Tíminn - 08.09.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.09.1972, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR I RAFTORG SIMI: 26660 RAFIÐJANSÍMI: 19294 203. tölublað. — Föstudagur 8. sept. — 56. árgangur. Frá undirritun samkomulagsins við Belga i gær. Undirritunin fór fram I ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, og eru Belgarnir til vinstri á myndinni. Sitjandi f.v. eru sendiherrann, Etienne Harford, þá Einar Agústsson utanrikisráðherra og Hans G. Andersen þjóðréttarfræðingur. Lúðvík Jósefsson sjávarútvegsráðherra er standandi og einnig Jón Arnalds, Jónas Arnason og Þorsteinn Ingólfsson. (Timamynd: Gunnar) Þýðingarmikið sam- komulag við Belga - fá að veiða á sjö svæðum í tæp tvö ár K.l—Rcykjavik i gærdag undirrituðu Belgir og islcndingar samning um heimild til handa I!) bclgiskum fiskiskip- um að stunda veiðar á 7 svæðum imian 50 mílna fiskvciðilögsög- unnar. Einar Agústsson utan- rikisráðhcrra sagði, eftir að sam- komulagið var undirritað, ,,að i rauninni viðurkcnna Belgir út- færslu fiskveiðilandhelginnar mcð þessu samkomulagi, og það hefði lika sýnt sig, að siðan land- hclgin var færð út, hafa engin belgisk fiskiskip stundað veiðar innan 50 milnanna." Utanrikis- ráðherra sagði ennfremur, að nú væri að sjá til, hvaða áhrif þetta samkomulag hefði á samnings- vilja annarra þjóða. en að sinu mati væri samkomulagið mjög mikilvægt. og ekki sizt vegna þess. að hér ætti i hlut eitt af rikj- um Efnahagsbandalagsins. Lúðvik Jósefsson sjávarútvegs- ráðherra skýrði frá samkomulag- inu i aðalatriðum á blaðamanna- l'undi. sem haldinn var eftir undirritun samkomulagsins. Lítil skip. Með samkomulagi þessu fallast islenzk yfirvöld á að leyfa 19 Ul- teknum. belgiskum veiðiskipum að stunda botnvórpuveiðar á 7 ákveðnum svæðum. 2-11 mánuði i senn. Þessi tilgreindu skip skulu sækja um leyfi til veiðanna, og verða leyfin veitt til 6 mánaða i senn. en samkomulagið i heild gildir til 1. júni 1974. Fjögur þess- ara skipa eru togarar, 350-550 lestir, en 15 þeirra eru raunveru- lega fiskibátar. 127 tonn og upp i rúmlega tvö hundruð tonn að sta'rð. Svæðin. sem hér um ræðir, eru við suð-austanvert og suð-vestan- Framhald á bls. 19 X3/tn isteUvvéleUt. A./* RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Eru við 40 mílurnar K,I—Reykjavík Brczki togaraflotinn hörfaði alllangt frá landi slðasta sólar- hring. i gærkvöldi voru flestir togaranna að veiðum um 40 milur undan landi á mjög dreifðu svæði út af Vestfjörðum. Samkvæmt upplýsingum land- liclgisgæzlunnar hafa flestir, ef ekki allir, brc/.ku togararnir sett upp nófn »g númer og sigla undir þjóðfána, cins og skylt er. Rækjuveiðar bannaðar við Eldey ÞÓ—Reykjavik. Frá og með sunnudeginum 10. september eru allar rækjuveiðar bannaðar á miðunum við Eldey. Astæðan fyrir þessu er sú, að siðustu daga hefur seiðum i afla bátanna fjölgað mjög, og þvi greip sjávarútvegsráðuneytið til þessa ráðs. Undanfarið hefur fjöldi báta verið á rækjuveiðum á miðunum við Eldey. Þess má geta, að á svipuðum tima i fyrra bar einnig mjög mikið á seiðum i rækjuafla bátanna.og varþá gripið til sama ráðs og nú. Franski utan- ríkisráðherrann til íslands Hinn 20. september mun utan- rikisráðherra Frakklands, Maurice Schumann, koma i opin- bera heimsókn til Islands og dvelja til næsta dags, en þá fer hann áfram til Bandarikjanna á þing Sameinuðu þjóðanna. Hér mun hann eiga viðræður viö islenzka ráðamenn. Utanrikisráðuneytið, 5. september 1972. Norsku korfin streyma að ,,Við biðjum að heilsa", sögðu ungir Norðmenn, sem hringdu í gær 67- Póstkortin frá norska æsku- fólkinu, sem berst gegn aðild Noregs að efnahagsbandalaginu og veitir Islendingum stuðning i landhelgisdeildunni, streyma nú til blaðsins. t gærkvöldi voru fimmtfu og fjögur i pósthólfinu, og voru á flestum þeirra þrjú til fjögur nöfn — heimilisföngin allt sunnan af ögðum og norður til Tromsö. — Þið munuðfá þessi póstkort þúsundum saman, sögðu ungir Norðmenn, sem hringdu til blaðsins frá Osló i gær til þess að grennslast eftir þvi, hvort við hefðum ekki þegar orðið stuðnings- og einingarvikunnar norsku áþreifanlega varir. Við biðjum að heilsa Islendingum.j bættu þeir við, stjórnarvöldum og alþýðu manna, og óskum þess innilega, að ykkur vegni sem bezt i átökunum um fiskveiði- takmörkin. Við fullvissum ykkur öll um, að þið njótið mikils sam- hugar hér i Noregi. 28 65 Sept. jtol 63 28" '67 65 Júnl - júlí Jiíll,- apríl V'arz - okt. Jiílí - maí •«3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.