Tíminn - 06.09.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.09.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 6. september 1972 TÍMINN 7 .,,,j. Útgefandi: Fra'msóknarflokkurinn ?????; Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:j:;:j:;:J arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson/:;x;:x Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans Vuglýsingastjóri: Steingrimur, Gislaswii. Ritstjórnarskrifi::::g stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300-18306<:::;::::: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusími 12323 — auglýs-g:::::: ingasimi 19523. Aörar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald.::;:::::: 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-|:;:j:ö:; ?????? takiö. Blaðaprent h.f. Klippt á vírana Sá atburður gerðist i gær, að varðskip klippti á togvira brezks togara 38 sjómilur norðaustur af Horni. Þar með hófust beinar aðgerðir gegn brezkum lögbrjótum hér við land. Fram að þessum atburði, sem gerðist rétt fyrir kl. 11 i gærmorgun hafði verið stór- tiðindalaust á miðunum. Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, hafði ákveðið eins og hann lýsti yfir hér i Timanum 1. september, að fyrstu dagana eftir útfærsluna yrði ekki gripið til róttækra ráðstafana gegn veiðum togara innan 50 milna markanna, heldur myndu varð- skipin aðvara þá, itreka að 50 milna fiskveiði- lögsaga hefði tekið gildi og skora á þá að fara út fyrir mörkin. Nú er þessi frestur liðinn. Það getur orðið mjög árangursrik aðferð til að hamla gegn ólöglegum veiðum brezkra tog- ara innan 50 milna markanna, ef varð- skipunum tekst vel til við að klippa á togvira togaranna, og ljóst er að brezku togaraskip- stjórarnir, óttast slikar aðgerðir meira en nokkuð annað. Það er raunar þegar komið i ljós, að útfærsla fiskveiðilögsögunnar hefur borið verulegan árangur til friðunar. Brezku togararnir verða að hnappa sig á tveimur veiðisvæðum og á meðan eru önnur svæði i friði. Togararnir eiga sifellt yfir höfði sér að verða teknir og færðir til hafnar og þeir munu verða fyrir sifelldum truflunum við veiðarnar. Veiðar þeirra verða þvi ekki árangursrikar. Það má færa að þvi sterkar likur, að afli brezku togaranna verði minni við þessar að- stæður, en hann hefði orðið, ef Bretar hefðu fallizt á það tilboð islenzku rikisstjórnarinnar, sem siðast var gert. Brezk togaraútgerð mun þvi tæplega hagnast á þeirri hörðu afstöðu, sem komið hefur i veg fyrir bráðabirgðasam- komulag. Þegar brezk togaraútgerð fær um þetta sönnur aukast vonandi likurnar á þvi, að leysa megi deiluna með bráðabirgðasamkomulagi, en islenzka rikisstjórnin hefur enn itrekað vilja sinn til bráðabirgðasamkomulags á sann- gjörnum grundvelli. Osæmileg skrif Að undanförnu hafa stjórnarandstöðublöðin haldið uppi illgirnislegum árásum á blaðafull- trúa rikisstjórnarinnar, Hannes Jónsson. Hafa þau snapað uppi allar rangfærslur og firrur, sem birzt hafa i erlendum blöðum og ranglega hafa verið hermdar upp á blaðáfulltrúann. Að visu er þessi iðja ekki ný af nálinni, þvi að hún hefur staðið nær óslitið frá þvi Hannes Jónsson tók við embætti blaðafulltrúa. Starf hans hefur fyrst og fremst beinzt að kynn ingu landhelgismálsins. Slik kynningar starfsemi hafði legið niðri i áratug og fátt til af upplýsingaefni i stjórnarráðinu. Úr þessu hefur Hannes bætt með myndarlegum og margvislegum hætti og hefur hann sannarlega átt sinn stóra þátt i þvi, hve sjónarmið okkar hafa verið kynnt viða. Fyrir það á hann þakkir skilið en ekki róg. —TK Jonathan Steele, The Guardian: Stéttabarátta heldur áfram í ríkjum kommúnista Þetta er mjög augljóst í löndum Austur-Evrópu ÖLDURNAR út frá innrás- inni i TékKóslóvakiu fyrir fjór- um árum hlutu að berast