Tíminn - 08.09.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.09.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur S. september 1!H2 riMINN 5 Bjarni M. Gíslason ötull málsvari í landhelgismálinu Stjórn Bókavaröarélags islands. Taliö frá vinstri:'I{agnhildur llelgadóltir, Klsa Mia Sigurösson for- maöur. ingibjörg Jónsdóttir, olafur Fr. Hjartar, Kristin Þorsteinsdóttir, Ouöný Siguröardóttir og Kristin II. Pctursdóttir. « Landsfundur ísl, bókavarða Bjarni M. Gislason rit- hiifundur, sem búsettur er i Ry i Danmörku, lætur ekki deigan siga i málflutningi sinum fyrir tslendinga, og er það framlag hans engan veginn einskorðað við handritin og heimt þeirra. Siðustu mánuðina hefur hann helgað krafta sina land- helgismálinu. Sambönd hans og kynni við biöð og ritstjóra viða um Norðurlönd — og raunar viða — hafa opnað hon- um leið til áróðurs fyrir mál- stað islands á þessum vett- vangi. Ilann hefur ritað margar greinar um iandhelgismálið, og þær hafa birzt i mörgum blöðum á Norðurlöndum, og einnig i þýzkum, frönskum og jafnvel enskum blöðum. i stærsta blaði Finnlands, Helsinkin Sanomat, birtist til að mynda löng grein með myndum eftir Bjarna 11. mai i vor. Þá hafa svipaðar greinar birzt eftir liann i sænskum blööum og norskum, auk hinna norsku, þar sem þær eru flestar. 1(>. mai i vor birtist grein með skýringarmyndum i Dagblaöinu norska eftir hann, og hét hún: ,,De suger Islands fisk op sem stövsug- ere”, og svipuð grein birtist einnig i Aftenposten og fjölda annarra norskra blaða. ..Islands kamp for sin söter- ritorium” heitir ýtarleg grein eftir hann i Vendelsyssel Tidende, og i Fyns Tidende birtist 4. apríl greinin „Island kæmper for sin torsk”. Klp—Reykja vik. Nú uin helgina verður opnuð ný kjörbúð á vegum Kaupfélags liafnfirðinga i yngsta bæjarhverfi llafnfiröiuga, Norðurbænum. Verzlunin er að Miðvangi 41, á neðstu hæð átta hæða fjölbýlis- húss, sem þar er að risa. Hafizt var framkvæmda við byggingu hússins fyrir niu mánuðum, og eru þrjár hæðir tilbúnar. Verzlun- in verður i þessu húsnæði til bráðabirgða, en fyrirhugað er að flytja hana i nýtizku verzlunar- miðstöð, sem verður reist norðar á lóðinni. Þá hefur Svenska dagbladet birt langa grein eftir Bjarna, svo og mörg önnur sænsk blöð. t greinum sinum flytur Bjarni á hófsaman en skýran hátt helztu rök tslendinga fyrir útfærslunni og nauðsyn hennar og beitir þeim áróðri, sem alþýðlegastur er og lík- legastur til þess að fá hljóm- grunn meðal almennings. Hann rekur i stuttum dráttum sögu islenzkra landhelgis- mála, sivaxandi ágang er- lendra fiskiskipa og stórvirk- ari veiðitækni, sein urið hafi upp landmiðin. I>essu til stuðnings birtir hann skýring- armyndir og tölur, scm tala. Hann lýsir einnig glögglega lifsnauðsyn þjóðarinnar til þess að vernda fiskimiðin á landgrunninu og njóta þeirra að mestu ein með skynsam- legum friöunarhætti. I>á hefur Bjarni farið allviða siöustu missiri sem fyrirlesari i félögum og á fundum og þá oftast rætt landhelgismálið, til að mynda i Sviþjóð og Noregi. Knginn vafi er á þvi, að Bjarni hefur unnið málstað okkar hið mesta gagn með greinum sinum á sama hátt og hann gerði lengi i handrita- inálinu. Elja lians og áhugi fyrir málstað þjóðar sinnar nú sem fyrr er mikils þakkiætis verður