Tíminn - 07.09.1972, Page 9

Tíminn - 07.09.1972, Page 9
8 TÍMINN Kimmtudagur 7. scptember 1972 Fimmtudagur 7. september 1972 TÍMINN 9 t>jóbverjarnir voru mjög hrifnir af islen/.ku fossunum. Iljálp var sá fyrsti, sem þeir hrifust af. Kjarni og Alli hlaba ..trússbilinn". Kagnar bætir brotnu rúöuna. Á ferð með Farfuglum GRJÓTBERA ÞURFTI TJÖLDIN Undanfarin ár hefur Bandalag islenzkra farfugla gengizt fyrir miöhálendisferö á sumri hverju, og er þessi ferö ávallt lengsta ferð Karfugla hvert sumar, en annars eru ferðir Farfugla ótölulega margar á hverju ári, flestar eru þó eins dags eða helgarferöir. Miöhálendisferðirnar hafa átt si- vaxandi vinsældum aö fagna, ekki sizt af hálfu útlendinga. — Kyrir stuttu lauk miöhálendisferð Farfugla i sumar og voru þátt- takendur i henni alls 72, að með- töldum bilstjórunum. en segja má aö þeir taki ekki siöur þátt i ferð- um Farfuglanna en samferðafólk þeirra. Blaöamanni Timans var boöiö að vera meö i þessari ferð og i þessu blaði birtist fyrsta greinin af þrem um þessa miðhá- lendisferð Farfuglanna. Við fórum frá Iteykjavik i þessa öræfaferð okkar að morgni 12. ág. s.l., og brottfararstaðurinn var frá Farfuglaheimilinu við Lauf- ásveg. Þegar mætt var þar, var þar fyrir fólk á öllum aldri, og i ljós kom, að flestir voru Þjóð- verjar, eða alls 56. Voru þeir á aldrinum frá IHára tilsjötugs, og allt þar á milli. Þarna gat lika að finna eina svissneska stúlku, sem kom til tslands fyrir áeggjan vin- konu sinnar, sem var hér á sið- asta ári. Einnig voru i þessari ferð tvær irskar stúlkur, ekki frá Belfast heldur frá Dublin. Aö auki vorum við svo 13 íslendingar að meðtöldum bilstjórunum fjórum. Ilaldið i Veiðivötn. Þar sem ég hafði varla haft tima til að kynna mér ferðaáætl- unina, þá fannst mér ég mega til með að spyrja fararstjórann okkar um fyrsta áfangann. Fararstjórinn var Ragnar Guð- mundsson imesti Farfugl á ls- landi. og sennilega þekkja fáir sitt föðurland betur en Uagnar). Ragnar upplýsti strax að haldiö yrði i Veiðivötn og tjaldað þar fyrstu nóttina. Nú var tekið til við að hlaða ..trússbilinn" af fullum krafti, en ..trússbillinn" er vöruflutninga- bill hjá Farfuglum. Honum ók Alfreð Júliusson, en billinn sjálfur er gamall og ódrepandi Mercedes Benz, sem er eign hins kunna háfjallabilstjóra Bjarna Guðmundssonar i Túni. Bjarni sjálfur var með i þessari ferð og ók hann Bedford háfjallatrukkn- um sinum. Þessi Bedford Bjarna virðist vera ódrepandi, þvi að elzti hluti hans er frá 1939, en siðan hefur ýmislegt verið endur- nýjað i honum. Tveir bilar að auki voru hafðir undir ferðalangana, stór og mikill Reo frá Hjalteyri, sem Július Larsen ók og Weapon úr Rangárvallasýslunni, en bil- stjóri hans var ögmundur Ólafs- son. Texti og myndir: ÞORLEIFUR ÓLAFSSON sssss sssss sssss sssss sssss sssss sssss sssss sssss SSSSS S! :•!!!!!:l:!! Þegar búið var að hlaða bilana, var fólkið látið koma sér fyrir i bilunum, og var undirritað- ur settur i Weaponinn ásamt 3 löndum, irsku stúlkunum, þeirri svissnesku, og 3 þýzkum stúlkum. — Var nú haldið af stað og ekið með háfjallabilhraða austur á Kambabrún, en