Tíminn - 02.09.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.09.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur 2. september 1972 TÍMINN 15 Einvígið Framhald af bls. 16. Ingvar sagði, aö aldrei hefði tekizt að koma þessu einvigi i kring, ef forráðamenn landsins hefðu ekki tekið eins vel og raun ber vitni i málaleitan skáksam- bandsins. Þetta hefði ekki getað átt sér stað annars staðar i heim- inum. ógleymanlegir dagar Guðjón Ingvi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri skáksambandsins, var glaður i bragði, þegar við hittum hann. Guðjón sagði strax, að einvigið væri búið að vera mjög ánægjulegt, og enda þótt ég verði að viðurkenna, að ég er orð- inn svolitið þreyttur, þá kem ég til með að sakna þessara stunda. Stemmingin i höllinni var oft á tíðum einstaklega skemmtileg og allt gekk mjög vel eftir að ein- vigið byrjaði. Guðjón sagðist ekki hafa verið á móti þvi að fá skák á sunnudag- inn lika, þvi þá hefði komið drjúg fúlga i sjóð skáksambandsins. Ég held, að ég gleymi aldrei að- faranótt sunnudagsins 16. júli. Þá hafði Fischer ekki mætt á aðra skákina og var búinn að panta sér far með flugvél til Bandarikj- anna. Við skáksambandsmenn vorum á Loftleiðahótelinu svo til alla nóttina og á sunnudagsmorg- uninn, þegar ég fór heim, var ég ekki bjartsýnn. En það er lika i eina skiptið, sem svartsýni gætti hjá mér vegna einvigisins. Annars má segja, að allt frá þvi, að við ákváðum að reyna að fá einvigið haldið hér á landi, þá hafi verið um að gera að leika ekki af sér. Tvimælalaust hefur uppi- standið i Fischer átt sinn þátt i þvi, að ísland hefur verið i heims- fréttunum svo til daglega s.l. mánuð, og þar með hefur Fischer stuðlað mjög að aukinni land- kynningu, sagði Guðjón að lokum. Endarnir ná saman Næstan hittum við Guðmund G. Þórarinsson, forseta Skáksam- bands Islands. Guðmundur sagði, að þótt skákirnar væru búnar, þá lyki ekki starfi skáksambands- manna fyrr en á mánudag i fyrsta lagi, en á sunnudagskvöldið fer veislan mikla fram í Höllinni. Undirbúningsvinnan var ógleymanlegur timi sagði Guð- mundur, erfiðleikarnir voru miklír og allt fram á sfðasta dag var óljóst, hvort Fischer kæmi. En allt fór þetta vel að lokum og siðan hefur allt gengiö mjóg vel. Guðmundur vildi ekki segja mikið um skákir snillinganna. Hann sagði þó, að báðir hefðu teflt mjög vel á köflum, en reynd- ar hefði taugaspenningur ein- vigisins haft mikil áhrif á kepp- endurna , sérstaklega undir lok- in, þegar þreytan fór að segja til sin. Við skáksambandsmenn vorum búnir að óska eftir einni skák i viðbót, sagði Guðmundur. Ef þurft hefði að tefla 22. skákina, þá hefði fjárhagur sambandsins batnað mjög, en hvað sem þvi liður, þá held ég, að hægt sé að fullyrða, að endarnir muni ná saman. FÁNI við hún A LÖGBERGI Það er ekki dreginn fáni að stöng á hverjum degi að Lögbergi á Þing- völluni. En i gær blakti hannþar við hún eins og við sjálfa lýðveldistök- una, enda fagnað stærsta sporinu, sem þjóðin hefur stigið i mesta lifshagsmuna- máli sinu. Ljósm. Eiriksson. Guðmundur Heldur Fischer blaoamanna- fund? Tilkýnning um ÞÓ-Reykjavfk. Séra Lombardy, aðstoðarmað- ur Fischers, tjáði blaðamanni Tlmans i fyrrakvöld, að Fischer hefði hug á að halda blaðamanna- fund áður en hann yfirgæfi Island. Lombardy sagðist ekki geta sagt hvar né hvenær sá fundur yrði haldinn, en hann bætti þvi við, aðFischer kynni ákaflega vel við sig hér á landi. Fyrir einvigið hefði Fischer ekki verið hrifinn af tslandi, en nú væri svo komið, að Island væri eitthvert bezta land heimsins i augum Fischers. El Grillo verður látið liggja SB-Reykjavík. Sérfræðingar þeir, sem falið varað gera skýrslu um athuganir á flaki El Grillo og tillögur um hvað bezt væri að gera við flakið, hafa nú skilað niðurstöðum siiuini til dómsmálaráðuneytisins. Höfuðatriði skýrslunnar eru þau, að bezt sé að láta flakið liggja óhreyft, en e.t.v. afgirða það til að koma i veg fyrir oliumengun. Það fyrsta, sem sérfræðingar- nir beittu sér fyrir að gert yrði, var að merkja flakið réttilega og hefur það verið gert. Þá segja þeir, að rétt sé, að gera ráðstaf- anir til að fjarlægja sprengjur þær og skotfæri, sem séu utan á skipinu og við það, en hrófla ekki frekar við flakinu sjálfu. Ef farið yrði ut i að fjarlægja flakið, yrði það mjög