Tíminn - 09.09.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.09.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 9. september 1972 TÍMINN Útgefandi: Framsóknarflokkurínn : Framkvæmdastjóri: Kristján Benetliktsson. Ritstjórar: Þór-g iarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas KarlssonJix :Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsbla6s Timans)|x i Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-j:. istofur i Edduhúsinu vi6 Lindargötu, simar 18300-18306|:x • Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgrei6slusfmi 12323 — auglýs-iS : ingasimi 19523. A6rar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjaldg : 225 krónur á mánuoi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein^: takiö. Blaöaprent h.f. Ijffii Mikilvægur ávinningur Samkomulag það, sem við höfum nú gert við Belgiumenn, um takmarkaðar veiðiheimildir þeirra innan hinnar nýju 50 milna fiskveiðilög- sögu til l. júni 1974, á vafalaust eftir að verða okkur til mikils ávinnings i þeirri baráttu, sem nú stendur yfir fyrir viðurkenningu almenn- ingsálits og rikisstjórna fyrir rétti okkar og nauðsyn verndunar fiskstofnanna við ísland. Með þessu samkomulagi er það vopn, sem Bretar hafa mjög beitt að undanförnu i áróðursstriðinu gegn okkur meðal þjóða heimsins, að íslendingar séu svo þvermóðsku- fullir, tillitslausir og ósanngjarnir, að við þá sé engu samkomulagi að ná. Nú verður Bretum óspart bent á samkomulagið við Belgiu, þegar þeir beita þessum málflutningi. Og það verða ekki aðeins við, sem bendum þeim á það, held- ur allir aðrir viðmælendur þeirra, sem vilja stuðla að bráðabirgðalausn þessarar deilu, viðurkenna staðreyndir og vilja eftir þeim fara. í viðtölum við islenzka fréttamenn i gær sagði Harford, sendiherra Belgiu á íslandi, sem var formaður belgisku samninganefndar- innar, að þetta samkomulag væri fullnægjandi og hlyti framkvæmdanefnd Efnahagsbanda- lagsins að fagna þessum samningum Belgia er eitt af aðildarlöndum Efnahags- bandalagsins og höfuðstöðvar bandalagsins eru i Brussel, höfuðborg Belgiu. Eins og kunn- ugt er, er sá fyrirvari gerður af hálfu Efna- hagsbandalagsins i þeim viðskiptasamningi, er við höfum gert við bandalagið og taka á gildi 1. jan. n.k., að ákvæði samningsins um tollfrið- indi á fiskafurðum á markaði bandalagsins komi ekki til framkvæmda, nema fundizt hafi „fullnægjandi lausn á fiskveiðideilunni". Það er þvi enginn smáræðis ávinningur fyrir okkur, að hafa náð samningum við eitt af aðildarlönd- um Efnahagsbandalagsins, sem það riki telur „fullnægjandi lausn" skv. skilningi fyrirvar- ans, sem gerður var af hálfu bandalagsins um tollfriðindi okkar á mörkuðum bandalagsins. Þetta frumkvæði Belgiu hlýtur einnig að auð- velda samninga við önnur riki Efnahags- bandalagsins. Samningsgerðin við Belgiu hlýtur þvi að auka likurnar fyrir þvi, að Efnahagsbandalag- ið beiti ekki fyrirvara viðskiptasamningsins gegn okkur og að glæða vonir okkar um það, að deilan við Breta og Vestur-Þjóðverja leiði ekki til verulegra efnahagsáfalla og markaðserfið- leika fyrir Islendinga. Á blaðamannafundi i fyrradag, er samkomu- lagið var kynnt, sagði Einar Ágústsson, utan- rikisráðherra, að með samkomulaginu viður- kenndu Belgiumenn i raun útfærslu islenzku fiskveiðilögsögunnar-. Þeir