Tíminn - 07.09.1972, Qupperneq 12

Tíminn - 07.09.1972, Qupperneq 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 7. september 1972 ekki hvítt lengur. Merek Vance stóð við járnvaskinn og var að taka af sér gúmmihanzkana. Ég hélt enn á vasaljósinu. En snögglega tóku hendur minar að titra og svo féll það á gólfið. Það hlýtur að hafa orðið allmikill hávaði af þessu, þvi að Vance leit upp og kinkaði kolli til min — aðeins kinkaði kolli og annað ekki. Þessi höfuðhneiging sefað mig þó betur en nokkur orð.hefðu getað gert. öllu var óhætt. Ég sá að sviti hnappaðist framan i lækninum og allir drættir i andliti hans voru strengdir eftir áreynsluna. Ég fálmaði fyrir mér og fann einn eldhússtólinn og settist á hann, þakklát i huga. Ég skalf, ekki aðeins hendur minar, heldur einnig hné og varir. Mig furðaði á þvi, hve vandlega Vance þvoði sér, og hve varfærnislega hann tindi saman verkfæri og hve umhyggjusamlega hann raðaði þeim i tösku sina. Ég hafði aðeins haft kvnni af læknum i siúkrahúsum og lækningastofum, þar sem hin beztu hjálpargögn og æft aðstoðarfólk var til staðar. En nú sá ég, að jafnvel i eldhúsi afskekkts sveitabæjar, þar sem engin hjálpargögn voru fyrir hendi, vék góður læknir ekki i neinu frá venjum stéttar sinnar. Ég undraðist stórlega visindalega nákvæmni hans. Loks hafði Vance lokið starfi sinu. En enn þurfti hann ýms íyrirmæli að gefa, og auk þess vildi hann ekki fara fyrr en hann hafði fullvissað sig um, að barninu væri óhætt. Angeletta kom með honum út úr her- berginu, þegar honum fannst timi kominn til brottferðar og sá ég að hann klappaði hughreystandi á öxl hennar. Þegar hann tók frakka sinn, litaðist hún um i eldhúsinu og gekk til min. ,,Ég þakka þér lika”, sagði hún, „fyrir það, sem þú hefur gert. Ég gleymi þvi ekki — aidrei”. ,,Æ, það var ekkert, Letta. Allir hefðu getað haldið á ljósinu. En mér þótti vænt um að geta hjálpað til. Og nú er ég viss um, að honum batn- ar”. Ég sá, að vöðvarnir framan á hálsi hennar kipruðust saman, og ég vissi, að hún var að berjast við að segja eitthvað. ,,Ég sé eftir þvi, hvernig ég kom fram við þig áðan”, stundi hún. ,,En það rifjaðist svo margt upp íyrir mér, þegar ég sá þig. Einu sinni langaði mig til að vinna mér frægð og frama...” Hún leit i kringum sig i eldhús- inu, áður en hún rétti fram stórar og vinnulúnar hendurnar. „Láttu það ekki hryggja þig, Letta. Margt, sem við héldum þá, að væri svo mikilvægt, er mér einskis vert nú”. Hún leit á mig rannsóknaraugum. „Ég hélt alltaf, að ekkert gæti amað að þér”, sagði hún „en mér skjátlaðis. Ég sé, að þú átt einnig við raunir að striða — á þinn hátt. — Jæja, vertu sæl”. „Vertu sæl”. Ég fylgdist með henni að dyrunum og tók þar i hönd hennar. „Ég kem hingað bráðum til þess að vita, hvernig honum reiðir af”. Ég hugsaði um þessi orðaskipti okkar á heimleiðinni. Ég gladdist yfir þvi, að beiskja hennar i minn garð hafði þorrið. Við vorum aftur orðnar vinstúlkur, og hún leit ekki lengur á mig sem imynd þess, sem hún hafði farið á mis við i lifinu. Ég mundi enn hina skæru og mjúku rödd Angelettu, er hún lék i menntaskólanum, og spurði sjálfa mig, hvort hljómur hennar hefði fölskvazt eins og ferskur æskublómi hennar. „Viða hafa leiðir legið, siðan við vorum saman i menntaskólanum i Blairsborg”, hafði hún sagt, og ég gat ekki borið á móti þvi. En samt gátum við enn mætzt og talað saman — ekki eins og reynslulausar stúlkur, heldur sem tvær konur. Það átti