Tíminn - 05.09.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.09.1972, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 5. september 1972 TÍMINN 7 Fyrrum fegurðardis lærir karate Árið 1955, varð sænsk stúlka Miss Universe. Hún hét Hillevi Rombin, og heitir nú Schine, þar sem hún kom aldrei heim aftur til Sviþjóðar til þess að búa þar, eftir að hún náði að krækja i þennan eftirsótta titil, heldur giftist bandariskum manni, David Schine. Hann er milljóna- mæringur og á ótal hótel verzl- anir, keiluhallir, útvarps- og sjónvarpsstöðvar og fleira og fleira. Þau hjón eiga sex börn, 6, 8, 10, og 12, ára og svo 9 ára tvibura. Börnin sex og hjónin Hillevi og David æfa karate, sem ýmsir munu þekkja hér á landi, og þvi það hefur nokkuð verið æft hér að undanförnu. Hillevi segir að fiölskvldan hafi gaman af að vera sem mest saman, og þess vegna hafi hún farið út i að æfa þessa iþrótt sameiginlega. Hér á myndinni sjást þau hjón með kennara sinum. Hann er fremstur á myndinni, og á golfinu sitja börnin oe fvlgjast með af áhuga. Myndin af barni fegurstu móðurinnar Við sögðum nýlega frá þvi, að Catherine Deneuve fegursta móðir i heimi, ætlaði að fá fyrr- verandi eiginmann sinn, David Baley, til þess að taka mynd af barni hennar og Marcello Mastroianni. David ætti að vera vel til starfsins fallinn, þvi hann er mjög þekktur ljós- myndari i Englandi. Hér er svo myndin af Catherine og barn- inu,og virðisthún nokkuð þokk- leg. Annars á Catherine tvö önnur börn, annað með David og hitt með Roger Vadim. Ekki höfum við séð myndir af henni með börnin þrjú, siðan það nýjasta fæddist. ☆ Farnir að mæla með vindrykkju Nokkuð hefur verið um það i Frakklandi, að farnar hafi verið herferðir gegn vindrykkju og drykkjuskap almennt, og fólki bent á sambandið milli drykkjuskapar og slysa og jafn- vel dauðsfalla.. Nú nýverið snerist einn þingfulltrúi i franska þinginu á sveif með vin- inu og reyndi að mæla þvi bót. Máli sinu til stuðnings sagði hann, að Diocletian hefði dáið af slysförum eins og eðlilegt mætti teljast af manni, sem neitaði að drekka vinin frá Elsass. Þá benti fulltrúinn, sem heitir Cointat, á það, að Robespierra hefði kallað kampavinið hryllilegt brugg, sem væri til þess falliö að eitra fyrir fólki með, og að lokum benti þingmaðurinn á það, að Hitler, sjálfur hefði verið bindindismaður, og allir mættu sjá, hvilikur ógæfuumaður hann heföi verið. Takiö ömmu meö í ferða- lagið Þannig hljóða hvatningarorð frá samtökum i Frakklandi, sem stofnuð hafa verið til þess að veita öldruðu fólki möguleika á að komast i ferðalög. 1 hvatn- ingarorðunum segir einnig, að gott sé að hafa ömmuna með, þar sem hún geti gætt barn- anna, ef þörf krefur, á meðan á ferðinni stendur. Samtökin greiða ferðakostnaðinn fyrir gamla fólkið. Til þess að afla fjár til að standa straum af þessum kostnaði, eru seldar rósir á götum úti i Paris. Einnig er þess farið á leit við bókaút- gefendur, að þeir leggi samtök- unum lið, með þvi að gefa þeim gamlar bækur, sem siðan eru seldar. Þessi samtök hafa fram til þessa gefið öldruðu fólki að- göngumiða i kvikmyndahús, og gert ýmislegt annað til þess að gera gamla fólkinu lifið skemmtilegt. ☆ Milljónir á ferðalagi Nær sjö milljónir Parisarbúa fóru úr borginni i sumarleyfi sinu i sumar, að þvi er segir i skýrslu frá menntamálaráðu- neytinu franska. 1 skýrslunni stendur að 4.3 milljónir hafi farið i bilum, 2 milljónir i lestum og 700 þúsund með flug- vélum. Ferðamannaútstreymið hófst i júni, með þvi( að um 400 þúsund manns yfirgáfu borgina þann mánuð. Fyrsta stóra ferðamannaaldan kom i júli- byrjun, er 1,2 milljónir fóru burtu og skólum var lokað. Enn hækkaði tala ferðamanna 12-til 13. júli, en um það leyti lokar mikill fjöldi fyrirtækja og gefur starfsfólkinu sumarleyfi öllu samtimis. Þá fóru i ferðalög um 2 milljónir manna samtimis eða þvi sem næst. Metið var þó sett 1. ágúst þegar 2.2. milljónir fóru úr borginni samtimis. Lestin nam staðar við litla stöð.' Mjög svo rakur herramaður stakk höfðinu út um gluggann og kallaði til varðmannsins á stöð- inni: —Seljið þið vin hérna? —Nei, svaraði hinn. —Hvers vegna i fjandanum erum við þá að stanza? O Svo var það presturinn, sem kom til bilasalans og sagði: —Þér selduð mér notaðan bil um daginn, en ég verð að biðja yður að taka hann aftur, þvi ég hef ekki nægan orðaforða til að keyra hann. O —Af hverju seturðu kross á einkunnablaðið mitt i staðinn fyrir að skrifa nafnið þitt? —rÉg vil ekki, að skólastjórinn haldi, að drengur sem fær svona einkunnir, eigi föður sem er læs og skrifandi. —Ó, Óli, ég vissi ekki, að þú elskaðir mig. Tveir herrar hittust og kynntu sig: —Sörensen, kaupmaður. Kol og koks. —Olsen fangavörður, vatn og brauð. O Maður, sem talar i svefni, slitur taugum konu sinnar, einkum ef hún skilur ekki, hvað hann er að segja. O —Hvað sagði pabbi þinn yfir þvi að þú skemmdir bilinn? — A ég að sleppa ljótustu orðun- um? —Já. —Hann sagði ekki nokkurn skap- aðan hlut. Börn likja eftir foreldrum sinum, þrátt fyrir allt tilraunir til að kenna þeim mannasiði. O Jón fulltrúi fór úr lestinni og sa sér til mikillar undrunar, að á stöðinni voru sex klukkur og sýndu hver sinn tima. —Hvaða gagn er af a&_haia sex klukkur, sem ekki eru eins? spurði fulltrúinn stöðvarvörðinn. —Hvaða gagn er að sex klukkum, sem allar eru eins? sagði þá hinn. DENNI Denni, findu hvað hún tekur fast i puttann. Já, nú er ég hissa hún n Æ AA A I AIICI verður kanski ekki sem verst, UACfVlMLnUvl þegar öllu er á botninn hvolft.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.