Tíminn - 02.09.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.09.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Laugardagur 2. september 1972 Hálfnað erverk þá haf ið er spamaður skapar verðmæti ^ , Samvinnubankinn EINKASKEYTI TIL TÍMANS FRA USP Staðfest var i dag, að meira en flugufótur var fyrir því, að brögð væru i tafli' i skákhöllinni i Reykjavik, eins og Geller hafði áklagað. Þetta sannaðist við at- hugun á töfum Fischers, sem or- sökuðust af auraleysi hans til að Lausar stöður Stöður bókara og vélritunarstúlku við bæjarfógetaembættið i Keflavik eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar embættinu fyrir 15. september næstkomandi. Bæjarfógetinn i Keflavik Hótel Saga Stúlkur - Kvöldvinna Aðstoðarstúlkur framleiðslumanna ósk- ast. Upplýsingar hjá yfirframreiðslu- manni i Súlnasal eftir kl. 4, ekki i sima. Hótel Saga Gagnfræðingar Framleiðslunemar óskast i Súlnasal. Góð- ir framtiðarmöguleikar. Upplýsingar hjá yfirframleiðslumanni, ekki i sima.eftir kl. 4. leysa út nokkra gervihnetti, sem þó voru ekki i liki sjálfs flugna- höfðingjans, heldur litu út eins og isl. mýflugur. Eftir að fjárhags- vandræðunum létti og hann varð albúinn til leiks, gat hann fyrir hverja skák sett eina galdraflugu i ljósaútbúnaðinn, sem hann raunar lét endursmiða, svo að senditækið i einkastól hans verk- aði á fluguna eftir þvi, hvernig hann stillti púströrið i stólnum. Með þessum brellum vann hann eða gerði jafntefli nema i tveim skákum. Vegna þess, að enginn dýrafræðingur var tilkvaddur við rannsókn fyrirbæranna, verður ekki sannað, að tvær dauðar flug- ur, sem fundust i ljósastæðunum, hafi veriðaf stofni Fischers, sem þó er talið sennilegast. Styðst sá grunur við það, að Spasski hefir unnið tvær skákir, en flugurnar munu þá hafa verið dauðar úr taugaáfalli. Þar með eru vanga- veltur heimspressunnar um banamein þeirra upplýst, og and- látsstundin gæti ákvarðast með tilliti til þessara tveggja atburða. USP = Ungir spaugarar. SKATTGREIDANDINN OG SNJÓMOKSTURINN „Skattgreiðandi" vill hætta snjómokstri á aðalvegum norður heiðar, en nota i'þess stáð þyrlur. Ég held, að þetta sé ekki nægilega vel grundað hjá skattgreiðanda. Einar Ágústsson á haustfund utanríkisráðherra Norðurlanda Einar Agústsson utanrikisráð- herra situr af tslands hálfu hinn reglulega haustfund utanrikis- ráðherra Norðurlanda sem hefst i Helsinki i dag. Með honum eru Haraldur Kröyer sendiherra, Ingvi Ingvarsson skrifstofustjóri i utanrikisráðuneytinu, og dr. Gunnar G. Schram sendiráðu- nautur. Utanrikisraðuneytið, 1. september 1972. Belgíska sendinefndin kemur 3. sept. Næstkomandi sunnudag, 3. september, er væntanleg til Reykjavikur sendinefnd frá Belgiu undir forustu belgiska sendiherrans. Etienne Harford, til að ræða við islenzk stjórnvöld fiskveiðar Belgiumanna við tsland. Er hér um að ræða fram- hald viðræðna sem fram hafa farið i Brilssel og Genf. Með beigíska sendiherranum verða 4 eða 5 sérfræðingar, en af tslands hálfu mun Hans G. Andersen sendiherra hafa forustu. Aðrir nefndarmenn eru Jón Arnalds ráðuneytisstjóri, Már Elisson fiskimálastjóri og alþingismennirnir Jónas Arnason og Þórarinn Þórarinsson. Utanríkisráöuneytið 1. september 1972. Vitanlega má of mikið af öllu gera, eins og að vera að moka snjó i blindhrið, dag eftir dag. Aftur þykir mér Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, taka heldur óstinnt upp niðurlag bréfsins hjá skattgreiðanda, þvi að ég er nærri viss um, að „skattgreiðandi" er ekki neinn talsmaður byggðaeyð- ingar, heldur tekur svona til orða, „meðan byggðin sé ekki skipu- íega lögð i eyði". Ég hnaut um þetta sama, þegar ég las bréf „skattgreiðanda", en