kostnaðar- samt og hættulegt og gæti auk þess valdið mun meiri mengun, en nú er talin nokkur hætta á. Ósviknir antikmunir SB-Reykjavlk. Viðbyggingunni við Hótel Holt miðar vel áfram og verður hluti hennar tekinn i notkun um ára- mótin. Eru það salirnir, ráð- stefnusalur og Htill veizlusalur. Gistherbergin sem verða 18 að tölu, verða tilbúin fyrir vorið. t nýja veizlusalnum verða öll húsgöng ósviknir antik munir, 100 til 200 ára gamlir og sumir jafnvel eldri. Eru þetta styttur, skápar og veggplattar og raunar ýmislegt fleira. Þorvaldur Guðmundsson, eigandi Hótel Holts, sagðist hafa verið að safna þessum gripum i fjölmörg ár, alltaf með það mark- mið i huga að koma þeim fyrir i veizlusalnum. Um oliumengunina frá skipinu segir i skýrslunni, aö ekki sé lengur nein fljótandi olia um borð, vegna þess að olia skilur sig og hleypur i kekki á skemmri tima en 30 árum. Stungið er upp á, að samgöngu- ráðuneytið og siglingamálastjóri tækju til athugunar að útvega tæki til að hindra útbreiðslu oliu, ef ske kynni, að hún tæki upp á að fljóta. Þetta er matsatriði, en tæki þau, sem hér um ræðir, eru eins konar girðingar, sem settar yrðu yfir flakið. Slik tæki eru ekki til hér og kosta milljónir. Ef þau yrðu fengin, væri hægt að nota þau viðar. Jc MINNING Aðaibjörn Snæbjörnsson veröur jarðsunginn frá Fossvogskapellu kl. 10:30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á söfnun hjartabflsins, og má skila framlögum til afgreiðslu Timans Bankastræti 7, og einnig á afgreiðslur hinna dagblaðanna. Færeyski fáninn var dreginn að húni á sjó- mannaheimilinu við Skúlagötu i gærmorgun. lokunartíma Frá og með 2. september verður vara- hlutaverzlun okkar lokuð á laugardögum. Globusi LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik fer fram opinbert uppboð að Siðumúla 30 (Vöku h.f.) laugardag 9. september 1972, kl. 13,30 og verða þar seldar eftirtaldar bifreiðar: R 287 R 368 R 427 R 525 R 535 R 1188 K 1219 R 2214 R 2753 R 2812 R 3173 R 3811 R 415.4 R 4550 R 4741 R 4816 R 4889 R 4946 R 5022 R 5033 R 5120 R 5147 R 5254 R 5420 R 5881 R 6053 R 6234 R 6781 R 6801 R 6971 R 7099 R 7178 R 7233 R 7908 R 8117 R 8220 R 8370 R 8665 R 8696 R 8851 R 9427 R 9462 R 9788 It 10352 R 11527 R 11854 R 12277 R 12383 R 12529 R 12550 R 13049 R 13303 R 13819 R 13911 R 14259 R 14506 R 15021 R 15195 R 15510 R 15663 R 15950 R 16464 R 16553 R 16572 R 16794 R 17657 R 17780 R 17956 R 18074 R 18187 R 18203 R 18227 R 18777 R 19051 R 19131 R 19672 R 19887 R 20032 R 20108 R 20198 R 20518 R 21118 R 21230 R 21317 R 21424 R 21539 R 21549 R 21699 R 21701 R 22104 R 22545 R 22660 R 22728 R 23205 R 23529 R 23699 R 23867 R 24058 R 24402 R 24539 R 24645 R 24805 R 24871 R 25264 R 25273 R 25339 R 25398 R 25856 R 26089 R 26259 R 26391 R 26493 R 26506 R 26508 R 26926 R 27179 R 27203 R 27280 R 27302 R 27597 R 27961 R 27966 R 27990 R 28160 R 28380 R 28987 A 2109 M 1194, ennfremui dráttarv él Rd. 168 , skurðgrafa Rd. 198, skur ðgrafa !ii . 235, traktor Ferguson, Oscoot dragskófla og John Deer 255 traktorsgrafa. Ennfremur verða á sama stað og tima eftir kröfu ýmissa lögmanna, banka og stofnana seldar eftirtaldar bifreiðar: R 368 R 949 R 1592 R 2142 R 3306 R 3422 R 3539 R 4550 R 4613 R 4816 R 6076 R 6619 R 6681 R 6801 R 6931 R 7659 It 8370 R 9422 R 10134 R 10175 R 10352 R 10551 R 11039 R 11371 R 11643 R 12287 R 13275 R 13387 R 13444 R 14506 R 15030 R 15885 R 16081 R 17004 R 17145 R 17296 R 17454 R 17460 R 17494 R 18299 R 18982 R 19356 R 19466 R 19489 R 20049 R 20797 R 20937 R 21878 R 21966 R 22545 R 22598 R 23471 R 23600 R 23703 R 24043 R 24263 R 25208 R 25526 R 25563 R 25856 R 25956 R 25969 R 26850 R 26899 R 26970 R 27697 R 28165 R 28230 R 28242 R 28246 R 28378 G 1499 G 2699 L 610 L 1036 Y 948 Y 1034 Y 2041 X 893, traktorsg rafa Rd. 198, jarðýta, og Caterpillar jarðýta. Ennfremur óskrás. bifreið Volvo árg. 1961 og óskrás. Buick Electra árg . 1963. Greiðsla við hamarshögg. Ávisanir ekki teknar gildar nema með sam- þykki uppboðshaldara. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Frá Mýrarhúsaskóla 9-12 ára börn mæti mánudaginn 4. septem- ber kl. 10,30. 7 og 8 ára börn mæti sama dag kl. 14,00. Kennsla 6 ára barna hefst föstudaginn 15. september. Skólastjóri. oenad

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.