Tíminn - 08.09.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 08.09.1972, Blaðsíða 17
TÍMINN 17 Föstudagur K. september 1972 GOLF Öldungakeppni, kvenna- keppni. Blórnabikarinn Mikið verður um að vera hjá kylfingum i Golfklúbbi Reykja- vikur um helgina. Verða þar bæði öldunga og kvennakeppni, auk þess sem opin tviliðakeppni fer l'ram fyrir drengi og unglinga. Oldungakeppnin hefst i dag (föstudag) kl. 16,30. Er það undir- búningskeppni, en henni verður fram haldið með holukeppni i næstu viku. A laugardaginn kl. 13,30 hefst kvennakeppni — Blómabikarinn — en þaðer einnig undirbúningsk., sem verður fram haldið i næstu viku sem holukeppni. Kl. 14,00 hefst þar opin tviliðakeppni fyrir drengi og unglinga. Max Faclor-keppnin. íslandsmeistarinn sigraði í Rom Rico-keppninni Kazimierz Deyna, framvörður Legia.sést hér á myndinni — senda knöttinn i netið gegn IF Gautaborg. Deyna er mikill markaskorari og eru mörk lians oftast gullfalleg. Hann skoraði t.d. tvö mörk gegn Kólombiu á Ólympiuieikunum i IVIunchen, en leikinn vann Pólland 5:1. Legia Varsjá: Eitt sterkasta lið, sem komið hefur hingað, til keppni í Evrópumótum - liðið leikur gegn Víking á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn kemur Eins og komið hefur hér fram á siðunni, þá verður leikinn hér á landi einn leikur i Evrópukeppni hikarmeistara i næstu viku. A þriðjudaginn kemur, leikur eitt allra bezta félagslið i Evrópu á Laugardaisvellinum — það er Legia Varsjá, scm er citt litrik- asta félagslið Póllands og i liðinu eru sex landsliðsmenn, scm leika i Olympiuliði Póllands, sem er svo að segja komið i úrslit i knatt- spy rnukeppninni i Miinchen. i.egia veröur fyrsta erlenda félagsliðið, sem leikur á islandi i sumar, og leggja örugglega margir áhorfendur leið sina á Laugardalsvöllinn, n.k. þriðjudag 13. september, til að sjá pólsku kna ttspyrnusnillingana leika. I’ólsk knattspyrná er talin sú allra bezta, sem er hægt að sjá i Forsalan hefst í dag Forsala aðgöngumiða á leika Vikings og Legia i Evrópukeppni bikarmeistara, hefst i dag við Útvegsbank- ann, einnig verða miðar seldir þar á mánudaginn og þriðju- daginn n.k. Verð miðanna er stillt mjög i hóf og má segja, að þeir, sem kaupi sér miða á leik liðanna, fái örugglega eitthvað fyrir peninga sina. Aðgangsmiði i stúku kostar 200 kr., 150 kr i stæði og 75 kr. fyrir börn. Leikurinn hefst á þriðjudaginn 13. september ki. 18.15 og verður leikinn á Laugardalsvellinum. Þeir knattspyrnuunnendur, sem hafa áhuga á að ná sér i miða i stúku, er bent á, að tryggja sér miða sem fyrst — þvi að það má búast við, að það verði erfitt að fá stúku- miða við innganginn. Evrópu i dag — Legia Varsjá, hefur allt af getið sér orð fyrir frábæra leikui lcikmanna sinna, nýtizkulega knattspyrnu, og leik- menn liðsins eru drengir góðir i leik, en gefa þó ekki eftir i heiðar- legri haráttu. Við skulum nú lita á sögu félagsins oghinn frábæra árang- ur, sem leikmenn Legia, hafa náð gegn erlendum knattspyrnulið- um: iþrótta félagið WKS ..Legia Varsjá var stofnað árið 1916, ein- mitt þegar hildarleikur fyrri heimsstyrjaldarinnar stóð hvað hæst. Fyrstu árin voru erfið eins og gefur að skilja, en það hefur rætzt úr og félagið er nú eitt hiö öflugasta og stærst i Póllandi. Tuttugu og þrjár iþróttagreinar eru iðkaðar i félaginu og það telur þúsundir l'élaga. sem margir hverjir eru i hópi frægasta i- þróttafólks heims. A árunum 1924—1968 hafa félagar úr Legia unnið til fjörutiu verðlauna á Ólympiuleikunum þar af tvenn gullverðlaun. niu silfurverðlaun og 29 bronzverðlaun og eru ekki mörg félög i heiminum, sem geta státað af slikum árangri félags- manna sinna. Og á Olympiuleik- unum i Munchen átti félagið sem áður marga sigursæla keppendur þar af nokkra i pólska landslið- inu i knattspyrnu. og leika þeir leikmenn gegn Vikingi hér á Laugardalsvellinum i kvöld. Knattspyrnulið Legia hefur leikið i 1. deild i Póllandi siðan 1927 og hefur um langt árabil ver ið þar i fremstu röð, enda kunnast pólskra liða ásamt Gornik. Liðið hefurfjórum sinnum unnið meist- aratitil Póllands i knattspyrnu, eða 1955, 1956. 1969 og 1970. Bikar- meistari hefur félagið orðiö fimm sinnum. 1955. 