Tíminn - 09.09.1972, Qupperneq 12

Tíminn - 09.09.1972, Qupperneq 12
12 TÍMINN Laugardagur !). septembcr 1972 Eg reyndi ekki að lengja þessar samræður. En mér datt i hug setning sem ég hafði heyrt bókmenntasögukennarann i menntaskólanum vitna til fyrir mörgum árum : „Ernir fljúga einir sinar leiðir, bað eru krákurnar og starrarnir, sem flokkast saman”. Eg staröi á hann yfir borðið eins og ég hefði aldrei séð dökkt og þróttlegt andlit hans og hvöss og hvatleg augu háns fyrr. „Ég — ég bið afsökunar”. Mér fannst, að hann hefði ávarpað mig og bað hann að endurtaka orð sin. Samtal okkar hafði verið svo eðlilegt og frjálslegt, að ég hafði alveg gleymt þvi, að ég var heyrnarlaus. >vNú tala ég sem læknir”, sagði hann. „Afgreiðslumaðurinn var að setja grammófónninn i gang og'ég var að gefa þvi gætur hvort þér yrðuð vör við það”. Ég hristi höfuðið. Ég heyri það ekki — aðeins finn, að gólffjalirnar titra ofboð-litið og stólbakið. Ekkert hér”. Ég var höndina udd að öðru eyranu. „Þér sólundið tima yðar til einskis við þessar tilraunir yðar...Eruð þér ekki orðinn þreyttur á þeim sjálfur?” Nú hristi hann höfuðið. „Þvi fer fjarri, enda eru þær aðeins nýbyrjaðar”. Hann kveikti sér i nýrri sigarettu áður en hann sagði meira. „Ég ætla að lækna yður. En ég get ekki ábyrgzt yður, að þér heyrið alltaf það, sem þér viljið helzt heyra. Þér skiljið hvað ég á við”. „Ég vil heyra allt”, svaraði ég. „Ég get eins vel hlustað á það striða sem það bliða”. „Mér dettur ýmislegt i hug, sem kona vildi ekki heyra”, hélt hann áfram. „Til dæmis grát barna, sem biðja um það, sem ekki er hægt að veita þeim, óstöðugt fótatak mannsins, er hann kemur drukkinn heim og nýtur i stiganum eða fálmar með lyklinum eftir skráargatinu, og orð sem eru eins og hnifstunga i elskandi hjarta...Yður hefur liklega ekki dottið i hug, að neitt slikt geti beðið yðar?” „Hvers vegna ætti ég lika að búast við þvi?” „Ég hefði ekki átt að vera að leiða huga yðar að sliku ég bið afsök- unar á þvi”. Hann tók við reikningnum og þreifaöi i vasa sinn eftir skiptimynt. „En mér hefur orðið það á i nótt að tala við yður eins og þér væruð ekki af Blairsættinni”. Hann mildaði þessi seinustu orð sin með glettnislegu brosi. Við fylgd- umst að út i kuldann og ókum heim á leið i annarlegri skimu morgun- sársins. Framundan voru dauf vegljós með löngum millibilum. Mér datt 1 nug, hvort ég helöi gleymt húslyklinum heima, en þegar ég gætti að, kom i ljós, að hann var i tösku minni. Ég var fegin að geta komizt inn, án þess að vekja nokkurn. Við stigum þegjandi út úr bifreiðinni við gamla hesthúsið. Ef til vill hefur það átt rót sina að rekja til þess, að mér hafði aukizt mjög lyktnæmi i seinni tið, að ég varð þess undir eins vör, að þaö voru fleiri en við Vance i hesthúsinu. Það var myrkur þar inni og hvergi vottaði fyrir neinni ljósglætu eða neinu, sem benti til þess, að þar væri fólk, en samt gat ég ekki bægt frá mér þessari tilfinn- ingu. Skyndilega barst tóbaksþefur að vitum mér og sannfærði mig um það, að þetta hugboð var rétt. Við Vance vorum ekki að reykja, og auk þess virtist sem þessi þefur kæmi ofan af loftinu — úr herbergjunum, sem ég hafði verið að skoða. Ég gekk rétt hjá stiganum, þegar ég fór út, og ósjálfrátt varð mér að seilast upp i bitann og þreifa eftir naglanum, sem lykillinn var vanur að hanga á. En þar var enginn lykill. Það var þó skammt siöan ég hengdi hann þar sjálf. TUTTUGASTI OG FYRSTI KAPÍTULI Það var liðið fram undir hádegi, er ég vaknaði. Ævintýri næturinnar var i hug minum eins og bjartur, ótrúlegur draumur. Bifreið Mereks Vance var ekki lengur við hliðið, og ég átti öðrum þræði hálf bágt með að trúa þvi, að hún hefði i raun og veru staðið þar um nóttina. En þegar ég kom niður til þess að snikja mér kaffisopa hjá Möngu, komst ég á snoðir um, að Emma frænka var búin að fá fregnir af ferðalagi minu. Hún sat yfir stórri hrúgu af bréfum, sem komið höfðu með póstinum, og þegar ég kom inn leit hún einkennilega á mig og sagði: „Mig skal ekki furða þótt þú svæfir fram eftir morgninum. Þú hefur átterfiða nótteftir, þvi sem ungi læknirinn segir”. „Hvað er þetta?” svaraði ég „Hefur Vance læknir komið hingað i morgun og haft af mér alla ánægjuna af frásögninni?” „Hann kom hingað með viðgerðarmann til þess að sækja bifreiðina sina meðan við vorum að drekka morgunkaffið. Hann drakk kaffibolla með okkur. Hanna var nýbúin að segja mér, að hún hefði tekið eftir þvi, að vagninn var horfinn, þegar hún kom frá Parkerssystrunum. Við botnuðum ekkert i, þvi