við nánari athugun felast i þessu tvær eða fleiri meiningar. Byggðin hefir verið að leggjast i eyði, skipu- lagslaust, vegna þess að fólkið hefir ekki notið jafnréttis, hvorki i fjárhagsmálum né menningar- málum, og einkum þó heilbrigðis málum. Og það er það með byggðina eins og veggina i gamla daga, sem hlaðnir voru úr jarð- efni og steinum, að losnaði einn steinn, var veggurinn i voða, væri ekki að gert i tima. Að beita baldboði til að flytja fólkið burt, er ekkert nema vit- leysa, sem jafnvel Gylfa Þor- steinssyni hefir ekki hugkvæmtzt enn. G.E. Kvennabrekkukirkja i Dölum. Gáfu Kvennabrekku kirkju 100 þús. kr. Fyrir nokkru gáfu systkinin frá Kringlu i Dölum Kvennabrekku- kirkju eitt hundrað þiisund krónur til minningar um foreldra sina, þau Jón Nikulás fyrrverandi bónda i Kringlu og konu hans Sigriði Jónsdóttur. Gjöfina afhentu systkinin á hundrað ára afmælisdegi móður sinnar, sem var 18.ágúst. s.l. Afhendingin fór fram á heimili Skarphéðins Jóns- sonar bónda og sóknarnefndar- manns í Kringlu, að viðstöddum öðrum sóknarnefndarmönnum Kvennabrekkukirkju og sóknar- presti Hjarðarholtsprestakalls. Systkinin frá Kringlu eru Guðrún Jónsdóttir, Guðni Jónsson, Halldóra Jónsdóttir, Valdimar Jónsson, Stefán Jónsson og Skarðhéðinn Jónsson. POLLAND SKÝRIR AFSTÖÐU SÍNA í LANDHELGISMÁLINU Fréttatilkynning Frá utanrikisráðuneytinu. Frá pólsku rikisstjórninni hefir borizt greinargerð varðandi afstöðu Póllands til útfærslu fisk- veiðimarkanna við tsland. Var hiln afhent Agnari Kl. Jónssyni sendiherra Islands i Póllandi i gær, en hann var þá staddur i Varsjá. Efni greinargerðarinnar er eftirfarandi: Pólland viðurkennir hversu mikla þýöingu sjávarútvegur hefir fyrir tsland og hversu mikill þáttur hann er i þjóðarbúskap landsins og velmegun Islenzku þjóðarinnar. Pólland skilur fylli- lega viðleitni tslands til að tryggja Hfshagsmuni sina á efna- hagssviðinu. Hinsvegar getur Pólland ekki samþykkt einhliða lausn vanda- mála varðandi fiskveiðar á úthafinu með útfærslu fiskveiði- marka út fyrir 12 milna beltiö frá grunnlinum, sem vidd landhelgi miðast við. Það er skoðun Pól- lands, að útfærsla landhelgi eða fiskveiðimarka út fyrir 12 milna linuna sé brot á alþjóðalögum, og striði sér i lagi gegn hinni algildu og bindandi meginreglu um frelsi til fiskveiða á úthafinu. Pólland telur, að öll vandamál varðandi fiskveiðar á úthafinu skuli leysa með þvi að efla og auka alþjóðlega samvinnu og sérstaklega með eflingu -svæða- stofnana eins og Norðaustur- Atlantshafs fiskveiðinefndar- innar. Pólland gerir sér grein fyrir sérstökum hagsmunum vissra strandríkja varðandi nýtingu fiskstofna á úthafssvæðum sem liggja að landhelgi þeirra og getur þvi fallizt á að þessi riki fái sérstakan forgangsrétt til fisk- veiða. Samt sem áður ættu vandamál i sambandi við slíkar veiðar að leysast i samræmi við alþjóðarétt og með samþykki allra rikja sem hlut eiga að máli. Þessi mál eru nú til meöferðar innan samtaka Sameinuðu þjóð- anna, einkum i nefndinni um frið- samlega nýtingu hafsbotnsins. Af þeirri ástæöu ætti ekkert riki að gera einhliða ráðstafanir sem gætu torveldað viðleitni Sameinuðu þjóðanna i þessum efnum. Með hliðsjón af sérstöðu tslands og hinni nánu og vinsam- legu sambúð Póllands og tslands, eru hlutaðeigandi pólsk stjórn- völd reiðubúin að taka þegar i stað upp tvihliða viðræður við hlutaðeigandi islenzk stjórnvöld um fiskveiðar, með það fyrir augum að finna viðunandi lausn á málinu og til að tryggja að pólskum fiskveiðum verði undir engum kringumstæðum af tslands hálfu mismunað, miðað við önnur riki. Utanrikisráðuneytið 1. september 1972.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.