Tíminn - 07.09.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.09.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. september 1972 TÍMINN Ctgefandi: Frálnsóknarflokkuríhn SFramkvæmdastjóri: Kristján Benetliktsson. Ritstjórar: Þór-g :|: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson£: i-j'Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Tlmans),:•:! ;!; Auglýsingastjóri: Steingrfmurl' Gisiasqhi, • Ritstjórnarskrif-í ¦ijstpfur I Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-I83()(ij;:; ;;• Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreioslusfmi 12323 — auglýs-i;.; :;.: ingasimi 19523. Aörar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjaldj:;: !;! 225 krónur á máiiuoi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-lx takiö. Blaöaprent h.f.: X&, Harmleikurinn í AAunchen Atburðirnir, er gerðust i Mtinchen i fyrrdag, hafa vakið harm og reiði um heim allan. Ara- biskir skæruliðar réðust vopnaðir inn i Olympiuþorpið og tóku i gislingu iþróttamenn frá ísrael, er endaði með dauða allra gislanna. Óbótamenn þeir, er hér voru að verki til- heyra samtökum Palestinuskæruliða, sem nefna sig „Svarti september". Þau hafa nú svo sannarlega fyllt mælinn. Þau eiga sér langan lista hroðalegra ofbeldisverka og morða, en þau hafa einkum beint geiri sinum að vopn- lausu og saklausu fólki. Þau hafa nú bætt við ódæði, sem hlýtur að vekja þjóðir heims til virkrar andstöðu og aðgerða gegn slikum glæpamönnum. Enginn málstaður getur réttlætt slik glæpa- verk, og þessir glæpamenn hafa nú sett blett á allan hinn arabiska kynstofn vegna þess að obbi Arabarikjanna hefur stutt, varið og fóstr- að þessa ofbeldismenn og veitt þeim skjól óg aðstöðu til glæpaverka sinna. Jórdania er þó þar mjög eindregið undan skilin. Stjórn Jórdaniu gerði sér fyrir löngu ljóst, að of- beldisverk þessara öfgamanna myndu stór- spilla hinum arabiska málstað og hefur hagað sér i samræmi við það. Ef það er rétt, sem hermt hefur verið i frétt- um, að stjórn Egyptalands hafi neitað að fall- ast á þá beiðni Willy Brandts, kanslara Vestur- Þýzkalands, i fyrradag, að egypzka stjórnin tæki við skæruliðunum og gislum þeirra i Kairó með heiti um að senda israelsku iþróttamenn- ina þegar aftur til Miinchen, hefur egypzka stjórnin óneitanlega tekið á sig nokkra ábyrgð á þessum glæpaverkum. Þann blett munu Egyptar lengi bera og hann mun verða hinum arabiska málstað i deilunni við Israel til ómælds tjóns. Arabar ætluðu einmitt um þessar mundir að hefja áróðursherferð i Evrópu fyrir málstað sinum i deilunni við Israel. Það er hæpið að al- menningur vilji nú nokkuð á rikisstjórnir þeirra Arabalanda hlusta, sem ekki fordæma þær baráttuaðferðir, sem skæruliðar beita. Á þær verður ekki híustað fyrr en þær hafa upprætt þau samtök,sem fremja glæpaverk gegn saklausu fólki af ýmsu þjóðerni, eins og samtök Palestinuaraba hafa stundað á undan- förnum misserum. Með atburðunum i Munchen hefur heimurinn vaknað til harðrar andstöðu. Á þeirri hátið þjóðafjölskyldunnar, sem svo oft hefur verið nefnd eitt sterkasta tækið til að stuðla að friði, skilningi og vináttu þjóða i milli, hafa pólitiskir glæpamenn gerzt vargar i véum. Hin glæsilega iþróttahátið hefur endað i blóðbaði. Reiði heimsins hlýtur að beinast gegn þeim, sem veita siikum glæpamönnum stuðning og skjól. — TK Anthony McDermott: Framtíð Hassans konungs í Marokkó þykir vafasöm Konungur er töluvert kænn og nokkrar framfarir hafa orðið í landinu, en tvær byltingartilraunir á rúmu ári lofa ekki góðu NÝJASTA tilraunin til að steypa Hassan konungi i Mar- okkó af stóli var ekki jafnopin- berlega auðmýkjandi og hin blóðuga skotárás i afmælis- veizlunni i Skhirathóll 10. júli 1971. Tvær tilraunir til stjórnarbyltingar á fjórtán mánuðum hljóta hins vegar að vekja alvarlegar efasemdir um framtiðarhorfur konungs. llonum lánaðist að lifa af báðar þessar uppreisnartil raunir og naut margs við, svo sem vélabragða, áræðis, blekkinga og áhrifa þeirrar hugmyndar, að hann sé fast að þvi guðleg vera sem afkom- andi Mohammeðs spámanns. 