Tíminn - 09.09.1972, Síða 1

Tíminn - 09.09.1972, Síða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR JO/iáii<Mvéía/t 4/ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 (lERA ^ kæli skápar Starfsmenn landhelgisgæzlunnar aö þvo nýju þyrlurnar úr grænsápulegi i blíðunni i gærdag. (Timamynd Gunnar) Þyrlurnar geta lent á fjórum varðskipanna KJ—Reykjavik Flugvirkjar Landhelgisgæzl- unnar voru önnum kafnir við að þvo Bell-þyrlurnar tvær við flug- skýli „gæzlunnar” i gærdag, en I fyrrakvöld komu þyrlurnar hing- að til lands frá Bandarikjunum i stórri flutningaflugvél. Þyrlurnar voru keyptar notaðar af banda- riska hernum og bera enn lit hans og einkennisstafi. Þær geta lent á öllum varðskipunum nema Arvakri. Fimm þýzkir innan við 50 mílurnar KJ—Reykjavik Samkvæmt talningu Landhelg- isgæzlunnar voru 59 erlend veiði- skip við Island i dag, og þar af voru 54 að veiðum, en hitt voru brezkir togarar á siglingu af mið- unum við landið. Fimm vestur- þýzkir voru greinilega fyrir innan 50 mílurnar. Alls var 21 brezkur togari rétt utan við eða rétt innan viö 50 Frh. á bls. 15 Þyrlurnar eru af gerðinni Bell 47-3b-2., og eru sams konar þyrlur notaöar af bandariska flughern- um og fleiri aðilum. Mikil og góð reynsla hefur fengizt af þessari gerð, og er sennilega meira fram- leitt af henni nokkurri annarri i heiminum. Þyrlurnar eru i grundvallarat- riðum af sömu gerð og TF-EIR var, en þó með annarri útfærslu, sem hentar betur um borð i varð- skipunum, og auk þess getur þessi gerð lyft meiri þunga. Þyrlurnar eru keyptar notaðar og verða teknar til skoðunar og eftirlits, áður en hægt verður að taka þær i notkun. Eftirlit og skoðun annast flugvirkjar Land- helgisgæzlunnar, en rétt er að undirstrika. að sérstök þjálfun flugvirkja og flugmanna er ekki nauðsynlegt, þar sem þjálfun vegna TF-EIR á sinum tima kemur að fullum notum við þess- ar þyrlur. Auk þessa á Landhelg- isgæzlan nokkrar birgðir af vara- hlutum frá TF-EIR, sem hægt er aö nota i þessar þyrlur. Þyrlurnar voru keyptar á hagstæðu verði. Ekki er hægt að segja um, hvenær þyrlurnar verða tilbúnar til noktunar, þar sem önnur verkefni verða að ganga fyrir hjá flugvirkjum Landhelgisgæzlunn- ar. Þyrlurnar taka flugmann ogeinn farþega i sæti, en hægt er að breyta sætum þannig, að tveir farþegar komist fyrir. Þyrlurnar verða notaðar fyrir björgunar- og gæzluflug, auk ann- arra verkefna hjá Landhelgis- gæzlunni. Tæpast hönd, sem ekki hefur kappnóg að vinna llm siðustu mánaðamót voru atvinnuleysingjar á öllu landinu aðeins 115 — rúm- lega einn maður á hverja tvö þúsJbúa og öllu fleiri konur en karlar. Svo til hver einasta bönd landshorna á milli hefur með öðrum orð- iiiii nóg að starfa. Það er að- eins á Siglufirði, llofsósi og i llöfðakaupstað, sem ekki er i boði eiiis mikil eða meiri vinna en fólk annar, og bitn- ar það öllu meira á kvenfólki á tveim siðartöldu stöðun- um. Utan Heykjavikur og Sigluljarðar eru saintals skráðir atvinnulausir átta karlár i þrem kaupstööum, og alvinnulausar konur i öll- uin kaupstöðum landsins, að hiifuðborginni meðtalinni, eru fjórtán. Ekki er ein ein- asta mauneskjaatvinnulausi kauptúni með yfir þúsund ibúa, og ekki heldur I neinu iiðru kauptúni á öllu landinu, utan llöfðakaupstaðar og llofsóss, nema ein kona á Blönduósi og einn karlmaður á Haufarhöfn. Liklega var vandfundið