1956, 1964, 1966 og 1971 og leikur þvi gegn Vikingi i Evrópukeppni bikarhafa að þessu sinni. Legia hefur þvi vegna árangurs sins oft tekið þátt i Evrópubikar- keppni meistaraliða, einu sinni i Evrópukeppni borgarliða (nú UEFA-bikar) og nú i fyrsta sinn i Evrópukeppni bikarhafa. Fyrsta þátttaka liðsins i Evrópukeppninni var 1956 og lék það þá við Slovan Bratislava, hið kunna tékkneska lið og tapaði á markatölu. Slovan vann fyrri leikinn með 4:0, en Legia þann siðari með 2:0. Arið 1960 mætti liðið danska liðinu AGF frá Arós- um i fyrstu umferð og féll úr Itobert Gadocha, aðalógnvaldur liösins. Mjög marksækinn fram- herji, sem skoraði þrennu á OL- leikunum í Mtinchen, þegar Pól- land vann Kólombiu 5:1. Hann er 25 ára, hefur leikið rúmlega þrjá- tiu landsleiki fyrir Pólland. einnig á markatölu. Danirnir sigruðu i Arósum með 3:0, en töp- uðu ekki nema 1:0 i Varsjá. En eftir þetta fór að ganga mun betur hjá Pólverjunum i Evrópu- bikarkeppninni. Næst lék Legia i keppninni 1969 1970 og vann þá fimm leiki af átta lapaði loks lyrir þvi liði, sem varð Evrópu- bikarmeistari. Fyrstu leikirnir voru gegn UT Arad og vann Legia báða, 2:1 og 8:0. Þá var leikið gegn franska liðinu Saint Etienne I annarri um- ferð og aftur vann Legia báða leikina lyrst 2:1 og siðan 1:0. i þriðju umferð lék Legia við tyrk- neska liðið Galtasarey og eftir jafntefli i fyrri leikunúm i Tyrk landi, 1:1, vann Legia i Varsjá 2:0 og var þar með komið i undanúr- slit þessarar miklu keppni. ()g i undanúrslitum lék liðið við Feyenoord. hollenzka liðið heims- lræga, sem lyrr i þessari keppni, 1969, hafði sigrað KR með 12:0 og 4:0, en báðir leikirnir voru háðir i Hollandi. Legia gerði jafntefli i heimaleiknum við Feyenoord 0:0, en tapaði i Rotterdam 0:2. Þar með voru llollendingarnir komnir i úrslit og þar sigruðu þeir Celtic 2:1 i Milanó. Legia lék aftur i Evrópukeppni 1970—1971 og el'tir mjög góða keppni tapaði liðið á einu úti- marki. Legia lék lyrst við IF Gautaborg og vann heima 4:0 og 2:1 i Gautaborg. 1 annarri umferð mætti Legia belgiska liðinu Standarr Liege og eftir að hafa tapað i Belgiu 0:1 vann Legia heimaleikinn 2:0 og var þar með komið i átta-liða-úrslit. Þar drógst Legia gegn hinu fræga liði Atletieo Madrid og voru leikirnir milli þeirra afar skemmtilegir og tvisýnir. Fyrri leikurinn var i Madrid og sigraði Atletico með 1:0. Siðari leikinn vann Legia með 2:1 i Varsjá. Stigatalan var þvi jöfn og markatalan einnig, en spænska liðið komst i undanúrslit á markinu, sem það skoraði i Varsjá. þar sem útimörk gilda tvöfalt er markatalan er jöfn. P'ramhald á bls. 19 Hin árlega opna golfkeppni Hafnfirðinga, Ron Ricó-keppnin, lór fram um siðustu helgi, en það er 36 holu keppni, sem stendur yfir i 2 daga. Til hennar hefur E. Th. Mathiesen gefið vönduð verð- laun, bæði með og án forgjafar, og voru þau afhent i mótslok af eiginkonu Einars Mathiesen, Ernu Mathiesen, en Einar er nú staddur úti i Miinchen, þar sem hann er einn af fararstjórum handknattleiksliðs okkar. Leikið var á hinum nýja 12 holu velli Hafnfirðinga, sem allir kylfingar eru mjög hrifnir af. Þrátt fyrir það mættu samt ekki nema um 50 þeirra i mótið, sem er nær helmingi minni þátttaka en i þessu sama móti i fyrra. Úrslit urðu þau i keppni án for- gjafar, að Lol'tur Olafsson, GN, sigraði. Var hann einu höggi betri en Július R. Júliusson, sem i þetta sinn lék á heimavelli. úrslitin urðu annars þessi: Loftur Ólalsson, GN 78:80= 158 Július R. Júliusson, GK 81:78= 159 Þorbjörn Kjærbo, GS 85:77= 162 Ingvar ísebarn, GK 78:86= 164 Með forgjöf urðu úrslit þau, að örn tsebarn, GK, sigraði á 137 höggum nettó (82:85-30 = 137) Annar varð Marteinn Guðnason, GS, á 140 höggum, en hann paraði 8 siðustu holurnar síðari daginn og lék þá á 82 höggum. 1 þriðja og fjórða sæti urðu svo jafnir, á 143 höggum nettó, þeir Pétur Eliasson, GK, og Hilmar Stein- grimsson, GN Sfðastá opna golfkeppni ársins um næstu helgi Um næstu helgi fer fram siðasta opna golfkeppni ársins. Það er BEA-keppnin, sem fram fer á velli Golfklúbbs Suðurnesja. Þessi keppni kemur i stað Pan Am-keppninnar, sem haldin hefur verið þar suðurfrá undanfarin ár. Þetta er flokkakeppni, og verður leikið i meistara; 1. og 2. flokki karla. Raðað verður i flokka eftir forgjöf eins og á tslandsmótinu, nema að 3. flokkur leggst niður, og þeir sem eru með hæstu for- gjafirnar leika þvi i 2. flokki. Keppnin hefst á laugardag, og henni lýkur daginn eftir. Búast má við góðri þátttöku i þessu siðasta opna golfmóti ársins, en þeir sem ætla að taka þátt i þvi, eru beðnir að skrá sig hjá við- komandi klúbbi, eða þá hjá Golfkl. Suðurnesja- simi 92-2908.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.