Tíminn - 09.09.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.09.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur 9. september 1972 TÍMINN 15 Kjötiðnaðarnám án gerlafræðikennslu Ófremdarástand, sem nú verður ráðin bót á, enda hraðfjölgar þeim, sem stunda þetta nám Gerlafræfti og efnafræði eru undirstööugreinar i þeim fræðum, sem kjötiðnaðarmenn verða að liafa á valdi sinu. A undanförnum árum liafa þó menn lokið hér kjötiðnaðarnámi, án þess að hafa notið viðhlitandi, sérhæfðrar kennslu i þessum greinum, og er að sjálfsögðu stefnt i óefni, nema bót verði ráðin á þessu. Iþróttir Framhald • af bls. 11. En snúum okkur þá enn einu sinni að vali liðsins. Það hefur lengi verið vitað, að það er ekki okkar sterkasta landslið i hand- knattleik. sem leikur úti i Miinchen. Margir af okkar sterkustu leikmönnum, sitja heima, menn sem voru nauðsyn - legir i keppninni i Múnchen. Eins og komiö hefur fram, þá vantar algjörlega langskyttur i islenzka liðiö. Ein okkar allra bezta lang- skytta, Einar Magnússon, var ekki valinn i liðið, og ástæðan fyrir þvi er, að sögn landsliðs- þjálfarans og landsliðsnefndar- mannsins * 1 Hilmars Björnssonar, að Einar Magnússon er lélegur varnarspilari. Þetta er mjög hlægilegt, ef að þvi er gáð, að i liðinu, sem leikur i Miinchen, eru einir f jórir linumenn, sem hreinlega geta ekkert i sókn. Þá er vinstrihandarskytta eins og Ágúst Svavarsson ekki i liðinu — leikmaður, sem hvaða landsliðs- þjálfari i heimi getur notað. Markvörður á borð við Þorstein Björnsson er skilinn eftir heima. Að lokum vil ég benda á eitt atriði, sem allir þeir, er sáu leik Rúmena og Vestur-þjóðverja i sjónvarpinu, urðu hrifnir af, og jafnframt undrandi. Sjónvarpsáhorfendur áttu ekki orð til að lýsa hrifningu sinni á rúmensku langskyttunni Gheorge Gruia, en hvað eftir annað sendi hann knöttinn i net Vestur-Þjóð- verja með þrumuskoti. En áhorf- endur urðu einnig undrandi. þvi að Gruia lék aldrei i vörn. honum var skipt út af eftir hverja sókn. Hvað hefði islenzka landsliðs- nefndin gert við Gruia? Jú, hún hefði ekki látið Gruia leika með liði sinu, þvi að hann er enginn varnarleikmaður — alveg eins og þeir útilokuðu Einar Magnússon frá islenzka landsliðinu. —SOS Nábýli Framhald af 7. siðu. og mikið af henni er flutt til Bretlands. Ýmisiegt er þarna dýrt. svo sem grænmeti, sem ekki er ræktað fyrri en nokkur hundruð milum sunnar. en námufélagið, sem rikið á meirihluta i. greiðir hærri laun en greidd eru nokkurs staðar annars staðar i landinu. að ósló undanskil- inni. og hjá þvi starfar mikill hluti vinnufærra manna. Þjálfaöir menn fá i laun allt að 575 þús. krónur islenzkar á ári, auk húsna'ðis. sem námufél- agið leggur til. FLUGVÉLAR frá SAS lljúga til nyrztu flugvalla Noregs tvisvar á dag allt árið. Samfélagið i Kirkenes er traust. enda þótt vegalengdin til ósló sé 1500 milur. og 1000 milur i viðbót þaðan til Brússels. ..Við erum ekki undir það búin að ganga i Efnahags- bandalagið”. segir Arne Mostad varabæjarstjóri. ..