Tíminn - 06.09.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.09.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miftvikudagur 6. september 1972 Laus staða Staða aðstoðarframkvæmdastjóra ríkis spitalanna er laus til sumsoknar. Umsækjendur þurfa að hafa góða stjórn- unar- og samstarfshæfileika og æskilegt að þeir hafi háskólamenntun, t.d. próf i einhverri af eftirtöldum greinum, lög- fræði, hagfræði eða viðskiptafræði. Laun eru samkvæmt 28. fl. i kjarasamn- ingi B.S.R.B. við fjármálaráðherra. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf, með afritum af prófvottorðum, sendist til stjórnarnefndar rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 28. september 1972. Reykjavik, 4. september 1972 Skrifstofa rikisspitalanna. Vegna forfalla vantar ritara nú þegar, um nokkurra mánaða skeið. Góð kunn- átta i vélritun og islenzku nauðsynleg. KÖBENHAVNS UNIVERSITET Ved Köbenhavns universitet vil fra 1. oktober 1972 eller senere et lektorat i islandsk være at besætte for en indfödt islænding. Stillingeu. dcr aflönnes med honorar svarende til lön- ningen for en tjcneslemand i lönramme 29, skalatrin 28, pr. 1. oktober 1972 i alt kr. (i.048.81 pr. md., besættes nor- malt for :i ar ad gangen med mulighed for færlængelse i yderligera :i ár. Bcskikkelsen kan imidlcrtid ogsa ske for en kortere periode. Den, der beskikkes, vil være forpligtet til i mindst 4 ugentlige timer at under.vise i nyere islandsk sprog og litteratur efter det humanistiske fakultetsráds nærmere bestemmelse. Ansögninger stiles til rcktor for Köbcnhavns universitct og indsendes til det humanistiske fakultetsrSd, Frue Plads, 1108, Köbenhavn K, senest den 25. september 1972. WIPAC Þokulj ós Ryðfritt stál — 4 mismunandi gerðir Ennfremur varagler og hlifðarpokar fyrir þokuljós Póstsendum um allt land ARMULA 7 - SIMI 84450 Skákfrímerkið: Upplagið var 2 milljónir - merkið, sem notað var á aðgöngumiða og matseðla, er senn á þrotun K.I—Iteykjavík Þá hefur loks verið gert upp- skátt, hvað upplag fimmtán króna skákfrimerkisins, sem Fóst- og simamálastjórnin gaf út i lilefni heimsmeistaraeinvigisins i skák var mikið. Eins og margir höfðu gizkað á, var upplag merk- isins tvær milljónir, en það þýðir að Póst-og simamálastjórnin fær inn þrjátiu milljónir króna brúttó vegna sölu frimerkisins. Rafn Júliusson póstmála- fulltrúi sagði i viðtali við Timann i dag, að það væri engum vafa undirorpið, að þetta væri það islenzkt frimerki, sem selzt hefði bezt á siðari árum. Rafn sagðist Blaðburðarfólk óskast við cftirtaldar götur: Reynimelur, Vesturgata, Laugarvegur, Skólavörðustigur, Hjarðarhagi, Tómasarhagi, Laufásvegur, Suðurgata oc (irimsstaðarholt. Einnig vantar sendla hálfan eða allan daginn, og einn sendil á vélhjóli. Upplýsingar á afgreiðslu blaösins, Bankastræti 7, simi 12323. ONSKOLI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAFt Innritun og greiðsla námsgjalda fyrir haustönn 1972 fer fram i húsi skólans Hellusundi 7, jarðhæð miðvikudaginn 6., fimmtudaginn 7., og föstudaginn 8. september kl. 17-20 alla dagana. Þeir nemendur sem innrituðust sl. vor, eru sérstaklega beðnir að mæta sem fyrst, til þess að staðfesta umsóknir sinar, þar sem búast má við að skólinn verði brátt fullskipaður fyrir þessa önn. Skólastjóri Til sölu Hamyard 500 gröfuarmur með öllu tilheyrandi. Tilvalið á Dt 9 jarðýtu. Einnig 60-70 ferm. stálskemma. Upplýsingar i sima 81566 og 32756. Rösk stúlka ó ekki yngri en 23-35 ára, til afgreiðslu- starfa, annað hvert kvöld frá kl. 6-1. Uppl. á staðnum Laugavegi 86 milli kl. 4 og 6 (ekki i sima). Tónlistarskóli Kópavogs Umsóknarfrestur um skólavist fyrir veturinn 1972-1973 er lit 13. september. Umsóknareyöublöð eru afhent i bóka- og ritfangaverzlun- ínni Vedu Alfhólsvegi 5, og á skrifstofu skólans Alfhóisvegi 11,3 hæð. Væntanlegir nemendur eru vinsamlega beðnir að láta upplýsingar um