og ckki ónýtt að eiga slika hauka i horni, þar scm um málin er fjallað af tak- markaðri þekkingu og sann- girni. f þessari nýju kjörbúð verða á boðstólum allar matvörur, mjólk og mjólkurvörur, brauð og kjöt- vörur. Er öllu haglega komið fyrir á frekar litlu svæði, sem trú- lega verður drjúgt notað á næst- unni, þvi að i þessu hverfi koma til með að búa um 5000 manns, en þar búa nú þegar um 2000. Ánægjarikiri hverfinu með þessa nýju verzlun, og m.a. barst henni við opnunina falleg blómakarfa frá framfarafélagi hverfisins. Þann 7.-11. september verður haldinn 2. landsfundur islenzkra bókavarða og sitja hann islenzkir bókaverðir og aðrir áhugamenn um bókasafnsmál. Ennfremur munu sitja þingið fulltrúar frá bókavarðafélögum á öllum Norð- urlöndunum, og er þar margt þekktra nafna úr heimi norrænna bókavarða, svo sem Per Rognmo, formaður norska bókavarða- félagsins, Sverri Egholm, lands- bókavörður Færeyja, Hilkka Kauppi, ritari finnska bóka- varðafélagsins, svo að fáeinir séu nefndir. Norræna félagið hef- ur annazt fyrirgreiðslu vegna komu tveggja erlendra fyrirles- ara, þeirra Ingerlise Koefoed frá Danm. og Bengt Holmström frá Sviþjóð, sem bæði eru vel þekkt fyrir framlag sitt á sviði bóka- safnsmála. Alls munu þátttak- endur vera um 130 þar af 25 erlendir gestir frá bókavarða- félögum og norrænu félögunum á Norðurlöndum. Landsfundurinn verður settur i Norræna Húsinu fimmtudags- kvöldið 7. sept. kl. 20, en fundar- störf hefjast kl. 9 á föstudags- morgun. Fyrsti dagur fundarins er helgaður efninu „islenzk bóka- söfn á ári bókarinnar”, og er þá eingöngu fjallað um innlend mál- efni og félagsmál islenzkra bóka- varða. Þann dag fara erlendu gestirnir i ferðalag i boði Nor- ræna félagsins. Dagskráin hefst með ávarpi menntamálaráðherra, hr. Magnúsar Torfa Olafssonar. Aðr- ir ræðumenn eru Stefán Július- son, bókafulltrúi rikisins.sem heldur yfirlitserindi um islenzk bókasöfn, Haraldur Guðnason, bókavörður, flytur erindi um lög almenningsbókasafna, Finnbogi Guðmundsson, landsbókavörður, ræðir um rannsóknarbókasöfn, Þórdis Þorvaldsdóttir, bókavörð- ur fjallar um bókasafnsmiðstoðv- ar, og prófessor Sigurður Lindai talar um hlutverk bókasafna i nú- timaþjóðfélagi. Aðalefni laugardags og sunnu- dags er „Almenningsbókasafnið sem menningarmiðstöð”. Á laugardag flytur Haraldur Ólafs- son, lektor, erindi, sem hann kall- ar „Kultur, myt och realitet” og Guðmundur Kr. Kristinsson, arkitekt, talar um bókasafns- byggingar. Báða dagana munu þau Ingerlise Koefoed og Bengt Holmström ræða um bókasafnið sem menningarmiðstöð og ýmsa þætti þess, sérstaklega hið breytta hlutverk almennings- bókasafnsins, sem ekki er lengur einföld útlánsstöð fyrir bækur, heldur stofnun, sem býður al- menningi upp á margþætta menningarstarfsemi, svo sem kynningu á tónlist, bókmenntum og myndlist, svo að eitthvað sé talið. A sunnudag flytur Eiríkur Hreinn Finnbogason, borgar- bókavörður erindi um samskipti fslendinga við bækur, og siðan halda erlendu fyrirlesararnir áfram þar sem frá var horfið. Þá verður skipt i umræðuhópa og niðurstööur kynntar. Á mánudag er farið i ferðalag með viðkomu i bókasafni Hafnar- fjarðarog heimsókn til forseta Is- lands að Bessastöðum. Ýmislegt verður til skemmtun- ar þingdagana fyrir þátttakend- ur, svo sem kvölddagskrár i Nor- ræna Húsinu og Menningarstofn- un Bandarikjanna. Lokahóf verð- ur haldið i Þjóðleikhúskjallara á mánudagskvöld. Þar fara og fram þingslit. 