Tíminn - 08.09.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.09.1972, Blaðsíða 16
TÍMINN Föstudagur 8. september 1972 Jóhannes hættur að þjálfa ÍBA Jóhannes Atlason, þjálfari og leikmaður 2. deildar liðs Akureyrar, er nú alkominn til Reykjavikur. Jóhannes, sem hefur verið þjálfari Akureyr- inga i sumar, var ráðinn til 1. september. Þó að hann sé nú kominn til Reykjavikur, mun hann leika með liði sinu það sem eftir er af keppnistima- bilinu. Akureyringar eru nú nær öruggir um að endur- heimta 1. deildar sætið sitt, eiga aöeins einn leik eftir i 2. deildar keppninni, og mæta þeir þá Armenningum. Þá leika þeir gegn Eyjamönnum i l(i-liða úrslitunum i bikar- keppni KSf og eiga mikla möguleika á að sigra þá. Þó að Jóhannes sé kominn til Reykjavikur, þá hefur hann ekki hætt að æfa. Hann er nú byrjaður að æfa með gamla liðinu sinu, Fram, en Jóhannes hefur verið fyrirliöi Fram og landsliðsins undan- farin ár. Kári Árnason mun þjálfa Akureyrarliðið það sem eftir er keppnistimabilsins. ★ ★ Hvaða lið kemst í 2. deild? Úrslitakeppnin i 3. deild verður leikin um helgina. Þau fjögur lið, sem sigruðu i sinum riðlum. leika um það sin á milli, hvaða lið hlýtur 2.deildar sætið, sem losnar i ár. Liöin, sem taka þátt í þessari úr- slitakeppni, eru: Viðir, Þróttur, Nesk., Vikingur ólafsvik og Siglufjörður. Keppnin hefst i kvöld og lýkur á sunnudaginn. Fösludugu r Hafnarfjarðarvöllur kl. 18:30 Viðir-K.S. <ópavogsviillur kl 18:30 Vikingur Þróttur Laugardagur Hafnarfjarðarvöllur kl. 16:00 K.S.—Þróttur Kópavogsvöllur kl. 16:00 Viðir—Vikingur Sunnudagur Stjörnuvöllur kl. 14:00 Vikingur—K.S. Stjörnuvöllur kl. 15:45 Þróttur—Viðir ★ ★ Kvennaknatt- spyrnan um helgina Nú um helgina lýkur keppni i riðlunum tveimur i lslands- mótinu i kvennaknattspyrnu. Úrslitaleikurinn i a-riðli er á milli Armanns og Grindavik- ur, en i b-riðli leiða saman hesta sina Fram og FH. Liðin, sem sigra i þessum leikjum, mætast svo til úrslita i ts- landsmótinu. Fjórir leikir verða leiknir um helgina, og mætast eftirtalin lið: Laugardagur Hafnarfjarðarvöllur kl. 14:00 Haukar—l.B.K. Kópavogsvöllur kl. 14:00 Breiðablik Þróttur Sunnudagur Framvöllur kl. 14:00 Fram—F.H. Armannsvöllur kl. 14:00 Ármann Grindav. ★ ★ Staðan í 1. deild: Nú eru aðeins eftir fimm leikiri 1. deildarkeppninni, og staðan er þessi: Fram 12 7 5 0 30:16 19 Vestm.eyjar 13 6 4 3 33:21 16 Akranes 13 7 1 5 23:18 15 Keflavik 13 4 6 3 23:24 13 Breiðablik 13 4 3 5 16:23 13 Valur 12 3 6 3 19:18 12 KR 13 3 2 8 16:26 8 Vikingur 13 2 2 9 8:22 6 WMí U m s j ó n; AI f r e ð Þ o r s t e i n s s o n Pólland vann ísland - íslenzka liðið mætir Japan næst ller á niyndinni scst Geir llallsteinsson, hann og aðrar lang- skyttur hafa brugðizt á OL-leikunum í IVIunchen. 