Tíminn - 09.09.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.09.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 9. september 1972 TÍMINN mmmimmmmmmmmmmí^ töðvum r sviplegt rr . . . ans G. Stephanssonar Svona var þá i húsi skáldsins siðustu vikurnar sem hann lifði, fyrir hálfum fimmta áratug. Það er satt: Veikindi eru ekki skemmtilegt umræðuefni. En hvers vegna að vera að rif ja þessa dauflegu daga upp einmitt núna? Það er vegna þess, að þegar komið er að húsi Stephans G. i dag, er þar fátt sem á það minnir, að þar hafi búið einhver háþroskaðasti einstaklingur, sem þessi þjóð hefur alið. Þar er að visu allt með sömu ummerkjum og þegar Stephan bjó þar með fjölskyldu sinni, en húsið er i eyði, og ferðalangar segja, að þar séu allir hlutir i niðurniðslu. Varla myndi slikt vera að skapi þeirra miklu myndarhjóna, Helgu og Stephans, sem aldrei brugðust skyldum hins rúmhelga dags. Það er svo sem ekki nóg með að æskuheimili Stephans, Kirkju- hóll, Syðri-Mælifellsá og Viði- mýrarsel séu öll komin i eyði, heldur einnig sá staður, þar sem hann vann sin seinustu verk hér i heimi. Og er þá nema von, að manni verði hugsað til sumar- daganna 1927, þegar þessi mikli meistari orðsins var að berja nestið i fjarlægri heimsálfu? En ef eitthvað skortir á að gólf séu hvitskúruð og gluggar fáðir á húsinu, sem var seinasta heimili Stephans G. Stephanssonar, þá hefur sá andlegi arfur, sem hann lét eftir sig, staðizt tönn timans þeim mun betur. Allir vita, hversu ljóð hans og sendibréf hafa átt og eiga sivaxandi vin- sældum að fagna hér heima. Og málið hans, islenzkan — sem hann beitti af meiri þrótti en flestir menn aðrir — hún er nú aftur i sókn i Ameríku, að sögn fróðra manna. Þessi litla kista er vist búin að standa óhreyfð i húsi Stephans G. Stephanssonar I hálfa öld, eða rúmlega það. 1 henni eru myjidir og ýmislegt fleira smálegt, sem skáldinu var kært. Geta nú þeir sem vilja spreyttsigá að þekkja andlitin, sem hér birtast — og sýnist ekki mikill vandi með sum, að minnsta kosti. Er nú eftir að vita, hvort kistan sú arna á að hljóta sömu örlög og nú virðast vofa yfir húsinu, sem geymir hana: Að verða fúanum að bráð. Hús Stephans G. Stephanssonar. „Þar er að visu aílt meb sömu ummerkjum og þegar Stephan bjó þar með f jölskyldu sinni, en húsiö er i eyði, og ferðalangar segja, ao par seu allir hlutir i niðurniðslu." Og er þá nema von, að i hugann komi hending úr hinu ógleymanlega kvæði Lyng frá auðum æskustöðvum, sem hann orti, þegar honum var d lyngkló úr uppblásnu landi Mjóadals í Suður-Þinfieviar^vci., "A ístöðvum okkar er sviplegt að sögn..." * JJ s^lu' sen fornstöðv I íslenzk hrossalækning Skeifan.sem myndin er af, var notuð til lækningar á klaufhófi á reiðhesti Björns Karlssonar i Hafrafellstungu i Öxarfirði fyrir 30-40 árum og gafst vel. Ólafur Gamalielsson bóndi á Ferjubakka i sömu sveit smiðaði hana að frum- kvæði Karls föður Bjarnar. Ölafur er hættur búskap og fluttur til Reykjavfkur,enda hniginn á efri ár. Við höfðum talafhonum um skeifusmíðina og spurðum um aðdraganda hennar. Ekki treysti hann sér til að segja, hver væri upp- hafsmaður þess að setja slá eins og þá, sem sjá má á myndinni, við hæl á skeifu fyrir hross með klofinn hóf, en minnti að Karl Björnsson kæmi hugmyndinni á fram- færiviðsig. Reiðhestur Björns, sem fyrr er nefndur lifði i 18 vetur og átti skeifan sinn þátt i þvi að ekki þurfti að farga honum fyrr. Ólafur gat þess aö i likan tima hefði komið við hjá sér ferðamaður frá Akur- eyri með haltan hest, og var hófur á skepnunni rifinn upp i kviku og fram úr. Smiðaði Ólafur þá skeifu svipaða þeirri sem getið er um hér að framan, en bætti þar um með þvi að slá járnbandi frá hæl- um upp fyrir miðjan hóf og setti hann skrúfu i að framan svo hægt væri að herða betur ef útbúnaðurinn rótaðist eitt- hvað. Eftir það gekk hesturinn óhaltur og hafði Olafur sið- astar