10. júli 1971 kysstu sumír sam- særismenn á hönd konungs i stað þess að skjóta á hann þegará reyndi. Við hina siðari morðtilraun virðist honum hafa lánast að blekkja árásar mennina og láta þá trúa þvi, að hann væri særður til ólifis. EINHVER kynni að vilja draga þá ályktun af þessum atvikum, að Hassan njóti sér- stakrar, yfirnáttúrlegrar verndar. En i stjórnmálunum er hann einangraðri en nokkru sinni fyrr. Hann hefir árum saman loðað við völd með að- stoð Mohammeð Oufkirs hers- höfðingja, sem hefir lengi ver- ið náinn samstarfsmaður hans. Hershöfðinginn hefir ávallt verið talinn trúr en' grimmur varðhundur kon- ungs, en óljóst er enn, hvern hlut hann kann að hafa átt i morðtilrauninni um daginn. Séu báðar öfgar bolla- legginganna teknar til greina gæti hershöfðinginn annað hvort hafa framið sjálfsmorð vegna skömmustu yfir van- rækslu sinni, eða af vonbrigð- um yfir að hafa mistekizt að ráða húsbónda sinn af dögum. Hver sannleikurinn sem er kemur að þvi leyti út á eitt, að nú verður Hassan konungur að komast af án Oufkirs i fram- tiðinni. MARGT er likt með upp- reisnartilraununum tveimur. Að báðum virðast hafa staðið hershöfðingjar, sem eru hvorki til hægri né vinstri og ekki haldnir neinum eldlegum byltingaráhuga. Otvarps- stöðvarnar i Libýu og Marokkó hafa oft háð hávært orðastrið siðan i ljós kom, að Libýumenn voru hlynntir upp- reisnartilrauninni 1971. Út- varpið i Libýu kann eigi að siður að hafa nokkuð til sins máls, þegar það talar um „þjóðernissinnaða hershöfð- ingja", en ótimabært reyndist i þetta sinn að fjölyrða um al- menna uppreisn. Upphafsmaður uppreisnar- innar i fyrra var Mohammeð Medbouh, gjaldkeri hins kon- unglega hers, og hann hafði sér til fulltingis lærisveina Ahermoumou-herskólans. Þar til btiið er að ákveða aðiid Ouf- kirs hershöfðingja að upp- reisninni nú með nokkurri vissu verður að láta nægja að taka fram, að flugmenn flug- hersins virðast hafa bætzt i hóp uppreisnarmanna að þessu sinni, en þeir njóta sér- stakra forréttinda. Ef upp- reisnin hefði heppnazt gat hún minnt á ástandið i Sýrlandi snemma á sjötta tug aldarinn- ar, áður en Baathsósialistar festu sig þar i sessi. Ef til vill má þó benda á enn likari hliðstæðu i misheppnað- ri uppreisnartilraun flughers ins gegn Feisal konungi i Saudi Arabiu i september 1969. HASSAN sækir nokkuð af stjórnmálastyrk sinum i þá staðreynd, að hann er ein- valdskonungur. Mohammeð V faðir hans hafði átt drjúgan þátt i að Marokkó losnaði und- an Frökkum árið 1956. Hassan tók við konungdómi 1961 og reyndist furðulega kænn stjórnmálamaður þrátt fyrir útsláttarsama æsku. Konungi reyndist kleift að tryggja samherjum sinum i stjórnmálum og samstjórnar- mönnum þægilega aðstöðu og lanaðist jafnframt að hnekkja framgangi stjórnarandstóðu- flokkanna og halda þeim sundruðum, en þeir voru Isti- qlal, Einingarsamtök alþýð- unnar og verkalýðshreyfingin. Hann var þó fyrst og fremst upp á herinn kominn, en Ouf- kir hershöfðingi var yfirmað- ur hans, en hann var innan- rikisráðherra 1964-71 og réði þá einnig yfir lögregluliði landsins. UPPREISNARTILRAUNIN 1971 veikti mjög þessa hern- aðarlegu valdsuppbyggingu. Af 15 æðstu hershöfðingjunum létu niu ýmist lifið i Skhirat- höll eða voru teknir af lifi sið- ar. Fast að 1100 menn voru ákærðir og dregnir fyrir rétt. Starfað hefir verið ötullega að þvi siðan i júli 1971 að tryggja konunghollustu og bæta bar- áttukjarkinn og þetta virðist hafa borið nokkurn árangur ef dæma má eftir þvi, hve mönn- um konungs veittist auðvelt að taka höfuðstöðvar uppreisnar- manna i Kentira. En nú hafa bætzt ný ör við þau, sem uppreisnartilraunin 1871 