Tíminn - 09.09.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.09.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 9. september 1972 TÍMINN 11 Nýjustu OL-fréftir í stuttu máli mm , ^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Hér stjást Uwe Beyer og hinn snöggi og llflegi Bondartjuk fylgjast með kastkeppninní Bondartjuk þeytti sleggjunni 75,50 m og tryggði sér guliib Kast hans er nýtt OL-met JIM RYUN, 1500 m hlauparinn frá Bandarikjunum, varð fyrir miklu óhappi I 4.milliriöli 1500 m hlaupsins i gærdag; hann datt i hlaupinu og komst þvi ekki I úr- slit. Ryun var algjörlega niður- brotinn maöur, þegar hann kom i markiö, niundi af tíu keppendum, á 3.51.5. Fyrstur i riölinum varð hlaupakóngurinn Keino frá Kenya, en hann hljóp á 3.40,0 — samhliða honum kom I mark Rod Dixon frá Nýja-Sjálandi, á sama tima. t fyrsta milliriöli sigraöi Thomas Wessinghage frá V- Þýzkalandi (3.40,6), eftir harða keppni við hlauparann með der- húfuna, Bandarikjamanninn David Wottle (3.40,0), en hann er nú eina von Bandarikjamanna i 1500 m. BANDARÍSKU 400 m hlaupar- arnir Matthews og Collett hafa verið útilokaðir frá keppni I 4x400 m hlaupinu. Astæðan er sú, að þeir höguðu sér eins og kjánar á verðlaunapallinum eftir 400 m hlaupið — stóðu þeir báðir á efsta þrepinu og bentu ut i loftið og voru að tala saman, þegar banda- riski þjóðsöngurinn var leikinn. PÓLLAND er komið i úrslit i knattspyrnukeppninni og mætir Ungverjalandi, sem sigraði i Mexikó 2:0 i gær. Pólland vann Marokko 5:0 i gær og Sovétmenn sigruðu Dani 4:0. Handknattleikur: Sovétrikin—A-Þýzkaland 11:8 Rúmenía—Júgóslavfa 13:14 Danmörk—Túnis 29:21 USA—Spánn 22:20 Sviþjóð-^Sovétríkin 11:11 Rússinn Anatolij Bondartjuk setti nýtt OL-met í sleggjukasti, er hann þeytti sleggjunni 75,05 m, sem er tveimur metrum betra kast en gamla Ól-metið. Uwe Beyer, sem var helzta von Vestur-bjóðverja, varð að bita i það súra epli að verða fjórði i slegg.jukastinu, en hann kastaði sleggjunni 14 sentimetrum lengra en Olympíumeistarinn frá Mexikó, Ungverjinn Gyula Zsi- votzky. Keppnin stóð milli Rúss- anna Bondartjuk og Chme- levski, og Jochen Sacfise frá Austur-Þýzkalandi. Eins og fyrr segir, bar hinn geysisterki og snöggi Bondartjuk sigur úr být- um. Annars varð röð efstu manna þessi: 1. A. Bondartjuk.Sovét. 75.50 2. JochenSachse, A-Þ. 74.96 3. V. Chemelevski, Sovét 74.04 4. UweBeyer, V-Þ. 71.52 5. G.Zsivotzky.Ungv. 71.38 ^ Yfirburðasigur í 100 m grindahlaupi kvenna A-þýzkar stúlkur í 1. og 3. sæti Verður það KR eða Víkingur sem feliur Þrír leikir í 1. deild um helgina Nú um helgina fara fram tveir þýðingarmiklir leikir i 1. deildar keppninni, og ráða þeir úrslitum um, hvaða lið fellur i ár og hvaða lið kemst i Evrópukeppni borgarliða næsta ár. ENN einu sinni röð- uðu a-þýzkar frjáls- íþróttakonur sér á verðlaunapallinn á Ólympiuleikunum i Múnchen. 1 gær vann Annelie Ehr- hardt glæsilegan sigur i 100 m grindahlaupi og hlaut þar með gullverðlaunin. Silfurverð- launin hlaut stúlka frá Rúmeniu, Valeria Bufanu, og bronsið fékk Karin Balezer frá A-Þýzkalandi. Þriðja stúlkan frá A-Þýzkalandi hljóp einnig I úrslitahlaupinu, en hún varð að láta sér nægja sjöunda sæti. Úrslit í 100 m grindahlaupi urðu þessi: 1. AnnelieKhrhardt A-Þ 12.59 2. Valeria Butanu, Rúm. 12.84 3. Karin Balezer, A-Þ. 12.90 4. Pamela Ryan, Póll. 12.98 I dag kl. 16.00 verður leikinn eínn Ieikur á Skaganum og sker hann úr um, hvaða lið kemst i Evrópukeppni borgaliða — liðin sem íeika á Skaganum i dag eru heimamenn og Eyjamenn, og ljúka bæði liðin þar með leikjum sinum i 1. deildinni i ár. Það verð- ur örugglega hart barizt uppi á Skaga, þvi að mikið er i húfi — möguleiki fyrir það lið, sem vinn- ur leikinn, að dragast gegn ensku liði i Evrópukeppninni, þvi að fimm lið frá Englandi taka þátt I borgakeppninni. Þá