Tíminn - 05.09.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.09.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriftjudagur 5. september 1972 Bréf frá lesendum GRÆNLENZKU BÆNDURNIR Ég las með athygli landfara- þátt Timans 9. ágúst siðastl. þar gerir Þorsteinn á Vatnsleysu nokkra athugasemd og leiðrétt- ingu við frásögn blaða af hingað- komu grænlenzku bændanna sið- ari hluta júlimánaðar. Hann er ekki að öllu leyti ánægður með leið þá, sem farin var með hina grænlenzku gesti, telur að þar hefði betur mátt fara. Fer hann um það svofelldum orðum: ,,Á þeim árum, er ég átti hlut að um- sjón með ferðum erlendra bænda- hópa, t.d. upp að Gullfossi og Geysi, valdi ég nær alltaf leiðina austur Flóa og Skeið til að sýna hinum erlendu bændum þessar grösugu, þéttbýlu sveitir, og eftir að Skálholt reis úr rúst, lá leiðin um þann fræga sögustað. Á þeirri leið eiga ferðamenn að stanza á hæðinni milli Helgastaða og Iðu. Þar er fagurt útsýni upp um Tungur og Ytrihrepp og fjalladýrðin í fjarlægð. Enn feg urra er þó um að litast í Laugar- ási, upp á ásnum, þar sem gamli bærinn stendur. Ég tek frú Aðal- björgu Haraldsdóttur frá Einars- ... Þeir eru búnir aö fá nýja fullkomna affelgunarvél fyrir stóra hjólbaröa þarna inni í Höföatúni !!! HJÓLBARÐAR Höföatúni 8-Símar 86780 og 38900 stöðum, sem átti sinn húsfreyju- sess að Miðdal og Laugarvatni, til vitnis um þetta. Hún kunni vel að meta þessa fegurð. Hvitá og Stóra-Laxá liðast um hina viðáttumiklu, grænu sléttu, blómlegar sveitir blasa við aug- anu, og „fjallhnjúkaraðirnar risa i kring sem risar á verði við sjón- deildarhring” i orðsins fyllstu merkingu. Og Langjökull, þessi mikli jöklajötunn, liggur letilega i allri sinni miklu lengd og ljóm- andi geisladýrð á bak við fjöllin bláu”. Hér lýkur þvi, sem vitnað er til. Undir þessi orð munu margir taka, sem gengið hafa á Laugar- ásinn, og er ég einn þeirra. Og tæplega mun tilviljun hafa ráðið þvi, að Ferðafélag íslands hefur uppgötvað þennan stað sem perlu i islenzku landslagi, með þvi að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar hafa leiðsögumenn fé- lagsins gengið með hóp manna á Vörðufell, og leiðina upp á fellið völdu þeir einmitt af áðurnefndri sjónarhæð, milli Helgastaða og Iðu. Þótt gangan sé að visu nokk- uð erfið, þá mun þó enginn hafa séð eftir þvi erfiði, þegar upp var komið, þvi myndin, sem þá við blasir, verður miklu skýrari og fullkomnari. Sér þá yfir Grims- nesið i vestri, Laugardalsfjöllin, Biskupstungur og Hreppafjöllin i austri og allt til Eyjafjalla. Skál- holt skammt undan handan við Hvitá, þar sem hún sveigir til suðurs fyrir hornið á Vörðufelli, og hið fallega mannvirki, brúin á ánni hjá Iðu, setur svo sannarlega sinn svip á umhverfið. Og þeim, sem fara þá skemmti- legu leið um Skálholt og Iðubú má benda á það, ef þeim eru stað- hættir ókunnir, að beggja megin við brúna eru allfrægir sögustað- ir. Spölkorn vestar i ánni er grasi- gróinn hólmi, sem heitir Þengils- eyri. Segir sagan, að þar hafi Teitur Gunnlaugsson hinn horn- firzki höfðingi riðið ána ásamt 30 manna fylgdarliði, þegar hann fór lil fundar og liðs við Þorvarð Loftsson, eyfirzka höfðingjann frá Möðruvöllum, sem kominn var suður um fjöll með flokk manna, og bar fundum þeirra saman i Skálholti. Þá var Þor- láksmessa á sumri árið 1433. í Skálholti var þá hinn illræmdi danski biskup, Jón Gerreksson, sem kunnastur varð fyrir þann óaldarlýð, er honum fylgdi. Þá um veturinn lék hann þessa höfö- ingja svo grálega, að naumlega sluppu þeir lifandi úr klóm hans. : Gerðu þeir nú aðför að biskupi, og tóku hann af lifi eins og alkunnugt er. Hvort þeir Teitur og menn hans sundriöu ána um Þengilseyri, eða að vað hafi verið þar á ánni til forna, það er ekki kunnugt, en yf- ir komust þeir, og það skipti mestu máli, þegar staðið var i stórræðum og mikið var i húfi. Hins vegar eru til skráðar sagnirum það, aðnokkuð ofan við brúna þar sem áin breiðir úr sér, hafi séra Jósep hinn sterki á Ólafsvöllum vaðið ána i nokkru frosti og studdist við járnkarl. Gekk prestur siðan i Skálholt, og settist þar á stéttarhelluna. Var honum þá orðið svo hrollkalt, að hann háttaði ofan i rúm, og varð ekki verulega meint af volkinu. Biskup i Skálholti var þá Brynj- ólfur Sveinsson, sem kunnastur varð af harmsögu þeirri, er þar gerðist i hans biskupstið, og skáldunum hefur orðið að