Tíminn - 05.09.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.09.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 5. september 1972 Pétur Sigfússon knapi og eigandi Eldingar. Einar Jóhannesson, bóndi Jarðlangsstöðum: Rangtúlkun veiðimála- stjórnar á laxveiðilögunum 19. april sl. tók ég við bréfi á pósthúsinu i Borgarnesi, þar sem mér er tilkynnt, að framhalds- stofnfundur veiðifélags um vatnasvæði Langár verði haldinn á Hótel Borgarnesi 30. sama mánaðar. begar á þennan fund kom lá fyrir bréf dagsett 30. des. 1971 og undirritað af veiðimálastjóra og formanni veiðimálanefndar. 1 bréfi þessu lýsa þeirri stofnun veiðifélags um Langá frá 31. október 1971 ólöglega. Orðrétt segir þar: „Stofnun veiðiféiags Langár er ólögleg, þar sem ekki lá fyrir ákvörðun veiðimálastjóra og veiðimálanefndar.um félagssvæð- iðsbr. 1. lið 46. gr. laga nr. 76 1970 um lax- og silungsveiði.” Fyrir þessum fundi lá ennfrem- ur annað bréf til Ragnars Páls- sonar, Arbæ, þar sem eigendum Urriðaár er neitað um að stofna veiðifélag um Urriðaá. Er þeim tilkynnt að þeir skuli verða i félagi með eigendum veiðiréttar i Langá. Þar sem veiðimálastjórn visar til 46. gr. laxveiðilaganna, vil ég leyfa mér að gera nokkra grein fyrir ákvæðum þeirrar greinar laganna. t 46. gr. er kveðið svo á, að veiðimálastjóri og veiðimála- nefnd skuli ákveða félagssvæði veðifélags innan marka laganna. t 45. gr. eru þessi mörk skýrð svo: Félagssvæöi veiðifélags getur tekið yfir a) Heilt fiskihverfi, b) Einstakt veiðivatn i fiskihverfi. Innan þessara marka er lögin ákveða geturenginn skyni borinn maður haldið þvi fram, að Langá sé ekki einstakt véiðivatn i fiski- hverfi, þótt menn vildu almennt viðurkenna að Urriðaá og Langá tilheyrðu sama fiskihverfi, sem hlýtur þó að vera umdeilt mál. En hvernig sem á það er litið ber veiðimálastjórn að samþykkja stofnun veiðifélags um Langá eina, eins og veiðiréttareigendur hafa óskað, þar sem samþykkt liggur fyrir með öllum greiddum atkvæðum veiðiréttareigenda,um stofnun sér félags um hvora á. En veiðimálastjórn virðist hafa margar túlkanir i framkvæmd á ákvæðum laxveiðilaganna. bann- ig hefur veiðimálastjórn sam- þykkt veiðifélag um Gufuá i Borgarhreppi. Gufuá og Urriðaá eru mjög áþekkar ár að vatns- magni og lengd og báðar renna þær út i sjó á hverju flóði. Hvern- ig getur veiðimálastjórn sam- þykkt veiðifélag um Gufuá og synjað um veiðifélag um Urriða- á? Það gæti staðið i ýmsum að gefa gildar skýringar á þvi. Ekki trúi ég öðru, en það muni standa i landbúnaðarráðherra að sam- þykkja veiðifélag um Gufuá, en leggja siðan blessun yfir synjun um stofnun veiðifélags um Urriðaá . Urriðaá rennur um fjöru út i Langá, en á hverju flóði flæðir sjór 4-5 km upp fyrir ármótin. Það er á flóði, sem mest er laxaganga, eins og kunnugt er. Gufuá rennur i Hvitá um fjöru en á hverju flóði flæðir sjór 4-5 km upp fyrir ármót Gufuár. Hlýtur þvi eitthvað annað en landfræði- Íegar aðstæður að liggja fyrir þeim mismun, sem veiðimála- stjórn gerir á Urriðaá annars vegar og Gufuá hins vegar, er hún beitir ákvæðum laxveiðilaganna. Ég renni grun i hverju sá munur sætir og mun ég