Tíminn - 02.09.1972, Page 3

Tíminn - 02.09.1972, Page 3
Laugardagur 2. september 1972 TÍMINN 3 Barnakenn- arar vilja „réttlæti” Barnakennurum þykja störf sin ekki ýkja hátt metin sé miðað við hvar þeim er skipað i launa- flokka. Eftirfarandi ályktun var send til Menntamálaráðuneytis- ins og undirrituðu hana 130 kenn- arar: Reykjavik. 31.8. 1972. Kennarar á kennaranámskeið- um, sem haldin eru i Reykjavik, vilja vekja athygli á ályktun, er samþykkt var á siðastá þingi SIB og hljóöar svo: Myndin er af Sveini Einarssyni leikhússtjóra og Vilhjálmi Þ. Gfslasyni form. Þjóöleikhússráðs. Nýtt leikár hefst hjá Þjóðleikhúsinu 1. Að kennarar fái greidda fulla dagpeninga sem aðrir opinberir starfsmenn, er þeir sækja opinber kennaranámskeið Heima eða erlendis. 2. Að kennarar geti, með þvi að sækja opinber kennaranámskeið, hækkað i launaflokkum. Sú fáránlega regla gildir um kennaranámskeið, að kennarar fá aðeins kr. 500,- á dag til uppi- halds, sem er aðeins hluti af dag- peningum annarra opinberra starfsmanna. Hvers vegna eru kennarar settir skör lægra? Þurfa þeir e.t.v. minna til að lifa af? Benda má ráðamönnum rikisins á, að aðrir opinberir starfsmenn sækja námskeið og skóla á vinnutima og halda full- um launum, en kennarar sækja námskeið i fritima sinum, og aðeins þeir kennarar, sem búa i 25 km fjarlægð meða meira frá námskeiðsstað, fá þetta brot af dagpeningum annarra starfs- manna rikisins. Þeir, sem búa nær, þurfa engu að siður að leggja i talsveröan kostnað námsins vegna. ÞAD ER ÞVl RÉTTLAT KRAFA ALLRA KENNARA, SEM SÆKJA NAMSKEIÐ í FRI- TIMA SÍNLJM, AÐ ÞEIR FAI GREIDDA FULLA DAGPEN- INGA. Þegar barnakennari hefur náð 18. launaflokki, kemst hann ekki hærra i launastiganum, hversu mjög sem hann leggur sig i lima við aðafla sér aukinnar menntun- ar með þvi að sækja námskeið, sem miða beinlinis að þvi að gera hann hæfari i starfi. Það er ekkert réttlæti i þvi, aö viðbótarmenntun almennra barnakennara skuli ekki vera metin til launahækkunar, og þess vegna krefjast kennarar þess, að viss fjöldi stiga, sem námskeiðin veita þeim, verði skoðuð sem hækkun i launaflokkum. ÞAÐ ER VON OKKAR, AÐ RADUNEYTIÐ LEIÐRÉTTI STRAX ÞETTA ÓRÉTTLÆTI. Starfsemi Þjóðleikhússins hófst föstudaginn 1. september að lokn- um sumarleyfum. Þann dag hóf hinn nýi þjóöleikhússtjóri, Sveinn Einarsson, störf hjá Þjóð- leikhúsinu. Allt fastafólk leikhússins, sem er milli 70 og 80 var boðað til fundar á leiksviðinu kl. 9.30 um morguninn. Sveinn Einarsson, leikhússtjóri, ávarpaði sam- starfsfólk sitt og bauð það vel- komið til starfa á hinu ný byrjaða leikári. Einnig rakti hann I meg- Um siöustu helgi lauk öryggis- beltahappdrætti Umferöarráös, sem staöiö hefur yfir undanfarn- ar átta helgar. Lokavinningurinn, sumarauki fyrir tvo á Mailorca, var dreginn út siöastliöinn fimmtudag og kom vinningurinn á miöa nr. 38642. Umferðarráði erkunnugt um 12 umferðarslys sl. þrjá mánuöi þar sem 17 manns notuðu öryggisbelti og talið er að beltin hafi komið i veg fyrir alvarleg meiðsli. Samtals var dreift 50.000 happ- drættismiöum og dregnir út 11 vinningar, hinir 10 voru hver að upphæð 10 þúsund kr. Dreifing inatriðum, hvernig starfseminni yrði háttað á þessu leikári. Þá tók Vilhjálmur