika fengin til þess að kenna krökkum lestur og kver, og núna nýlega var frændi minn einn og nafni að segja mér af konu að vestan, sem hefði verið að rifja upp, hve þakklát hún væri fyrir þá kennslu, sem hún hefði notið hjá‘'henni. Sjálf var móðir min bókhneigð, en lærði að draga til stafs i sand eða á snjóskafl i bernsku suður á Rauðasandi, og __♦♦♦♦*♦♦♦♦• ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< ♦WZ» ************ ♦•♦••♦••••••••♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦• *♦♦♦♦•••••••••••♦♦♦♦• •♦♦•••♦♦♦♦••♦♦•il;tltl;ti;T«??««IIZini»»»»»««»»t»< ♦ ♦♦♦♦• M| ■51 varð mjög vel skrifandi. Svo hafði það lika sitt fyrir okk- ur að segja, að i Dýrafirði var gotl félagslif. Samtiik ýms hófust þar snemma. fyrr en sums staðar annars staðar. Fyrir aldamót var þar bindindisfélag og söngfélag og eltir aldamótin ungmenna- félag og stúka. Fyrstu ár aldar- innar var Rögnvaldur ólafsson byggingameistari heima i Meira- Garði á sumrin hann var hálf- bróðir Kristjáns. og hann opn- aði okkur nýja sýn. Stundum voru lika samkomur. skammt l'rá Mýrum. þar sem I jölmennl gleði- heimili fengsælla Iramfara- manna. heimsóknir um hátiðir og olt glatl á hjalla. En það er önnur saga. og hana adla ég ekki að ril ja upp Irekar. Ingimar Jóhannesson stendur upp. Það er merki þess, að hann vill ekki, að þessar samræður verði iillu lengri að sinni. Hann á lika crindi að rækja annars slaðar Hann kveður með þétlu handtaki. Það er traust eins og annað i lari haris. J.H. Hugtum áOurtn vlö htndum V RVMIVI ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ________.♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ . ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦•♦•♦•♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦•♦♦♦ ....♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦•••♦•♦•♦♦♦ •♦•♦♦♦ •♦♦♦•♦ •♦♦♦♦♦ ♦♦♦•♦♦ ••♦•♦♦ •♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦ •••••• •♦•♦•♦ ♦♦♦♦•♦ ♦•♦•♦• ♦♦♦♦♦• •♦♦♦♦♦ ♦♦♦•♦♦ ♦♦♦••• ••♦♦•♦ ♦•♦••♦ •♦•••• ♦••••♦ •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦• •♦♦•♦• ••♦♦♦♦ ••♦•♦♦ ••♦♦•♦ ♦♦♦♦♦♦ ••♦♦♦♦ ♦•♦♦♦• ♦♦♦♦♦♦ •♦•♦•♦ ••••♦♦ •♦♦•♦• •♦•♦♦• ••♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ ♦♦•••♦ ♦••♦♦♦ ♦♦•♦•♦ •♦♦♦♦♦ ♦•♦♦♦♦ ••♦♦•♦ •♦•♦♦♦ •♦♦♦♦• ♦«•♦♦• ♦♦♦♦♦• ♦♦♦♦•♦ ♦♦♦♦♦♦ •♦♦♦•♦ ••♦•♦♦ ♦•••♦• •♦♦♦♦♦ ••♦♦♦♦ ••♦♦♦♦ ••♦•♦♦ ♦♦♦••♦ ••♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦•♦ •♦♦•♦♦ ••♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ ♦•••♦♦ •♦♦♦♦• •♦♦♦♦* •♦♦♦•♦ ••••♦♦ •♦♦♦♦♦ ♦♦♦••♦ •♦•♦♦• ♦••••• ♦••••♦ ••♦♦♦♦ ••♦♦♦♦ ♦♦♦♦»• • ♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ •••♦♦♦ •♦♦♦♦♦ ••♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ •♦•♦♦* •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ ••♦♦•♦ •♦♦♦♦♦ •♦•••♦ •♦♦♦♦♦ ♦••♦•• ••♦♦♦♦ :::::: •♦♦♦♦♦ ••♦♦♦♦ ••♦♦♦♦ ••♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ *♦♦♦♦♦ ••♦♦♦♦ SIMRAD *♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ ♦••♦♦♦ •♦♦•♦♦ •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦ ♦♦•♦♦♦ ••♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ ♦♦••♦• •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ ••♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ •♦•♦♦• ♦♦♦•♦♦ •♦♦♦♦♦ *♦♦♦♦♦ •••♦♦♦ •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦4 •♦♦♦♦♦4 •♦♦♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦♦♦♦♦ •♦•♦♦♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Myndsjá á 12 metra skala sýnir fisk 4 metra frá botni. Og SIMRAD er 19 ára á islandi. SIMRAD-fiskileitartækin hafa á þessu tímabili átt verulegan þátt i að byggja upp skipastól okkar eins og hann er i dag. Og nú hefst nýr sögukafli — fyrsta september, þegar fiskveiðilögsagan verður færð út i 50 mílur. Og áfram getum við treyst SIMRAD-tækjunum við fiskileit. i tilefni 25 ára tímamóta fyrirtækisins voru sýndar 12 nýjar gerðir fiskileitartækja frá SIMRAD á sýningunni i Þrándheimi í ágúst s.l. Hönnunarkostnaður við þetta tiltak varð 135 milljónir króna, en árangurinn er undra- veröur, bæði í verði og tæknifullkomnun, fyrir allar stærðir fiskiskipa. 25ARA SIMRAD-UMBOÐIÐ Bræðraborgarstíg 1 — Friðrik A. Jónsson. •♦♦♦♦♦ •♦♦♦•♦ ♦♦♦♦♦♦ ♦••♦♦• ♦•♦♦♦• •♦♦♦♦• •♦♦♦♦♦ «♦•♦♦♦ Símar 14135 og 14340 ♦♦♦•♦♦ •♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦ •♦♦♦•♦ ♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦•♦ ♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦•••♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦___ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ .♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦■ w:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.