1 gærdag léku Islendingar gegn Pólverjum i handknattleik og töpuðu 17:20. Með þessu tapi eru möguleikar tslands orðnir litlir á að hljóta niunda sætið f hand- knattleikskeppni Olympiuleik- anna. En eins og menn vita, þá leikur islenzka liðiðum 9-12. sætið i keppninni, en um sætin leika einnig Pólland, Noregur og Japan. 1 heimsmeistarakeppn- inni i Frakklandi 1970 lék islenzka liðið einnig um 9-12. sætið, mót- herjar þeirra þá, voru : Pólland, Rússland, og Japan, eða nær sömu lið og leika um sætin á Olympíuleikunum. Er þvi spurningin: Endurtekur sama sagan sig, en þá lentu Islendingar i 11. sæti — sigruðu Pólverja, en töpuðu gegn Japönum og Rússum. lslenzka liðið hefur að vissu leyti brugðizt vonum manna i keppninni á Olympiuleikunum, langskyttur liðsins hafa algjör- lega brugöizt og tapið gegn Rodney AAilburn jafnaði heims- metið í 110 m grindahlaupi - Bandaríkin eiga þrjd af fjórum fyrstu hlaupurunum Bandarikjamenn sönnuðu það enn einu sinni, að þeir eiga beztu 110 m grindahlaupara i heimi, þegar úrslitahlaupið fór fram i Miinchen i gær. Var hlaupið sára- bót fyrir 100 m spretlhlaupið, en i þvi misstu Bandarikjmenn óvænt af lestinni, eins og flestir muna. Sigur þeirra var aldrei i hættu i 110 m grindahlaupinu — Rodney Milburn kom fyrstur i mark á 13,24 sek., sem er jöfnun á heimsmetinu. Annar varð svo hinn sprettharði Frakki, Guy Drut, en siðan komu tveir Banda- rikjamenn i þriðja og fjórða sæti. Næstu menn þar á eftir komu nokkuð á eítir þeim i mark. Úrslit i hlaupinu urðu þessi: 1. Rodney Milburn, USA 2. Guy Drut, Frakkland 3. Thomas Hill, USA 4. Willie Davenport, USA 5. Frwek, Siebeck, V-Þ. 13,24 13,34 13,48 13,50 13,71 Tékkum olli miklum von- brigðum, en þá leiddu islenzku leikmennirnir leikinn, fram á siðustu mfn. Næsti leikur islenzka liðsins, verður gegn Japan. Norðmenn hættir við að hætta Norska Ól-liðið i handknattleik, hætti við að hætta, i handknatt- leikskeppni Olympiuleikanna. Norðmenn léku gegn Japönum i gær og léku þeir aðeins með einn skiptimann. Það var dökkt útlit, rétt fyrir leikinn gegn Japan, en á siðustu stundu léku tveir leik- menn norska liðsins, gegn vilja sinum. Norska liðið lék með svartan sorgarborða i leiknum og það stóð sig mjög vel — með aðeins einn skiptimann, sigraði það Japan 19:17. Þegar siðari hálfleikur var hálfnaður, var staðan 14:9, fyrirNorðmenn — en undir lokin fór úthald leikmann- anna að gefa sig. Norðmenn mæta Pólverjum i næsta leik. Aðrir leikir, sem hafa verið leiknir i handknattleikskeppn- inni, hafa farið þannig: Tékkóslóvakia — Sviþjóð 15:12 Júgóslav. — V-Þýzkal. 24:16 Rúmenia —Ungverjal. 