Tíminn - 02.09.1972, Qupperneq 7

Tíminn - 02.09.1972, Qupperneq 7
Laugardagur 2. september 1972 TÍMINN 7 (Jtgefandi: Framsóknarflokkurinn : Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:;gg: : arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlssoní:S:j:; ■ 'Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Tfmans S:;:;:;:; Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason . • Ritstjórnarskrif ;j;^ stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306. Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusími 12323 — auglýs-i;;;;;;;;;; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald';;;;;;;;;; 225 krónur á mánuði innan lands, I lausasölu 15 krónur ein-*;;;;;;;;;; takið. Blaðaprent h.f. Látum þjóðareininguna ekki rofna í útvarpsávarpi sinu til þjóðarinnar kvöldið fyrir landhelgisútfærsluna sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra, að frá markaðri stefnu i landhelgismálinu yrði ekki hvikað og henni framfylgt i verki af öllu þvi afli, sem við höfum yfir að ráða, hvort sem öðrum þjóðum likar það betur eða verr. — Við vitum, sagði forsætisráðherra, að við eigum samúð; skilningi og stuðningi að mæta hjá mörgum þjóðum. Það ber að þakka. En voldugar þjóðir eru okkur einnig andsnúnar og munu e.t.v. reyna að gera okkur margvislegt ógagn. En á þessu stigi sagðist ráðherrann ekki vilja vera með neina spádóma. Enn- fremur sagði forsætisráðherra: — Von min er sú, að langflestar þjóðir viður- kenni útfærsluna i verki, þó að ekki sé frá þeim að vænta neinna formlegra yfirlýsinga. En af viðbrögðum annarra þjóða við þessu lifshags- munamáli okkar munum við álykta um hug þeirra i okkar garð, og afstaða okkar til þeirra hlýtur af að mótast. Það er óhjákvæmilegt. í þessu máli er ekki um neinn venjulegan lagaágreining að tefla. Við litum svo á, að framkvæmd þeirrar ákvörðunar að stækka fisk veiðilandhelgina þýði i raun réttri lif eða dauða fyrir sjálfstæða islenzka þjóð — varði grund- völl framtiðartilveru hennar og fullveldis. Verndun fiskimiðanna er i rauninni liftrygging islenzku þjóðarinnar. Þess konar mál leggjum við ekki — og engin þjóð — undir úrskurð al- þjóðadóms eða neinnar alþjóðastofnunar. íslendingar munu þvi i engu sinna þeim mála- rekstri, sem Bretar og Vestur-Þjóðverjar hafa stofnað til fyrir alþjóðadómstólnum. Framhald þess málareksturs þjónar þvi engum tilgangi. Grundvöllur þess málafilbúnaðar er enginn annar en hið svokallaða samkomulag frá 1961, sem Alþingi hefur einróma lýst yfir, að ekki geti lengur átt við, og séu íslendingar ekki lengur bundnir af þvi. Það samkomulag við Breta var vægast sagt gert undir erfiðum og óvenjulegum kringumstæðum, þar sem herskipafloti frá Bretlandi var. hér við land. Samkomulagið var gert i fullri andstöðu við alla stjórnarandstöðuna, 28þingmenn, er lýstu þvi yfir á Alþingi, áð þeir myndu nota fyrsta tækifæri til að leysa þjóðina undan þvi. Aðstæður eru svo gerbreyttar frá þvi 1961, að ólíklegt er, að nokkur hefði séð þróunina fyrir. Samkomulagið hefur þjónað tilgangi sinum, og þvi hefur verið sagt upp með hæfilegum fyrir- vara”. Þá sagði forsætisráðherra i lok ávarpsins: ,,Ég heiti á alla landsmenn að standa saman i þessu máli sem einn maður, alveg án tillits til allra flokkaskila. Það ber umfram allt að leggja áherzlu á algera þjóðareiningu. í sam- bandi við þetta mál á allt dægurþras að þagna. Við þurfum öll að standa saman sem einn maður, hvar i stétt eða stjómmálaflokkisem við annars stöndum. Þjóðfylkingin i þessari baráttu mun ekki rofna. Það mun fólkið um allt land — ungir og gamlir — sjá um. Þjóð, sem er jafn einhuga og islenzka þjóðin i þessu máli, verður ekki komið á kné. Fyrr eða seinna mun einhugurinn færa okkur sigur.” — TK Richard Norton-Taylor, The Guardian: 22 milljónir kvenna beittar launamisrétti Skýrsla um hag kvenna í Efnahagsbandalagslöndunum 1 vor var gefin út I