Tíminn - 08.09.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 08.09.1972, Blaðsíða 19
Föstudagur 8. september 1972’ TÍMINN 19 Vetraráætlun Flugfélags íslands: Fokkerarnir taka sig upp eða lenda 20. hverja mínútu Broshýrir kennaraskólanemar Christer. (Ljósm. Gunnar) haustsólinni, talið frá vinstri, Guðmundur, Tor Andreas, ólafur og VELHEPPNUÐ RÁÐSTEFNA KENNARASKÓLANEMA - lýst yfir stuðningi við útfærslu landhelginnar, frá Lögbergi Stp—Reykjavík Dagana 1. til 6. september stóðu samtök fslenzkra kennaranema fyrir norrænu námskeiði á vegum NSI (Nordisk samarbejds- organisasjon for lærerstudenter) á Laugarvatni. Verkefni námskeiðsins var jarðfræði Islands og samspil jarðfræði og sögu. Þátttakendur voru um 40, þar af 11 Sviar, 7 Norðmenn, 4 Danir og 16 íslendingar. Ég náði tali af nokkrum þátttakenda, er þeir komu saman i Þjóðminjasafninu i gær. Bar þeim öllum saman um, að þetta hefðu verið ógleyman- legir dagar og kváðu jafnvel svo fast að orði, að þeir hefðu aldrei upplifað annað eins. Algjör sam- hugur og lifsgleði einkenndi þessa dag á Laugarvatni öðru fremur. LEIÐRÉTTING A föstudag birtist frétt i blaðinu um að kona hefði i fyrsta sinn tekið við starfi skólastjóra við barna- og gagnfræðaskólana i Reykjavik. Þetta var ekki með öllu rétt. Aslaug Friðriksdóttir mun vera önnur konan, sem er skólastjóri á þessu námsstigi, Helga Þorgilsdóttir, fyrrverandi yfirkennari,var settur skólastjóri við Melaskólann um eins árs skeið i fjarveru Inga Kristins- sonar 1962-3 og hafði áður gegnt skólastjórastörfum við lát Arn- grims Kristjánssonar 1959. Þá hafa konur verið skóla- stjórar við aðra skóla svo sem Kvennaskólann og Helga Magnúsdóttir við skóla tsaks Jónssonar um tveggja ára skeið. Ég ræddi litillega við Ólaf Jóhannesson, formann samtaka kennaranema, og Guðmund Guð- mundsson, mótstjóra námskeiðs- ins á Laugarvatni, og spurði þá um tilhögunina. — Námskeiðið var haldið i Hús- mæðraskóla Suðurlands (gamla skólanum) á Laugarvatni. Þarna var ýmislegt til skemmtunar og fróðleiks. Fyrsti dagurinn var notaður til að koma sér fyrir og hvila sig og var þá einnig gerð grein fyrir verkefnum námskeiðs ins. Næsta dag var farið i ferða- lag og skoðaðir staðir eins og Skálholt , Hekluhraun, Gullfoss og Geysir. Leiðsögumaður var Haukur Tómasson, jarðfræðing- ur. Var leitazt við aö t'létta saman jarðfræði staðanna og sögu. Seinna flutti Haukur svo fyrir- lestur um það, sem fram kom i ferðinni. Auk hans fluttu fyrir- lestra á námskeiðinu þeir Arni Stefánsson kennari, Lýður Björnsson kennari, Stefán Arnórsson jarðfræðingur og dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur. Seinna var farið á Þingvöll og staðurin.skoðaður. Það er gaman að geta þess, að i þessari ferð samþykkti hópurinn einróma að ■lýsa yfir stuðningi við útfærslu islenzku landhelginnar. Lýsti Norðmaðurinn Tor Andreas Gitlesen þvi hátiðlega yfir fyrir hönd kennaranema á Lögbergi. Einnig var ákveðið að senda fjöl- ritaða yfirlýsingu til blaða og rikisstjórna á Norðurlöndum. Einn daginn var haldið ársþing N.S.L. og var ákveðið að næsta raostefna yrði haldin i Dan- mörku, en þær eru haldnar árlega og var siðast i Noregi. Eins og áður er sagt, voru þátt- takendur allir afar ánægðir með dvölina á Laugarvatni. Christer