skildi eftir sig, og upp- reisnartilraunin nú átti upptök sin i annarri deild hersins en áður, eða flughernum. Að upp- reisnartilrauninni i júli 1971 afstaðinni var Oufkir hers- höfðingi gerður að yfirmanni hersins og falið að endurreisa hann og efla. Nú á Hassan ekki völ á jafn hæfum manni til að taka það starf að sér. ÞEGAR búið var að kveða niður uppreisnartilraunina i júli 1971 gaf Hassan konungur þjóðinni mörg fögur fyrirheit. Hann sagði þá meðal annars: ,,Ég ætla ekki að breyta um stefnu, en ég ætla að breyta um aðferðir við stjórn lands- ins og hefjast handa á sjálfum mér". Konungur hefir lagt fram tillögur, sem snerta allt þjóð- lifið i Marokkó. beim hefir þó öllum verið það sameiginlegt, að þær heita miklu þegar fram liða stundir, en litið hefir enn orðið úr efndum. Stjórnarandstöðuflokkarnir mynduðu samtökin al—Kutla al-Wataniya (þjóðfylkinguna) og Hassan konungur' hefir lengi reynt að fá forustumenn samtakanna til aðildar að rikisstjórninni. Hann virðist þó ekki hafa getað sætt sig við að taka nægilega mikið af sósialisma þeirra inn i áform sin til þess að úr samkomulagi gæti orðið. 1 febrúarlok til- kynnti hann allt i einu þjóðar- atkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá al-Kutla til mik- illar furðu. Stjórnarskrá kon- ungs hlaut 98,75% greiddra at- kvæða, en al-Kutla, verka- lýðshreyfingin og stúdenta samtökin tóku ekki þátt i at- kvæðagreiðslunni. NÝJA stjórnarskráin er tal- in að mun frjálslyndari en hin eldri, sem samþykkt hafði verið i ágúst 1970. Samkvæmt henni hefir þó konungur enn vald til að tilnefna rikisstjórn og rjúfa þjóðþingið, en rikis- stjórnin er ábyrg bæði gagn- vart konungi og þinginu. Beinn atkvæðisréttur er auk- inn. Konungur reyndi enn að ná samkomulagi við al-Kutla, en tókst ekki að fá forustu- menn samtakanna til þess að fallast á aðild að rikisstjórn- inni. Karim Lamrani, sem hafði verið forsætisráðherra siðan i ágúst 1971, myndaði nýja bráðabirgðastjórn 12. april i vor, en hún var mjög svipuð fyrri stjórn. Hassan konungur tilkynnti svo 30. april, að al- mennum kosningum yrði frestað um sinn til þess að unnt yrði að endurskoða kjör- skrár sem gaumgæfilegast. Þjóðþingið á að koma saman i október i haust. EININGARSAMTOK alþýð- unnar hafa ekki reynzt sérlega frjó eða framsækin fremur en Istiqlal. Aldnir menn hafa einkum valizt til forustu og at- hafnasemisamtakanna reynzt litil. Nú hefir komið upp alvar- legur ágreiningur meðal for- ustumanna samtakanna og stjórnmálalifið er all kyrr- stætt, enda þótt tækifæri hafi gefizt til aðsópsmikilla at- hafna, ef þau hefðu verið grip- in. Þrátt fyrir stjórnmálaóviss- una hefir atvinnulifið rétt nokkuð úr kútnum, einkum iðnaðurinn. Félagslegra átaka hefir þó gætt nokkuð, svo sem verkfalla verkamanna og langvarandi verkfalla há- skólastúdenta og framhalds- skólanema. Sumir kenna öfgasinnuðum vinstrimönnum um þessi verkföll. EIN hliðin á stjórnarfari Hassans konungs kann að hafa stuðlað að uppreisnartilraun- inni. Hún átti sinn þátt i upp- reisnartilraun Medbouhs hershöfðingja 1971. Hér er átt við spillingu og reiging þeirra, sem með konungi standa Hann hefir gert nokkrar til- raunir til að draga úr spilling- unni. Sex fyrrverandi ráð- herrar, þrir háttsettir opin- berir starfsmenn og f jórir for- stjórar fyrirtækja voru ákærð- ir og teknir höndum i nóvem- ber I vetur. Þeir eiga að koma fyrir rétt i september ásamt 27 öðrum mönnum. Sú skoðun rikir þó, að ekki hafi verið gert nægilega mikið tilað rjúfa vitahringinn. Léleg skotfimi áhafna F-5 flugvél- anna, sem réðust að flugvél konungs, veldur þvi, að hann fær á ný möguleika til að standa við loforð sin um breytta stjórnarhætti með byrjun á sjálfum sér. Hann þarf þó á mikilli heppni að halda, ef honum á að takast að standa við fyrirheitin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.