Tíminn - 07.09.1972, Side 1

Tíminn - 07.09.1972, Side 1
 ■Oa<í A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 A fundi erlendra fréttamanna undanfarna daga, hefur hefur verið mikið um suðandi kvikmyndavélar, og þannig var einnig á fundinum hjá Einari Agústssyni i gær. Það er táknrænt að hafa sjómannamynd Gunnlaugs Schevings i bakgrunn á þessum fundum. (Timamynd Gunnar) Einar Ágústsson utanríkisráðherra: Mótmæli Adams sjóliðsforingi: Hafið nöfn og númer á togurunum K.l—Koykjavik Adams sjóliðsforingi á aðstoð- arskipinu Miranda sendi i gærdag út orðsendingu tilallra skipstjóra á bre/.kum togurum við tslánd, þar sem hann ráðlagði þeim að hafa uppi nöfn, mimer og fána til að forðast frekari árekstra við is- len/.ku varðskipin. Stefán Eggertsson, fréttaritari Timans á Þingeyri. sagðist i gær hafa heyrt hluta af orðsendingu þeirri. sem Adams sendi til togar- anna. Stefán sagðist ekki hafa heyrt alta orðsendinguna vegna sla'mra hlustunarskilyrða af og til. en þó hefði hann heyrt, þegar Adams ráðlagði togurunum að svara öllum spurningum varð- skipsmanna, en andmæla öllum ólöglegum afskiptum þeirra (frá sjónarhóli Breta). Að lokum ráðlagði Adams lönd- um sinum að afsala sér allri ábyrgð i hendur varðskipsmanna, ef þeir reyndu að komast um borð i togarana. I ga-r var opnað nýtt veiðisvæði fyrir brezku togarana, og munu togararnir væntanlega færa sig þangað. og einnig mun Miranda venSa þar. Spasskí fer í dag K.l—Keykjavík Uoris Spasskí, fyrrverandi heimsmeistari i skák, fer héðan af landi brott i dag og hcldur á- leiðis til Sovétrikjanna. — varaði Breta við að lóta togarana vera ómerkta KJ — Iteykjavik i gærmorgun kvaddi Einar Agústsson utanrikisráðherra sendiherra Breta i Reykjavik, John McKen/ie, á sinn fund og gerði honum grein fyrir atvikinu út af Horni á þriðjudagsmorgun- inn, þegar varðskipsmenn á Ægi klipptu sundur annan togvir ómerkts og fánalauss brezks togarara. Utanrikisráðherra skýrði frá fundi sinum með sendiherranum á blaðamannafundi fyrir erlenda fréttamenn i gær. Sagðist utanrikisráðherra hafa tjáð sendiherranum, að islenzku varðskipin myndu halda áfram sams konar aðgerðum gegn öllum ómerktum og fánalausum togurum, sem væru að veiðum innan 50 milna markanna. Þá sagðist ráðherra hafa mótmælt veiðum brezkra togara innan hinna nýju fiskveiðimarka og sagt, að veiðar þeirra brytu i bága við islenzk lög. Þá sagði ráðherra: — Við erum reiðubúnir til samningaviðræðna við Breta, en við höfum ekki fengið beint svar, við siðustu orð- sendingu okkar til þeirra. Við teljum, að það sé Breta að hafa frumkvæði um að hefja viðræður á ný, en annars skiptir það ekki máli, hver hefur frumkvæðið, heldur að hefja viðræður. Það er ávallt gleðiefni að sjá lafði Tweedsmuir, sagði ráð- herrann ennfremur, þá aðlaðandi og gáfuðu konu. Þegar utanriksráðherra var spurður um afstöðu utanrikisráð- herra annarra Norðurlanda, sagði hann: — Á utanrikisráðherra fundi Norðurlandanna, sem haldinn var i Helsinki 1. og 2. september, kom Iram i fyrsta sinn sameiginlegt, álit