Óðru máli kynni að gegna eftir fimm eða sex ár.” Verið getur þó. að hann geri of mikið úr áhrifum stofnana Efnahagsbandalagsins i heimabæ sinum. — Það er vissulega timabært að vekja máls á þessu. sagði Thorvald Imsland, einn af for- svarsmönnum samtaka islenzkra kjötiðnaðarmanna. er Timinn snerisér til hans. Ég var i nefnd. sem einmitt er nýbúin að skila tillögum um það. hvernig haga skuli sérnámi kjötiðnaðarmanna. þar sem einmitt er lögð áherzla á þessar námsgr. Siðan kemur til kasta iðnfræðsluraðs að sjá um. að þetta verði framkvæmt. Ég þori ekki að segja. að nem- endur hafi með öllu farið á mis við slika kennslu á liðnum árum, en hún hefur að minnsta kosti alls ekki verið slik sem skyldi. lóngrein, sem tekiö hefur snöggan fjörkipp — Nú á allra siðustu misserum hefur þeim. sem stunda kjöt- iðnaðrnám fjölgað stórlega, sagði Óskar Guðmundsson. fram- kvæmdastjóri iðnfræðsluráðs, er Timinn leitaði vitneskju um þessi mál hjá honum . Samkvæmt skrám. sem liggja hér fyrir framan mig á borðinu, eru nú seytján' slikir nemar i iðnsamn- ingi — að visu er mér kunnugt um, að þeir eru aðeins fleiri. — og af þeim fara nú tiu i annan bekk iðnskólans hér i Reykjavfk. þar sem kennsla i sérgreinum á að byrja. Þetta segir sina sögu um þáð. hversu snöggur fjörkippur er að færast i þessa iðngrein. Lagi verður komið á kennsluna Hingað til hefur kjötiðnaðurinn mjög notið við manna, sem numið hafa i Danmörku og haldið uppi ströngu hreinlæti, þar sem þeir eiga fyrir verkum að segja. og það er sannast mála, að harla sjaldan hefur matareitrun verið rakin til kjötiðnaðarins, heldur hefur annað valdið, einkum oliu- sósa og þess háttar, er slikir atburðir hafa gerzt. lim kennslugreinar þær. sem þið spyrjið um, sagði Óskar að lokurn. get ég sagt, að þar verður ráðin bót á. Að visu er nokkurt vandhæfi á að fá heppilegan. kennara, þar sem ekki nægir það eitt að fá mann með næga fræði- lega menntun, heldur verður hann lika að þekkja til kjöt- iðnaðar. En mun samt takast. Kippir hádegismatn- um upp úr garðinum Við komum þar i skrifstofu, i fyrradag um hádegisbilið, er skrifstofu- stjóri, kunnur iþróttamaður, sat með tösku sina á hnjánum. Hann tók upp úr henni þrjár mjög vöxtulegar gulrætur og lagði þær á borðið fyrir framan sig. — Þetta er hádegismaturinn minn, sagði hann. Ég sáði gulrótum i vor, og ég kippi upp þremur, þegar ég fer i vinnuna á morgnana. Þær eru svo stórar, að þetta er rétt mátulegur skammtur. Ég býst við, aö það jafnist að minnsta kosti á við kók og sukkutaðiKex, og eg tæt mer svona detta i hug, að það sé talsvert rtíiklu hollari matur. Og svo beit hann i eina gulrótina — rétt að viö fengum tima til þess að mynda þær, áður en hann lagöi þær sér til munns. Fjórðungssamband Norðlendinga: Hreppakryturinn er ó undanhaldi „Kólk er farið að binda vonir við svona samtök”, sagði Askell Einarsson, framkvæmdastjóri F jórðungssa mbands Norður- lands. „Það vill standa saman um hagsmunamál sin, og við erum að vaxa upp úr hreppakryt og smámunalegu skæklatogi. Menn cru farnir að skilja, að óskir þeirra og vilji verður þyngri á metunum, þegar allir leggjast eitt. en þegar hver baukar I sínu horni”. — Við vorum um sextiu hér á fjórðungsþingi núna i byrjun vik- unnar, og aðalmálin, sem við fjölluðum um, voru samgöngu- mál og raforkumál sagði Askell enn fremur. Auk þess voru undirbúin mál, sem við ráðum seinna til lykta. Það má til tiðinda telja, að samkomulag tókst á fjórðungs- þinginu um þann þátt samgöngu- áætlunar, sem verið hefur nokkuð viðkvæmt ágreiningsatriði milli héraða — sem sagt flugvallar- málin. Togstreita hefur verið um það, hvaða hlutverkum flug- vellirnir á Sauðrákróki, Akureyri og i Aðaldal eigi að gegna, en nú sameinuðust menn um það, að Akureyrarflugvöllur skuli verða fullnægjandi millivegalengda- þotum svokölluðum, en hinir flug- vellirnir tveir nægjanlegir F'okker-flugvélum án hleðslutak- markana og Boeing- flugvélum með hleðslutakmörkunum. Seinna verði flugbrautir þessara flugvalla lengdar, svo að milli- vegalengdaþotur geti lent þar. I raforkumálum