Fréttablaðið - 25.02.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.02.2004, Blaðsíða 24
25. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Áskorendakeppni Evrópu: ÍBV til Króatíu HANDBOLTI „Við vitum lítið annað en nafnið á félaginu og að það er í öðru sæti króatísku deildarinnar,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson þjálf- ari um mótherja ÍBV í átta liða úr- slitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik. Eyjastúlkur leika við króatíska félagið Salonastit Vranjic og verður fyrri leikur félaganna í Eyjum 13. eða 14. mars en seinni leikurinn fer fram í Króatíu viku síðar. „Við þekkjum hefðina í króat- ískum handbolta. Félagið leikur líklega króatíska afbrigðið af 3-2- 1 vörn en það er spurning um einstaka leikmenn,“ sagði Aðal- steinn. „Salonastit Vranjic sigr- aði Motor frá Úkraínu í síðustu umferð en það er gamla félagið hennar Önnu Jakova. Ég reikna með að hún verði okkur innan handar með að útvega spólur með leikjum liðsins.“ Á heimasíðu ÍBV kemur fram að kostnaður vegna leikjanna við Salonastit Vranjic sé áætlaður tvær milljónir. „Maður vonar að góðhjartaðir menn í bæjarfélag- inu og fyrirtæki muni hjálpa okk- ur,“ sagði Aðalsteinn. Í öðrum leikjum undanúrslit- anna leika Nürnberg og tyrkneska félagið Anadolu University, Bayer Leverkusen og pólska félagið Vit- aral Jelfa og Borussia Dortmund og rúmenska félagið Universita- tea Remin Deva. ■ HANDBOLTI Spænska félagið Ciudad Real leikur við slóvenska félagið Celje Pivovarna Lasko í undanúr- slitum meistaradeildar Evrópu. Í hinni viðureign undanúrslitanna mætast þýsku félögin Flensburg og Magdeburg. Þessi niðustaða gefur möguleika á að Ólafur Stefánsson í Ciudad Real mæti Alfreð Gíslasyni og Sigfúsi Sigurðssyni hjá Mag- deburg í úrslitaleik. Flensburg er efst í þýsku deild- inni og þremur stigum á undan Magdeburg en Magdeborgarar eiga leik til góða á toppliðið. Mag- deburg vann Flensburg 30-19 á útivelli í september en félögin mætast að nýju 3. mars. Með Flensborg leika fjórir leikmenn danska bronsliðsins á EM í Sló- veníu, Lars Krogh Jeppesen, Joachim Boldsen, Lars Kristian- sen og Søren Stryger. Ciudad Real er efst í spænsku deildinni og hefur þriggja stiga for- ystu á Barcelona þegar mótið er rúmlega hálfnað. Celje Pivovarna Lasko, efsta félag slóvensku deild- arinnar, sló Þýskalandsmeistara Lemgo út í átta liða úrslitum. Í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa leika Guðjón Valur Sig- urðsson og félagar í TuSEM Essen við spænska félagið Portland San Antonio. Í hinni viðureign undanúr- slitanna mætast spænska félagið Valladolid og slóvenska félagið Gorenje Velenje. ■ Ma llorc a 34.142 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 41.730 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Pil Lari Playa, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Po rtúg al 38.270 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 46.855 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug gisting í 7 nætur á Sol Dorio, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Krít 48.230 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 59.020 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Skala, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Co sta del Sol 53.942 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 67.830 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 14 nætur á St. Clara, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Be nid orm 35.942 kr. á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 44.430 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Halley, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! ÍBV Leikur við Salonastit Vranjic í átta liða úr- slitum Áskorendakeppni Evrópu. Evrópukeppnir í handbolta: Íslendingalið í úrslitum? ÓLAFUR STEFÁNSSON Mætir hann fyrrum félögum í Magdeburg í úrslitum?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.