utanrikisráð- herra frændþjóðanna, og lýstu þeir allir yfir skilningi sinum á afstöðu tslendinga i landhelgis málinu, og jafnframt lýstu þeir yfir, að þeir myndu styöja málstað tslands á væntanlegri hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Einar Ágústsson utan- rikisráðherra lýsti þvi yfir á fréttamannafundinum i gær, að þetta hefði verið ánægjuleg yfir- lýsing ráðherranna, og væri hún talandi dæmi um norrænt bræðralag og samvinnu. Þau hjónin, Boris og Larissa, munu ætla að dveljast tiu daga i Kaupmannahöfn, áður en þau halda áfram tii Sovétrikjanna. A þriðjudaginn bauö forseti tslands dr. Kristjárn Eldjárn fyrrverandi og núverandi heims- meistara i skák að Bessastöðum, ásaml forystumönnum skák- hreyfingarinnar á tslandi. Að loknu boðinu á Bessastöðum hélt Spasski út á golfvöliinn á Seltjarnarnestánni og færði forystumönnum Nessklúbbsins fána. Spasski hafði komið á völlinn og slegið þar sin fyrstu golfhögg. Þeir Nessklúbbsmenn aíhentu Spasski félagsfana klúbbsins. Óhugur og ólga á Suðureyri — þeim, sem fyrir sökum eru hafðir, neitað um vinnu, húsnæði og mat ,,Við sættum okkur ekki við svona seinagang og sleifarlag við rannsókn nijög alvarlegs ináls”, sagði Gerður Pálma- dóttir á Suðureyri við Súgandaf jörð, kona sveitar- stjórans þar, i simtali við Timann i gær. „Við heimtun, að hér veröi gengið rösklega til verks, þvi að það er mcira cn litið i húfi. Þegar hafa svo sorglegir atburðir gerzt, að það er óverjandi að láta þorpið eiga slikt og annað eins yfir höfði sér til langframa”. Tilefni þessara ummæla var eiturlyfjamál, sem kom upp á Suðureyri um siðustu helgi, og drukknun ungs pilts, sem sett hefur verið i sambandi við það. Seint við brugðið Það eru aðkomumenn á vél- bátnum Sigurvon, Kefl- vikingur og einn eða tveir Reykvikingar, sem upptökin eru rakin til. „Við byrjuðum að hringja á sýslumanninn og lögregluna á isafirði fyrir hádegið á sunnu- daginn, þegar upp rann fyrir fólki hér, hvað var að gerast”, sagði Gerður ennfremur, ,,og sambandi við sýslumanninn náðum við klukkan hálf-þrjú. Lögreglumenn komu ekki fyrr en klukkan ellefu um kvöldið, og þó að tveir menn væru handteknir i vimu á mánu- dagskvöldið, voru þeir komnir hingað aftur morguninn eftir og einn spókar sig hér enn á götunum, núna þegar ég er að tala við ykkur. Okkur finnst ekki hafa verið gerð rækileg húsleit né kannað, hvað kann að hafa horfið úr sjúkra- kössum báta. — Þessu getum við ekki unað”, sagði Gerður að lokum. Sýslumaðurinn á tsafirði, Björgvin Bjarnason, svaraði þvi til, er Timinn sneri sér til hans, að tveir piltar af Sigur- von, Reykvikingur og Kefl- víkingur, sætu i varðhaldi á tsafirði, og segðust þeir hafa brotizt inn i lyfjageymslu sjúkraskýlisins á Þingeyri siðast liðið fimmtudagskvöld og stolið þar 2000-3000 töflum af ýmsu tagi, en læknirinn teldi hins vegar ekki svo mikið hafa horfið úr fórum sinum. Sýslumaðurinn sagði, að húsleit hefði verið gerð i tveim verbúðum, og hefði þar fundizt nokkuð af valium- töflum, svefntöflum og vita- mintöflum, sem þjófarnir hefðu tekið