Tíminn - 06.09.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.09.1972, Blaðsíða 15
Mirtvikudagur <i. september 1972 TÍMINN 15 GOLF Sá elzti í hópnum varð meistari meistaranna A laugardaginn fór fram á velli (íolfklúbbs Ness hin árlega afrckskeppni Fi. en til hennar er boftift fimm mönnum, sigurvegurum i 72 liolu mótum, scm baldin hafa vcrift bjá 5 . golfklúbbum . Má þvi segja aö þetta sé eins konar m e i s t a r a m ó t mcistaranna, en i ár var þetta i áttunda sinn, sem þessi keppni fór fram. Af fimmmenningunum. sem kepptu að þessu sinni. voru fjórir úr hópi yngri kylfinga landsins. eða á aldrinum 18 til 21 árs. Eini ..öldungurinn” var Gunnlaugur Ragnarsson. GR. sem er þó ekkieldrien 28 ára gamall. Hann sýndi lika strákunum. að lengi getur logað i gömlum glæðum, þvi að hann sigraði þá með yfir- burðum og lék af miklu öryggi. þrátt fyrir að veður til golfkeppni væri heldur bágboriö. Gunnl. lék á 73 höggum (37:36). en næstir honum komu svo tslandsmeistarinn i ár. Loftur Ólafsson, GN, og tslandsmeistarinn frá i fyrra, Rjörgvin Þorsteinsson frá .lón llaukur Guðlaugsson frá Vcstmannacyjum er sagður sá Islendingur, scm slær golfbolta lengst af öllum. Ilér sýnir hann keppi- nautum sinum i afrekskeppni Kí á laugardaginn, hvernig það er gert, en þeir eru, talið frá vinstri: Loftur ólafsson, Þórballur Uólmgeirsson Gunnlaugur Kagnarsson, sem sigraði i keppninni, og Björgvin Þorsteinsson. < Timamynd GK) Akureyri, á 77 höggum. (Loftur 39:38 og Rjörgvin 36:41). í fjórða sæti kom svo Vestmannaeyingurinn Jón Haukur Guðlaugsson á 78 höggum, en hann paraði völl- inn i siðari hringnum, er hann lék á 35 höggum. t fyrri hringnum lék hann á 43 höggum. en það var i fyrsta sinn á þessu ári. sem hann kom á þennan völl. og gekk honum sérlega illa að ..pútta”. 1 fimmta sæti i þessum hópi var svo Suðurnesjameistarinn i ár. tmrhallur Hólmgeirsson. sem lék á 81 höggi (40:41). Hann og Loftur tóku báðir þátt i öðru móti um helgina, Ron Rico-keppninni i Hafnarfirði, en þar fór Loftur með sigur af hómi. Deilan um... Framhald af bls. 16. — Þessi barátta norskra æsku- lýðssamtaka getur orðið upphaf meiri tíðinda, sagði Stefán. Verði inngöngu i efnahagsbandalagið hafnað við þjóðaratkvæöa- greiðslu i Noregi, mun Tryggve Bratteli segja af sér. Þá er lik- legt, að eitt fyrsta viðfangsefni nýrrar rikisstjórnar verði að undirbúa útfærslu norskrar land- helgi. Norskir útvegsmenn og fiski- Borgar sig lengur að sóla dekk ?? Athugið hvað verðmunur á nýjum BARUM hjólbörðum og gömlum sóluðum dekkjum er ótrúlega lítill. Spyrjið einhvern SKODA eiganda um reynsluna af BARUM undir bílnum. Svarið verður auðvelt! Eftirtaldar stærðir oftast fyrirliggjandi: 155-14/4 165-14/4 560-14/4 560-15/4 590-15/4 600-16/6 TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44 - 46 SlMI 42606 KÓPAVOGI menn ganga þess ekki duldir, að aragrúi útlendra togara mun leita upp að ströndum landsins, ef ekki verður við þvi spornað, og valda þar geigvænlegum spjöllum á fiskstofnum. Norska sjómanna- sambandið mun þess vegna krefjast útfærslu fiskveiðitak- markanna. VAIIÚÐ Á ÍSLANDS- MIDUM VEGNA ÞJÓDAIIATKVÆÐA- GREIDSLUNNAIl — Það er mjög athyglisvert, sagði Stefán enn fremur, hve einhuga norskt æskufólk er i málflutningi, og þar er nánast engan mun að heyra, hvort sem i hlut á ungur jafnaðarmaður, kommúnisti eða fólk af einhverju öðru sauðahúsi. t öllu þessu unga fólki er megn uggur við efnahags- bandalagið. Þvi er tortryggni á starfsaðferðum þess og mark- miðum, og þvi er haldið fram fullum fetum, að togaraeigendum á meginlandi Evrópu hafi verið gefin fyrirmæli um þaö frá Brtissel að fara