þar var fyrst staðnæmzt, enda var skyggni með afbrigðum gott, og veður til rnyndatöku ágætt. Ekki vorum við fyrr komin út úr bilunum, en að öllum var ljóst að hér voru margir áhugaljósmyndarar i hópnum, þvi að sumir mynduðu sem óðir væru. Eftir hálftima taldi Ragnar fararstjóri, að óhætt væri að leggja af stað aftur, en það var aðeins til Hveragerðis. Þar var dvalið i dágóða stund i gróöurhúsinu Eden. Útlending- arnir virtust aldrei ætla að verða þreyttir á að skoöa allar dásemd- irnar i gróðurhúsinu, og eins og oft gerðist i þessari ferð, þurfti að biða eftir mörgum þeirra , þar til bilstjórarnir lögðust á flaut- urnar. Frá Hveragerði var haldið i fé- lagsheimilið Árnes i Gnúpverja- hreppi, en þar beið á borðum há- degisverður, sem menn gerðu góð skil. Frá Árnesi barekkert til tið- inda fyrr en komið var að Hjálp i Þjórsárdal, en þar var stoppað og umhverfi fossins skoðað i hálf- tima eða svo. Ekki var stoppað við sjálft orkuverið, enda hafa Þjóðverjar sjálfsagt séð stærra orkuver. en þetta stolt okkar Is- lendinga. Komið á sandauðnina Fljótlega eftir að komið var upp fyrir Búrfell, fór að bera á stórum sandflákum, þó að þeir séu ekki i miklum mæli fyrr en komið er austur fyrir Hrauneyjafoss. 1 fyrstu virtust útlendingarnir alveg gáttaðir yfir öllum þessum sandi, en þessi undrun þeirra varð að engu er á leið ferðina. Nú i; var haldið rakleiðis inn að Veiði- i vötnum. og ákveðið hafði verið að gista við Stóra-Fossvatn. Þegar við komum þangað var dálitil súld, en heita mátti að logn væri. Strax var byrjað á að tjalda, og gekk það misjafnlega hjá útlend- ingunum, sumir þeirra voru aub- sjáanlega vanir að tjalda, en aftur á móti voru þarna aðrir, sem vissu bókstaílega ekki hvaö sneri upp eða niður, aftur eða fram á tjaldinu. Ragnar farar- stjóri og aðstoðarfólk hans hafði þvi nóg að gera þetta fyrsta kvöld við að koma upp tjöldunum. Þegar búið var að tjalda fóru menn að hugsa um matinn, en út- iendingarnir sáu um sinn mat sjálfir. Aftur á móti höfðu tslend- ingarnir stórt eldhústjald og kokk að nafni Guðjón Guðmundsson, en hann er mikill Farfugl, þótt ungur sé að árum. Fyrir utan það, að þurfa að sjá um allan matinn handa Islendingunum, þurfti Guðjón að sjá um að útlending- arnir fengju heitt kakó og kaffi kvölds og morgna. Þetta fyrsta kvöld hjálpuðust allir Islending- arnir ab við að hjálpa kokkinum meðan hann var óvanur i starfi. Matreiðslan gekk ágætlega, en útlendingunum fannst kakóið og kaffið koma svolitið seint. Þegar leið á kvöldið jókst rign- ingin og um leið byrjaði að vinda, var þvi litið hægt að vera úti við, en nokkrir settust inn i rúturnar og tóku lagið fram undir mið- nætti, en þá fóru allir að koma sér i háttinn. Ekki höfðu menn frið til þess, þar sem frekar hvasst var orðið. Urðu menn þvi að grjót- bera himnana á tjöldunum, ef þau áttu ekki að sviptast frá jörðu. Þegar þvi var lokið gátu menn stungið sér niður i pokana og látið sig dreyma um allt annað en rok og rigningu. Það kom samt i ljós um morguninn, að öll tjöldin höfðu ekki verið sem föstust við móður jörð, þvi að i ljós kom, að Ragnar hafði