Tíminn - 08.09.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.09.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur S. september 1972 TtMINN 7 Mia Farrow ætlar alls ekki að skilja Mia Farrow, sem kom hingað til lands með eiginmanni sin- um, hljómsveitarstjóranum André Previn, i tilefni listahá- tiðarinnar, varð æf á blaða- mannafundi, sem nýlega var haldinn i London. Fundurinn var i tilefni uppsetningar á leik- ritinu Mary Rose, sem leikkon- an fer með aðalhlutverk i. Nokkrir viðstaddra sýndu eng- an áhuga á leikritinu, en spurðu Miu aftur og aftur hvað hæft væri i þeim orðrómi að hún væri að skilja við mann sinn. Hún sagði að blaðamannafundur þessi ætti ekki að fjalla um einkamál sin, heldur leikritið, sem hún ætlaði að leika i og að lokum varð hún æfareið og hrópaði að annaðhvort færi hún af fundinum eða hún heimtaði að salurinn yrði ruddur. Þegar hún róaðist eftir fundinn, sagðist hún svosem oft hafa heyrt þetta slúður áður, en ekk- ert væri hæft i þvi. Þau hjónin elskuðust hugástum og mundu aldrei skilja samvistir. Á myndinni er Mia Farrow með leikaranum Ralph Bates, sem leikur aðalkarlhlutverkið á móti henni i Mary Rose. ★ Fornleifafundur í Kina Hópur kinverskra kvik- myndatökumanna hefur gert heimildarkvikmynd um 2100 ára gamla grafhvelfingu, sem fannst i Hunan héraði fyrir nokkrum mánuðum. Kvik- myndin var nýlega sýnd nokkrum erlendum sendifull- trúum i Peking. og virðist að hér sé umeinn merkasta forn leifafund. sem gerður hefur verið i Kina á undanförnum áratugum,að ræða. 1 gröfinni fundust fjölmargir ómetanlegir listmunir, meðal þeirra kirtill úr silki. sem kin- verskir sérfræðingar segja, að ekki eigi sinn lika . Þá fannst í gröfinni konulik, sem hefur varðveitzt svo vel. að það gefur sizt eftir þeim egypzku smurningum. sem bezt eru varðveittir. Frægt safn hundrað ára — Þjóðminjasafnið i Moskvu er hundrað ára, en það er til húsa i byggingu við Rauðatorgið. 1 safninu er stærsta safn sögu- legra og fornfræðiiegra minja úr öllum Sovétrikjunum — nærri fjórar milljónir muna og um 10 milljónir skjala. Þar er t.d. einstætt myntsafn, heimsfrægt safn gamalla hand- rita og fornra prentaðra bóka, ennfremur safn fatnaðar, skart- gripir og gullmunir og margt annað handunninna listmuna. Safnið tók til starfa árið 1872 sem safn minjagripa frá Sevastopol úr Krimstriðinu. Siðar var það einnig látið ná til steinaldarminja og annarra fornminja allt fram á 11. öld og smám saman hafa mörkin verið færð til siðari tima. Nú ná safngripirnir orðið yfir alla sögu landsins og sýningar- salirnir, sem i upphafi voru 11, eru nú orðnir 48. Safnið og undirdeildir þess — Vasilijdómkirkjan, Novode- vitjiklaustrið og þrenningar- kirkjan i Nikitniki ásamt byggingum i Sarjadje, sem eru frá 16. og 17.öld — sóttu i fyrra 2 milljónir og 130 þúsund gestir. Við safnið starfa 170 sérfræðing- ar og sýningar frá safninu hafa farið vitt um heim. Stjórn safnsins og sérfræðingar þess taka virkan þátt i starfi hins alþjóðlega safnaráðs Unesco svo og fjölmörgu öðru ☆ Stórt vöruhús fyrir börn Stóra barnavöruhúsið i miðborg Moskvu — Detskij Mir (Heimur barnanna) — er eitt stærsta vöruhús i Moskvu. Auk aðal- verzlunarinnar eru 24 útibú og fleiri verða sett upp viðsvegar um i nýjum ibúðahverfum á timabilinu fram til 1975. Vöruvalið nær til alls, sem börn frá ungbarni til táningaaldurs hafa þörf fyrir, þar á meðal eru hvers konar leikföng, skólavör- ur, fatnaður, iþróttabúnaður o.s.frv. Vöruhúsið selur til dæmis að meðaltali 35 þúsund pör af skóm á dag. Siðustu fimm árin hefur vöruveltan aukizt um 75%. Starfsliðið telur 800 manns, flest konur. Vinnutim- inn er 8 timar 5 daga vikunnar og kaupið er gott. Námskeið, sem fýrirtækið heldur sjálft gerir starfsfólkinu þai auðvelt að læra og auka hæfni sina til starfsins og þvi fylgja hærri laun. ★ Sjálfsmorö Tala sjálfsmorða i Finn- landi heiur fimmfaldast á undanlörnum looárum. Þetla eru niðurstiiður opinberrar skýrslu. sem nýlega var birt. Fleiri karlmenn fremja sjálfs- morð en konur. fiestir á aldrinum 45 lil 64 ára. Sjálfs- morðin eru tiltölulega aigengari i borgum og bæjum, en i sveitum, segir i skýrsl- unni, en hlutfallið minnkar. Sjálfsmorðin voru algengust á Ijórða áratug aldarinnar en hefur fa'kkað nokkuð siðan. Aftur á móti hel'ur sjálfs- morðum kvenna farið jafnt og þétt fjölgandi það sem af er þessari iild. Salnar kyntölrum utan á sig Sænska leikkonan Anita Ekberg var ein höfuðkynþokkadis heimsins á sjötta áratug aldar- innar. Þá lék hún i fjölda kvik- mynda og eins og vera bar var hún viðriðin ljölda hneykslis- mála. Nú er Anita orðið fertug, hætt að leika i kvikmyndum, en liíir hinu Ijúla lifi á baðströnd- um og glaumstöðum Suður- Evrópu. Hún er orðin ærið feit og þung, en segist ekki láta það á sig l'á. Hún sé aldrei jafn eftir- sótt af karlmönnum og nú. Ráð- leggur leikkonan stúlkum, sem eru að komast til ára sinna að vera ekki að hafa neinar áhyggjur af þyngdinni. Þær skuli borða eins og þær lystir og safna kyntöírum utan á sig. Nú skulum við semja. Ég lofa að éta tengdamóður þina. ef þú vilt éta mina. Má ég spyrja? Hvers vegna flytur þú aldrei til mömmu þinnar annað slagið. eins og allar aðrar konur? - Jæja. ef þú endilega vilt vita það. þá komstu upp úr hatti töfra- mannsins. - Þessi stóra er bara þarna til að ég fái ekki slagsiðu. DENNI DÆAAALAUSI Gáðu hvort það seu til einhver kort, sem óska manni norður og niður. Hr. Wilson segist alls staðar vera að leita að sliku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.