Tíminn - 05.09.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.09.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 5. september 1972 TÍMINN 9 Furðuleg skrif Morgunblaðsins 1 útvarpsræðu þeirri, sem ólafur Jóhannes- son forsætisráðherra flutti 31. ágúst sl., eða kvöldið áður en útfærsla fiskveiðilögsögunnar tók gildi, vék hann að úrskurði Alþjóðadóm- stólsins og lét m.a. þau orð falla, að „grund- völlur þess málatilbúnaðar er enginn annar en hið svokallaða samkomulag frá 1961”. Þessi ummæli hafa orðið til þess, að Morgun- blaðið hefur risið upp með miklum brigzlyrð- um i garð forsætisráðherra, ásakað hann um . ósannindi og viðleitni til að rjúfa þjóðareiningu og þar fram eftir götunum. Þessi skrif Mbl. eru i senn hin furðulegustu og ósæmilegustu, eins og á stendur. Það er alger fjarstæða hjá blaðinu, að samningarnir frá 1961 séu ekki grundvöllur þess, að Alþjóða- dómurinn felldi umræddan úrskurð. Án þessara samninga hefðu Bretar og Vestur- Þjóðverjar ekki getað visað málinu til dóm- stólsins. Allur málatilbúnaður þeirra er byggð- ur á þvi, að þessir samningar séu enn i gildi. Úrskurður réttarins er einnig byggður á þvi, og verður það þangað til hann er búinn að fjalla um, hvort hann telur uppsögn Alþingis og rikis- stjórnar á samningunum lögmæta eða ekki. Þessari staðreynd er þýðingarlaust fyrir Mbl. að vera að mótmæla. Án samninganna frá 1961 hefði Alþjóðadómurinn aldrei fjallað um þetta mál. Það getur verið, að Mbl. þyki það heppilegast, að ekki sé minnt á þessa stað- reynd, en hjá þvi verður ekki komizt, ef rætt er um úrskurð réttarins á annað borð. Fyrir for- sætisráðherra var vitanlega útilokað að ræða svo um útfærsluna, að hann viki ekki eitthvað að úrskurði Alþjóðadómstólsins. Hótanir Mbl. um að rjúfa þjóðareiningu, ef eitthvað verður minnt á landhelgissamningana frá 1961, verður vitanlega látin eins og vindur um eyrun þjóta. Jafnvel þótt Mbl. sé voldugur fjölmiðill, hefur það engin tök á að rjúfa ein- ingu þjóðarinnar i þessu máli. Æsiskrif eins og þau, sem Mbl.birti á sunnudaginn, munu þvert á móti hafa áhrif á almenning til að láta ekki rjúfa samstöðu sina, heldur fylkja sér fastar um þá menn, sem mestur vandi hvilir nú á i sambandi við framkvæmd útfærslunnar. Sama gildir einnig um æsiskrif þau um for- söguþessara mála, sem Mbl. birti daginn, sem útfærslan tók gildi, eða 1. september siðastl. Þar var beitt margvislegum sögulegum fölsun- um og m.a. reynt að hefja Macmillan til skýj- anna fyrir landhelgissamninga frá 1961! Sliku verður vitanlega ekki anzað að sinni, þvi að það verður nógur timi til þess seinna. Haldi slik skrif áfram, hljóta menn að fara að efast um heilindi Mbl. þótt vonandi sé hér meira um klaufaskap að ræða en vafasaman tilgang. Þ.