yrkis- efni. Auk biskups komu þar margir prestar við sögu. Einn þeirra var séraJósepá Ólafsvöllum. Um það segir svo i kvæðaflokknum „Eið- urinn”, eins og margir kannast við, „Þá stendur Jósep sterki á Ólafsvöllum i stuttri hempu, sem er alltof við, hann syngur hæst, og auk þess bezt af öllum og óð i gaddi Hvitá forðum tið, og sjö marka ask hann svalg i boðaföllum af sýru, á eftir, hún var aðeins þið. En svo var miltið hreint og hraustur maginn, að hann fékk aðeins kveisu rétt um daginn”. Þess var getið hér að framan, að égihefði lesið landfaraþáttinn 9. ágúst með athygli. Kannski var það vegna þess, að ég er ekki með öllu ókunnugur þeim staðháttum, sem þar er svo vel lýst. Barn að aldri dvaldi ég á öllum þeim bæjum, sem þar eru nafn- greindir, og á þaðan góðar minn- ingar, sem tengdar eru fólki og einnig lika sérkennilegu og fögru landslagi, og hver er það sem ekki ann sinum bernsku- og æsku- stöðvum, og getur af heilum hug tekið undir hin gullvægu orð: „Þar áttum við fjölmarga indæla stund, er ævi vor saknar og þráir”. Svo þakka ég þáttinn áður- nefnda, hann minnti á fagra mynd frá gomlum bernskustöðv- um.semenn geymist i minning- unni, eftir meira en 60 ára fjar- veru. E.G. Árnesingur SPASSKÍ TAPAÐI, EN VANN ÞÓ YFIRBURÐASIGUR Skákeinviginu er lokið, og Ró- bert Fischer er orðinn heims- meistari. Spasski varð að lúta i lægra haldi við taílborðið. Að loknu tilstandi öllu og veizlum er þó ekki úr vegi að segja það fullum fetum, þótt óþarft ætti að vera: Spasski vann yfirburðasigur i prúðmennsku, yfirlætisleysi og geðþekkri fram- komu. Af þessu litla og fámenna landi, sem hann hefur gist fáar vikur, fylgir honum góður hugur fleira fólks en hann sjálfan órar fyrir — fólks, sem kann það að meta, að menn, umvafðir heims- frægð, láta ekki slikt stiga sér til höfuðs. Það er aðalsmerki hins sanna manns að miklast ekki af ágæti sinu eða leyfa stærilæti að ná á sér taki. En þvi miður getum við ekki kvatt Spasski og konu hans kinn roðalaust, er þau hverfa heim til föðurlands sina. Að þessum manni, sem sizt af öllu átti neitt misjafnt skilið, hefur verið veitzt á almennum vettvangi með óviðurkvæmilegum getsökum, sprottnum af pólitisku ofstæki, er hvatvisum mönnum hefur ekki auðnazt að halda innan þeirra marka, þar sem þvilikir eðlis- þættir eru ekki jafnámælis verðir taldir alla jafn. Það er þó nokkur sárabót, að þessar get- sakir, sem uppi hafa verið hafðar af ósmekklegri hvatvisi, hafa vakið andúð og gremju fólks, sem siðað vill heita — mikils meiri- hluta fólks, mun óhætt að segja. Þorri fólks veit og skilur, að við erum i þakkarskuld við Bóris Spasski, sem tók þvi af miklu jafnaðargeði, þótt honum væri sitthvað boðið, er illa hlýddi — hamingjunni sé lof, að það var þó fyrst og fremst af öðrum en Is- lendingum, ef undan er teknar ánalegar athafnir fáeinna ung- linga um það bil, er hann kom til landsins, og dylgjurnar siðlausu, sem uppi voru hafðar við lok ein- vigisins. Svo skal það einungis endurtek- ið, að Spasski vann hér mikinn sigur i hugum yfirgnæfandi meirihluta manna, þótt sjálfu einviginu tapaði hann. Þess vegna snýr hann heim með fyllsta sóma, þótt heimsmeistaratitilinn skilji hann eftir. J.H. Auglýsið í Tímanum m | FISKISKIP TIL SOLU Hef til sölu stálfiskiskip 100-300-305 brt., einnig 6-71/2-10-15-29-30-35-39-45-50-75 brt. I tréfiskiskip. Þorfinnur Egilsson lléraðsdómslögmaður, ^ Austurstræti 14, simi 21920-22628_______ Aðstoðarl ækn isstaða Staða aðstoðarlæknis við Kleppsspitalann er laus til umsóknar. Kjör samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavikur við stjórnarnefnd rikisspitalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, nám og starfsferil, sendist stjórnarnefnd rikis- spitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 28. september 1972. Umsóknareyðublöð fyrir- liggjandi á skrifstofu rikisspítalanna. Reykjavik, 31. ágúst 1972 Skrifstofa rikisspítalanna. Lögtaksúrskurður Samkvæmt beiðni Innheimtu Hafnarfjarðarbæjar úrskurðast hér með, aö lögtök geta fariö fram vegna gjaldfallinna en ógreiddra útsvara, aðstöðugjalda og fasteignagjaldá til bæjarsjóðs Hafnarfjaröar álögðum árið 1972. Lögtök geta farið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tima. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði 30. ágúst, 1972. Ólafur Jónsson e.u. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.