Tíminn - 09.09.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.09.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. september 1972 TÍMINN a£oa Lífstiðarfangi á faraldsfæti Ljósmyndarinn, sem tók þessar myndir, trúði vart sinum eigin augum þegar hann sá þennan gráhærða viröulega mann vera að tala i almenningssima við þjóðbraut skammt frá Stokkhólmi. Hann tók myndir af honum þegar maðurinn kom út úr simaklef- anum, gekk rólega að bil sinum og ók á brott á löglegum hraða. Maðurinn i simaklef- anum er Stig Wennerström, sem var háttsettur i sænska hernum og utanrikisþjónust- unni. en var dæmdur i lifs- tiöarfangelsi árið 1965 fyrir landráð, en hann reyndist sannur að þeirri sök, að hafa stundað njósnir fyrir Sovét- rikin i mörg ár og veitt mikils- verðar upplýsingar um land- varnir Svia. Sannleikurinn er sá, að Wennerström var látinn laus fyrir nokkrum árum, þar sem hervarnir Sviþjóðar eru orðn- ar svo breyttar siðan hann fékkst við slik mál, að hann getur engan skaða gert, þótt hann kjafti frá þvi sem hann vissi þegar hann var og hét. Wennerström býr nú með konu sinni i litlu húsi á af- skekktum stað fyrir norðan Stokkhólm. O Algengasta nafnið er Martin Margir hafa látið að því liggja að nafnið Dupont sé algengasta eftirnafnið i Frakklandi. Það mun þó ekki vera, heldur er Martin algengasta eftirnafnið. Algengustu karlmannsnöfn eru> Jean og kvenmannsnafn Marie. önnur algeng karlmannsnöfn eru Pierre, Michel, Francis, Alain og Jacques. Fjöldaframleiðsla í Japan á listiðnaði Indi- ána. Gamlir rokkar, trog, hagldir. kistur og askar og yfirleitt allir hverdagslegir hlutir. sem ömmur okkar og afar töldu til sjálfsagðra bús- áhalda og amboða. eru nú mjög i tizku og seljast háu verði, ef slikt er á boðstólum, enda er eftirspurnin mikil. En nú geta kaupendur ekki verið vissir um hvort munir þessir eru gamlir eða nýir, ef það á annað borð skiptir máli, eða jafnvel hvort þeir voru búnir til hér á landi, eða framleiddir af hagleiksmönnum i Japan eða Hong Kong. í Arizonafylki i Bandarikj- unum lifa afkomendur nokkurra iniánakynflokka á landi feðra sinna og segja má, að þeir séu ..friðaðir". Aðalat- vinnuvegur hinna gömlu striðsgarpa er að framleiða og selja ferðamönnum þjóðlega listmuni og verkfæri. En nú er komið babb i bátinn. Neyt- endasamtök i Bandarikjunum hafa komizt á snoðir um, að langmestur hluti þess varn- ings. sem Indiánarnir verzla með er keyptur erlendis frá. Þeir eru einfaldlega fram- leiddir i Japan. Apache og Navajoindi- ánarnir i Arizóna kaupa brúður, ofin teppi og jafnvel striðsaxir i stórum stil frá verksmiðjum i Japan, rifa vörumerkin af mununum og að sjálfsögðu ,,Made in Japan" og selja ferðamönnum og reka jafnframt viðtæka verzlun eftir póstpöntunum. Þetta þykir neytendasamtök- unum ekki nógu gott, þótt Japanir búi ekki til neitt verri „handofin" teppi. mokkasinur úr hreindýraskinnum, sem búin eru til úr plasti, eða fjaðraskraut heldur en Indi- ánarnir. Segja forsvarsmenn neytendasamtakanna, að indi- ánarnir búi sjálfir til sinn þjóðlega varning, en að hann sé fjöldaframleiddur i Japan. Kona Maos leikur í Hollywoodkvikmynd Tsiang-Tsing, eða Litlabláa eplið", sem mun lesendum Spegilsins kunnust sem eigin kona Mao formanns i Kina, mun að öllum likindum fara til Hollywood innan tiðar og leika þar i kvikmynd. Það var Nixon forseti, ^sem bauð frúnni að koma til Bandarikjanna og leika þar, þegar hann var á ferð i Kina ekki ails fyrir löngu og heim- sótti Mao. Kkki er ákveðið hvenær frúin fer til Bandarikj- anna til að sýna getu sina frammi fyrir kvikmyndavél- unum i Hollywood, en sam- kvæmt heimildum hefur for- maðurinn ekkert á móti þessu tiltæki. 100 „nýjar" teikningar af Lenin Leninsafnið i Moskvu hefur eignast um eitthundrað andlits- myndir af Lenin, flestar teiknaðar af Nikolaj Andrejev. Margarteikningar Andrejevs af Lenin eru frægar, en menn vissu ekki um tilvist þessa nýfundna myndasafns fyrr en Aledsandr Sjefov, umsjónarmaður ibúðar Lenins i Kreml, fann þaö. Lenin kærði sig litt um kvik- myndatökumenn eða ljósmynd- ara i kringum sig, en nærvera Andrejevs angraði hann ekki. „Hann er svo þögull, að maður veit ekki af honum." Á sinum yngri árum var frú Mao leikkona og lék þá i mörgum kvikmyndum, og þótti mjög þokkafull. Hún fæddist i litlu þorpi og ólst upp i fáta'kt. Foreldrar hennar dóu þegar hún var ung að árum og tók þá afi hennar hana að sér. Sókum yndisþokka sins tókst Tsiang-Tsing að gerast leik- kona og giftist, á sinum yngri árum, þekktum kinverskum leikara. Hún kynntist Mao þegar hann stjórnaði 10 þúsund manna her uppreisnarmanna, sem hafðist við i hellum i fjall- lendi i Norður-Kina. Þá gerðist hún bæði félagi og ást- mær byltingarforingjans og tók virkan þátt i baráttunni. Undanfarin ár hefur tals- vert borið á henni á stjórn- málasviðinu og álita margir, að hún hafi mikil völd, þótt hún komi ekki oft fram á sjónarsviðið. A þeim árum sem Mao og herir hans voru að leggja Kina undir sig, lagði frúin leiklistina á hilluna, en nú virðist sem Nixon forseti hafi endurvakið áhuga hennar á sinu gamla starfi. ()g hvaða leikkona getur neitað boöi um að leika i Hollywood, jafnvel þótt hún sé forsetafrú i Rauða- Kina. DENNI DÆAAALAUSI Hugsa sér, hvernig sumt fólk fær að ferðast. Gina kom alla leið frá italíu löngu áður en hún fæddist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.