Tíminn - 06.09.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.09.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miftvikudagur (í. septcmber 1972 Bréf frá lesendum IIAGFKÆDI — BÚFRÆÐI Nú fyrir stuttu gekk fram maður með ljós sitt og boðaði skoðun og þekkingu sina á þvi, hver þáttur landbúnaðarins væri i þjóðlífinu. fcg skal ekki vanmeta lærdóm þessa manns, en ekki er vist að sérmenntun hans eigi við það málelni, sem hann tekur til meöferðar. Um alllangt timabil hefur dokt- -"■s Stúlkur athugið Kvennaskólinn á Blönduósi starfar, sem átta mánaða hús- mæðraskóli. Nemendur eiga einnig kost á námskeiðum frá 1. október til 16. desember og 10. janú- ar til mailoka. Verklegt og bóklegt nám. Vélritun, bók- færsla. Umsóknir sendist sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri Aðalbjörg Ingvarsdóttir simi 95-4239. Saumakonur Getum bætt við nokkrum saumakonum strax. Upplýsingar hjá verkstjóra. Belgjagerðin Bolholti 6. Kau pf élagsst jóri Starf kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Króksfjarðar, Króksfjarðarnesi, er laust til umsóknar strax. Gott ibúðarhúsnæði til staðar. Umsóknir sendist Gunnari Grimssyni, Sambandi islenzkra samvinnufélaga, Sambandshúsinu, Reykjavik, sem einnig gefur nánari upplýsingar. Samband islenzkra samvinnufélaga Starfsmannahald or i sömu sérfræðigrein boðað þjóðinni þann skilning sinn, að landbúnaður sé dragbitur á hag- vexti þjóðarinnar. Er þessi nýi boðandi nú arftaki, eða er hann kennslusveinn doktorsins? Þeir, sem ætla sér það hlut- verk, að ræða um uppbyggingu atvinnuveganna og þátt þeirra i þjóðlifinu, ættu að kynna sér, hvað þarf til að byggja upp atvinnu. Þó að menn nái góðri eða sæmilegri námseinkunn, er ekkki þar með sagt að þeir séu færari eða dómbærari en aðrir um efni, sem óskyld eru þeirra sérgrein. Þaö væri ábyggilega gagnlegt fyrir þá, sem vilja kynna skoðun sina, að kynna sér fyrst vel, hvernig landbúnaöur byggist upp, og hvað búskapur i raun og veru er. Þó stofulærdómur sé gagn- legur, þá fær enginn fulla innsýn inn i störf þeirra, sem stunda bú- skap, nema þeir hafi komizt i snertingu við og kynnzt i raun hvað starf bóndans er. Starf bóndans er minnst likt þvi, sem sumir fræðingarnir gegna, sem er gólfa-umgangur i sambandi við þurr fræði og vélar, sem upp- setja þeirra kenningar, sem geta veriðgagnleg fræði, eftir þvi hver þau eru. Doktor i sérfræði (óskyldri landbúnaði) hefur unnið markvist að þvi, að innprenta þjóðinni andúð á landbúnaði, en fáir hafa orðið til að trúa á ágæti boðskap- ar hans. Hver, sem fer um byggð- ir þessa lands, fær aðra reynd við að sjá öll þau störf, sem blasa við. Þeir sjá, að þar eru ekki, og hafa ekki verið „stofugólfsmenn”, heldur uppbyggjendur fyrir kom- andi kynslóðir. Þessir menn hafa átt þá trú, að islenzku þjóðinni vegni þvi aðeins vel i landinu, að gróðurmoldinni sé sýnt það, sem hún þarf með, þá skilar hún aftur arði til þjóðlifsins, og önnur upp- bygging byggist á þvi. Það væri heppilegra hlutverk fyrir hag- fræðinga, sem ætla sér að ræða um landbúnað, að kynna sér hversu stór þáttur landbúnaðar- ins er i atvinnu og uppbyggingu þéttbýlisins hér á landi. Það skilja þeir betur, sem kynnt hafa sér það. Gömlu kjörorðin eru enn i gildi: „Bóndi er bústólpi, en bú er land- stólpi”. Sigurður Stefánsson frá Stakkuhliö. Saab99 ÁRGERÐ 1973 Rýmri en aðrir bílar? Setjist inn í SAAB 99, takið með yður 4 farþega og sannfaerist um það sjólfir að SAAB er rýmri, það fer betur um fólkið. Allur frógangur er af fógaðri smekkvísi og vandaður. Sérbólstruð saeti með völdu óklaeði, öryggisbeltum og hnakkapúðum, og rafmagnshituðu bílstjórasaeti. Mælaborðið er hannað með fyllsta akstursöryggi í huga, allir maelar í sjónmóli ökumanns og fóðrað efni sem varnar endurskyni. „ÖRYGGI FRAMAR ÖLLU" SAAB 99 er öruggur bíll. Stólbitastyrkt yfirbygging verndar ökumann og farþega. Fjaðrandi höggvari varnar skemmdum — SAAB þolir ókeyrslu ó 8 km. hraða ón þess að verða fyrir tjóni. Ljósaþurrkur tryggja fullt Ijósmagn ökuljósa við erfiðustu skyggnis- aðstæður. SAAB 99 liggur einstaklega vel ö vegi, er gangviss og viðbragðsfljótur. SAAB er traustur bíll, léttur í viðhaldi og í hóu endursöluverði. 5“BDÖRNSSONA^ SKEIFAN 11 SÍMI 81530

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.