viða um Austur-Evrópu. Augljóst var éinnig. að þær hlytu að leiða til opinberrar viðurkenn- ingar á þvi um alla Austur- Evrópu. að stéttaátök eða éitt- hvað þeim náskylt væri enn við lýði. aldarfjórðungi eftir að ..uppbygging sósialism- ans’’ hófst. Hugsjónalegar hneigðir eru afar lengi að myndast og mjög erfitt er að tileinka sér þær. Ljóst er þó að verða, i öllum helztu rikjum Austur-Evrópu, svo sem Ungverjalandi, Pól- landi, Austur-Þýzkalandi og Rúmeniu ekki siður en Tékkó- slóvakiu, að yfirvöldin eru farin að beina athygli sinni að þvi, með hverjum hætti félagslegur ágreiningur og stéttaátök geti þrifizt i sam- félögum, sem töldu sig hafa útrýmt þeim eða vera að út- rýma þeim. Verkamannaupp- reisnin i Póllandi i desember 1970 hafði mikil og skyndileg áhrif i þessu efni. Hún leiddi til margvislegra breytinga og meðal annars þess, að miklu meiri alúð er við það lögð en áður að reyna að fullnægja kröfum neytenda. ÞESSI áhrif ná viðar en til Pólverja einna. „Markaður-' inn innanlands verður ekki framar stjúpbarn efnahags- legra framfara”, sagði Erich Honecker leiðtogi austur- þýzka kommúnistaflokksins á miðstjórnarfundi i september i fyrra. Forréttindi verkalýðs- félaga hafa verið aukin og efld hvarvetna i Austur-Evrópu og það verkefni þeirra, að tryggja laun verkamanna og aðstöðu alla hefir verið viður- kennt sem frumhlutverk þeirra. Uppreisnin i Tékkóslóvakiu hefir einnig haft áhrif, sem eru ekki siður mikilvæg, þó að ekki sé haft eins hátt um þau. Likskoðunarskýrsla upp- reisnarinnar var birt i desem- ber 1970 og heitir: „Lærdómar erjusamrar framvindu i flokki og samfélagi siðan á þrettánda flokksþinginu”. Þar er sú sök borin á Antonin Novotny, fyrirrennara Alex- anders Dubceks, að hann hafi ýtt undir uppreisn með þvi að vanrækja að beita stéttarleg- um aðferðum við lausn þjóð- félagslegra vandamála og „hlaupa yfir ákveðin þrep i framvindunni”. ÞESSI undarlega ásökun á við þá ákvörðun Novotnys 1960 að nefna Tékkóslóvakiu „sósialistalýöveldi”. Til þess tima hafði ekkert riki Austur- Evrópu borið það heiti nema Sovétrikin. Austur-Evrópurik- in voru lýðræðisriki alþýðu, ýmistkölluð „alþýðulýðveldi” eða „lýðræðisíýðveldi” eins og Austur-Þýzkaland. (Rúmenia var einnig nefnd „sósialista- lýðveldi” árið 1965, valdhöfun- um i Moskvu til mikillar gremju). Að baki þessa undarlega ágreinings er sá skilningur, að riki, sem segist hafa komið á sósialisma, hljóti um leið að hafa útrýmt stéttaágreiningi. Að nefna riki sósialistariki of snemma bjóði þeirri hættu heim, að árekstrum og ágrein- ingi sé ekki nægilegur gaumur gefinn og af þeim sökum geti þjóðfélagsbyltingar orðið. HEITA má, að verið sé að leggja áherzlu á þetta atriði i Austur-Þýzkalandi. Þar eru . arftakar Ulbrichts að fram- kvæma gaumgæfilega endur- llusak. Iciðtogi kommúnista i Tékkóslóvakiu. skoðun á hugsjónalegum yfir- lýsingum fyrri forustu. Kurt Hager helzti hugmyndafræð- ingur Austur-Þjóðverja hefir undangengið ár flutt allmarg- ar ræður, þar sem hann hefir i raun og veru gagnrýnt Ul- bricht opinberlega. Fyrst tók hann fyrir kennslubók, sem gefin var út 1969 með formála eftir Ul- bricht. Hún heitir „Stjórn- mála- og Efnahagskerfi sósia- lismans og heimfærsla þess i Austur-Þýzkalandi”. Bókin er ekki „gallalaus” að dómi Hagers, auk þess sem rangt sé að gera bók að „eins konar bibliu”. Bókin hafði verið mikið notuð bæði i æðri og lægri skólum og þýdd á tékk- nesku, ungversku og rúm- ensku. Arás Hagers er að nokkru leyti sjálfsgagnrýni, þar sem hann og Honecker, núverandi leiðtogi flokksins, höfðu unnið að samningu bókarinnar. Siðar hefir Hager snúið sér að þvi að gagnrýna þann skilning, sem Ulbricht hélt á loft, að Austur-Þýzkaland sé þegar orðið að „mannlegu samfélagi