Strandberg, Sviþjóð: ,,Mér finnst ég hafa lært mjög mikið um Is- land, en i sænsku skólunum fáum við næsta litið að vita um það. Það er merkilegt að kynnast þvi, hvernig samleikur Islendinga við náttúruna hefur verið. Ég hef aldrei upplifað annað eins á æv- inni, og ég er mjög hrifinn af is- lenzku þjóðinni, þeir eru svo manneskjulegir.” ÞÓ—Reykjavik. Vetraráætlun innanlandsflugs Klugfélags islands gengur i gildi 1. október n.k. Þessi vetraráætlun er sú umfangsmesta i sögu félags ins á innanlandsleiðunum. í vetur er gert ráð fyrir 54 flugferðum frá Reykjavik í viku hverri, með 67 viðkomum á hinum ýmsu stöð- um á landinu. Frá klukkan 9 að morgni til kl. 9 að kvöldi helja skrúfuþotur félagsins sig til flugs og lenda á einhverjum flugvelli landsins,um það bil tuttugustu hverja minútu. i fyrsta skipti verður vetraráætlunin eingöngu framkvæmd með Fokker Friend- ship skrúfuþotum, en félagið á nú fjórar slikar flugvélar. I einstökum atriðum er vetrar- áætlunin sem hér segir: Milli Reykjavikur og Akureyrar verða 17 ferðir i viku fram og aftur. Þar af halda ferðirnar á miðvikudög- um og sunnudögum áfram til Egilsstaða og til baka um Akur- eyri, og ferðirnar á mánudögum og föstudögum halda áfram frá Akureyri til Raufarhafnar og Þórshafnar og sömu leið til baka. Til Vestmannaeyja verða 10 ferðir i viku, sem er sami ferða- fjöldi og siðastliðinn vetur, en þess ber að geta, að nú verða all- ar ferðir flognar meö Friendship skrúfuþotum. Til Isafjarðar verða ferðir alla daga, þar af sex ferðir beint fram og til baka og ein með viðkomu á Þingeyri. Til Egilsstaða verður flogið alla daga þar af fimm beinar ferðir frá Reykjavik en tvær um Akur eyri. Til Húsavikur verða þrjár ferðir i viku frá Reykjavik; á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Til Hafnar i Horna- firði verða fjórar i viku; a prioju- dögum, fimmtudögum, laugar- dögum og sunnudögum. Allar ferðir til Hafnar eru morgunferð- ir nema sunnudagsferðin, sem er farin siðdegis. Er þetta meðal annars gert til þess að auðvelda hópum, félagssamtökum og ein- staklingum helgardvöl á Horna- firði. Til Patreksfjarðar verða þrjár ferðir i viku; á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum. Til Þingeyrar verður flogið á mið- vikudögum og sunnudögum i sambandi við ílug til Patreks- fjarðar og tsafjarðar. Tii Sauðárkróks verða þrjár ferðir; á mánudögum, miðviku- vikudögum og föstudögum. Til Norðfjarðar verða flognar tvær ferðir frá Reykavik, á þriðjudög- um og laugardögum. Til Fagur- hólsmýrar verður flogið á mið- vikudögum i sambandi við flug til Hafnar i Hornafirði. Til Raufarhafnar og Þórshafnar verða ferðir á mánudögum og föstudögum i framhaldi af flugi til Akureyrar. petta er umlangsmesta vetrar- áætlun innanlands fjá Flugfélagi Islands til þessa. Félagið keypti tvær skrúfuþotur siðastliðið sumar og hefur nú fjórar slikar flugvélar til innanlandsflugs og Færeyjaflugs. Eins og undanfarin ár verða bil ferðir frá mörgum flugvöllum til nærliggjandi byggðarlaga. Þess- um ferðum hefur verið komið á með góðu samstarfi við sérleyfis- hafa og umferðardeild pósts og sima. Afgreiðslur Flugfélags Is- lands og skrifstofur um allt land veita upplýsingar um þessar ferðir. Samkomulag við Belga Framhald af bls. 1. vert landið og eitt er Ut