Þ. Gislason formaöur Þjóðleikhúsráös til máls og bauö Svein velkominn til starfa hjá Þjóöleikhúsinu og ósk- aði honum gæfu og gengis i hinu nýja starfi. Ennfremur buöu þau Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Gunnar Eyjólfsson, Svein vel- kominn fyrir hönd leikara Þjóð- leikhússins og Kristinn Daniels- son, fyrir hönd leiksviðs og tækni- manna. happdrættismiðanna fór fram I öllum kjördæmum landsins svo og útdráttur vinninga. Flestum miðum var dreift um verzlunar- mannahelgina eða 10 þús. miðum. Sjö bifreiöatryggingafélög gáfu vinningana en lögreglumenn á 20 stööum, auk vegaeftirlits lögregl- unnar, önnuðust dreifingu happ- drættismiðanna. Geröar hafa verið athuganir á notkun öryggisbelta og eru niður- stöður þessar: 1. Ath. gerö i júll 1971: Belti notuð af farþega og öku- manni: 52.4% 2. Ath. gerö I júni 1972: Belti notuð af farþega og öku- manni: 46.0% 3. Ath. gerð i ágúst 1972: Belti notuð af farþega og öku- manni: 92.0% Athuganir þessar tóku ein- göngu til umferðar á þjóövegum, þ.e. utan þéttbýlis, og bifreiða, sem búnar eru öryggisbeltum, en talið er að nú séu 18-19 þús. bif- reiöir með öryggisbelti. Er þvi árangur þessa fræðslustarfs mjög góöur og mun betri en vænzt var i upphafi. Þess má geta til fróðleiks, að þar sem öryggisbelti hafa verið lögleidd, þ.e. i Astraliu, er notkun um 80.0% utan þéttbýlis. Hér á landi er notkun öryggisbelta i þéttbýli hins vegar mjög litil. Skýrslur Umferðarráös um umferðarslys sýna, að 85.0% allra umferðaróhappa veröa i þéttbýli. Er þvi mikilvægt að notkun öryggisbelta i þéttbýli aukizt verulega frá þvi sem nú er. Und- anfarin ár hefur fjölgun slysa Æfingar hófust þennan sama dag á leikriti Bertolts Brecht Tú- skildingsóperunni og veröur leik- urinn frumsýndur i byrjun októ- ber. Leikstjóri er Gísli Alfreðs- son, en Róbert Arnfinnsson leikur aðalhlutverkið.... Hinn 16. þessa mánaöar hefjast sýningar aftur áSjálfstæöu fólki, en leikurinn var sýndur 21 sinni á s.l. leikári og alltaf fyrir fullu húsi. Skömmu slðar hefjast einn- ig sýningar aftur á einþáttungum Birgis Engilberts. oröiö mest hjá ökumönnum og farþegum og eru þeir rúmlega helmingur allra þeirra, sem slas- ast i umferðarslysum i Reykja- vik. Notkun öryggisbelta hefir þeg- ar verið lögleidd i Astraliu og undanfarna mánuði hafa fariö fram athuganir .i fleiri löndum, hvort rétt þyki aö lögleiöa notkun öryggisbelta. Hefur nefnd sér- fræöinga I Sviþjóð m.a. lagt til, að notkun öryggisbelta veröi lög- leidd i Sviþjóö og nái þau lög til allra ökumanna. Aöalvinninginn dró Stefán B., Björnsson, heiðursfélagi Sam- bands tsl. tryggingafélaga. Biðjið giftu og góðra lykta Biskup Islands hvetur þjóð- ina til þess að biðja samhuga fyrir giptu og góðum lyktum I landhelgismálinu. Hann beinir þeim tilmælum til presta og safnaða, að sunnudaginn 3. september og næstu sunnu- daga veröi i kirkjum landsins beðið fyrir þeim, sem eiga aö gæta islenzkra laga umhverfis landið, og einnig fyrir þeim, sem sækja á islenzk miö. Biðj- um þess, að slysum veröi forð- aö, að hófstilling og sanngirni ráði og að réttlætið sigri. Stefán G. Björnsson, heiöursfélagi Sambands Isl. tryggingafélaga dreg ur aöalvinninginn I öryggisbeltaháppdrætti Umferöarráös. A