Tíminn - 07.09.1972, Síða 13

Tíminn - 07.09.1972, Síða 13
Fimmtudagur 7. september 1972 TÍMINN 13 Framtakssemi í skógrækt á Fljótsdalshéraði Skógurinn er landinu skjól og prýöi, en stefnir einnig aö þvi aö veröa bændum arövænleg tekjulind. Skólastjóra vantar að gagnfræðaskólanum i Hveragerði, skólastjóra við barnaskólann og kennara við gagnfræðaskólann. Umsóknarfrestur til 10. september. Umsóknir sendist til skólanefndar ölfus- skóladæmis i Hveragerði. Nýtt í Reykjavík Dánir menn segja sína sögu Litmyndir frá stórkostlegum fornleifafundum i Bibliulöndunum. Sjáið grafnar borgir, dularfull hof og eyðimerkurhella i Austurlöndum Stp—Reykjavfk Skógrækt er i hávegum höfö á Fljótsdalshéraöi, og eru menn stórhuga og framtakssamir austur þar. Tvær merkar fram- kvæmdir eiga sér nú stað þarna. Annars vegar hefur Skógrækt rikisins unniö aö gróðursetningu i Mjóanesi við Löginn i nokkur ár, sem gefið hefur mjög góöan árangur. Hins vegar er svonefnd Fljótsdalsáætlun. Fréttamaöur hafði samband viö Sigurö Blöndal á Hallorms- stað og innti hann eftir þessum framkvæmdum. Sigurður sagði, aö Skógrækt rikisins heföi keypt land i Mjóanesi 1963, og væri það i framhaldi af landareign hennar á Hafursá, sem er næsti bær viö Hallormsstaö. Landi þessu var lokaö 1964, og var byrjaö aö planta þar sibirulerki 1965. Hefur verið plantaö þar öll ár siöan. Er nú búiö að planta i megniö af þurrlendi i Mjóanesi og hafa alls verið settar niöur milli 100 og 200 þúsund plöntur. Allmikiö mýr- lendi er i Mjóanesi, sem ekki hefur veriö ræst fram en fyrir 5 árum var gerð tilraun meö aö plægja upp mýrlendið og planta lerki og greni i plógförin. Er þetta aö skozkri fyrirmynd og hefur gefiö mjög góða raun. Er áætlaö að plægja allt mýrlendiö i fram- tiöinni og planta þar greni og sibiriulerki. Sagði Sigurður, aö þetta svæöi i Mjóanesi væri alda- gamalt beitland og mjög dæmi- gert fyrir ofbeitt land. Einkennis- planta þess er þursaskegg. Er þaö orðiö mjög rýrt, og hefur gefiö afarlitla uppskeru siöustu ár. Lerkiö, sem gróður- sett hefur verið rifur sig áfram og sagðist Siguröur ekki þekkja neina aöra plöntu en lerki, sem skilar eins miklum vexti á svo rýru landi án þess aö fá áburö. „Þetta er útpint beitarland, sem kemur til meö að verða afburöa skóglendi á mjög skömmum tima”, sagöi hann. Um Fljótsdalsáætlunina sagöi Sigurður, að nokkrir bændur heföu settupp skógræktarreiti, og væri lokiö við aö setja upp giröingar á 5 bæjum og unnið aö uppsetningu girðingar á þeim sjötta. Búið er aö gróðursetja 70—80 þúsund plöntur af sibiru- lerki i þessa reiti. Var byrjað á þessu starfi i litlum mæli 1970, en mest hefur verið plantað i ár, eða 45-50 þúsund plöntum. A aö vera hægt að byrja aö grisja lerkið, þegar þaö hefur náð 15 til 20 ára aldri, og verður þaö þá notað i giröingarstaura. En lerkiö hefur náð 35 — 40 ára aldri, verður hægt aö fá úr þvi borðvið. Framtak þessara bænda er mjög athyglisvert og mun geta aflað þeim mikilla tekna i fram- tiðinni. Er þess að vænta, aö fleiri feti i þeirra spor á næstunni. Glaðnað til í Dölum SÞ—Búöardal. Hér um slóðir hefur verið þerrir i þrjá daga eftir miklar og lang- vinnar rigningar. Almennt náðu menn heyjum upp þerrisdagana framan af ágústmánuöi, en mjög mikið af þeim stóð úti, þar eð ekki hafði viðrað til þess að koma heim i hlööu. Hætt er við, að sums staðar hafi drepið i fúlgur, þvi aö mjög góðan umbúnað hefur þurft til þess að varna þvi. Þessir þerrisdagar áorka þó þvi, að heyskapnum lyktar þolan- lega svo fáa daga sem þurrt hefur verið i sumar. Það verður mikill heyfengur viðast, en veltur á ýmsu um gæðin. Fóstrur 4 fóstrur óskast til starfa við skóla fyrir fötluð börn. Upplýsingar gefur Bryndis Viglundsdóttir forstöðukona i sima 43968 kl. 19 - 22 daglega. (23. leikvika —leikir 2. sept. 1972) Úrslitaröðin: Xl 1 — 1IX — 111 — XIX 1. vinningur: 11 réttir — kr. 14.500.00 6662 11872 28871 40521 47828 + 8808 13210 29353 42640+ 48882+ 9007 17471 30002 43214 9801 17674 30481 45530 10807 20384 32290 45530 + nafnlaus Greiðsla 2. vinnings fellur niður og leggst vinningsupp- hæðin við vinningsupphæð 1. vinnings. Kærufrestur er til 25. sept. Vinningsupphæðir geta lækk- að, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 23. leikviku verða póstlagðir eftir 26. sept. Handhafar nafniausra seöla verða að framvisa stofni eöa senda stofninn og upplýsingar um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — iþróttamiðstöðin — REYKJAVIK Saumakonur Getum bætt við nokkrum saumakonum strax. Upplýsingar hjá verkstjóra. Belgjagerðin Bolholti 6. ONSKOLI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR. Innritun og greiðsla námsgjalda fyrir haustönn 1972 fer fram i húsi skólans Hellusundi 7, jarðhæð miðvikudaginn 6., fimmtudaginn 7., og föstudaginn 8. september kl. 17-20 alla dagana. Þeir nemendur sem innrituðust sl. vor, eru sérstaklega beðnir að mæta sem fyrst, til þess að staðfesta umsóknir sinar, þar sem búast má við að skólinn verði brátt fullskipaður fyrir þessa önn. Skólastjóri nær. Fyrirlesarinn Kenneth Wright er nýkominn úr ferð um Bibliulöndin og segir sögu margra athyglis- verðra staða. Sjáið myndir af miklum gersemum, ókunnum þjóðum, týndum ritum og eyðimerkurstöð- um. Næsta sunnudag —10. september — i Austurbæjar- biói klukkan 5 og 9. Sætapantanir i simum 36655, 14913 og 38646. Húseigendur á hitaveitusvæðinu Hitna sumir miðstöðvarofnarnir illa? Er hitaveitureikningurinn óeðli- lega hár? Ef svo er, þá er hægt að lagfæra það. —Þið, sem ætlið að láta mig hreinsa og lagfæra miðstöðvarkerfið i haust, hafið samband við mig sem fyrst og ég mun segja yður hvað verkið muni kosta. Ef verkið ber ekki árangur þurfið þér ekki að greiða fyrir vinnuna. Baldur Kristiansen pipulagningameistari Njálsgötu 29.— Simi 19131.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.