myndu viðurkenna hana i verki og viðurkenna islenzk lög og regl- ur og eftirlit islenzkra löggæzlumanna með þvi að þeim verði framfylgt skv. ákvæðum sam- komulagsins. Belgar hefðu einnig sýnt það þegar 1. sept, að þeir ætluðu að virða fiskveiði- landhelgina, þar sem belgisk skip hefðu þá horfið út fyrir 50 milur. —TK. Richard Norton-Taylor: Nábýli Norðmanna og Rússa er árekstralítið Ibúar nyrztu héraða Noregs hugsa ekki mikið um hernaðarmikilvægið, en þeir eru yfirleitt andvígir aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu TVEIR norskir landamæra verðir halda til i timburkofa 250 milur fyrir norðan heim- skautsbaug og fylgjast með sovézkum starfsbræðrum sinum. Rússar hafa nýlokið við að ryðja kjarrið sin megin til þess að hafa betri útsýn frá sinni varðstöð. Borgin Kirkenes er fámenn, og á 70. gráðu norðlægrar breiddar. en viðlika austar- lega og Leningrad og Istanbul. Hún stendur við fjörð, sem Golfstraumurinn heldur is- lausum, og þaðan eru ekki nema þrjár milur til landa- mæra Rússlands og Noregs. Ef Rússar réðust á Atlants hafsbandalagið þar sem það er veikast fyrir, kæmi það niður á Kirkenes á undan öðrum vestrænum byggðum. Noregur og Tyrkland eru einu aðildarriki Atlantshafsbanda- lagsins, sem eiga land að Sovétrikjunum. En tyrkneski herinn er miklum mun öflugri en norski herinn, og Norðmenn Ieyfa ekki setu erlends hers eða kjarnorkuvopn i landi sinu. Þarna dveljast 500 norskir fót- gönguliðar andspænis tveimur rússneskum herfylkjum (um 24 þús. manns) rússneska flot anum i Murmansk (einu is- lausu höfninni i Sovétrik- junum), eldflaugastöðvum og herflugvélum. 1000 norskir hermenn eru dreifðir til og frá um norð-vestur ströndina, og þar eru nokkrir flugvellir. STUB Aune ofursti hefur verið yfirmaður varðsveitar- innar við Kirkenes i fimm ár. Hann sagði meðal annars: ,,Ef Sovétmenn vildu sann- reyna viðbrögð Atlantshafs- bandalagsins i ýmsum til- vikum,er þessi landræma hér norður frá einmitt rétti staðurinn. Hér gætu Rússar auk þess komizt yfir islausar hafnir, sem þeir hafa mikla þörf fyrir, bæði til þess aö dreifa flotanum, sem nú hefur allur aðsetur i Murmansk, og eins til þess að veita fiski- mönnum sinum vernd og skjól." Þegar Rússar gerðu innrás- ina i Tékkóslóvakiu árið 1968, vaknaði Aune ofursti við það einn morgun, að skriðdrekar voru komnir á vettvang og beindu byssum sinum að Noregi, og brynvörðum bif- reiðum og fallbyssum hafði verið raðað handan Pasvikár, sem skiptir löndum milli rikj- anna þarna á löngu bili. Þetta var ótvirætt brot á landa- . Sí mærasamningi Norðmanna og Sovétmanna frá 1949. Þar var kveðið á um ýms grundvallar- atriði, svo sem loforð beggja um að viðhafa ekki „ögrandi" eða „móðgandi" framferði. Búizt er við, að Rússar liti svipuðum augum á fyrir- hugaðar æfingar Atlantshafs- bandalagsins i Noröur-Noregi i þcssuin mánuði. t þeim æfingum.sem ná bæði til land- hers og flota, munu taka þátt um 60 þúsund manns. (Þar verða þó engir Vestur-Þjóð- verjar, og er það gert af tillits- semi við Norðmenn). FYRIR sjö árum opnuðu Rússar vinveitingastofu, og þangað löðuðust þyrstir Norð- menn um helgar.Henni hefur nú verið lokað, en áfengisút- sala er i Kirkenes. Stundum 'verður einum og einum Norð- manni reikað yfir rússnesku landamærin, einkum að nóttu til. Landamæraverðir