Tíminn - 07.09.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.09.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Kimmtudagur 7. september 1972 l>jóðverjarnir voru mjög hrifnir af islenzku fossunum. Hjálp var sá fyrsti. sem þeir hrifust af. ltjarui og Alli hlaoa ..trússbilinn". Á ferð með Farfuglur GRJÓTBERA ÞL TJÖLDIN Undanfarin ár hefur Bandalag islenzkra farfugla gengizt fyrir miðhálendisferð á sumri hverju, og er þessi ferðávallt lengsta ferð Karfugla hvert sumar, en annars eru ferðir Karfugla ótölulega margar á hverju ári, flestar eru þó eins dags eða helgarferðir. Miðhálendisferðirnar hafa átt si- vaxandi vinsældum að fagna, ekki sizt af hálfu útlendinga. — Kyrir stuttu lauk miðhálendisferð Karfugla i sumar og voru þátt- takendur i henni alls 72, að með- töldum bilstjórunum, en segja má að þeir taki ekki siður þátt i ferð- um Karfuglanna en samferðafólk þeirra. Blaðamanni Timans var boðið að vera með i þessari ferð og i þessu blaði birtist fyrsta greinin af þrem um þessa miðhá- lendisferð Karfuglanna. Við fórum frá Reykjavik i þessa öræfaferð okkar að morgni 12. ág. s.l., og brottfararstaðurinn var frá Karfuglaheimilinu við Lauf- ásveg. Þegar mætt var þar, var þar fyrir fólk á öllum aldri, og i ljós kom, að flestir voru bjóð- verjar, eða alls 56. Voru þeir á aldrinum frá 18ára tilsjötugs, og allt þar á milli. Þarna gat lika að finna eina svissneska stúlku, sem kom til islands fyrir áeggjan vin- konu sinnar, sem var hér á sið- asta ári. Einnig voru i þessari ferð tvær irskar stúlkur, ekki frá Belfast heldur frá Dublin. Að auki vorum við svo 13 islendingar að meðtöldum bilstjórunum fjórum. Ilaldið i Vciðivötn. Þar sem ég hafði varla haft tima til að kynna mér ferðaáætl- unina, þá fannst mér ég mega til með að spyrja fararstjórann okkar um fyrsta áfangann. Kararstjórinn var Ragnar Guð- mundsson (mesti Karfugl á Is- landi, og sennilega þekkja fáir sitt föðurland betur en Ragnar). Ragnar upplýsti strax að haldið yrði i Veiðivöth og tjaldað þar fyrstu nóttina. Nú var tekið til við að hlaða ..trússbilinn" af fullum krafti. en ..trússbillinn" er vöruflutninga- bill hjá Karfuglum. Honum ók Alfreð Júliusson, en billinn sjálfur er gamall og ódrepandi Mercedes Benz. sem er eign hins kunna háfjallabilstjóra Bjarna Guðmundssonar i Túni. Bjarni sjálfur var með i þessari ferð og ók hann Bedford háfjallatrukkn- um sinum. Þessi Bedford Bjarna virðist vera ódrepandi, þvi að elzti hluti hans er frá 1939, en siðan hefur ýmislegt verið endur- nýjað ihonum. Tveir bilar að auki voru hafðir undir ferðalangana, stór og mikill Reo frá Hjalteyri, sem Július Larsen ók og Weapon úr Rangárvallasýslunni. en bil- stjóri hans var ögmundur Ólafs- son. Texti og myndir: ÞORLEIFUR ÓLAFSSON ::::: Þegar búið var að hlaða bilana, var fólkið látið koma sér fyriribilunum, og var undirritað- ur settur i Weaponinn ásamt 3 löndum, irsku stúlkunum, þeirri svissnesku.og 3 þýzkum stúlkum. — Var nú haldið a'f stað og ekið með háfjallabilhraða austur á Kambabrún, en þar var fyrst staðnæmzt, enda var skyggni með afbrigðum