ég Merek Vance að þakka. Þótt undarlegt væri, varð ég að biðja hann að segja mér meira um Lettu. Sú var þó tiðin, að við sátum hlið við hlið og veittum hvor annarri trúnað. Ég varð þess vör, að hann seildist til min og tók utan um hönd mina, alveg eins og hann hefði rennt grun i hugsanir minar. Og mér fannst þessa stundina ekkerteðlilegra en hann gerði það, og létt og blitt hand- tak hans fyllti mig þægilegri öryggiskennd. Klukkan var fimmtán minútur gengin i þrjú. Það var engin miðstöð í vagninum og napran gust lagði inn um hverja smugu. Enn voru stjörn- ur á lofti, en skin þeirra var tekið að blikna i fyrstu skimu hins nýja dags. Það var undanfari morgunbjarmans. Yfir jörðinni hvildi myrkur og mér fannst einhvern veginn, að skær bifreiðarljós okkar væru ósvifni og yfirgangur við lögmál himins og jarðar. Rétt við úthverfi borgarinnar blöstu allt i einu við okkur björt ljós næturhressingarstað- ar. Ég varð þvi fegin, er Vance sveigði af þjóðveginum og ók upp að húsinu. Fætur minir voru dofnir, og tennurnar nötruðu i munninum á mér, þegar ég steig út úr bifreiðinni. Birtan i veitingastofunni hálf- blindaði mig fyrst, og kaffiilmurinn og steikjarþefurinn fyllti vitin. Við settumst við litið borð. Mér fundust hvitgljáandi nikulslistarnir á þvi fallegir. — Enginn var i stofunni, nema afgreiðslumaður i hvitum jakka og tveir menn, sem hölluðu sér fram á borð i einu horninu. Vance bað um kaffi. Við drukkum það af mikilli áfergju úr þykkum, hvitum bollum. Ég veiti þvi athygli, að léttur roði færðist yfir andlit hans við þessa hressingu. Ég var mun skjálfhentari en hann er hann kveikti i sigarettum okkar. „Yður er vissulega ekki fisjað saman”, sagði hann, er hann hafði blásið út úr sér löngum reykjarstróki. „Það er nokkuð seint að þakka yður núna fyrir hjálpina, en ég held ég verði samt að gera það, einkum fyrir að það leið ekki yfir yður”. „Þér spurðuð, hvort ég væri brjóstheil. Ég varð að sanna, að ég væri það. En segið mér: Nær drengurinn fullri heilsu aftur?” „Já, ef ekkert sérstakt kemur fyrir. Ég skrepp út eftir á morgun til þess að sjá, hvernig hann hefst við. Þetta er hraustleikastrákur, sem betur fer, nema hvað hann hefur bólgna kirtla, sem þarf að gefa gætur að. Mig grunar, að þeir hafi verið upphaflega sjúkdómsorsökin, og ef min hefði verið vitjað i tæka tið, hefði ég alls ekki þurft að skera i hlust- ina. En úr þvi, sem komið var, va.r það eina úrræðið”. „Hefði hann misst heyrnina annars?” „Nei”, svaraði hann rólega. Hann hefði dáið. Bólga breiðist fljótt út, þegar börn eiga i hlut. Hún hefði innan skamms náð heilanum”. „Jæja”, svaraði ég. „Það vissi ég ekki. Ég var alltaf að hugsa um heyrnina, sjálfsagt vegna þess, hvernig komið er fyrir mér sjálfri”. Kaffið yljaði mér vel. Þessi nótt hafði verið svo rik að óvenjulegum atburðum, að mér fannst það ofur eðlilegt að sitja þarna i hlýrri nætur- krá klukkan að ganga þrjú og drekka kaffi með Merek Vance. Ég var hressari og skaprórri heldur en ég hafði verið i margar vikur heilt ár, fannst mér og eftir þessa nótt vissi ég, að ég mundi ævinlega bera óskorað traust til Mereks Vance. Hann gat gert mér gramt i geði, okkur gat orðið sundurorða, en hann mundi áreiðanlega ekki bregðast mér, þegar á reyndi. Harðýgði hans var ekki lengur álasverð. Hún var annar þáttur þess skapstyrks, sem hann grundvallaði lif sitt á. Ég var honum þakklát, en mér brást tungutak til að láta það i ljós. „Eruð þér aldrei hræddur?” spurði ég, „þegar þér gerið skurði á fólki eins og i nótt?” Hann fann, að þessi spurning var ekki sprottin af heimskulegri for vitni og hugsaði sig þvi rækilega um. Lárétt 1) Unglingsævi,- 5) Veik,- 7) Andi,-9) Máttur - 11) Eins,- 12) Tré,- 13) Vond,- 15) Nam,- 16) Mjólkurmat,- 18) Skipið.