Tíminn - 07.09.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.09.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. september 1972 TÍMINN m JRFTI höfðu ekki verið sem föstust við móður jörð, þvi að i ljós kom, að Ragnar hafði verið á fótum i nokkra tima og hafði hann haft nóg aö gera við að ganga betur frá tjöldunum. Kúðan brotnar Eftir morgunverð voru tjöldin tekin saman og siðan var haldið rakleiðis niður að Veiðivötnum. Veðrið var orðið enn verra, rok og rigning. Fyrst var stoppað á hæð einni fyrir ofan Skálavatn, og þar virtist vindurinn koma úr öllum áttum. bvi var það, þegar önnur irska stúlkan steig út úr bilnum okkar, að hún missti vald á hurð- inni. og það skipti engum togum, hurðarhaldarinn slitnaði, hurðin fauk á útispegilinn, og við það brotnaði rúðan og spegillinn. Rúðan datt ekki öll úr, það kom smágat á hana og hún sprakk öll. bar sem ekki er auðvelt að ná i nýjar rúður inn á miðjum ör- æfum, var ekkert annað að gera en að reyna að gera þannig við þetta, að það héldi til bráða- birgða. Var þvi náð i pappa, hann siðan lagður yfir gatið og limt var yfir með breiðu plastbandi. — begar sú irska missti vald á hurð- inni horfði hún fyrst skelfdum augum á ögmund bilstjóra og bjóst við að hann myndi skamm- ast eitthvað. En skelfingin breytt- ist i undrun þegar ögmundur sagði: „Allt i lagi elskan min", það er ekkert við þessu að gera". Fyrr en varði vorum við farin frá Veiðivötnum og var nú haldið norður Sprengisand i átt að Tungnafellsjökli. Á þeirri leið bar ekkert til tiðinda fyrr en við vor- um komin norður fyrir Hámýrar- kvisl, en þá kallar Júlli á Reónum til okkar gegnum talstöðina — hann var siðastur — og segir að það sé bilað hjá sér. Strax var snúið við og þegar aö var komið, var Reóinn kominn út af veg- inum. enda hafði komið i ljós, að togstöngin hafði brotnað. Nú voru góð ráð dýr. þar sem útséð var, að ekki yrði hægt að gera við tog- stöngina hér inn á miðjum Sprengisandi. Eftir miklar um- ræður hjá bilstjórunum, þeim Júlla, Bjarna og Ogmundi varð það ofan á, að Bjarni og ög- mundur færu með eins marga farþega og þeir gætu upp undir Tungnafellsjökul, en það átti að gista i Nýjadal um nóttina. Siðan áttu þeir að koma til baka og Bjarni að taka það sem eftir var af fólkinu og flytja það uppeftir, en ögmundur og Júlli ætluðu sér siðan á Weaponinum niður i bórisós og fá togstöngina við- gerða þar. betta gekk allt merki- lega fljótt fyrir sig, og 6 timum seinna voru þeir Júlli og Og- mundur komnir i Wýj^dal á báð- um bilunujH. begtri við komum að skála Ferðafélagsins undir Tungna- fellsjökli. var rokiðsvo mikið þar, aö ekki var stætt utan dyra. Var þvi auðséð, að ekki var hægt að tjalda þar. Var það þvi tekið til bragðs, að halda upp i Nýjadal l ; tjalda þar. bar var heldur meira skjól. og var nú tekið til við að tjalda i rigningu og roki. barna var jarðvegurinn frekar gljúpur og var þvi ekki um annað að ræða, en að nota stóra og mikla hæla, sem Ragnar hafði með- ferðis. betta hrökk ekki til, og nú var byrjað að grjótbera tjöldin, og er vel hugsanlegt að upp undir eitt tonn af grjóti hafi verið sett utan á sum tjöldin, enda högg- uðust þau ekki um nóttina, þrátt fyrir brjálað veður. Tjöldin tekin saman. Hcr er búið að tjalda við Veiðivötn. Allt klárt til að leggja af stað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.