fréttir af honum frá Grimsstöðum, en þangað er löng leiö frá Ferjubakka og yfir Hólssand að fara. Annars sagði ólafur okkur, aö mjög hefði tiðkazt að bera hrátjöru i sprunginn hóf og reyndi hann það sjálfur, hreinsaöi sárið vel fyrst og bar svo í, og hefði verið til bóta að tjaran kæmist i hold. Þetta varhrossalækning, enda notuð á hross. Eitthvað mun og hafa tiðk- azt að setja heila plötu undir skeifu við klaufhófi. Hvort sem Karl Björnsson átti hug- myndina að skeifunni á mynd- inni eða fékk hana frá öðrum er það vist að aðferðin er alis- lenzk. Þ.B. Mannkynið tímgast ört Meðal þeirra vandamála, sem talið er hvað bráðnauðsynlegast að leita lausnar á, er mann- fjögunarvandamálið á jörðinni. Þykir hinum visustu mönnum útlitið i náinni framtið harla kvið- vænlegt i þvi efni og telja ekki ráð nema i tima séu tekin. Nú fjölgar mannkyninu um 2% ár frá ári og ef svo heldur fram, sem horfir verður fjóldinn orðinn. meiri en sjö þúsund milljónir um aldamótin næstu. Má hverjum manni vera ljóst, að slik aukning mun krefjast gifurlegrar fram- leiðslu auk þeirrar orku, sem hún mun taka til sin. Hlutur þróunarþjóðanna svo- nefndu i fjólguninni er mörgum þyrnir i auga, þeim fjölgar æ hraðar jafnframt þvi sem hinar þróaðri fara sér hægar. Fjölgunin verður vegna þess að fleiri börn komast á legg, en áður og menn ná sifellt hærri aldri. Orsakir þess arna eru mýmargar og felast flestar i breyttum lifs- háttum, og á ör þróun ilæknislist og heilsuvernd stóran hlut þar i. Enda þótt afstaða flestra til fólksfjólgunar sé hin sama, mótast hún vitaskuld af stöðu hvers og eins. Framleiðandinn veit til að mynda full vel, að sveltandi barn biður hvorki um varalit né kranabil aðrar þarfir eru þvi nærtækari. Sveltandi þjóð á ekki hægt um vik að lifa svo- nefndu menningarlifi og hætt er við, að menntunarmál hennar standi með litlum blóma. Enda er það svo, að menn hneygjast til að lita á vandann þriþætt, mann- fjölgunina sjálfa auk efnalegra og V. Allmörg riki hafa nú tekið upp f jölskyldu- áætlanir til tak- mörkunar á barn- eignum. Hitt er líka til, að rikisstjórnir banna slíkan áætlunarhjúskap svo sem i Suður-- Ameriku. Fjölskylduáætlanir hafa hvergi gengið lengra en á Indlandi, enda hafa þær verið við lýði i rúma tvo áratugi þar í landi. Aðgerðir Indverja hafa ein- kennst af fimm ára áætlunum og er tak- markið að koma fæðingartölunni úr 4,1% niður í 2,5% á ári Veita þeir miklum fjármunum til þess og beita ýmsum ráðum. Felast þau í upp- lýsingamiðlun og félagslegri aðstoð jafn- hliða getnaðarvörnum. Róttækustu aðgerðirn- ar eru þær að gera fólk ófrjótt^og þykir einkar handhægt að klippa á sáðpípur karla í þessu skyni enda fljótgert og ódýrt auk þess, sem nokkrir möguleikar munu vera á að færa þolendurna i samt lag ef þeir vilja auka kyn sitt. Hafa nokkrar milljónir Indverja verið gerðar ófrjóar. menningarlegra krafna hennar. A sama hátt má segja, að vand- inn, snerti þrenna hópa fólks.l fyrsta lagi lifa tveir þriðjungar mannkyns á barmi örbirgðar, i öðru lagi sjá margir fram á að sulturinn nái til þeirra innan skamms og i þriöja lagi eru þeir, sem hingað til hafa fleytt rjóm- annofan af i skilvindu jarðlifsins. Þeir siðast nefndu vita að örbjarga eyminginn er ólfklegur, kaupandi nútima menningar-- verðmæta. Þegar minnst er á nútima menningarlif eins og menn búa við á Vesturlöndum er vert að minna á að orkunotkun einstakl- ings i þróunarlöndunum er aðeins örlitið brot af þvi sem tiðkast meðal hinna, sem byggja hin þróaðri riki. Þess vegna krefst hvert barn sem fæðist hér vestra sýnu meira sér til handa, en þau sem lita fyrstdagsins ljós i volæði vanþróunar. Hin gifurlega orkunotkun hefur leitt iskyggi- lega vá að dyrum okkar, mengunin ætlar allt að gleypa og gæti i sjálfu sér leyst allan fjölgunarvanda i eitt skipti fyrir Framhald á bls. 10 ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.