Þ. Richard Harris, The Times: Tekst Chou En-lai að mynda samhenta forustusveit? Framtíð Kínaveldis getur oltið á því C’hou Kn-lai SEINT i ágúst fyrir sex ár- um kom rúm milljón manna saman á torgi i Peking við sólarupprás. Þetta var fyrsta samkoman af mörgum, þar sem Rauðir varðliðar komu fram i menningarbyltingu Maos formanns. Þá var for- usta kinverska kommúnista- flokksins farin að sundrast. Forustan er nú, að sex árum liðnum, jafn sundruð og þá, jafnóstöðug og fjarri eðlilegri starfsemi venjulegrar rikis- stjórnar. Fróðlegt er að rifja upp röð- un forustumannanna á sam- komunni 18. ágúst 1966, en sú röðun þótti þá koma nokkuð á óvart. Næst „hinum æðsta for- ingja og mikla stjórnanda”, eins og þá var sagt, stóð Lin Piao, hinn kjörni vopnabróðir hans. Chou En-lai var þriðji i röðinni eins og áður, en i hæfi- legri fjarlægð frá toppmönn- unum tveimur. Fjórði i röðinni var nýi áróðursstjórinn Tao Chu, en hann hafði verið sóttur út á land og hækkaður skyndilega i tign. Fimmti var Chen Po-ta, sem lengi hafði verið ritari Maos, og nú nýskipaður for- maður þess hóps flokks- manna, sem átti að stjórna menningarbyltingunni. Sjötti var Teng Hsiao-ping fram- kvæmdastjóri flokksins. Sjö- undi i röðinni var Kang Sheng og Liu Shao-chi áttundi, en hann hafði þá skyndilega verið lækkaður i tign, en var áður annar æðsti maður flokksins. ÞESSI fylking sundraðist þó brátt og Teng og Liu hurfu i skuggann. Þeir höfðu aldrei verið menn Maos. Tao Chu hafði, eins og áður er sagt, verið hækkaður skyndilega i tign — og sennilega hefir Mao ráðið þvi sjálfur — en búið var að dæma hann svikara og endurskoðunarsinna áður en árið var liðið. Chen Po-ta hrapaði i september 1970 og Lin Piao féll af sinum tindi ári siðar. Hljóta ekki þessi hröp að vekja efasemdir um hæfni Maos til að velja sér nána samstarfsmenn? Við skulum visa þeirri stóru spurningu frá að svo stöddu og strika nafn Kang Sheng út af foringjaskránni, þarsem hann er horfinn af sjónarsviðinu fyrir rúmu ári vegna heilsu- brests, ef ekki annars verra. Þá eru ekki eftir nema tveir menn sem æðstu stjórnendur Kina, Mao Tse-tung og Chou En-lai. Annar likist æ meira skugga en hinn er furðulega ósigrandi. Gæti lát eins manns valdið Kina óbætanlegu tjóni er það lát Chou En-lais miklu fremur en lát hins aldur- hnigna leiðtoga. Raunar lætur nærri að segja, að siðustu tvö árin séu fyrsti kaflinn i sögu Kina að Mao gengnum, — nema rétt að nafninu til. HVAR er þá valdið nú? Hvaða nöfn skipta mestu máli og hvað táknar mikilvægi þeirra? Þessum spurningum er naumast unnt að svara nema til hálfs, og með þvi er ég ef til vill að gera málið að mun ein- faldara en það er i raun og veru. Þegar menningarbyltingin var um garð gengin var herinn drottnandi. Það kom ekki i ljós fyrri en siðar, að Lin Piao og fylgismenn hans i hernum voru orðnir svo valdamiklir, að heita mátti að búið væri að snúa við þeirri grundvallar- reglu maoista, að flokkurinn eigi að stjórna byssunum en ekki byssurnar flokknum. FYLGISMENN Lin Piaos i hernum hafa sennilega haft drjúg itök i miðstjórn flokks- ins, en auk þeirra voru til for- ustumenn i hernum, sem nutu eigin aðstöðu og náðu kjöri i flokksstjórnina á niunda flokksþinginu. Þeir eru enn við lýði, en gegna engu sér- stöku hlutverki i Peking. Þessir menn eru Hsu Shih-yu frá hernum i Nanking og Chen Hsi-lien frá Shenyang i norð- austri. Þrir hershöfðingjar eru horfnir, eða Huang Yung- sheng, yfirhershöfðingi, Wu Fa-hsien yfirmaður flughers- ins og Li Tso-peng stjórnmála- fulltrúi hjá flotanum. Gera verður ráð fyrir, að fall þeirra hafi borið að i sambandi við mál Lin Piao, en þó er ekki kunnugt um, að sérstök tengsl hafi verið