af Snæ- fellsnesi. Á tveim svæðanna eru veiðar leyfðar i ellefu mánuði, á öðrum tveim i tiu mánuði, á einu svæðinu i tiu mánuði, á einu svæðinu eru veiðar heimilaðar i niu mánuði, á öðru i átta mánuði og i kring um Hvalbak eru veiðar aðeins leyfðar i 2 mánuði á hverju ári. Hvalbakssvæðið nær upp að 12 milna mörkunum, og hin eru fjór- tán milur frá landi, en aðeins eitt svæðanna nær út að 50 milunum. Bélgarnir fá ekki leyfi til humarveiða á þessum svæðum, en að öðru leyti mega þeir veiða hvað sem þeir vilja og eins mikið ogþeir geta. Álegur afli Belga hér Tilfinnanlegur skortur á starfsfólki í sláturhúsi KEA 10% aukning sláturfjár frá síðasta ári SB—Reykjavík. Undanfarið hefur verið slátrað um 200 stórgripum á Akureyri, en sauðfjárslátrun hefst nú um miðjan mánuðinn. Tilfinnanlegur skortur er á starfsfólki I slátur- húsi KEA I haust, og sagðist Haukur ólafsson sláturhússtjóri búast við að slátrun stæöi fram i nóvember, ef ekki rættist úr. Stórgripir þeir, sem undanfarið hefur verið slátrað, eru alikálfar og kýr úr Eyjafirði, en þar er kálfauppeldi aö jafnaði mjög mikið. Sauðfjárslátrunin hefst hjá KEA 14. september, og veröur slátrað 35 þús. fjár á Akureyri, 5 þús. á Grenivík og 10 — 11 þús. á Dalvik. Er þetta um 10% aukning siðan i fyrra. Haukur kvað hreinustu vand- ræði með vinnuafl i haust, enda hefði iðnaðurinn i bænum farið svo mjög vaxandi, að hann heföi hirt allt fólk, sem vinnufært væri. „Akureyringum fjölgar svo litið, að þetta eru hreinustu vandræði”, bætti hann viö. Um 100 manns starfa venjulega i sláturhúsinu, en nú hafa aðeins um 50 boðið sig fram. Slátrun á að ljúka 20. október, en ef ekki fæst nóg fólk, stendur hún vafalaust fram i nóvember. Legia Framhald af 17. si. ‘. Eins og áður segir tók _,ia þátt i borgakeppni Evióp’. 1969—1970. Liðið lék har fyrst við Waregem frá Belgiu og vann heimaleikinn 2:0, en tapaði hin- um 0:1. 1 annarri umferð lék Legia við TSV Munchen og sýndi þar frábæran leik i Varsjá — sigr- aði með 6:0. I Munchen sigraði Legia einnig 3:2.1 þriðju umferð lék liðið við hið fræga lið Ung- verjalands Ujpest Doza — gerði jafntefli i Varsjá 2:2, en tapaði útileiknum 0:1. Af þessari upptalningu má sjá, að Legia, Varsjá, er mjög sterkt liö — eitt sterkasta lið, sem komið hefur hingað til lands i keppni i Evrópumótunum. Það tekur nú i fyrsta sinn þátt i Evrópukeppni bikarhafa og er talið hafa mikla möguleika á að komast i úrslit — en sigurstranglegast liða i keppn- inni er Leeds United, énsku bik- armeistararnir taldir. Legia. Varsjá, hefur á undan- förnum árum leikið fjölmarga „vináttuleiki” við heimsfræg knattspyrnulið og unnið þar góða sigra. 1 Frakklandi vann það til dæmis Stade Reims 2:1, i Vestur- Þýzkalandi Rot-Weiss, Essen, 5—1, Fortuna, Dusseldorf 3:1, Hannover 96 með 3:2 — og i Ung- varjalandi eitt frægasta lið heims hér áður fyrr. Hoved. með 3:1. við land á undanförnum árum hefur verið 12-14.000 tonn. Tekið er fram i samkomulag- inu, að Belgar skuli gæta sér- stakrar varúðar vegna nema is- lenzkra veiðiskipa, og skulu skip- in i einu og öllu fara eftir reglum Islendinga um veiðarnar. Land- helgisgæzlan skal eiga rétt á að rannsaka veiðiútbúnað skipanna og að krefjast hvers konar upp- lýsinga um veiðarnar. 