höfuðstöövum Efnahags- bandalagsins einhver sú hispurslausasta skýrsla, sem þaðan hefir komið. Þar skýrir franskur félags- fræðingur frá þvf misrétti, sem 22 milljónir starfandi kvenna i Efnahagsbanda- lagsrikjunum eiga við að búa, og greinir einnig frá, hvað veldur. Rómarsáttmálinn viðurkennir sem grundvailarreglu sömu iaun fyrir sömu vinnu, en ekkert aðiidarrikjanna sex hefur virt þessa reglu. „Þegar öllu er á botninn hvolft, veltur þetta ein- vörðungu á staöfestu og kröfuhörku kvennanna sjálfra", segir höfundur- inn, frú Evelyn Sullerot. BRETAR fara i launamál- unum einskonar meöalveg. Þeir eru ekki eins örlátir við hið kvenlega vinnuafl og Þjóö- verjar eða Italir, en greiða konum þó mun hærri laun en tiðkast i Beneluxlöndunum. „Evrópurikjunum tekst ekki að gera konur að virkum og eðlilegum þátttakendum i efnahagslifinu nema þau sam- einist i einlægni um þá stefnu, að gefa sérhverri konu kost á að gegna hlutverki sinu sem eiginkona og móðir um leið og hún sinnir starfi við það, sem hún hefir numiö”. I frásögninni um „vand- kvæðin, sem starfandi konur eiga við að striða i Efnahags- bandalagsríkjunum sex”, eru taldar upp ástæðurnar, sem valda misrétti kvenna. Þar er fjallað um ýmislegt, allt frá láglaunum frá fornu fari i þeim starfsgreinum, sem heita má að konur einar stundi, og yfir i óskynsamlega kynhleypidóma vinnuveitenda af karlkyni. MEÐAN konur eru ódýrt vinnuafl, eru rikisstjórnir að sóa þvi fé, sem varið er til menntunar kvenna, ef amast er i framkvæmd við þvi, að þær sinni almennum störfum. Eins virðast rikisstjórnir blindar á liklega arösemi þeirrar fjárfestingar, sem felst i bættum kjörum kvenna. Þriðjungur af starfhæfum einstaklingum innan Efnahagsbandalagsins eru konur. Starfandi konum hefir þó fækkað i öllum aðiidarrikj- um Efnahagsbandalagsins siðustu árin nema I Frakk- landi. Helmingur franskra kvenna á starfsaldri stundar laun- uð störf, en i Hollandi stunda undarlegan aðlögunarhátt starfsaldri. I sunnanverðu Þýzkalandi stunda mun fieiri konur vinnu utan heimilis en á Suöur-italiu. Frú Sullerot af- neitar þeirri kenningu, aö aukin vinna kvenna utan heimilisins fækki fæðingum. MEIRIHLUTI vinnandi kvenna starfar við þjónustu- störf alls staðar nema á italiu. Venjur Engilsaxa og vinna kvenna viö landbúnaðarstörf fara ekki vel saman, en i rikj- um Miö-Evrópu starfa miklu fleiri konur en karlar við land- búnaðarstörf. Konur á heimilum hafa frá fornu fari einkum haft þann starfa aö sjá um mat og fatn- aö. Frú Sullerot nefnir það undanlegan aðlögunarhátt gamallar hefðar aö konur skuli nú einkum flykkjast — eöa vera flykkt — aö störfum i matvælaiðnaði, sælgætis- iðnaði og vefnaöarvöruiðnaði, jafnvel þó að vinnuaðstæður eöa verkin sjálf „séu með allt öðrum hætti en tiðkazt hefir á starfsvettvangi kvenna frá fornu fari”. „YFIRGNÆFANDI fjöldi kvenna i ákveönum starfs- greinum á beinlinis rætur að rekja til hagnýtingar yfir- buröa kvenna i fimi og hand- lagni. Konur hafa yfirleitt minni burði en karlar, en búa yfir meiri handflýti og ná- kvæmni i hreyfingum. Af þessu stafar, hve þær starfa margar við rafeinda- og raf- magnsiðnaö og nákvæmar vélasamsetningar, en þó að- eins viö handavinnuna sjálfa”. „Handraun, hraöi, kyrrseta og einhæfni eru höfuðeinkenni þessara starfa, enda valda þau afar mikilli taugaspennu. Iöjusemi kvenna er afar oft vanmetin.” Höfundur skýrslunnar deiiir fast á þá hefð að tala annars vegar um „kvenmannsverk” og hins vegar „karlmanns- verk”. I þjónustu eru kven- mannsverkin einkum fólgin i hraðritun, vélritun, hjúkrun og störfum í gistihúsum. Við verzlunarstörf og framreiðsiu starfa fjórum sinnum fleiri konur i Þýzkalandi en á ítalíu. I bönkum og hjá trygginga- félögum starfa tlu sinnum fleri konur i Frakklandi en á ítaliu. I AÐILDARRÍKJUM Efnahagsbandalagsins eru iðnlærðir karlar eöa sérhæföir mun fleiri en hinir, sem ólærð- ir eru. Þessu er alveg öfugt farið um konur, og er ástæðan beinlfnis sú, aö konum er ekki gefinn kostur á að öðlast æðri starfsmenntun, einkum þó á tæknisviðinu. „3,5% af læröum verkfræö- ingum i Frakklandi eru konur. Þetta er hlægilega lág pró- senta, en eigi að siöur eru kon- ur hlutfallslega fleiri i þessari starfsgrein I Frakklandi en i hinum aðildarrikjum Efna- hagsbandalagsins.” Ennfremur er frá þvi skýrt i skýrslunni, að i Hollandi nemi stúlkur ekki nema fjóröungi háskólastúdenta. . 