reyna að fiska það upp, ef þeir háu herrar láta svo litiö að mæta á fundi hjá okk- ur til að standa fyrir máli sinu. I bréfi frá 7. april 1971 talar veiöimálastjórn um deildafyrir- komulag og sýnist mér hún ekki skilja rétt ákvæði 4. liðar 49. gr. laxveiðilaganna, en þetta ákvæöi laganna segir: I samþykkt má (má en ekki skal) ákveða að veiðifélag starfi i deildum. Skv. þvi má Langá vera sér og Urriðaá sér. Það er það, sem veiðiréttareigendur þessara áa vilja, en er synjað um af hálfu veiðimálastjórnar. Gjaldið til fiskræktarsjóðs Ég hef fengiö a.m.k. tvö bréf undirrituð af formanni veiði- málanefndar, þar sam hann kref- ur mig um gjald til fiskræktar- sjóðs. Þessum bréfum hef ég ekki svarað, þar eð að i 91. gr. lax- veiðilaganna segir, að gjaldið til fiskræktarsjóðs skuli innheimtast af veiðifélögum. Ennfremur segir i 51. gr. laganna, að kostnað af starfsemi veiðifélags skuli félagsmenn greiða i sama hlut- falli og þeir taka arö. Ég bendi á það i þessu sam- bandi, að það er fyrir rangtúlkun veiðimálastjórnar á laxveiðilög- unum, að ekki er búið að stofna veiðifélag um Langá. Áðurnefnd gjald mun ég þvi ekki greiða fyrr en veiðimálastjórn hefur áttað sig og leyft stofnun veiðifélags um Langá án Urriðaár og Langa- vatns. 1 bréfi frá veiðimálastjórn frá 30. des. 1971 segir, að veiðifélag Langár skuli ná frá ósi i sjó að miðlunarstiflu við Langavatn og allra áa og lækja er i hana renna (þar með Urriðaá). 7. april sama ár segir hins veg- ar i bréfi frá veiðimálastjórn, að veiðifélagið skuli ná til Langa- vatns lika, þar sem skylt sé að félagssvæði nái ætið svo langt upp sem fiskur gengur. Þannig litur út fyrir, að veiði- málastjórn telji að hún geti snúið laxveiðilögunum við eins og henni henti hverju sinni. Það verður að likindum fundur með veiðiréttareigendum Langár fljótlega. Skora ég á veiðimála- stjórn að mæta á þeim fundi og gera þar grein fyrir þvi, sem ég kalla villu hennar. Benda má veiðimálastjórn á, að Gljúfurá rennur i Norðurá. Þó telur veiðimálastjórn ekki að hún eigi að vera i veiðifélagi með Norðurá! Hvers vegna er svo veiðifélag aðeins um neðri hluta Gljúfurár en ekki hinn efri? Nokkrar spurningar af þessu tagi mun ég leggja fyrir veiðimála- stjórn, ef hún leggur i að mæta á fundi hjá okkur. Veiðimálastjórn hefur sent okkur veiðiréttareigendum við Langá nokkur bréf og hótað þvi, að verði net lögð i Urriðaá verði stöngum fækkað i Langá um 2/3 af stöng fyrir hvert net, sem lagt er i Urriðaá. Þessi bréf höfum við veiðiréttareigendur við Langá haft að engu, enda er hæpið að unnt sé að finna hliðstæðu fyrir svona barnaskap. Við munum halda til streitu kröfu okkar um stofnun sérstaks veiðifélags um Langá. F’áum við ekki séð, hvernig unnt er að synja okkur leyfis til þess á grundvelli laxveiðilaganna. Við teijum ein- mitt að lögin helgi okkur þennan rétt og á honum munum við standa. Hljótum við veiðiréttar- eigendur við Langá að gera ráð- stafanir til verndar rétti okkar. islenzka þjóðin hefur lcngi gcrt sér þess fulla grein, að fiskimiðin við landið eru fjöregg hennar og liftrygging um ókomin ár. Bitur reynsla og glögg visindi sanna