i ógati, og auk þess ópiumduft og morfinsprautur, en megninu af þýfinu segðust þeir hafa hent i sjóinn. Hann sagði ennfremur, að von væri á manni úr rann- sóknarlögreglunni i Reykjavik undir kvöldið, og lik piltsins, sem drukknaði á Suðureyri, yrði sent til Reykjavikur til krufningar. Hann lét þess enn- fremur getið, að saksóknarinn i Reykjavik hefði ekki kannazt við nöfn sakborninganna i fljótu bragði. Morfín og ópiumtöflur Gerður Pálmadóttir sagði Timanum, að skipstjórinn á Sigurvon teldi, að morfini hefði verið stolið úr sjúkra- kassa bátsins, og ópiumtöflur hefðu fundizt undir dýnu i einni rekkjunni. Við það kannaðist sýslumaðurinn ekki. Hann kvað þjófana segja, að þeir hefðu útbýtt eitur- lyfjunum, en ekki selt þau, og hefðu „nokkrir” þegið þau, en ekki lét hann uppi, hversu margir þeir voru. 2000-3000 töflur i sjó- inn Sturla Jónsson hreppstjóri á Suðureyri, var ekki heima, þegar þetta mál kom upp. Hann var á fjórðungsþingi á Patreksfirði. — Þetta er það ljótasta, sem ég hef komizt i, sagði hann, og ég blygðast min fyrir að tala um það, þvi að mér finnst blettur hafa fallið á byggðarlagið. Ég dylst þess, ekki að hér er mikill óhugur i fólki og hin mesta ólga, og þeim aðkomumönnum, sem einkum eru taldir við þetta riðnir, hefur verið neitað um vinnu, húsnæði og mat, að mér hefur verið sagt. Mennirnir, sem brutust inn á Þingeyri, voru áður um daginn búnir að fara til tsa- fjarðar til þess að sækja brennivin, og bílstjórinn, sem ók þeim, hefur viðurkennt, að hann hafi bæði farið með þá að sjúkraskýlinu á Þingeyri og sótt þá þangað aftur og orðið þess var, að þeir voru með töflur í bilnum á heimleiðinni. Tvær stúlkur yfirheyrði ég i dag, samkvæmt fyrirmælum, og gekkst önnur við þvi, að annar innbrotsþjófurinn hefði beðið sig að fleygja tvö til þrjú þúsund töflum i sjóinn. Sturla sagði það rétt vera, að morfini hefði verið stolið úr sjúkrakassanum á Sigurvon. en hitt gæti hann ekki staðfest aö ópiumtöflur hefðu fundizt i rekkju i bátnum. Hann sagði enn fremur, að hann hefði ekki verið látinn um það vita, að von væri manna úr rannsóknarlögregl- unni i Reykjavik, enda hefði hann ekki önnur afskipti af þessu máli en að gera þaö, sem fyrir hann væri lagt. Aðkomufólk flykkist burt — Ég held, að það vanti tals- vert á, að þetta mál hafi verið rannsakað til neinnar hlitar, þótt yfirheyrslur hafi farið fram á tsafirði, sagði Sturla, og það getur orðið tafsamt að komast til botns i þvi. Aðkomufólkið flykkist nú burt. Ég held, að það hafi verið i gær, að fjórtán voru búnir að panta far héðan. Ég er auðvit- að ekki að gefa i skyn, að þetta fólk hafi allt verið að forða sér héðan vegna þessa máls,heldur liggja eðlilegar ástæður til þess, að margt af þvi fer nú, en ekki er loku skotið fyrir hitt, að einhverjir úr hópnum kunni að hafa kom- ið við þessa ljótu sögu. Það er kannski hæpið, hvað segja má við blaðamenn, en ég held samt, að ég hafi ekki sagt annað en er á vitorði, hvers einasta manns að kalla hér á Suðureyri.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.