20:14. Enn eitt gullið til A-Þýzkalands í kvennagreinum í frjálsum • Monika Zehrt setti nýtt OL-met í 400 m hlaupi Austur-Þýzkaland fékk enn einn gullverðlaunin i frjáls- iþróttakeppninni, þegar Monika Zehrt setti nýtt Ólympiumet i 400 m hlaupi kvenna, hún hljópá 51.00 sek. 1 öðru sæti varð svo stúlka frá Vestur-Þýzkalandi, og brons- verðlaunin hlaut stúlka frá Bandarikjunum. Úrslit i 400 m hlaupinu urðu þessi: 1. Monika Zehrt, A—Þ. 51.00 2. RitaWilden.V—Þ. 51,21 3. Kathy Hammond, USA 51,64 4. Helga Seidler, A— Þ. 51.86 5. Mable Fergerson, USA 51,96 Bandaríkjamenn fengu gull og silfur í 400 m hlaupi karla - AAatthews sigraði d 44.66 sek. Hinn sprettharði Bandarikja- maður, Vincent Matthews, sigr- aði örugglega i 400 m hlaupinu á Ólympiuleikunum i gær, þegar hann hljóp vegalengdina á 44,66 sek. Annar varð hinn keppnis- harði Wayne Collett, en hann hljópá 44,80sek. 1 þriðja og fjórða sætu urðu svo hlauparar frá Kenya, en 400 m hlaup virðist vera orðið vinsælt hlaup þar i landi. Þegar Kenyamenn, sem eru á góðri leið með að verða ósigrandi i langhlaupum, taka sig til og æfa, verður þess ekki langt að biða, að þeir fari að sigra i öll- um vegalengdunum. Annars urðu úrslit í 400 m hlaupinu: 1. Vincent Matthews, USA 44,66 2. WayneCollett, USA 44,80 3. Júhus Saga, Kenya 44,92 4. Charles Asati, Kenya 45,13 A myndinni sést hin kraftalega Nadezhda Tsahishowa búa sig undir að kasta kúlunni. Tsahishowa setti nýtt heimsmet í kúluvarpi kvenna á 0L • varpaði kúlunni 21.03 m Kraftakonan mikla Tsahishowa frá Sovétrikjunum, var ekki að gæla við kuluna i úrslita- keppni Ólympiuleik- anna. Hún varpaði kúlunni frá sér af miklu afli og kúlan flaug 21.03 m, sem er nýtt heimsmet. Ein stúlka veitti henni þó harða sam- keppni. Margitta Gummzl frá Austur-Þýzkalandi, en austur- þýzkar frjálsiþróttakonur eru i stöðugri framför.og þess verður ekki langt að bíða, að þær verði ósigrandi i öllum kvennagrein- um. Af sex efstu stúlkunum i kúluvarpi voru þrjár frá Austur- Þýzkalandi. Úrslit urðu þessi: 1. N. Tsahishowa. Sov. 21.03 2. Margitta Gummzl, A-Þ. 20.22 3. Ivanka Khristova, Búlg. 19.35 4. Efira Dolzhenko Sovét 19.24 5. Marianna Adam, A-Þ. 18.94 6. Maritta Lange, A-Þ. 18.85 Stúlkur frá austantjaldslöndun- um voru i tiu efstu sætunum f kúiuvarpinu. Stecher sigraði örugglega í 200 m hlaupi kvenna - hún jafnaði heimsmetið Hin unga og sprettharða Renate Stecher frá Austur- Þýzkalandi varð Ólyrrípiu- meistari i 200 m hlaupi kvenna , er hún hljóp á 22,40, sem er jafnt heimsmetinu. Raelene Boyle frá Astraliu veitti hinni 21 árs gömlu Stecher harða keppni, en þær voru langt á undan hinum stúlkunum i mark i úrslita- hlaupinu. Stecher er núver- andi Evrópumeistari i 100 m og 200 m hlaupi. Úrlit i 200 m hlaupi urðu annars þessi: 1. Renate Stecher, A-Þ 22,40 2. Raelena Boyle. Ástr. 22,45 3. Irena Szewinska, Póll. 22,74 4. Ellen Stropahl. A-Þ. 22,75 Renate Stecher, hin 21 árs gamla austur-þvzka stúlka, sigraði i 200 m hlaupi kvenná.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.