Tíminn - 09.09.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.09.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Laugardagur 9. september 1972 ii Vatnspósturinn við heimili Stephans G. Stephansson. enn er óskemmt og nothæft eins og foröum. Líkleg er hann eina mannvirkiö á bæ, sem „Á forns okkar c að sögr Hugsað til heimilis StepH að Markerville í Kanada Arið 1889 nam Stephan G. land í Alberta-fylki i Kanada, skammt frá Markerville. Var það hans þriðja landnám i Vesturheimi. Þar bjó hann i hartnær fjóra ára- tugi, og þar andaðist hann að heimili sínu aðfaranótt 10. ágúst 1927. Var hann þá kominn hátt á sjötugasta og fjórða ár, þvi hann var fæddur að haustlagi, 3. október. Það er alkunnugt, að Stephan batt mikla tryggð við þessar stöðvar og kunni þar vel við sig. Þar voru þá miklar óbyggðir, sem hafa án efa minnt hann á oln- bogarýmið heima á tslandi, en auk þess var Stephan svo úr garði gerður, að hann kunni bezt við sig, þar sem hátt var til lofts og vitt til veggja, svo i sýnilegum heimi sem hinum andlega. Það lætur að likum, að fjölmörg af merkustu sendibréfum lUllllllinillillllKllllllllllllllllllllllllllllllfllllllllllllJlJ | Texti | | Valgeir Sigurðsson | § Myndir = | Guðjón Einarsson j ntlllillilllliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiini Stephans G. eru skrifuð á Markerville, Alta, svo lengi sem hann bjó þar. Þar skrifar hann sin seinustu bréf, sumarið 1927, og þar var það sem Rósa, dóttir hans, hjálpaði upp á sakirnar með að svara kunningjabréfum, þegar líða tók að lokum hjá skáld- inu. Seinasta bréfið, sem birt er i bréfum og ritgerðum, og undir- ritað er af Stephani sjálfum, er dagsett 23. júlí, aðeins 17 dögum fyrir lát hans. Það er til Magnús- ar Hinrikssonar. Það er varla hægt að neita sér um að birta nokkur orð úr þessu bréfi, þvi manni finnst sem maður standi þar andspænis sein- ustu orðum þessa frábæra snill- ings, þótt maður viti vel, að svo er ekki: „Heilsa min er svipuð og var, þegar þú varst hér. Ég hef engum stórbótum tekið, enn sem komið er. Er enn einhvern veginn svo latur, að ég hlifi mér við öllum skriftum, þangað til löppin verður viljugri, enda vill mér það happ til, að Rósa hjálpar upp á sak- irnar sem stendur. Gróðrartíðin er hin ágætasta hér i kring, með þeim undantekn- ingum á lágu landi, sem lang- vinnar rigningar ollu fyrst fram- an af. Blettirnir okkar lita vel út og verða góðir, ef vel árar fram- vegis og engin áföll verða. Þetta verður ekki Iengra i þetta sinn, aðeins eins og ég sagði: mála-mynd. Kveð þig svo með vinsemd og óskum alls hins bezta. STEPHANG." En allir dagar eiga kvöld. Stephan skrifaði ekki fleiri sendi- bréf — og ef til vill hefur dóttirin hans góða, sem heima var og annaðist hann ásamt móður sinni, haft hönd i bagga með þetta bréf einnig, þótt nafn Stephans standi undir þvi. Annars undirritar hún bréfin yfirleitt með eigin nafni, eins og til dæmis bréfið til Grims S. Grimssonar, sem skrifað er viku fyrr, 16. júli 1927. Það er fróðlegt að veita eftirtekt orða- lagi hennar þar. Hún er þreytt á veikindunum og ellinni, sem farin er að sækja þau heim. — Og þarf að visu engan að undra: „Okkur liður svona við það sama og hefur verið, ekkert betur. Pabbi er alltaf slæmur og batinn sýnist enginn vera. Það er fjarska léiðinlegt, bæði fyrir hann og okkur mömmu. Þó maður reyni að gera svona, það sem maður getur, þá sýnist það vera svo litið að gagni. Sigurður Jóns- son hefur nú verið hér á aðra viku. Hann er nú annar aum- inginn frá, að hann segir, en þó finnst mér einhver munur á hon- um og pabba, hvað veikindin snertir. Svo hann eiginlega er ekkert upplifgandi, þvi talað er þá oftast nær um veikindin. Jónas gamli og Guðmundur eru svona þolanlegir, sem stendur. Þeir eru allir orðnir býsna hrörir, þessir blessaðir gömlu karlar okkar. Kerlingarnar virðast bala betur enn, og hafa þær þó oft mátt striða i ströngu, engu siður en þeir". s mmmzA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.