1 tengslum við landsfundinn verða ýmsar sýningar, sem opnar verða almenningi. Er þar margt forvitnilegt fyrir bókasafnsfólk jafnt sem bókasafnara og aðra, sem láta sig varða menningar- og menntamál. Má þar telja sýningu i anddyri Landsbókasafns, sem opin er frá 7. sept. kl. 9-19 alla virka daga. Þar verða sýndar handritaviðgerðir og tæki til við- gerða og lagfæringa á handritum. 1 Handritastofnun i Árnagarði er sýning á handritum, Konungsbók Eddukvæða, Flateyjarbók og Skarðsbók. Sýningin verður opin miðvikudaga og laugardaga kl. 2- 4. Norræna Húsið (bókageymsla) sýnir ýmiss konar búnað safna. Sýna þar ýmis innlend og erlend fyrirtæki, svo og söfn og stofnan- ir. Á þeirri sýningu verða tæki, húsbúnaður og annað, er varðar nútima bókasafnsrekstur og þjónustu. Þar verða og til sýnis bækur og timarit um bókasafns- mál. 1 anddyri Norræna Hússins verða sýndar islenzkar myndir og höggmyndir, sem tengdar eru lestri og bóknotkun. Þá verður þar og sýning á -ýmiss konar kennslugögnum, t.d. nýsitækjum (audio-visual), slaufufilmum, tækjum til notkunar við mála- kennslu og ýmsu fleira. Þau gögn eru l'engin að láni Irá skólabóka- sölnunum á Keflavikurflugvelli, og er sýningin mjög lorvitnileg þeim, sem við kennslumál fást. Arkiteklarnir Helgi Hafliðason, Ferdinand Alfreðsson og Stefán Benediktsson hafa annazt uppsetningu sýningarinnar. Sýningin er opin 7-12. sept. kl. 9- 19. Framkvæmdanefnd landsfund- ar skipa: Kristin H. Pétursdótir, formaður, Herborg Gestsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Páll Skúla- son og Sigrún K. Hannesdóttir og af hálfu Norræna félagsins Jónas Eysteinsson. Landsl'undurinn leggur sér- staka áherziu á að minnast hins Alþjóðlega bókaárs, sem UNESCO hefur nefnt svo og vill hvetja sem llesta aðila til þess að leggja sinn skerf að mörkum t.d. mættu verzlanir minnast þess með gluggaskreytingum, skólar og aðrar menningarstofnanir með þvi að kynna mikilvægi bók- arinnar i þjóðielagi nútimans. UNESCÖ hefur látið gera sérstakt merki, sem einkenna á það, sem gert er i þessu tilefni. Hugmyndin að baki merkisins er sú, að samtengdir armar eigi að tákna alþjóðasamvinnu gegnum bækur og sterklegir menn, sem bera höfuðið hátt, eigi að vera tákn um mikilvægi bóka í þróun hvers lands. Kjörorð Alþjóðlega bókaársins er „Bækur fyrir alla” og þetta er einnig kjörorð bóka- safna 20. aldarinnar. Reykjavik, 5. sept. 1972. Halli á ríkis- járnbrautunum _____í Danmörku____________ Samkvæmt upplýsingum i Travel Trade Gazette 18. f.m. var beinn rekstrarhalli rikisjárn- brautanna i Danmörk á fjárhags- árinu 1971—72 samsvarandi 3756 millj. isl. kr., en greiðsluhallinn var hins vegar meiri eða sam- svarandi 6930 millj. kr. Fargjöld voru hækkuð um 14% viö árslok 1971 og 9% hækkun á að taka gildi 1. nóv. n.k. Starfsfólk nýju kjörbúðarinnar i Norðurbænum i Hafnarfirði, sem opnar í dag. Verzlunarstjórinn Gisli Iialidórsson, lengst til vinstri en til liægri er Kaupfélagsstjórinn, Ragnar Pétursson.(Timamynd GE) Ný verzlun í yngsta hverfi Hafnfirðinga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.