Tíminn - 02.09.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.09.1972, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFfÖRG SlMI: 26660 RAFiflJAN SÍMI: 19294 198. tölublað —Laugardagur 2. sept. —56. árgangur. RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 :^:::'"f:Æ" "'¦ -Ia* fffc..-/ '¦ ¦ ¦ ¦ Varöskipið óðinn hugar að brezkum togara út af Gelti siðari hluta dags i gær. í baksýn er annar brezkur togari. (Timamynd: Gunnar) „FALLBYSSUBATURINN NALGAST" hrópaði brezki skipstjórinn skelfdri röddu í talstöðina KJ-Reykjavik — Jæja, strákar, það verður gaman að vera hér á skaki, þegar búið er að koma þeim i burtu, sagði Guðmundur Sveinsson netagerðarmeistari á fsafirði við fréttamenn Tímans f dag, er þeir voru á leið tii lands og staddir undan Straumnesi, eftir að hafa fylgzt með ólöglegum veiðum brezkra togara út af Horni úr flugvél. Togararnir voru þarna fjórtán talsins I hóp rétt utan við 12 mílna mörkin, en nær landi voru trillubátar frá verstöðvum á Vestfjöröum. tJti af Gelti voru f jórir brezkir togarar, og þar var varðskipið Óðinn lika á siglingu undir stjórn Sigurðar Árnasonar skipherra. Þeir varðskipsmenn fóru sér að engu óðslega, athuguðu skipið vel og vandlega, en sigldu slðan áfram til aöalhópsins. Logn og ládauður sjór Það var logn og ládauður sjór, þegar flugvélin frá Vængjum HAFNFIRÐINGUR SÝKTIST AF TAUGAVEIKI í INDLANDSFERÐ Fyrsta taugaveikitilfellið hér síðan 1951 Sterkar líkur eru á þvi, að ungur Hafnfirðingur hafi sýkzt af taugaveiki — raunar nánast lull vissa. Hann er nú i einangrun i Borgarsjúkrahús- inu í Reykjavik og rannsókn hafin á ferli hans siðustu vik- ur. Þetta sætir töluverðum tlð- indum, þvf að taugaveiki hef- ur ekki orðið vart hérlendis siðan 1951, þótt áður væri hún næsta algeng f landinu. „Ég veit ekki, hvort rétt er að tala lengur um grun", sagði Ólafur Olafsson landlæknir, er Timinn spurðist fyrir um þetta hjá honum i gær „Annars hefur málið verið i höndum héraðslæknisins i Hafnarfirði.Grims Jónssonar, og borgarlæknisembættisins I Reykjavik. En mér virðist, að það hafi verið staðfest i rann- sóknarstofu háskólans á fimmtudaginn, að maðurinn sé með taugaveiki". Bragi Ölafsson aðstoðar- borgarlæknir kvaðst fátt geta um þetta sagt og mæltist und- an þvi, að neitt væri eftir sér haft. Sýktist i ferð til Madras á Indlandi „Maðurinn fór á okkar veg- um til Indlands", sagði Þor- bergur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Bátalóns i Hafnarfiröi, þegar Timinn sneri til hans. „Hann er tækni- fræðingur og heitir Þóröur Jónsson. Svo er mál með vexti, aö indverskur maður keypti hjá okkur báta, en kunnátta Indverja i meöferð þeirra er bágborin. Þórður fór til Madras á Indlandi til þess aö leiðbeina eigandanum og áhöfnunum á bátunum. Það munu vera um þrjár vikur sið- an hann kom heim úr þeirri ferð". Varúðarráðstafanir þegar hafnar „Eins og gefur að skilja hef- ur maðurinn haft samskipti við marga, þar sem svo langt er um liðið siöan hann fór frá Indlandi", sagði landlæknir, „og ég hef gert gangskör að þvi að láta leita þá uppi. Meðal annars fór hann norður i land til Akureyrar, áður en hann veiktist. Það verður allt kann- að, hvar hann hefur verið sið- an hann kom til Lundiina frá Indlandi, og nauðsynlegar varúöarráðstafanir gerðar, jafnótt og til fólksins næst. Ég hef átt tal um þetta við hér- aðslækninn i Hafnarfirði tvisvar eða þrisvar sinnum i dag, og ég bið eftir vitneskju að norðan um ferðir mannsins þar. Við reynum að finna alla, sem eitthvað hafa átt saman við hann að sælda, og gerum viðeigandi gagnráðstafanir, og viö verðum á varðbergi, ef eitthvað grunsamlegt kemur i ljós", sagöi landlæknir að lok- um. flaug út yfir ísafjarðardjúp, tók siðan stefnuna yfir Sléttu, og stytztu leið yfir eyðibyggðina i Aðalvik og þaðan yfir Straumnes- fjall. Brátt blasti úthafið við, og einhversstaðar i norðri bjugg- umst viö við að sjá brezka togara að veiðum, — oge.t.v. lfka eitt- hvert islenzku varðskipanna. Það, sem fyrst vakti athygli okk- ar, var griðar stór borgarisjaki 30-40 milur undan landi, og siðar sáum við fleiri slika suður af þeim stóra. Þá leið ekki á löngu áður en dökk þúst birtist við sjón- deildarhringinn. Eftir nokkurra minútna flug, sáum viö i sjónauk- um, að hér var brezkur togari á ferð i austurkantinum á Djúpáln- um og um 28 milur fyrir innan 50 milna landhelgina. Togari þessi var nafn og númerslaus, og með hlerana uppi og á stimi. Einn maður var á þilfari, og leit hann forvitnum augum upp til okkar, þegar Þórhallur flugmaður renndi flugvélinni fram hjá togaranum. Pokahúðir huldu nöfn og númer t austurátt mátti nú sjá marga togara úti við sjóndeildar- hringinn, og innan nokkurra minútna vorum við yfir hópnum, en alls reyndust þeir vera 14 þarna norður af Horni. Fyrstu togararnir, sem viö skoðuðum voru nafn- og númerslausir, en allir með sinum séreinkennum, svo að ætla má, að það sé auð- veldur leikur fyrir reynda varð- skipsmennaðþekkjaskipin, þrátt fyrir að nöfn og númer hafi verið afmáð. Brátt sáum við togara, IFramhald á bls. 8.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.