Tíminn - 09.09.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.09.1972, Blaðsíða 13
Laugardagur 9. september 1972 TÍMINN 13 QQp Island - Japan í kvöld á OL ÍSLENZKA ÓL-liðið i hand- knattleik leikur i kvöld gegn Japan, og sker leikurinn úr um, hvaða lið lendir i 11-12. sæti i handknattleikskeppn- inni á ólympiuleikunum. Island hefur áöur leikið landsleik við Japan og tapað. Einnig tapaði islenzka liðið fyrir þvi japanska i æfingaleik i Ólympiuþorpinu i MUnchen. Ef allt verður með fetldu i kvöld. ættu islenzku piltarnir að sigra, og hljóta þar með 11. sætið i keppninni, eða sama sætið og i heimsmeistara- keppninni i Frakklandi 1970. Kústir radarstöðvariiinar frammi á bjargbrún. Timamynd: Gunnar. JEPPINN BRANN t gær var lögreglunni á Akur- eyri tilkynnt. að jeppabifreið stæði i ljósum logum á vegamót- unum á Moldhaugnahálsi. í ljós kom. að þetta var Landrover- jeppi með H númeri og að sögn lögreglunnar er hann talinn gjör- ónýtur. Engin slys munu hafa oroið á mónnum við þetta. Draugastöðin á Straumnesfjalli tilgangslausasta furðumannvirkið Það er einna helzt fuglinn fljúg- andi, sem sér það, sem ber fyrir augu á þessari mynd. Til þessara mannvirkja var stofnað á ein- kennilegri hátt en annarra mann- virkja i landinu, þau voru reist á stað, þar sem forspá mikil hefði þótt, að hús yrðu reist, og þar á ofan mun aldrei hafa verið i jafn- mikinn kostnað lagt, er eins greinilega var á glæinn kastað. Þetta eru sem sé leifar herstöðv- anna á Straumnesfjalli. Burðarsúlur, bitar og veggir allra þessara húsa voru steyptir úti í Hollandi, og með þvi að Hol- land er ekki auðugt að steypuefni, var það sótt til býzkalands. Siðan voru húshlutarnir fluttir sjóleiðis til Aðalvikur. Forlátavegur var gerður frá Látrum upp á Straum- nesfjall þar sem húsin voru reist á bjargbrún, um fjögur hundruð Heilsuverndarstöðin, sem fær þaðhlutverk að hýsa peninga. (Timamynd: Gunnar). Heilsuverndarstöð verður bankahús Fyrir allmörgum árum var hafizt handa um byggingu heilsu- verndarstöðvar i Kópavogi, og var henni valinn staður skammt frá mótum Hafnarfjarðarvegar og Digranesvegar. Þegar búið var að steypa tvær hæðir hinnar fyrirhuguðu heilsuverndar- stöðvar, kom það babb i bátinn, aðnýttskipulagkollvarpaði fyrri hugmyndum manna um kaup staðinn. Samkvæmt þessu nýja skipul var Hafnarfjarðarvegur sprengdur gegnum hálsinn, og stóð þá heilsuverndarstöðin hálf- körruð eða varla það á kletta- brún,rétt við brúna yfir gjána, er Hafnarfjarðarvegurinn liggur nú eftir. Þannig hefur byggingin staðið undanfarin ár, og neðri hæðin verið notuð sem áhah >- geymsla þvi að ekki þótti æ> '¦'• að fullgera þarna heilsuverndar- stöð úr þvi sem komið var. Forráðamenn Kópavogskaup- staðar hafa hins vegar verið að leita fyrir sér um sölu á bygging- unni, og kom þá helzt til greina einhver viðskiptastofnun. Nú mun þetta hafa tekizt, og er það útibú Útvegsbankans i Kópavogi, sem kaupir húsið. 