varð samstaða um það, að fullnýtt skuli nú þegar tiltæk raforka á Norðurlandi, svæðið allt sameinað í eitt kerfi i eigu heimamanna og rikisins, Hlutlaus könnun gerð á hag- kvæmustum lausnum á orkuþörf Norðlendinga og til bráðabirgöa og frambúðar þeir kostir valdir, er gefa ódýrasta orku, öllum dreifingaraöilum selt rafmagn á sama heildsöluverði og unnið að auknum áhrifum heimamanna á stjórn rafmagnsveitna rikisins. Bjarni Einarsson bæjarstjóri á Akureyri, var kosinn formaður fjórðungssambandsins og i fjórð- ungsráð Brynjólfur Sveinbergs- son á Hvammsstanga, Jón Isberg á Blönduósi, Marteinn Friðriks- son á Sauðárkróki, Jóhann Salberg Guðmundsson á Sauðár- króki, Stefán Friðbjarnarson á Siglufiröi. Asgrimur Hartm- annsson á Ölafsfirði, Hilmar Danielsson á Dalvik, Ófeigur Eiriksson á Akureyri, Jóhann Skaptason á Húsavik og Haukur Harðarson á Húsavik. Iðnó Framhald af bls. 1. 5 þýzkir Framhald af bls. 1. aldur. V.æri ekki vert að sjá aumur á sjötiu og fimm ára öldungnum og gera honum kleift að eignast eigið húsnæði? Ekki sakar að geta þess, að verðstöðvunarlögin eru enn i fullu gildi á Islandi og ná til húsa- leigu á þann hátt að hækkun á henni er háð leyfi ráðherra. Við höfðum samband við Hjálmar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóra i félagsmálaráðuney tinu, og spurðum hann, hvort hússtjórnin i Iðnó hefði sótt um slikt leyfi. Kannaðist hann ekki við það. Jón Axel Pétursson, formaður hússtjórnar er nú á Spáni og lög- fræðingur hennar, öttar Yngva- son, fór tíl útlanda i gær, svo að við höfum ekki náð tali af þeim. milna mörkin vestur af Kolbeinsey, og hefur þvi togara- flotinn, sem var út af Horni, fært sig þangað. Innan við 50 milurnar út af Hvalbaknum voru 3 brezkir togarar, og austur af Gerpi voru 6 brezkir að veiðum. Út undir 50 filunum norðan við Djúpálinn(NV af Isafjarðardjúpi) voru þrir brezkir togarar að veiðum, og auk þess einn vestur- þýzkur, en alls reyndust fimm vestur-þýzkir togarar vera að veiðum innan við 50 milna mörkin i gærdag. Annars var stærsti vestur-þýzki flotinn utan við 50 Handknatfleiksmenn auglýsa 50 mílurnar Klp—Reykjavik. í gær hélt utan í keppnisferðalag til Hollands, Luxemborgar og Vestur-Þýzkalands hópur handknattleiksmanna úr ÍR. Aður en þeir héldu utan ákváðu þeir að auglýsa 50 milurnar eins og þeir gætu i þessum löndum, og i þeim tilgangi keyptu þeir allir peysur, sem nú eru seldar hér i búðum, sem á er mynd af íslandi og talan 50 i miðj- unni. í þessum peysum ætla þeir að ganga á milli leikja i þeim borgum, sem þeir heimsækja, og er ekki að efa, að eftir þeim verður tekið á þeim stöðum. milurnar, suð-vestur af landinu. Innan við mörkin vestur af Kolbeinsey voru tveir færeyskir togarar að veiðum, en þeir mega sem kunnugt er ljúka veiðiferö innan 50 miinanna, fram til 1. október. 1 fyrradag var geröur samning- ur við Belgiumenn um veiðar á 7 tilteknum svæðum innan 50 miln- anna, og strax i gær var fyrsti belgiski togarinn kominn i sjötta hólfið, sem er út af Reykjanesi. Þetta er fyrsta talningarkortið, sem Landhelgisgæzlan lætur frá sér fara siðan landhelgin var færð út. Togararnir eru merktir með táknum inn á kortið, og er stærsti brezki flotinn i hnapp vestan við Kolbeinsey. IÐNAÐAR RÁÐUNEYTIÐ Hálfs dags starf Iðnaðarráðuneytið óskar að ráða konu til vélritunar og almennra skrifstofu- starfa hálfan daginn. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist iðnaðar- ráðuneytinu fyrir 20. september. 8. september 1972

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.