Tíminn - 07.09.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.09.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. scptember 1972 TÍMINN Furðulegir heimilisvinir Kvikmyndaframleiðandinn Noel Marshall og eiginkona hans, leikkonan Tippi Hedren, höfðu heldur óvenjulega gesti á heimili sinu í nokkrar vikur. Það voru niu- ljón, sem gengu um stofurnar og syntu i sund- lauginni, rétt eins og hverjir aðrir gestir. Átta ljónanna voru hvolpar, en eitt fullvaxið karlljón var gestkomandi. Það fór vel á með heimilisfólkinu og dýrunum. Börnin léku sér við hvolpana. og fullorðna ljónið fylgdist vel með að þeim yrði ekkert mein gert. Ljónin sýndu aldrei nein merki þess. að þau myndu ráðast á heimilisfólkið. Þau fengu sinn mat á máltiðum eins og aðrir heimilismenn og sváfu í svefnherbergjunum á næturnar. Það voru helzt ná- grannarnir i Hollywood, sem höfðu áhyggjur af þessum óvenjulegu húsdýrum. En þegar frá leið áttuðu þeir sig lika á þvi. að þessir stóru kettir voru jafnmeinlausir og frændur þeirra, sem kallaðir eru húsdýr. Tilgangurinn með þvi að hafa ljónin á heimilinu var sá, að venja þau við að um- gangast húsmóðurina, en hún er að leika i kvikmynd, þar sem ljónin koma mjög við sögu, og var þetta nána sam- neyti við þau nokkurs konar æfing fyrir kvikmyndatökuna. En myndin fjallar um sanna atburði, er gerðust i Afriku. Þar keyptu hjón gamlan yfir- gefin búgarð. Þegar þau voru sezt þar að kom i ljós, að 30 ljón i nágrenninu voru komin upp á það lag, að dvelja á búgarðinum um nætur. En hjónin héldu búskap sinum áfram, og skiptu ljónin sér ekki af þeim, þar sem þau voru látin i friði. Hættulegir kossar Það er ekki sama hvernig eiginkonur annarra manna eru kysstar, eða undir hvaða kringumstæðum. Ef tilteknum leikreglum er fylgt virðist eiginmönnunum vera sama, þótt konur þeirra séu kysstar, en ef út af bregður snúast þeir öndverðir og afbrýðisemin blossar upp i þeim. f leikriti nokkru sem verið er að sýna i Paris um þessar mundir faðmast og kyssast þau Marcel Raymonde og Yvette Messmer af miklum ástriðuhita. i samtals 20 minútur. Eiginmaður leikkon- unnar. sem er sviðsstjóri i leikhúsinu hefur ekkert við þetta að athuga þótt kossa- flensið sé endurtekið oft i viku á sviðinu, þar sem að i hand- ritinu stendur að svona eigi þetta að vera. En á milli þátta i einni sýn- ingunni varð sviðsstjóranum nóg boðið. Raymonde smellti kossi á kinnina á Yvette að tjaldabaki. Það tiltæki reið baggamuninn. Eiginmaðurinn réðst á leikarann. braut úr honum nokkrar tennur, nef- braut hann og gaf honum tvö glæsileg glóðaraugu. Það varð að fá annan leikara til að æfa faðmlögin með i'rúnni til að geta haldið sýningunum áfram. Eiginmaður nokkur i Glasgow hafði ekkert við það að athuga, þótt kona hans seldi hverjum sem hafa vildi koss á góðgerðarsamkundu, sem söfnuður nokkur hélt til styrktar kirkju sinni. Horgaði hver og einn smáupphæð til að fá að kyssa frúna. En þar kom að, að einn viðskiptavinurinn vildi fá að kyssa frúna aftur og greiða helmingi meira. Eiginmaðurinn var nær- staddur og réðst á viðskipta- vininn og lúbarði hann. Sá af- brýðisami var kærður fyrir likamsáras. Stal til að komast heim Júgóslavnesk kona, sem bú- sett hefur veið i Toronto i Kanada var nýlega tekin föst fyrir að stela varningi úr verzl- unum. Konan, sem heitir Daniea Fiko, hafði fengið bréf frá Júgóslaviu um það að faðir hennar la>gi fyrir dauðanum. Gerði hún sér þá litið fyrir og fór að stela i verzlunum i þeim til- gangi að hún yrði da>md sek, og i'lutt úr landi á kostnað kana- diska rikisins. Þetta var hennar eina von til þess að komast til föður sins, áður en hann dæi. Þegar þetta komst i hámæli var konan i fyrsta lagi náðuð, og i öðru lagi bauð júgóslavneskt flugfélag henni ókeypis far, i'yrir sjálfa sig og dóttur sina þriggja ára, til Júgóslaviu. Ýmsu má nú ræna Algengustu fréttir um rán nú til dags, eru að verða fréttir um flugvélarán. Kn það má fleiru rama en flugvélum. Til dæmis voru þrir menn dæmdir i fang- elsi fyrir að ræna læk. Já, það hljómar nokkuð undarlega, en þetta gerðist á Sardiniu. Þremenningarnir breyttu far- vegi lækjarins, til þess að þeir gætu notað vatnið sem i honum var i sambandi við bygginga- framkvæmdir, sem þeir stóðu i. -Velkomin til eyju syndarinnar! íÍ-, —Þú skilur, það var dálitið dimmt, þegar ég hitti konuna mina i fyrsta skipti. Þokan var óskaplega þétt, og þess vegna gætti Guðmundur þess að missa aldrei sjónar á afturljósum bílsins á undan. Hann varð að vera mjög nálægt honum til að sjá ljósin. Allt i einu stanzaði billinn og Guðmundur ók þá aftan-hann. Hann hallaði sér út um gluggann og kallaði reiðilega til bilstjórans. —Þvi gáfuð þér ekki merki um að þér ætluðuð að stanz? —Ég taldi enga þörf á þvi að gefa merki. hér i minum eigin bilskúr. DENNI DÆAAALAUSI Hvernig væri, að þú kæmir inn, og sýndir mömmu, hvernig virki- lega ánægður strákur Htur út.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.