1 stað þess að þarna verði vakaö yfir heilsufari Kópvæginga, mun þaðan streyma „afl þeirra hluta sem gera skal" 6 mánuði í einangru 40 m í jörð nidri NTB—Austin, Texas. Franski jarðfræðingurinn Michel Siffre kom nýlega upp á yfirborð jarðar, eftir að hafa veriðsex mánuði 40,5 m niðri i jörðinni. Það fyrsta sem hann sagði, er hann kom upp, var: Kg vil hitta konu mina og i öðru lagi ætla ég i bað. Þessi 33 ára visindamaður sagði, að tilraunirnar heföu heppnazt vel, enda þótt hann hefði ekki getað sannað full- komlega, að menn, sem lifa i einangrun kjósi heldur ,,48 tima sólarhringa" heldur en þá vanalegu. Siffre, sem telur, að lengri sólarhringar virki ekki eins þreytandi og J>eir venjulegu, sagði, að hanri hefði i 4 vikur hegðað sér cins og sólarhring- nriun stæði i 48 tima. Franska varnarmáladeildin og hellarannsóknafélag fjár- mögnuðu tilraunina, sem kostaði um tíu milljónir. Siffre skrifaði itarlega dag- bók. mcðan á dvölinni stóð, og las margar bækur. Það vekur enga furðu, að meðal þeirra var ein, sem fjallaði um það, hvernig hægt væri að stytta sér stundir. metra yfir sjávarflöt, og komið uppmiklum og margbreytilegum tæknibúnaði, er heyra til i radar- stöð. Siðan liðu fá misseri. Þá rýmdu Bandarikjamenn stöðina, þar eð hún mun ekki hafa verið talin gegna neinu hlutverki. Tóku þeir margt brott með sér, er auðvelt var að fjarlægja, en létu sölu- nefnd setuliðseigna annað eftir. Þegar hún hafði látið greipar sópa, voru húsin seld Þórði Júliussyni frá Fljótavik, er reif úr þeim einangrun og annað, sem hann gat náð án óhæfilegs til- kostnaðar. Eftir stendur nú nak- inn steinninn, sem lengi mun bjóða vindi og veðrum byrginn, þótt svalan blási oft þarna uppi. Niðri á Látrum, þar sem Bandarikjamenn höfðu lika aö- setur, eru svo aðrar menjar þessa ævintýris: Feikn af drasli, og skarni, sem var skilið eftir á sandinum, og hvorki Bandarikja- menn né sölunefndin hafa hirt um að fjarlægja eða grafa. Blaðburðarfólk óskast við eftirtaldar götur: Reynimelur, Vesturgata, Skólavörðustígur, Iljarðarhagi, Tómasarhagi, Laufásvegur, Suðurgata, Grímsstaðarholt, Tjarnargata, Bólstaðahlíð, Langholtsvegur, Vogar, Laugavcgur, Nökkvavogur og Gnoðavogur. Einnig vantar sendla hálfan eða allan daginn, og einn sendil á vélhjóli. Upplýsingar á afgreiðslu blaðsins, Bankastræti 7, simi 12323. Myndavélalinsur tapast - Tapast hefur brúnleitur myndavélakassi með tveimur PRINZ LINSUM 28 og 145 mm, við Mývatn um 10. ágúst. Finnandi vinsamlegast hringið i 96-18682. — Fundarlaun. Hjúkrunarkonu vantar að heilsuhæli N.L.F.Í. Upplýsingar á skrifstofu hælisins simi 4201, Hveragerði. Ritari Ritara vantar til afleysinga við Kieppsspitalann i 3 mánuði, frá 1. október að telja. Laun samkvæmt launakerfi rikisins. Umsóknum er greini aldur, menntun og fyrri störf, sé skil- að til skrifstofunnar, Eiriksgötu 5, fyrir 22. september n.k. Umsóknareyðublöð á skrifstofu rikisspitalanna. Reykjavik, 8. september 1972 Skrifstofa rikisspitalanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.