hvernig á þvi gat staðið , fyrr en læknirinn kom og sagði okkur alla söguna”. „Það var skritið, að Hanna skyldi sjá, að vagninn var horfinn”, sagði ég. „Ja, hún gerði það nú samt”, hélt Emma frænka áfram, „Við vorum að bollaleggja um þetta, þegar Vance læknir kom og gerði grein fyrir þessu. Ég verð að segja það, að mér fannst hann miklu þægilegri i morgun, heldur en hann hefur verið, þegar ég hef talað við hann. Mér hefur alltaf fundizt hann svo kaldranalegur og þurr á manninn áður, en nú þakkaði hann mér ástúðlega fyrir bifreiðarlánið og hrósaði þér fyrir dugnaðinn og hjálpina. — Hvernig i ósköpunum gat þér dottið i hug að fara með honum?” Manga kom i þessari andrá með kaffi handa mér, svo að mér gafst ofurlítil stund til umhugsunar. „Ég veit eiginlega ekki”, svaraði ég. „Mér datt það allt i einu i hug, og svo fór ég bara. Ég hélt, aö kannske yrði hann i vandræðum með vagninn, afþvi að hann þekkti hann ekki. Auðvitað vissum við ekki, hvaðdrengurinn var hættulega veikur, fyrr en hann var búinn að skoða hann. Ég vildi, að þú heföir séð, þegar hann var að skera i hlustina á barninu. Hann gerði það á eldhúsborðinu og hafði ekki önnur verkfæri heldur en þau, sem hann var með i töskunni. Ég mun aldrei gleyma þvi”. Sveitastörf á Suðurlandi Stúlka óskast til starfa i sveit á Suðurlandi. Má hafa meö sér eitt eða tvö stálpuð börn. Ekki yngri en 25 ára. Þyrfti að kunna skil á mjöltum og mjaltavélum, þó ekki skilyrði. Tilboð mcð upplýsingum sendist afgreiðslu blaðsins incrkt: „Sveitastörf — Trúnaðarmál — 1355.” Lárétt 1) Eyju. — 6) Spýja. —7) 51. — 9) Burt. — 10) Árhundrað- anna. — 11) öfug röð. — 12) Greinir. — 13) Stattu upp. — 15) Fjandi. Lóðrétt 1) Eyju. — 2) Svik. — 3) Land. — 4) Efni. — 5) i Svefni. — 8) Angan. — 9) Æði. — 13) Eins. — 14) Röð. — Ráning á gátu No. 1201 Lárétt 1) Iðrunin. — 6) Ann. — 7) Ný. — 9) Át. — 10) Grávara. — 11) Að. — 12) Ið. — 13) Eða. — 15) Greiður. — Lóðrétt 1) Inngang. — 2) Ra. — 3) Ungviði. — 4) NN. — 5) Notað- ir. — 8) Ýrð. — 9) Ári. — 13) EE. — 14) Að. — lillSl liNfili. LAUGARDAGUR 9. september. 7.00. Morgunútvarp. Veð- urfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl ), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Lilja S. Kristjánsdóttir heldur áfram sögunni af „Mari- önnu” eftir van Holst (6). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Stanz kl. 11.00: Arni Eymundsson og Pétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. 13.00 Óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 1 hágír Jökull Jakobsson sér um þáttinn. 15.00 F'réttir. 15.15 Promenade-tónleikar Tónlist eftir Strauss, Offen- bach og Liszt. b. Vinardrengjakórinn syngur lög eftir Johann Strauss og þýzk og austur- risk þjóðlög að auki. c. Promenade-hljómsveit Ber- linar og Sinfóniuhljómsveit- in i Monte Carlo leika 16.15 Veðurfregnir. A nótum æskunnar 16.55 islandsmótiö i knatt- spyrnu Atli Steinarsson lýs- ir. 17.45 Gömlu dansarnir.Sænsk- ir harmonikuleikarar leika gömlu dansana. 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Söngvar i léttum tónGin- ette Reno syngur með hljómsveit. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 F'rá Ólympiuleikunum i Múnchen Jón Asgeirsson segir frá. 19.40 Um landhclgismálið Þáttur i umsjá Árna Gunn- arssonar og Vilhelms G. Kristinssonar. 20.40 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 21.25 Smásaga. „Þvottabal- inn” eftir VV. Somerset Maugham Pétur Sumar- liðason þýddi. Baldvin Hall- dórsson leikari les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ■ I (I I I LAUGARDAGUR 9. september 17.00 F'rá Ólympiuleikunum Kynnir Ómar Ragnarsson. (Evrovision) 18.30 Enska knattspyrnan 19.20 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Skýjum ofar Brezkur gamanmyndaflokkur. Dramb cr falli næstÞýðandi Sigriður Ragnarsdóttir 20.50 Horft á hljóð. Fræðslu- mynd um rannsóknir á hljóðinu og eðli þess. Þýð- andi og þulur Guðbjartur Gunnarsson. 21.15 östcn Warnerbring Skemmtiþáttur með gleð- skap af ýmsu tagi. (Nord- vision — Sænska sjón- varpið) Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 22.15 Hestavinir. (Stallion Road) Bandarisk biómynd frá árinu 1947. Aðalhlutverk Alexis Smith og Ronald Reagan. Þýðandi Ellert Sig- urbjörnsson. Rithöfundur nokkur dvelur um tima á hrossaræktarbúi vinar sins. Þar i grenndinni á heima ung og fögur hestakona, sem þeim lizt báðum mæta vel á, og lengi vel má ekki á milli sjá, hvor sigurstrang- legri er i kvennamálum. 23.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.