gott, og veður til rnyndatöku ágætt. Ekki vorum við fyrr komin út úr bilunum, en að öllum var ljóst að hér voru margir áhugaljósmyndarar i hópnum, þvi að sumir mynduðu sem óðir væru. Eftir hálftima taldi Ragnar fararstjóri, að óhætt væri að leggja af stað aftur, en það var aðeins til Hveragerðis. Þar var dvalið i dágóða stund i gróðurhúsinu Eden. Útlending- arnir virtust aldrei ætla að verða þreyttir á að skoða allar dásemd- irnar i gróðurhúsinu, og eins og oft gerðist i þessari ferð, þurfti að biða eftir mörgum þeirra , þar til bilstjórarnir lögðust á flaut- urnar. Krá Hveragerði var haldið i fé- lagsheimilið Arnes i Gnúpverja- hreppi. en þar beið á borðum há- degisverður, sem menn gerðu góð skil. Krá Árnesi bar ekkert til tið- inda fyrr en komið var að Hjálp i Þjórsárdal, en þar var stoppað og umhverfi fossins skoðað i hálf- tima eða svo. Ekki var stoppað við sjálft orkuverið, enda hafa Þjóðverjar sjálfsagt séð stærra orkuver. en þetta stolt okkar ts- lendinga. Komið á sandauðnina Kljótlega eftir/að komið var upp fyrir Búrfell. fór að bera á stórum sandflákum, þó að þeir séu ekki i miklum mæli fyrr en komið er austur fyrir Hrauneyjafoss. i fyrstu virtust útlendingarnir alveg gáttaðir yfir öllum þessum sandi. en þessi undrun þeirra varð að engu er á leið ferðina. Nú var haldið rakleiðis inn að Veiði- vötnum. og ákveðið hafði verið að gista við Stóra-Kossvatn. Þegar við komum þangað var dálitil súld, en heita mátti að logn væri. Strax var byrjað á að tjalda, og gekk það misjafnlega hjá útlend- ingunum, sumir þeirra voru auð- sjáanlega vanir að tjalda, en aftur á móti voru þarna aðrir, sem vissu bókstaflega ekki hvað sneri upp eða niður, aftur eða fram á tjaldinu. Ragnar farar- stjóri og aðstoðarfólk hans hafði þvi nóg að gera þetta fyrsta kvöld við að koma upp tjöldunum. Þegar búið var að tjalda fóru menn að hugsa um matinn, en út- lendingarnir sáu um sinn mat sjálfir. Aftur á móti höfðu tslend- ingarnir stórt eldhústjald og kokk að nafni Guðjón Guðmundsson, en hann er mikill Karfugl, þótt ungur séað árurruEyrirutan það, að þurfa að sjá um allan matinn handa islendingunum, þurfti Guðjón að sjá um að útlending- arnir fengju heitt kakó og kaffi kvölds og morgna. Þetta fyrsta kvöld hjálpuðust allir islending- arnir að við að hjálpa kokkinum meðan hann var óvanur i starfi. Matreiðslan gekk ágætlega, en útlendingunum fannst kakóið og kaffið koma svolitið seint. Þegar leið á kvöldið jókst rign- ingin og um leið byrjaði að vinda, var þvi litið hægt að vera úti við, en nokkrir settust inn i rúturnar og tóku lagið fram undir mið- nætti, en þá fóru allir að koma sér i háttinn. Ekki höfðu menn frið til þess, þar sem frekar hvasst var orðið. Urðu menn þvi að grjót- bera himnana á tjöldunum, ef þau áttu ekki að sviptast frá jörðu. Þegar þvi var lokið gátu menn stungið sér niður i pokana og látið sig dreyma um allt annað en rok og rigningu. Það kom samt i ljós um morguninn, að öll tjöldin Ragnar bætir brotnu rúðuna. t>að var mikið myndað á Kambabrún

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.