stundaskrá i almennu skólunum fylgja umsóknum sinum, og staðfesta fyrri uinsóknir. Skrifstofa skólans verður opin kl. 11-12 og 5-6 alla virka daga, nema laugardaga. Kennsla við forskóladeild, sem ætluð er börnum frá 6-8 ára hefst i byrjun október. Skólinn veröur settur 16. septcmber. Athygli skal vakin á þvi, að nemendur verða ekki innritaðir i skólann á miðju starfsári. Skólastjóri. ekki vita nákvæmlega,hve mikið væri búið að selja, enda merkið til sölu á fjölmörgum stöðum um land allt. Þá sagði hann, að venjulegt upplag af frimerki hérlendis væri nú 2-3 milljónir merkja, og væri þá reiknað með,að það væri til i pósthúsum og frimerkjasölum i eitt ár. Skákfrimerkið var gefið út 2. júli, daginn sem heimsmeistara- einvigið átti að hefjast, en það hófst þó ekki þann dag, eins og alþjóð er kunnugt. Það var ekki aðeins,að frimerki þetta væri notað á almennar bréfasendingar, heldur voru alls konar pappirsgögn frimerkt, og jafnvel matseðlarnir og pappirs- dúkarnir i lokaveizlunni voru fri- merktir og stimplaðir i póst- húsinu i Laugardalshöllinni, að ekki sé nú talað um aðgöngumiða að einviginu og skákblöðin. Þótt mikið hafi selzt af þessu merki, sem allir voru ekki sam- mála um i upphafi, þá mun nú eitthvað vera eftir af tveggja milljóna upplaginu. Blóðbað Framhald af bls. 1. Aðalkrafa Arabanna er frelsi til handa 200 arabiskum skæru- liðum, sem sitja i fangelsum i Israel, og að þeir sjálfir fái að fara frjálsir ferða sinna út úr Vestur-Þýzkaiandi. Verði ekki orðið við þessum kröfum, kváðust þeir myndu skjóta einn gisl á tveggja stunda fresti. Fyrsti frestur var til kl. 11 i gærmorgun, en hann rann út, án þess að nokkuð bæri til tiðinda. Þá var frestur gefinn til kl. 16 I gær, en allt fór á sömu leið. Brandt og Meir Golda Meir, forsætisráðherra Israles, hélt sérstakan rikis- stjórnarfund i gærmorgun og sagði eftir fundinn, að Israel vænti þess, að vestur-þýzk yfir- völd og alþjóða-ólympiunefndin gerðu allt, sem i þeirra valdi stæði, til að gislarnir yrðu látnir lausir. Siðan fór hún fram á, að Olympiuleikarnir yrðu stöðvaðir, hvað gert var siðar um daginn. Frú Meir sagðist standa i stöðugu sambandi við yfirvöld i Vestur-Þýzkalandi og að Willy Brandt kanslari hefði fullvissað sig um, að hann myndi gera allt, sem I hans valdi stæði, til að gislranir yrðu látnir lausir. Brandt kom til MUnchen siðari hluta dags I gær frá Bonn. Aður en hann lagði af stað, beindi hann þeim tilmælum til allra rikis- stjórna, að þær gerðu hvað þær gætu til að frelsa gislana. Strangar reglur 1 gærkvöldi var það enn ráð- gáta,hvernigskæruliðunum hafði tekizt að komast inn i ólympiu- þorpið, þvi allt siðan leikarnir hófust, hafa verið i gildi miklar öryggisráðstafanir. 1 byrjun kvörtuðu fréttamenn yfir að reglurnar væru of strangar, en þegar slakað var á þeim, kvörtuðu Bandarikjamenn yfir, að þær væru ekki nógu strangar. Hundruð hermanna og lögreglumanna lokuðu i gær svæðinu gjörsamlega, svo að menn komust hvorki út úr né inn I óýmpiuþorpið. Iþróttamenn voru áminntir um að halda sig i búðum sinum, og ef þeir færu, fengju þeir ekki að koma aftur. En skeð er skeð, og nú eru margir i Munchen gramir yfir, að reglurnar skyldu ekki hafa verið svona strangar allan timann. Sorgarleikar? Eftir sex ára þrotlausan undir- búning og geysilega fjáreyðslu til að halda mestu iþróttahátið sög- unnar, litur nú varla út fyrir annað, en að Olympiuleikarnir i Milnchen endi i miklum sogar- leik. Gullpeningarnir og heimsmetin eru skráð, og til þeirra verður vitnað, en leika þessara munu fyrst og fremst minnzt vegna hryðjuverkaðagerða Araba gegn Israelsmönnum i gær. Siðustu vikurnar hafa allir verið glaðir og stoltir i MUnchen og engu hefur verið likara en þar væri heimssýning haldin. Nú er þetta allt öðruvisi, þvi að skyndi- lega stóðu menn frammi fyrir blóðugum staðreyndum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.