mynd inni eru einnig Pétur Sveinbjarnarson framkvæmdastjóri, óskar Ólason yfirlögregluþjónn og Siguröur M. Helgason, borgarfógeti. STÓRAUKIN N0TK- UN ÖRYGGISBELTA Hagnýting landhelginnar 1 grein, sem Ingvar Hallgrimsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunarinnar, birtir I Þjóöviljanum I gær, ræöir hann um nauösyn þess, aö viö setjum strangar verndarreglur um veiöar okkar sjálfra innan hinnacnýju fiskveiöilandhelgi. Ingvar segir: „Þegar viö höfum fengiö okkar stóru fiskveiöiland- helgi, sem er aö flatarmáii meiri en tvöföld stærö land- sins sjálfs, er aöeins lokiö fyrsta þætti landhelgismáls- ins. Næsti þáttur þess og sá af- drifarikasti lýtur aö nýtingu okkar sjálfra á þeim verö- mætum sjávarins, sem okkur falla iskaut. i þeim þætti leika engir útlendingar heldur aö- eins viö sjáifir. Þetta gefur okkur tækifæri til aö hafa stjórn á veiöunum, viö erum einir um hitunina, veiöa meö forsjá en ekki stjórnlausu kappi. Sé þaö ekki gert, er séö fyrir, aö allt fellur I sama horf og áöur var, og til hvers er þá barizt? Þorskur Þaö er samdóma álit fiski- fræöinga i 8 löndum beggja megin Atlanzhafs, aö þorsk- stofnar Atlanzhafsins séu full- nýttir eöa ofveiddir og aö nauösyn beri til aö létta á sókninni I þá, ef ekki á illa aö fara. Þetta á ekki hvaö sizt viö um islenzka þorskstofninn. Dánarorsök nytjafiska er fyrst og fremst veiöi, og og sóknina I stofninn má t.d. marka af þvi, hve árleg dauösföli i stofninum hafa vaxið. A árunum milli heims- styrjaldanna dóu um 45% af stofninum áriega, á striösár- unum lækkuöu dauösföllin i 37% árlega, en jukust slöan stööugt, og er nú svo komiö, aö 70% hins kynþroska hluta stofnsins deyja árlega. Þetta er hærri dánartala en i öörum þorskstofnum Noröur-Atlanz- hafs, og kann ég ekki dæmi þess, aö nokkur fiskstofn þoli slika sókn til langframa. Vegna þessarar auknu sókn- ar, sem er nú oröin meiri en viökoma stofnsins, fer fiskur- inn sifellt smækkandi, fleiri og fleiri fiska þarf i tonniö og vinnsla hvers tonns, veröur si- fcllt dýrari. Ariö 1928 var rösklega helmingiur aflans fiskur eldri en 10 ára, en áriö 1938 var um 35% á þessum aldri. A striösárunum fékk þorskurinn talsveröa hvild og aö loknu striöi var hann vænni en áöur, og áriö 1948 var yfir 60% fisksins i aflanum eidri en lOára, stór og vænn fiskur. En nú hallar fljótt á ógæfuhliö, og áriö 1958 er aðeins um 20% afl- ans fiskur eldri en 10 ára, og árin 1970 og 1971 finnst ekki svo gamall fiskur I aflanum; hann nær ekki 10 ára aldri. Sá stóri og væni þorskur, sem var uppistaða aflans árin 1928 og 1948, er nú ekki lengur til, hann er veiddur á yngri aldri scm smærri fiskur. Ýsa Ýsustofninn hér viö land er I litlu betra ástandi, en ýsa er mjög hraövaxta fiskur, og kemur greinilega fram hjá henni, hve mikiö vinnst viö aö veiða stóran fisk fyrir smáan. Tveggja ára ýsa vegur um hálft kíló, fjögurra ára um 1,7 kiló og fimm ára ýsa vegur um 2,1 kiló. Við tilkomu stóru landhelginnar fellur ýsustofn- inn undir okkar lögsögu, og hvaða vit er þá i þvi að vciða tveggja og þriggja ára ýsu, þegar við getum geymt hana I sjónum og látið hana marg- faida þyngd sina? Meö veiöunum eins og þær Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.