sósialismans”, en þetta er náskylt viðhorfi Nov- otnys. Hager segir þennan skilnin „i raunréttri rangan, þar sem hann útilokar stétta- ágreining, sem enn er þó við lýði”. SVIPUÐ deila hefir staðið yfir i Ungverjalandi i sam- bandi við fyrirhugaðar breyt- ingar á stjórnarskránni frá 1949. Breytingarnar voru loks samþykktar i april i ár, en áð- ur hafði verið deilt hart um það i flokknum, hvort nauð- synlegt væri að samþykkja nýja stjórnarskrá, eða breytingar á hinni gömlu gætu nægt. Haldið var fram mismun- andi skoðunum i þessu efni löngu eftir að Janos Kadar leiðtogi flokksins lýsti stefn- unni á flokksþinginu i nóvem- ber 1970. (Og hann var ger- samlega á öndverðum meiði við Novotny, sem skyssuna gerði i Tékkóslóvakiu). Kadar sagði betra að nálgast upp- byggingu sósialismans og fresta yfirlýsingu um sósia- listalýðveldi en að snúa þessu við. Mjög margar breytingar voru gerðar á gömlu stjórnar- skránni. ALMENN viðurkenning þess. að árekstra gæti enn, hlýtur að leiða af sér mikil- vægar spurningar: Er ágrein- ingurinn aðeins leyfar frá hinu fyrra borgaralega samfélagi, eða hefir hann orðið til eftir að farið var að vinna að upp- byggingu sósialismans? Kurt Hager hefir hallazt að þeirri hefðbundnu kenningu i ra’ðum sinum, að ágreiningur- inn sé eftirstöðvar og arfur borgarasamfélagsins: „Eitt einkenni fram vindunnar i sósialistasamfélagi er nálgun stéttanna og samræming alls samfélagslegs grundvallar”, sagði hann i október, en játaði jafnframt. að „i Austur- Þýzkalandi gætir enn stétta og ágreinings og umfram allt mismunandi hagsmuna.” CEAUSESCU forseti Rúmeniu sagði i júli i sumar: „Lifið heíir leitt i ljós. að nýr ágreiningur getur myndazt undir skipan sósialismans og sá ágreiningur getur leitt til andúðar”. Ilann útskýrði þetta meðal annars með þvi, að ágreiningur gæti orðið milli verkamanna og fram- kva'mdastjóra verksmiðju um mismunandi beitingu fram- leiðsluaðferða. Einnig gæti komið til ágreinings um tekju- skiptingu. „Brýnast er að viðurkenna tilveru ágreiningsins, kanna orsakir hans gaumga'filega og breyta i samræmi við niður- stöðu þeirrar kiinnunar, en hafa jafnframt i huga eðlileg lögmál félagslegrar fram- vindu i sósialistariki til þess að ágreiningurinn magnist ekki og verði að óvild, sem leiðir til ol'beldisátaka”. Þessi boðskapur gæti verið beint skeyti til Wladyslaw Gom- ulka, sem hvarf frá völdum eftir verkamannauppreisnina i Póllandi. I mai-hefti Tarsadalmi Szcmle i Ungverjalandi stóð meðal annars, að ekkert sam- félag gæti nokkurn tima út- rýmt öllum ágreiningi: „Hlut- verk okkar er að efla aðferðir við aðhald, sem stuðlað geti að lausn ágreiningsins án þess að koma þurfi til átaka, sem skekja þjóðfélagsbygging- una.” ÞESSAR skoðanir draga upp miklum mun raunhæfari mynd af samfélögum Austur- Evrópurikjanna en við gerð- um okkur i hugarlund fyrir nokkrum árum, eða áður en uppreisnirnar voru gerðar i Tékkóslóvakiu og Póllandi. Álitlegur hópúr glöggra rýn- enda á Vesturlöndum hefir hafnað þeirri skoðun, að ein- ræði riki i Austur-Evrópu . á þeirri forsendu, að úr sér- kennum sé dregið en ekki á þau aukið. Samtimis hafna Austur-Evrópumenn of ein- földun Stalins. Hverjar stjórnmálaafleið- ingarnar verða er svo annað mál. Orð kann að bresta til glöggra skilgreininga, en sumir kunna að telja sig eygja möguleika á stefnumótun hagsmunahópa út frá viður- kenningu þess, að til ágrein- ings geti komið og komi i sam- félaginu og vinna verði að lausn hans þegar hans verði vart. Aðrir kunna að vilja benda sérstaklega á orðið „aðhald” i ungversku tilvitnuninni hér á undan og telja það tákna, að rikisstjórnum i Austur- Evrópu sé aðeins að fara fram i þeirri list að aka seglum eftir vindi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.