ó- tvirætt, að þessi lifsbjargarvegur ef i bráðri liættu, og þvi hlýtur þjóðin nú að ncyta þess lifsréttar sins að færa fiskveiðilögsöguna i fimmtiu sjómilur i þessum áfanga. Um þetta cr hún jafn- samhuga og i sjálfri þjóðfrelsis- baráttunni, og margir hafa látið i ljós óskir um, að tækifæri gæfist til þess að sýna þann samhug i áþrcifanlegu verki. Landhelgisgæzlan er traust okkar og hald i þeirri baráttu, sem fram undan er, og hlutur hennar mun nú stóraukast að gildi og verkefnum ekki aðeins i átökum, sem kunna að verða við þau skip, sem ekki virða hin nýju Kappreiðar á Vindheimamelum Gó-Sauðárkróki Kappreiðar hestamannafélag- anna Stiganda og Léttfeta i Skagafirði fóru fram á skeiðvelli félaganna Vindheimamelum sunnudaginn 6. ágúst s.l. Einnig fór fram firmakeppni góðhrossa á vegum Stiganda og hlaut Elding Péturs Sigfússonar i Alftagerði 1. sæti. Elding er rauð átta vetra ættuð frá Kýrholti. A fjórðungs- Cargolux hefur komið sér upp búnaði til þess að flytja lifandi dýr langar leiðir, og hcfur Einar Óiafsson, framkvæmdastjóri lélagsins, það eftir kunnáttu- mönnum um þessi efni, að þeir hafi ekki séð annan slíkan um- búnað, er betri sé eða hentugri. Nú i lok ágústmánaðar voru til dæinis nautgripir, folöld og geitur flutt frá Brisbane i Astraliu til Kanó, nyrzt i Nigeriu, á vegum Nigcriustjórnar — alls þrjátiu og átta nautkindur, fjögur folöld og tiu geitur. Dýrin voru hið bezta á sig kom- in, þegar lent var i Kanó, eftir fjörutiu klukkustunda ferð. Tvö nautin, sem fyrst fóru út úr flug- vélinni, sneru við, er þau áttu að fara i flutningabil, sem beiö úti fyrir, og leituðu beint inn i flug- vélina aftur. Cargolux hefur áður flutt bú- pening frá Brisbane til Kanó, en fiskveiðitakmörk, heldur einnig i slysavörnum, eftirliti, björgunar- starfi og annarri þjónustu við inn- Jenda sem erlenda sæfarendur á stækkuðu umsjónarsvæði. En til þess þarf hún fleiri ski p og flug- vélar. betri tæki og meiri mann- afla. og þessa framverði sina verður þjóðin að búa eins vel úr garði og nokkur kostur er. Með allt þetta i huga höfum við undirritaðir ákveðið að beita okk- ur fyrir almennri fjársöfnun um land allt til eflingar landhelgis- gæzlunni — efna til Landssöfnun- ar til Landhelgissjóðs — þar sem öllum gefist kostur á að leggja fram skerf sinn til þessarar mik- ilvægu baráttu, og verða með þeim hætti virkir þátttakendur i þessari lifsbjargarstarfsemi þjóðarinnar. Við erum þess fullvissir, að mótinu á Vindheimamelum i júli- mánuði varð Elding i öðru sæti kynbóta hryssa og tvær efstu kyn- bótahryssurnar Hrafnkatla og Elding mjög háa stigatölu og fengu þá þau dómsorð að þær væru i sérstökum úrvalsflokki kynbótahrossa. I 2. sæti Aria Árdisar Björns- dóttur, Asgeirsbrekku. 1 3. sæti Vinur Markúsar Sigur- jónsonar, Reykjarhóli. Urslit kappreiða urðu þessi: Folahlaup. 250 m. 1. Feykir á 19.4 sek. eig. Arni Egilsson. 2. Börkur á 19,5sek. eig. Sveinn Jóhannsson. 