að öllu með gát á tslandsmiðum og sýna þar ekki ágengni, þar til þjóðaratkvæða- greiðslan i Noregi hefur farið fram, þar eð það gæti orðið norsku þjóðinni sem og Dönum, alvarleg viðvörun og fyrirboöi um, hvaö biður þessara þjóða, ef harðræðum verður beitt við tslendinga á meðan óútkljáð er, hvort þær ganga i efnahags- bandalagið eða ekki. FRAMLAG ÍSLENZKRA STÚDENTA í NOREGI — Islenzkir stúdentar i Osló hafa einnig lagt sitt aö mörkum, sagði Stefán að lokum. Þeir hand- stimpluöu fyrst merki til þess að bera i barmi, ál'etrað,,Island 50”. Þegar til kom, önnuðu þeir ekki að handstimpla öll þau merki, sem Norðmenn vildu fá, og þess vegna tóku þeir það til bragðs að láta prenta það á nælon, þó að hvert merki kostaöi þá tuttugu aura norska, Þennan kostnaö greiddu þeir úr sinum vasa, þótt fæstir þeirra muni vera fjáðir menn, i trausti þess, aö einhverjir hlypu undir bagga meö þeim siðar. — JH. FRAM ÍSLANDS- MEISTARI í KVÖLD? Valur og Vestmannaeyjar mætast á Melavellinum kl. 18.00 Einn leikur verður leikinn i 1. deild i kvöld og mætast þá Valur og Vestmannaeyjar, en leik lið- anna var frestað á sinum tima. Eyjamenn verða að vinna leikinn i kvöld, til að eiga einhverja möguleika, að vinna íslands- mótið, en þeir geta náð 19 stigum, jafn mörgum og Framliðið er nú komið með. Ef leikurinn endar með jafntefli, eða ef Valur sigrar, þá er Fram-liðið orðið tslands- meistari 1972. Það má búast við að Eyjamenn berjist fram á siðustu stundu i leiknum i kvöld og það gera Vals- menn örugglega lika, þvi að þeir eiga enn von á að hljóta annað sætið i 1. deild og vinna sér þar með rétt til að taka þátt i Evrópu- keppni borgarliða. Leikurinn hefst kl. 18.00 og verður leikið á Melavellinum. Staðan er nú þessi i 1. deild: Kra m 12 7 5 0 31-16 19 IBV 12 6 3 3 33-21 15 Akranes 13 7 I 5 23-18 15 Keflavik 12 4 5 3 20-20 13 Breiðabl. 12 4 3 5 12-20 11 VAlur 11 3 4 4 19-18 11 KR 13 3 2 8 16-26 8 Vikingnr 13 2 2 9 8-22 6 RÁÐAST ÚRSLIT • • I 2. DEILD I KV0LD? - FH og Armann leika í Hafnarfirði kl. 18.30 Einn leikur verður leikinn i 2. deild i kvöld og mætast þá FH og Ármann i Hafnaríirði. Leikurinn hefst kl. 18.30 og má búast við skemmtilegum leik og getur hann ráðið úrslitum i 2. deild, ef leikn- um lýkur með sigri Armanns, þá eru Akureyringar búnir að tryggja sér 1. deildarsæti næsta ár. Akureyrarliöið, sem hefur örugga l'orustuideildinni, lék einn leik um s.l. helgi og sigruðu þá Þróttara 2:1 á Akureyri. Akur- eyraliðið hefur nú skorað 48 mörk, en fengið á sig 13, er það mjög góð frammistaða hjá liðinu, mun betri en hjá Vikingsliðinu sem sigraði 2. deild i fyrra.. Nú er út séð hvaða lið mun falla niöur i 3. deild, eru möguleikar isfirðinga mjiig litlir. að halda sér i 2. deild, eftir að liðið tapaði gegn Haukum um helgina 3:0. Selfyss- ingar sigruðu Völsunga 3:2 i skemmtilegum leik á Selfossi, en leikurinn fór einnig fram um s.l. helgi. Laus störf Alþýðubankinn h.f. auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar. 1. starf götunarstúlku. 2. Starf sendisveins (þarf að hafa vélhjól). 3. Nokkur störf i afgreiðslusal. Umsóknum skal skila til skrifstofustjóra bankans fyrir 12. september n.k. Alþýóubankinn hf Sölustarf - Búvélar Eitt af stærstu fyrirtækjum landsins i búvélainnflutningi, vill ráða mann til sölu- starfa. Umsækjandi verður að hafa hæfileika og þekkingu til að geta leiðbeint um meðferð og notkun véla i landbúnaði. Einnig er æskileg nokkur staðgóð búfræðiþekking ásamt allgóðri kunnáttu i ensku og Norðurlandamáli. Tilboð sendist blaðinu fyrir 14. þ.m. merkt. 1353.Fullriþagmælskuer heitið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.