land i veröldinni, þar sem at- vinna cr jafnkappnóg og hér. Eigendur Iðnó þjarma að Leikfélaginu Heimta stórhækkaða leigu og hóta illu ella ÞB—Rcykjavik Sl. miðvikudag lagði hússtjórn Iðnó nýjan leigusamning fyrir Leikfélag Reykjavikur. Leigu- saniningur siðasta árs er nú runninn út og starfsemi Leik- félagsins komin undir þvi, að samningur verði gerður um næsta leikár. Er Leikfélaginu ella hótað að það verði borið út. t nýju samningsdrögunum var svo kveðið á, að upptaka lyrir hljóðvarp og sjónvarp væri háð leyfi hússtjórnar, auk þess sem leigutaka var skylt að sjá um margt, sem lýtur að viöhaldi hússins. Akvæðið um hljóðvarp og sjónvarp var fellt úr á fimmtu- dag. Heizti ásteytingarsteinn Leik- félagsins er þó sú 50% hækkun á leigu, sem forsvarsmenn þess telja, að nýju samningsdrögin feli i sér, en það þýöir, að leigan, sem var tæplega 1,8 milljónir fyrir siðasta ár. hækkar i tæþlega 2,7 milljónir nú. . Leikfélagið fær ekki að hefja starfsemi sina fyrr en samningurinn hefur veriö undirritaður og hefur verið skipt um skrá i dyrum að miðasölu, svo að Leikfélagsmenn geta ekki opnað þær með lyklum sinum. Varö þess arna vart á miðviku- dagsmorgun. Hefur miðasala farið fram um skrifstofu félagsins, en þaðan er gengt i miðasölu. Leikfélagið hefur haldið áfram æfingum i húsinu, þótt samningar hafi ekki tekizt, enda hefur það ekki verið boriö út enn. Sæti i sal, teppi i sal, magnara- kerfi, ioftræsting i kjallara, sviös- búnaður og sviðsljós er allt i eigu Leikfélagsins, og hefur hússtjórn not af öllu þessu endurgjalds- laust. Tekjur Leikfélagsins eru eingöngu af aðgöngumiöasölu, annað, svo sem veitingasala, er i annarra höndum. 70—80 manns vinna hjá Leikfélaginu, og á áætlun na-sta árs er kostnaður vegna launagreiðslna taiinn ein og hálf milljón króna á mánuði, svo að fimmtiu þúsund króna tap verður af hverjum degi, sem kann að fara til spillis vegna samningaþófsins. Hitt er svo annað mál, að félaginu hlýtur að vera nauðsyn á eigin húsnæði, en það hefur orðiö að hafa Iðnó á leigu allan sinn Frh. á bls. 15 FJÖGURRA ÁRA TELPA LÉZT í BIFREIÐASLYSI Klp—Reykjavik. llm kl. 18.00 i gær varð dauöa- siys hjá Tjarnarbóli við Nesveg. Þar varö fjögurra ára gömul telpa á þrihjóli fyrir sendiferða- bifreið, og mun hún hafa látizt samstundis. Nánari tildrög slyssins voru þau, að sendiferðabifreið var ekið frá bifreiðastæðinu við húsið nr. 4 viö Tjarnarból. Litla stúlkan var að leika sér á þrihjólinu á bifreiöastæðinu og mun hafa verið fyrir framan bilinn, þegar hann fór af stað. Bifreiðarstjórinn segist ekki liafa orðið hennar var, þegar hann steig upp i bilinn, og hafði hann aöeins ekið einn til tvo metra, þegar hann fann að eitt- hvað var athugavert. i gær voru skráð hjá lögregl- unni átta slys, en ekkert þcirra var stórvægilegt en alls 28 árekstrar. Er þetta óvenjumikið, cn varla er hægt að kenna veður- skilyrðum um. þvi að i gær var veður mjög gott i höfuðb „Beðið eftir Goudot:” Uppi á Skólavörðustig er borgarfógetinn með útburðarvaldið, Jón Axel á sólar- strönd Spánar með húsforráðin, umbi hans floginn út i bláinn, og hér sitja leikfélagsmenn niðri i Iðnó: Guðmundur Pálsson, Steinþór Sigurðsson, Steindór Hjörleifsson, Vigdfs Finnbogadóttir, Baldvin Tryggvason og Hjörtur Torfason lögmáður — Timamynd: GE

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.