Tíminn - 02.09.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.09.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 2. september 1972 TÍMINN A varðskipinu benti ekkert til þess að taka ætti togarann, a.m.k. var seglið yfir byssunni á sinum stað og skipsbátarnir voru vand- lega reyrðir niður á dekkinu. Flaggað á trillu Fyrir opnum Onundarfirði mátti sjá fjórar litlar trillur á skaki, og fuglager var i kring um þá. Þá voru trillur og þilfarsbátar á leið til Flateyrar og ein trillan, hvit og hin snyrtilegasta i alla staði, skartaði islenzka fánanum i afturmastri. Var það áreiðanlega gert i tilefni dagsins, eins og um land allt i gær. Á sumum togaranna höfðu nafn og númer ekki verið afmáð, en pokahúðir héngu yfir nöfnum og númerum og á sumum voru nöfn og númer hulin með bláum dúk, eða efni, sem sprautað hafði verið á skipsskrokkinn. Skipverjar voru oft á afturþil- fari, eins og þeir væru á frivakt, og i stað þess að sofa voru þeir að fylgjast með hvað skeði i kringum þá. Þá er hugsanlegt, að troll- vaktirnar hjá þeim nafi verið langar, þvi að hvergi sást fiskur á dekki, og ekki vár hægt að sjá, að mikill fiskur væri i pokum við skipshlið, þegar trollin voru tekin inn. Flestir togaranna, sem voru norður af Horni voru nýlegir og um eitt þúsund lestir aö stærð. Margir skipsmanna á togurun- um veifuðu glaðlega til okkar i flugvélinni, en einstaka steyttu þó hnefa og á einum togaranum bentu þeir okkur ákaft að koma um borð, hvað svo sem það hefur nú átt að þýða. Þegar nær dró landi á heim- leiðinni, tókum við eftir að víða flaut mikill óþverri á sjónum, en annars staður vögguðu fugla- breiðurnar sér á spegilsléttum haffletinum. Gissur hvíti úr Hnifsdal var A Aðalvikinni þegar við renndum þar hjá og skipverjarnir veifuðu ákaft og ánægðir á svip til okkar. Það var einmitt þá, sem Guð- mundur Sveinsson sagði setn- inguna, sem er fremst i fréttinni, með miklum ánægjusvip. Er áreiðanlegt, að þar hefur hann talað fyrir munn margra Vest- firðinga, sem sérstaklega hafa orðið fyrir barðinu á erlendum togurum. Viða á Vestfjörðum var hlustað á talstöðvabylgju brezku togáranna, og einu sinni heyrðist ónafngreindur togaraskipstjóri kalla i aðstoðarskipið Miranda: „Fallbyssubáturinn kemur, fall- byssubáturinn kemur, aðstoðið mig." SÝR í talningu Fokker. Friendship landhelgis- flugvélin SÝR fór i loftið á sjötta timanum i gær, og var ætlunin að flugvélin kannaði hve margir tog- arar væru innan 50 milnanna i kringum landið. Samkvæmt upplýsingum . frá Landhelgisgæzlunni i kvöld hafði orðið vart við 12 vestur-þýzka , togara suðvestur af Reykjanesi i dag, og voru þeir allir á 50 milna linunni, og sá sem næstur var landi var um 5 sjómilur innan markanna. Út á ísafjarðardjúpi voru þá 3 togarar brezkir, og voru þeir allir með málað yfir nöfn og númer. Þó var hægt að greina nöfn tveggja þeirra gegnum málninguna. Brezkir togarasjómenn taka inn trollið út af Horni i gærdag, og ef vel er að gáð, sézt hvar nafn skipsins hefur verið afmáð fremst boðskinnungnum. (Tímamyndir Gunnar) Net strengd með bakborðshlið óþekkts brezks togara, til að hindra íslenzka varðskipsmenn í að komast um borð. (Tfmamyndir Gunnar) ULMf S£ /1 -, é&. *:' w '>nM^om^ f ¦ '""* Ja ______-ösí:** ggfighm s**""1" Húðirnar tolldu ekki sem bezt yfir nöfnum og númerum sem hylja átti, eins og hér sést á myndinni af Boston Concour GY-730. Pokahúðin hylur þó nafnið aftur á skipinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.