Sovét- rikjanna taka þá höndum, binda fyrir augu þeirra og flytja þá i fangageymslu. Þeim er svo sleppt eftir tvo daga eða svo. Þegar Aune ofursti þarf að hafa tal af starfsbróður sinum handan landamæranna, (en þvi starfi gegndi til skamms tima maður frá Vladivostok), skrifar hann honum ýmist eða talar við hann i sima. Þannig ræðast þeir við um nauðsyn- lega málningu merkjastaura, sem komið er fyrir á fjögurra metra bili á landamærunum, nema meðfram Pasviká, þar sem þeir eru strjálli. Rússar reka þarna þrjár vatnsafls- stöðvar, sem nýta vatn frá Noregi, og sami háttur er hafður á, þegar ræðast þarf við um vatnshæðina. ÁRID 1954 flúði rússneskur yfirmaður úr hernum yfir landamærin og lét i té dýr- mætar upplýsingar um norska njósnara i nágrenninu. Fyrir tveimur árum kom óbreyttur rússneskur þegn og bað ;um hæ.ii sem pólitiskur flo'tta- maður, og yfirmaður varðsveita Rússa er enn að kvarta yfir þvi atviki. Slikir atburðir gerast afar sjaldan. Margir af starfsmönnum vatnsaflsstöðvanna og nikkel- námanna eru frá fjarlægum hlutum Rússlands, en koma þarna til vinnu um fárra ára skeið vegna hinna háu launa, sem þar eru greidd, en ekki vegna hins langvinna vetrar- myrkurs. Stundum rabba yfirmenn varðsveitanna saman, en ekki gerist það oft. Aune ofursti minnist þess, að þegar það gerðist siðast, játaði hinn rússneski starfsbróðir hans, að sum rússnesk ungmenni væru ekki sérlega „góðir þegnar", ekki að minnsta kosti þau, sem endilega vildu horfa á norska sjónvarpið um helgar. VERIDgetur, að heræfingar Sovétmanna sumarið 1968 hafi haldið vöku fyrir Aune ofursta nótt og nótt, en það verður ekki sagt um bæjarstjórn eða ibúa Kirkenes yfirleitt. Margir ibúanna minnast þýzka hersins meðan á styrj- öldinni stóð, þegar 100 þúsund þýzkir hermenn voru á þvi svæði, þar sem 8000 Norðmenn bjuggu. Þeir muna einnig gróðureyðinguna, sem beitt var, þegar rússneski herinn gerði gagnárásina árið 1944. Nálægð rússnesku landa- mæranna, ásamt góðri veiði á láði og legi, laða ferðamenn til Kirkenes. Heimamenn hafa fyrir löngu sætt sig við legu landsins og renna varla hug- anum að hernaðarmikilvæg- inu. Að sögn Arne Mostad varaborgarstjóra brugðust þéir við heræfingum Rússa likt og hreindýrin. sem rölta hirðuleysislega yfir vegina á sumrin. Norðmönnum þykir gaman að keppa við Rússa frá nærliggjandi bæjum i knatt- spyrnu sundi og skiða- iþróttum. MKIRIHLUTI ibúanna þarna nyrðra mun greiða at- kvæði gegn aðild að Efna hagsbandalaginu, þegar þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram siðar i þessum mánuöi. Þeir óttast. að fiskiskipafloti frá Bretlandi og Þýzkalandi flykkist á fiskimið þeirra og aðildin komi i veg fyrir aukn- ingu viðskipta við Sovétmenn og Finna. Varabæjarstjórinn sagði fólk einnig óttast, að inn ganga i Elnahagsbandalagið valdi lækkun iauna, dragi úr félagslegu öryggi og lækki lifskjörin. Lifskjör eru þarna nyrzt i Evrópu miklum mun rýmri en syðst i rikjum Efnahagsbandalagsins eins og á Kalabriuskaga og Sikiley. Fyrirtækið Sydvaranger A/S er drottnaridi i Kirkenes, bæði i efnahagsmálum og á annan hátt, en það starfrækir stærstu' járnnámur Noregs. Framleiðslan er um hálf þriðja milljón smálesta á ári, Frh. á bls. 15 i ¦• ¦¦ . - ¦ . .¦ ¦¦ . ¦¦•¦¦.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.