verið á fótum i nokkra tima og hafði hann haft nóg að gera við að ganga betur frá tjöldunum. Kúðan brotnar Eftir morgunverð voru tjöldin tekin saman og siðan var haldið rakleiðis niður að Veiðivötnum. Veðrið var orðið enn verra. rok og rigning. Fyrst var stoppað á hæð einni fyrir ofan Skálavatn, og þar virtist vindurinn koma úr öllum áttum. Þvi var það, þegar önnur irska stúlkan steig út úr bilnum okkar, að hún missti vald á hurð- inni. og það skipti engum togum, hurðarhaldarinn slitnaði, hurðin fauk á útispegilinn, og við það brotnaði rúðan og spegillinn. Rúðan datt ekki öll úr. það kom smágat á hana og hún sprakk öll. Þar sem ekki er auðvelt að ná i nýjar rúður inn á miðjum ör- æfum, var ekkert annað að gera en að reyna að gera þannig við þetta. að þaö héldi til bráða- birgða. Var þvi náð i pappa, hann siðan lagður yfir gatið og limt var yfir með breiðu plastbandi. — Þegar sú irska missti vald á hurð- inni horfði hún fyrst skelfdum augum á ögmund bilstjóra og bjóst við að hann myndi skamm- ast eitthvað. En skelfingin breytt- ist i undrun þegar ögmundur sagði: ,,Allt i lagi elskan min”, það er ekkert við þessu að gera”. Fyrr en varði vorum við farin frá Veiðivötnum og var nú haldið norður Sprengisand i átt að Tungnafellsjökli. Á þeirri leið bar ekkert til tiðinda fyrr en við vor- um komin norður fyrir Hámýrar- kvisl. en þá kallar Júlli á Reónum til okkar gegnum talstöðina — hann var siðastur — og segir að það sé bilað hjá sér. Strax var snúið við og þegar að var komið, var Reóinn kominn út af veg- inum. enda hafði komið i ljós, að togstöngin hafði brotnað. Nú voru góð ráð dýr. þar sem útséð var, að ekki yrði hægt að gera við tog- stöngina hér inn á miðjum Sprengisandi. Eftir miklar um- ræður hjá bilstjórunum, þeim Júlla, Bjarna og ögmundi varð það ofan á, að Bjarni og ög- mundur færu með eins marga farþega og þeir gætu upp undir Tungnafellsjökul, en það átti að gista i Nýjadal um nóttina. Siðan áttu þeir að koma til baka og Bjarni að taka það sem eftir var af fólkinu og flytja það uppeftir, en ögmundur og Júlli ætluðu sér siðan á Weaponinum niður i Þórisós og fá togstöngina við- gerða þar. Þetta gekk allt merki- lega fljótt fyrir sig, og 6 timum seinna voru þeir Júlli og Ög- mundur komnir i tiýj^dal á báð- um bilunu»- Þeg«i við komum að skála Ferðafélagsins undir Tungna- fellsjökli. var rokiö svo mikið þar, að ekki var stætt utan dyra. Var þvi auðséð, að ekki var hægt að tjalda þar. Var það þvi tekið til bragðs. að halda upp i Nýjadal l ; tjalda þar. Þar var heldur meira skjól. og var nú tekið til viö að tjalda i rigningu og roki. Þarna var jarðvegurinn frekar gljúpur og var þvi ekki um annað að ræða. en að nota stóra og mikla hæla. sem Ragnar hafði með- ferðis. Þetta hrökk ekki til, og nú var byrjað að grjótbera tjöldin. og er vel hugsanlegt að upp undir eitt tonn af grjóti hafi verið sett utan á sum tjöldin, enda högg- uðust þau ekki um nóttina. þrátt fyrir brjálað veður. Tjöldin tekin saman. Ilér er búið að tjalda við Veiðivötn. Allt klárt til að leggja af stað

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.