1 samkomulaginu er ekkert, sem segir til um almennan rétt strandrikis til að ákveða viðáttu fiskveiðilögsögu sinnar. — Með samkomulagi þessu hafa tvær fiskveiðiþjóðir viður- kennt okkar meginkröfur sagðí Lúðvik Jósefsson, og bráðlega munu hefjast frekari viðræður við Færeyinga um veiðar togara þeirra innan 50 milnanna. Hannibal Valdimarsson félags- málaráðherra sagði um sam- komulagið, að það væri mjög þýðingarmikið, og einkum þar sem eitt af Efnahagsbandalags- rikjunum ætti i hlut. Hann sagði, að fullt samkomulag heföi verið i rikisstjórninni um samkomulag- ið, og landhelgisnefndin hefði tal- ið sig fylgjandi samkomulaginu. Samningar við Breta Lúðvik Jósefsson sagði á blaða- mannafundinum, að honum litist ekki á samkomulagshorfurnar við Breta meðan sama ástandið héldist áfram á miðunum, og þangað væru jafnvel send herskip, og Hannibal bætti þvi við, að „það væri áð iðrast eftir dauðann að fara nú að setja nöfn og númer á togarana og fiska dýpra”, eins og raunin hefur verið i gær og fyrra- dag. Að lokum sagði Einar Ágústs- son utanrikisráðherra að málin leystust ekki án viðræðna og átti þá við Breta og íslendinga, en hann bætti við: — Ég hef ástæðu til að halda, að þrátt fyrir að blik- ur séu nú á lofti milli Islendinga og Breta. þá sé enn verið að hug- leiða viðræður i London. Hann sagði ennfremur: ,,— Enn ber talsvert á milli hjá Bretum og íslendingum, enda er staðrey ndin sú, eins og allir vita, að við höfum ekki náð samkomulagi. Fullnægjandi lausn Þá sagði ráðherrann um nýgert samkomulag við Belgiumenn: Þeir lita svo á, að samkomulag þetta sé fullnægjandi lausn, i skilningi Efnahagsbandalagsins. en að öðru leyti get ég ekki sagt til um áhrif samkomulagsins á samn- ingana við Efnahagsbandalagið. t þessu sambandi er rétt að taka fram að þegar samningurinn við Efnahagsbandalagið var undirritaður, var fyrirvari af hálfu bandalagsins um fullnægj- andi lausn landshelgisdeilunnar. Formaður belgisku samninga- nefndarinnar i Reykjavik var Etienne llarford. sendiherra Belga á islandi með aðsetri i Osló, en með honum i samninga- nelndinni voru lulltrúar úr utan- rikisráðuneytinu. fulltrúar tog- araeigenda og togaraskipstjóra. Harford sendiherra sagði eftir undirskriftina i viðtali við Tim- ann. að samkomulagið væri full- nægjandi. en það va'ri augljóst, að báðir aðilar hefðu sízt á mála- miðlun. Fiskveiðar væru ekki verulega stór þáttur i efnahagslifi Belga, sem væru fyrst og fremst iðnaðarþjöð. Flestir togaraeigendurnir ættu aðeins eitt skip, og væri eiginlega um fjölskyldufyrirtæki að ræða, þar sem maður fram af manni hefði stundað fiskveiðar viö ts- land. Sendiherrann sagði ennfremur. að framkvæmdanefnd Efnahags- bandalagsins hlyti að fagna þess- um samningum, þar sem þeir væru fullnægjandi að áliti eins af aðildarlöndunum (Belgia er i EBE, og i Brussel eru aðalstöðv- arnar), og e.t.v. ætti þetta sam- komulag eftir að auðvelda fisk- veiðisamninga við önnur EBE- riki. Formaður islenzku samninga- nefndarinnar i þessum viðræðum var Hans G. Andersen þjóðréttar- fræðingur, og með honum i nefnd- inni voru þeir Þórarinn Þórarins- son, formaður utanrikismála- nefndar, Jónas Árnason alþingis- maður, Jón Arnalds ráðuneytis- stjóri og Þorsteinn Ingólfsson fulltrúi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.