Tíminn - 05.09.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.09.1972, Blaðsíða 1
IGNIS RAFTÖRG SiMI: 26660 RAFIÐJAN SlMI: 19294 200. tölublað—Þriðjudagur 5. sept. — 56. árgangur kæli skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Fyrsti heybrun- inn þetta árið 200-300 hestburðir ónýttust á Skeggjastöðum í Flóa Nafn-ognúmerslaus brezkur togari að veiðum viö Austurland um helgina. Brezki fáninn blaktir iskut. en nafn og heimahöfn hefur verið máð i burtu. Togarinn var á togi, eins og virarnir i sjónum stjórn- borðsmegin sina. (Ljósmynd: Landhelgisgæzlan) Þó—Reykjavik Að minnsta kosti 200-300 hestar af heyi eyðilögðust, þegar eldur kom upp i hlöðunni á Skeggja- stööum i Hraungerðishreppi i Flóa á laugardagskvöldið. Slökkviliðiö á Selfossi og fólk frá nálægum bæjum kom fljótlega á vettvang, og snemma á sunnu- dagsmorgun hafði tekizt að komast fyrir eldinn. Bóndinn á Skeggjastöðum, Gunnar Halldórsson, sagði i viö- tali við Timann i gær, að það hefði verið um kl. 8 á laugardags- kvöldið sem hann varð var við að eldur var laus i hlöðunni. — Ég hringdi strax i slökkvi- liðið á Selfossi og fólk frá nær- liggjandi bæjum dreif að, sagði Gunnar, Gunnar sagbi.að i fyrstu hefði verið erfitt aö eiga við slökkvi- starfið, þar sem ákaflega mikill reykur var i heyinu. Byrja þurfti á þvi að rjúfa þakið á hlöðunni, og þegar þvi var lokið,var hægt að moka heyinu út af krafti. Upp úr kl. 6 um morguninn var búið aö moka út 500 hestum af heyi, og eru að minnsta kosti 2/3 hlutar af þvi ónýtir. I hlöðunni var ennfremur gamalt hey, en eldurinn komst ekki i það og er það þvi heilt Eldurinn virðist hafa komið upp undir súgþurrkunargrindunum, og er súgþurrkunarkerfið með öllu ónýtt. Gunnar sagðist ekki geta sagt um, hve tjónið væri mikið, sem hann hefði orðið fyrir. Hann sagði, að það ætti eftir að meta þaö, en bætti þvi viö, að hey- skaðinn væri ekki verstur, þar aðhann ætti mikið hey, og að aukiværu bændur á nærliggjandi bæjum farnir að bjóða honum hey. Heyið var ekki tryggt gegn sjálfsikveikju. ÆGIR HEFUR TVISVAR SVNT ÞEIM VÍRAHNÍFANA KJ— Reykjavik. Tvivegis um helgina sýndu varðskipsmenn á Ægi ómerktum brezkum togurum virahnifana um borð, og það var ekki að sökuin að spyrja. i bæði skiptin drógu togararnir upp vörpuna og stefndu á haf út, áður en til þess kæmi, að varðskipsmenn beittu verkfærum sinum. Á sunnudagskvöldið töldust 39 togarar vera innan 50 mflna markanna út af Vestfjörðum og 11 út af Austurlandi. Þá hefur landhelgisgæzlan skráð einn vestur-þýzkan togara að veiðum innan nýju linunnar, og var sá 16.3 mflur fyrir innan. Varðskipsmenn kalla togarana upp og tilkynna þeim, að þeir séu fyrir innan, og hafa flest allir tekið þessum tilkynningum kurteislega. Var skipstjórnar- mönnum togaranna jafnframt til- kynnt, aö þetta væri fyrsta og eina viðvörunin, sem þeir fengju. Virahnifurinn sýndur Timinn fékk i dag i hendur hluta af skýrslu Guðmundar Kjærnesteds, skipherra á Ægi, um atburð sem átti sér stað um hádegisbilið á laugardaginn, og fer hér hluti úr útdrættinum! „Einn togari, sem hafði algjör- lega hulið nafn og númer og öll önnur einkenni, og haf öi ekki einu sinni uppi þjóðfána, var kallaður upp og honum tjáð að hann væri að fiska innan islenzkrar fisk- veiðilögsögu án allra einkenna, sem væri brot á islenzkum lögum og alþjóðareglum um merkingu fiskveiðiskipa. Svaraði hann þvi með skætingi einum, hann væri á úthafinu og þetta kæmi okkur ekki við. Var honum þá tjáð að við litum á hann sem ¦ hvert annað sjóræningajskip og myndum skera af honum vörpuna( ef hann gæfi ekki upp nafn og þjóðerni. Kvaðst hann sigla .undir brezkum fána á úthafinu og væri þetta ekki okkar mál. Var honum bent á að hann hefði uppi skituga druslu, sem enginn gæti tekið sem þjóö- fána. Þar sem hann hlýddi ekki fyrir- mælum okkar, Var ákveðið að setja út virahnif og gera tilraun til að skera vörpuna burtu. Þegar hann varð þess var, hvað við vorum að aðhafast, hifði hann i snarti inn vörpuna og hélt til hafs". Skipsmenn á aðstoðarskipinu Miranda hafa haft i ýmsu að smiast undanfarna daga, og má gera ráð fyrir, að a.m.k. tveir brezkir togarar heföu leitað hafnar.vegna sjúkra og slasaðra togaramanna um helgina undir eðlilegum kringumstæðum. 1 öðrum tilfellum var um að ræða togaramann sem var maga- veikur og þegar hann kom um borð i Miranda, taldi skipslækn- irinn þar ráðlegast væri að senda hann með fyrstu ferö til Bret- lands. Varð úr, að hann var strax settjr um borð I togara, sem var að fara af tslandsmiðum til Hull. r'ramhald á bls. 19 Veizlan mikla — b/s. 8 Reykjavíkurstúlka dansaði við heimsmeistarann á 18 ára afmæli sínu Dr. Euwe, forseti FIDE, óskar Fischer til hamingju með heimsmeistaratitilinn í skák, eftir að hafa sett lárviðarkrans um háls honum. Svo sem sjá má, þá er Fischer glaður I bragöi, enda ekki við öðru að bú- astá þessaristundu. (Ljósm: Skáksamband tslands —Fox)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.