- Lóðrétt 1) Lætin- 2) Frostbit,- 3) Eins,- 4) Tunna,- 6) Þiðan,- 8) Fiskur,- 10) Likn.- 14) Endir.- 15) Té,- 17) Gylta,- X Ráðning á gátu Nr. 1199 Lárétt 1) Þyrill,- 5) Oli7) Rás,- 9) Tef.- 11) SS,- 12) Te,- 13) Tal,- 15) Man,- 16) Áma.- 18) Andlát,- Lóðrétt 1) Þorsti - 2) Rós,- 3) II.- 4) Lit,- 6) Afennt.- 8) Ása.- 10) Eta,- 14) Lán,- 15) Mal,- 17) MD,- D R E K ! llit í I FiMMTUDAGUR 7. september. 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- annakl. 8.45: Lilja S. Krist- jánsdóttir heldur áfram sögunni af „Mariönnu” eftir van Holst. (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða Popphorniðkl. 10.25: Jethro Tull og Emerson, Lake & Palmer syngja og leika nokkur létt lög. P’réttir kl. 11.00. Hljómplötusafnið (endurt. þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni Eydis Ey- þórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Þrútið loft" eftir P.G. Wodehouse Jón Aðils leikari les (19). 15.00 Préttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Ensk tónlist Kvintett fyrir blásturshljóðfæri og pianó eftir Alan Rawsthorne. Illjóðfæraleikarar úr „Mus- ic Group of London” leika. „Les Illuminations”, „Upp- ljómun", samfelldur laga- flokkur fyrir tenorrödd og strengjasveit eftir Benja- min Britten við ljóð eftir Arthur Rimbaud. Heather Harper syngur ásamt hljómsveitinni Northern Sinfonia; Neville Marriner stj. „Facade”, hljóm- sveitarsvita eftir William Walton. Filharmóniusveitin i New York leikur. André Kostelanetz stj. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Heimsmeistara- einvigið i skák 17.30 „Jói norski”/ A selveið- um mcð Norðmönnum Er- lingur Daviðsson ritstjóri færði i letur og flytur (2). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 19.00 Frcttir. Tilkynningar. 19.30 Frá óiympiuleikunum i Miinchen Jón Asgeirsson segir frá. 19.40 Þegninn og þjóðfélagið Ragnar Aðalsteinsson sér um þáttinn. 20.05 Einsöngur i útvarpssal Ólafur Þ. Jónsson syngur lög eftir Þórarin Guð- mundsson, Karl O. Runólfs- son, Jón Björnsson, Mariu Brynjólfsdóttur, Markús Kristjánsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigvalda Kaldalóns og Árna Thor- steinson. Ólafur Vignir Al- bertsson leikur undir á pianó. 20.35 Leikrit: „Maraþonpianistinn” eftir Alan Sharp.Þýðandi Ingi- björg Jónsdóttir. Leikstjóri: Gisli Alfreðsson. Persónur og leikendur: Sögumaður: Ævar R. Kvaran, Pianó- leikarinn: Þórhallur Sig- urðsson, Framkvæmda- stjórinn: Pétur Einarsson Aðrir leikendur: Ingunn Jensdóttir, Guðrún Alfreðs- dóttir. Anna Guðmundsdótt- ir, Einar Sveinn Þórðarson, Hákon Waage, Sigurður Skúlason, Jón Aðils og Randver Þorláksson. 21.05 Sinfónia nr. 1 i g-moll op. 13 eftir Tsjaikovsky. F’il- harmóniuhljómsveit Vinar- borgar leikur, Lorin Maazel stj. 21.45 Taiað við skattheimtu- mann um skáldskap. Ljóð eftir Vladimir Majakovskij i þýðingu Geirs Kristjánsson- ar. Erlingur E. Halldórsson les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Maðurinn sem breytti um andlit" eftir Marcel AymcKristinn Reyr les (21) sögulok. 22.35 A lausum kili. Hrafn Gunnlaugsson sér um þátt- inn. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.