milli hans og þeirra. Helmingur flokksstjórnar- innar er þannig horfinn af sjónarsviðinu siðan niunda flokksþingið var haldið. Mið- stjórnin hefir ekki komið sam- an til almenns fundar siðan i september árið 1970. FYLGI Lin Piao i hernum var greinilega stjórnmálaafl, sem taka verður tillit til. Áhangendum hans i forustu- stöðum hefir ekki öllum verið vikið frá völdum. Sumar greinar, sem birtar hafa verið að undanförnu i Rauða fánan- um, -hafa verið svo hlaðnar óbeinum áskorunum um þjón- ustu hersins við flokkinn og hugsjónir Maos, að það vekur grun um alvarlegar áhyggjur. Látið var uppi á sinni tið, að það hefði verið Chou En-lai, sem kom i veg fyrir samsæri Lin Piao (ef það hefir þá verið samsæri). Chou En-lai hafði góðar og gildar ástæður til að gera þetta, þar sem hann var einn þeirra, sem samsærið hlaut að bitna á ef það bæri árangur. Táknar þetta þá, að ótraust vopnahlé riki siðan komið var i veg fyrir samsærið og þvi sé talið farsælla að láta allt eiga sig i bráð, en að reyna að endurskipa æðstu forustuna alla eins og hún leggur sig? ÞESSI bráðabirgðablær á forustunni þótti koma vel i ljós við hátiðahöld hersins. Einn af hinum eldri foringjum tók á móti gestunum og Yeh Chien- ying flutti aðalræðuna. Hann á sæti i flokksstjórninni vegna þess eins, að hann er gamall og staðfastur fylgismaður Maos. Hann gegndi mikilvægu hlutverki i Kingsi-sovétinu og var félagi Maos i Göngunni miklu. Þetta tvennt tryggði honum íullkomið öryggi með- an á sviptingum menning- arbyltingarinnarstóð. Er unnt að lita á það sem annað en bráðabirgðaráðstöfun, að láta Yeh Chien-ying, sem orð- inn er 73 ára, taka við embætti varnarmálaráðherra, sem Lin Piao gegndi? Hann getur varla gert annað en að hamla um stundar sakir gegn frá- hvarfinu og leitazt við að fá herinn til að þjóna flokknum á ný- Torvelt er að koma auga á, hvernig á að framkvæma endurnýjun i forustu kin- verska kommúnistafiokksins fyrri en búið er að koma á eðli- legri stjórnarfarslegri starf- semi á ný. Stjórnarskráin ger- ir ráð fyrir reglulegum fund- um miðstjórnarinnar og kveðja á til nýs þings þegar búið er að jafna þá flokka- drætti, sem af menningarbylt- ingunni leiddu. Þetta virðist óhjákvæmilega þurfa að kom- ast á réttan rekspöl, áður en unnt er með góðu móti að jafna ágreininginn, sem fram hefir komiö milli hers og flokks. ERP'ITT er þvi að gera sér i hugarlund, hvernig eigi að framkvæma þetta undir for- ustu þeirra sundurleitu ein- staklinga, sem nú gegna æðstu' stöðum. Þess sjást engin örugg merki, að verið sé að koma á samræmingu og sam- vinnu milli þeirra. Svo er helzt að sjá, að Chou En-lai eigi ekki annars kost.um fyrirsjáanlega framtið, en að þramma áfram og reyna um sinn að sætta hina sundurleitu forustumenn þegar nauðsyn ber til. Það verður að reiknast bæði honum og kinversku þjóðinni til tekna, hve sundrungin i for- ustunni hefir spillt litið fyrir framgangi efnahagsumbóta og bættrar stjórnmálaheil- brigði meðal þjóðarinnar. Takist Chou En-lai að koma saman forustusveit, sem getur tekið við sem samstæður og einhuga hópur þegar þar að kemur, vinnur hann þjóð sinni meira gagn en unnt er að lýsa með orðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.