fer fram einn leikur f dag á Melavellinum, þar mætast lið Valsmanna og Keflvikinga kl. 16,00, en sá leikur hefur enga þýð- ingu i 1. deild. Þessi leikur átti upphaflega að fara fram á morg- un, en honum var flýtt fram um einn dag, þvi að Keflvikingarhalda til Spánar á morgun en eins og menn vita þá leika þeir þar i Evrópukeppni meistaraliða gegn Real Madrid. Sá leikur, sem á eftir að draga hvað mest að af áhorfendum, er leikur botnliðanna KR og Vikings, en liðin mætast á morgun á Mela- vellinum, og hefst leikurinn kl. 16.00. Víkingsliðið þarf að vinna leikinn til að forðast fall aö sinni — cf liðið sigrar, þá er það komið meðjafnmörgstigogKR (8 stig), og verða þvi liðin að leika auka- úrslitaleik. En ef KR-Iiðið sigrar á morgun, þá er Vikingsliðið fall- ið. A þessu sést, að þaö verður geysilegur baráttuleikur, sem fram fer á Melavellinum á morg- un, og það er ómögulegt aö spá um úrslit, þó að flestir, sem hafa séð liðin leika að undanförnu, hallist frekar að Vikingssigri. Að gefa hornauga: íslenzkurhand knattleikur á villigötum Þröngsýni nokkurra manna á góðri leio með ao skemma hann Hvað er að gerast i íslenzkum handknattleik? Þvi velta margir fyrir sér þessa dagana, sérstak- lega eftir að islenzka ól-liðið tapaöi fyrir Pólverjum. Og leik- menn liðsins sögðust vera orðnir svo leiðir á handknattleik, að þeir mættu varla sjá handbolta lcngur. Af hverju eru landsliðs- menn okkar orðnir leiðir á hand- knattleik? Getur það verið, að undirbúningur þeirra fyrir leikana I Miínchen hafi verið rangur og leikmennirnir blekktir? Eru leikmennirnir kannski reiðir sjálfum sér fyrir að glopra unnum leik gegn Tékkum niður I jafntefli á siðustu minútunum fyrir eintóman klaufaskap? Það eru margar spurningar, sem handknattleiksunnendur velta fyrir sér þessa dagana, og flestir eru á þvi, að eitthvað meira en litið sé að hjá islenzka landsliðinu þessa dagana. Liðið virðist vera óánægt og leikmenn- irnir leiðir og sárir, hverju sem þessi leiði er að kenna. Það má skrifa hann á reikning leik- mannanna sjálfra og liðs- stjórnarinnar. Hvað sem Iið- stjórnin gerir og hve vitlaust s'em það er, fara leikmennirnir eftir þvi, þó að þeir viti að rangt sé að farið. Þeir þora hreinlega ekki aö segja meiningu sina við liðs- stjórnina, heldur kvarta þeir, eingöngu sin á milli, og með þessu móti rikir alltaf óánægja i liðinu. Tökum hér eitt litið dæmi um það hvað landsliðsmenn okkar iáta bjóða sér: Nú siðustu árin hefur mikið verið kvartað undan þvi meðal landsliðsmanna, að landsliðið hefði aldrei lækni eða A myndinni sést Einar Magnússon brjótast inn á llnu f landsleik gegn Bandarlkjamönnum, og það var ekki aðsökum aðspyrja —knötturinn sönginetinu. nuddara með sér i keppni er- lendis. Leikmenn og þjálfari vita að það er nauðsynlegt að hafa lækni eða nuddara með sér, en þeir er sagt, að það sér alltof dýrt. Loksins þegar þeir gátu komið þvi til leiðar aö nuddari færi út meö iiðinu, slepptu þeir hinu gullna tækifæri af hræðslu við liðsstjórnina. Nú spyrja örugglega margir: Hvernig hefðu þeir komiö þvi til leiðar, að nuddari færi með þeim tilMiinchen? Svarið er ósköp ein- falt: landsliðsmennirnir okkar gátu einfaldlega neitað að taka þátt i Ólympiuleikunum. Ef leik- menn liðsins hefðu verið ákveðnir og samhentir, hefðu þeir hrein- lega neitað að fara til Munchen nema aö nuddari færi með þeim. Hvaö hefði stjórn HSI og islenzka ólympiunefndin getað gert? Hún hefði oröið að senda nuddara meö liðinu. Ekki var hægt að draga liðið út úr keppn- inni, þvi að það hefði ekki verið gott til afspurnar erlendis, að lcikmenn islenzka landsliðsins i handknattleik neituðu að fara á Ólympiuleikana, vegna þess að þeir fengju ekki að hafa nuddara með sér og þess vegna yrði ekkert úr förinni. iFrh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.