Tíminn - 02.09.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.09.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. september 1972 TÍMINN QOqn Gatnagerð og París Borgaryfirvöld í Paris eru til- litssöm við borgara sina, ef dæma má af þvi, að þar er venja. að reyna að vinna sem mest að alls kyns lagfæringum á götum og öðru þvi um liku i ágústmánuði. þar sem þá er talið, að flestir Parisarbúar séu fjarverandi i sumarleyfum, og verði þvi ekki fyrir ónæði vegna þessara lagfæringa. t ágúst i ár voru götur og gangstéttir rifnar upp á 700 stöðum i Paris i þeim tilgangi að lagfæra gasleiðslur, vatn, rafmagn, sima og skolp. bá gilda sérkennileg lög i Frakklandi, sem ef til vill væri athugandi, hvort ekki ætti að taka upp hér, en þau eru á þann veg, að bannað er að rifa götu eða gangstétt upp nema einu sinni á sama stað á hverjum þremurárum, nema um algjört neyðartilfelli sé að ræða. En borgaryfirvöld geyma sem sagt alla slika vinnu, sem hægt er að fá á frest til ágústmánaðar hvert ár, en þá er lika unnið af kappi. viðgerðir í Hundaklósett í Nissa Þar sem hundahald er leyfi- legt md gjarnan sjá mikinn óþrifnað á götum úti, þvi hundar eins og aðrar lifverur komast ekki hjá þvi, að losa sig við úr- gangsefni. Nú hefur hins vegar verið tekinn upp sú nýbreytni i borginni Nissa i Frakklandi, að koma upp hundaklósettum á götum úti, og hefur það orðið til þess að auka mjög á hreinlæti á götum borgarinnar. Er hér um að ræða plastker, sem fyllt eru af sandi og á þeim er mynd af hundi, sem lyftir glaðlega upp öðrum afturfætinum. Hreinsunardeild borgarinnar sér siðan um, að tæma þessi ker. 1 byrjun voru þessi hunda- ker sett upp við allar helstu baðstrenduri kring um borgina, og aðra f jölfarna staði, en vegna hinnar góðu reynslu af þeiin, hefur verið ákveðið að fjölga þeim enn að mun. í byrjun gekk erfiðlega að fá hundana til þess að nota þessi þægindi, en sagt er að um leið og einn byrjar, sé auðveldara að fá aðra til þess ? Slyngir búðarþjófar Búðarþjófar hafa úti allar klær til þess að geta komizt undan með sem mestan og beztan feng hverju sinni. Oft vill vera erfitt að finna góða felu- staði fyrir ránsfenginn, en hér sýnir stúlka nokkur i MUnchen, hvernig nota má skotbelti til þess að koma smáflöskum með áfengi út úr verzlun. Þegar búið er að stinga flösku i hvert hólf, er hægt að flytja með sér um tvo litra af áfengi. Einnig getur verið hentugt að fela varaliti, ilmvötn og aðra smávöru i þessu belti. Mikið er um þjófnaði i stórverzlunum i Vestur Þýzkalandi, og er þar stolið allt að 5% af árlegri veltu sumra stórverzlananna. * Skotinn MacTavish var svo leiðu. á lifinu, að hann skaut sig meö sparibyssu. * * £ ^ Skrýlinn — ekki að undra Það er ekki undarlegt, þó pilt- urinn á myndinni sé svolitið skrýtinn á svipinn. Hann var að enda við að svelgja i sig þrjá og hálfan litra af öli, og það gerði hann á aðeins sex minútum og 29 sekúndum, sem er nýtt danskt met. Sá, sem áður átti danska metið, er danskur blaðamaður, Lars-Ole Knippel, en metið var 14.07 minútur. John William Olsen, sá sem setti núverandi met, segist ekki drekka öl undir venjulegum kringumstæðum, heldur drekki hann mest viski. Hins vegar segist hann alltaf drekka hratt, hvaö sem hann annars drekkur. Verðlaunin, sem John fékk voru ölkrús með gullplötu, þar sem nafn hans var skráð. Krúsin var það stór, að auðveldlega máttikoma ihana 12flóskum af öli. I keppninni verða kepp- endur að drekka standandi. 0 - Auðvitað finnst þér þú vera ein- skisvirði, þú ert það. —í guðs bænum 'gefstu ekki upp. Þú hlýtur að geta þreytt það. —Prófessorinn segir, að ég geti vel lært að spila á fiðlu, ef ég æfi mig 18tímaádagi200ár. DENNI DÆMALAUSI Hvað er svona slæmt við að eiga systur? Viltu útskýra það fyrir mér?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.