3. Glæsir á 19,7 sek. eig. Leifur Þórarinsson. fyrst tók félagið að sér slika flutn- inga, er það fór með hesta frá ts- landi til Diisseldorf i aprilmánuði i vor. t þessum ferðum eru dýrin höfð i klefum, sem skipt er i tvö hólf, og hverju hólfi siðan aftur i tvær stiur. Grind klefanna er úr sterk- um stálpipum og stálnet strengt á þjóðin mun fylgja samhug sinum i þessu örlagamáli eftir með öfl- ugum samtökum i verki. Sýnum öðrum þjóðum með þessum hætti hina órofa samstöðu þjóðarinnar allrar. Sýnum það öllum, að i þessari baráttu vill hver einasti lslendingur leggja eitthvað i söl- urnar. Það er einhugurinn i þessu máli sem mun færa okkur sigur. Reykjavik 31. ágúst 1972. Eysteinn Jónsson, Sigurbjörn Einarsson, Ólafur Jóhannesson, Lúðvik Jósepsson, Magnús Torfi Ólafsson, Magnús Kjartansson, Benedikt Gröndal, Halldór Páls- son, Hannibal Valdimarsson, Sveinn Tryggvason, Halldór E. Sigurðsson, Jóhann Hafstein, Einar Ágústsson, Davið Ólafsson, Jón Sigurðsson, Hjálmar R. Bárðarson, Hjörtur Hjartarson, Kristján Ragnarsson, Þórir 400 m. hlaup. 1. Randver á 29.8 sek. eig. Skóla- búið á Hólum. 2. Skuggablakkur á 30,2 sek. eig. Bæring Hjartarson. 3. Morgunroði á 30,6 sek. eig. Sig- fús Steindórsson. 800 m. hlaup. 1. Hrannar á 68,5 sek. eig. Sveinn Guðmundsson. 2. Svanur á 69,2 sek. eig. Steinbjörn Jónsson. 3. Kaldi-Skjóni á 70 sek. eig. Stefán Hrólfsson. 250 m. skeið 1. verðlaun fluga á 26,8 sek. eig. Jón Eiriksson. 800 m. brokk Sokki á 2,02,5 min eig. Guðm. Björnsson. milli þeirra. Viðargótf er i stiun- um, þakið gerviefni, er hefur þann eiginleika, að það veitir dýr- unum góða fótfestu og drekkur i sig úrgangsefni frá þeim. Dýrin eru látin i stiurnar, og siðan er klefunum lyft upp i flugvélina. Komast alls tiu til tólf klefar i hverja flugvél i einu. Samúelsson, Helgi Bergs, Eyjólf- ur tsfeld Eyjólfsson, Tómas Þor- valdsson, Helgi Þórarinsson, Gisli ólafsson, Baldur Möller, Hannes Jónsson, Lárus B. Har- aldsson, Sverrir Hermannsson, Magnús Jónsson, Steingrimur Hermannsson, Sigurður Jóhanns- son, Guðmundur Jörundsson, Henry Hálfdánsson, Valdimar Jóhannesson, Þórarinn Þórarins- son, Eyjólfur Konráð Jónsson, Sigurður Ingimundarson, Ingvar Hallgrimsson, Kristján Thorla- cius, Snorri Jónsson, Arni Gunn- arsson, Erlendur Einarsson, Em- il Björnsson, Barði Friðriksson, Elias Jónsson, Július S. Ólafsson, Haukur Björnsson, Már Elisson, Ragnar Arnalds. Guðmundur Pétursson, Pétur Sigurðsson, Sig- riður Thorlacius. Jóhannes Elias- son. Einar Jóhannesson Jarðlangsstöðum Ávarp til íslenzku þjóðarinnar Fullkominn búnaður til dýraflutninga Alvarlega slasaður í brezkum togara Timinn — HJ i gærkvöldi kallaði brezkur togari frá Aberdeen upp að- stoðarskipið Miranda vegna þess, að sjómaður um borð hafði slasast mjög alvarlega. Sjómaðurinn hafði hlotið mikið höfuðhögg, og var taliö að hann væri höfuðkúpu- brotinn, auk þess sem hann var nefbrotinn og skrámaöur. Eftirlitsskipið Miranda var I um 30 sjómilna fjarlægð frá togaranum og sigldi þegar i stað i áttina til hans, Radar- viðgerðarmaður frá Miranda var á þessum tima um borð i öðrum togara, og var hann skilinn eftir þar i flýtinum þegar hjálparbeiðnin barst. Um kl. 10 i gærkvöldi var sjómaðurinn kominn um borð i Miranda, og lá þar á skurð- borðinu i „sjúkrahúsi” skips- ins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.