1 FRAKKLANDI var nýlega gerð könnun, sem leiddi I ljós, að þvi sérhæfari sem starfandi kona var, þvi liklegri var hún til að stunda launuð störf á meðan á barneignum stóö. Konur fá yfirleitt lægri laun en karlar við hvers konar störf. I þeirri iðngrein, sem fleiri konur starfa við en karl- ar, eru laun sérhæfðra ein- staklinga lægri en ófaglærðra einstaklinga i þeim greinum, sem karlar starfa einkum eða einir aö. LAUN karla og kvenna i vefnaðariðnaði eru jöfn i Bret- landi. Könnun fór nýlega fram á þessu i Hollandi, og þar reyndust konur yfirleitt hafa um 40% lægri laun við sömu störf. Atvinnurekendur i Efnahagsbandalagsrikjunum tryggja konum laun meðan þæreru ófriskar. „En þvi miö- ur veröur þetta einmitt oft og einatt til þess, að karlar eru teknir fram yfir konur, þegar kostur er. Þá er einnig miöur farið, aö taliö skuli til veikinda að ganga með barn, sem er þó óneitanlega eðlilegt og heil- brigt, og auk þess þjóðfélags- leg nauösyn”. RÚSSNESKUUNNENDUR Norðmaðurinn Jan Frederik Borge lærði rússnesku þegar hann var i herskóla, en þú færö ekki að koma inn i Sovétrikin i herbúningi Natorikis, og þvi heldur ef markmið þitt er ekki göfugt. Þess vegna ákvað Jan Borge að koma fram sem rússneskuáhugamaður, A fundi, sem var helgaður 20 ára afmæli sovézk-norskra tengsla, sagði hann frá löngun sinni til að efla vináttu milli landanna og stofna rússneska leshringi. Borge lét ekkert tækifæri fram hjá sér fara til að koma til Sovét- rikjanna undir „yfirskini visinda ahuga”- Hann kom með ýmsum sendinefndum, ferðamanna- hópum og fleiri aðiljum, en meðan á þessum ferðalögum stóð gleymdi rússneskuunnandinn ást sinni til málfræðinnar. Honum þótti vissara að gefa ekki upp þjóðerni sitt, og gaf sig út fyrir sovézkan borgara. Þetta gaf honum tækifæri til að safna að sér. upplýsingum, sem voru frekar i ætt við njósnir en málfræði. 1 Volgagrad sýndi Borge t.d. sér- stakan áhuga starfi iðnaöarfyrir- tækja og hraöbrautum. I Lenin- grad myndaöi hann hluti sem bannað var að taka myndir af. Þegar hann fór til Austur-Síberiu athugaði hann sérstaka punkta i stjórn Siberiujárnbrautarinnar, sem geta ekki vakið áhuga mál- fræðinga, heldur njósnara. Auk þess keypti málfræð- ingurinn fornrússneskar helgi- myndir ólöglega og seldi á svörtum markaði föt og gjaldeyri og var þá gripinn. Elizabeth Erica Uiwari-Mayer frá Austurriki hafði lika áhuga á „rússnesku”, en hún flutti til Sviss. Hún sótti námskeið við Moskvuháskóla, en timarnir voru bara fyrirsláttur, þvi að Lisa.einsoghúnkallarsig keypti málverk.sem hún smyglaði út úr Sovétrikjunum og safnaði undir- róðri og óhróðurskenndum upp- lýsingum um lifiö i Sovét- rikjunum. Hún keypti á lágu verði þrjá tugi málverka eftir tilraunamálara og fór meðþautil Lugano, þar sem hún og Arsen Podgribnyi, pólitiskur ævintýra- maður óg útflytjandi frá Tékkó- slóvakiu settu upp sýningu á mál verkum„rússneskra neðanjarðar- málara”. Sagt var, að listamennirnir væru óviðurkenndir snillingar i landi sinu. Ahorfendur og list- fræðingar hafa metiö þessa snill- inga á réttan hátt og gerðu þær athugasemdir, að þeir teldust ekki til listamanna, en pressan, sem er mótsnúin Sovétrikjunum notaði þetta tækifæri til að ráðast á sósialismann. Ásamt mann- hrakinu, sem flúði sósialisku löndin, ferðast Lisa með mál- verkin um ýmis vestræn lönd og Framhald á bls. 10

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.