Fréttablaðið - 26.02.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 26.02.2004, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 34 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 31 Sjónvarp 36 FIMMTUDAGUR KR MÆTIR KEFLAVÍK Fimm leikir verða í Intersport-deildinni klukkan 19.15. KR tekur á móti Keflavík, Snæfell á móti Njarðvík, Þór Þ. sækir Hauka heim, KFÍ mætir Breiðabliki og Tindastóll tekur á móti ÍR. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HÆGVIÐRI OG BJART YFIR Þannig verður það um nánast allt land. Hreyfir þó eitthvað vind allra austast og stöku él norð- austantil. Ekki síður gott veður um helgina. Sjá síðu 6. 26. febrúar 2004 – 56. tölublað – 4. árgangur ● prada ● íslensk tíska Kjóll í uppáhaldi tíska o.fl. Hugrún Árnadóttir: ▲ SÍÐUR 18–19 ● andalúsía ● ferðapistillinn Líður vel í Bern ferðir o.fl. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir: ▲ SÍÐUR 22–23 KOMIN TIL MAROKKÓ Alþjóðabjörg- unarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar kom seint í gærkvöldi til bæjarins Im Zourem í Marokkó. Sveitin mun taka þátt í björgunarstarfi. Sjá síðu 4 SÝKING Á LEIKSKÓLA Tvö börn á leikskólanum Álfasteini í Hafnarfirði hafa sýkst af heilahimnubólgubakteríu. Börnun- um heilsast ágætlega og eru ekki talin í lífshættu. Sjá síðu 2 HAFNA LÆKNI Læknafélag Íslands hefur hafnað beiðni um að skrifa upp á at- vinnuleyfi fyrir indverskan lækni, sem heil- brigðisráðuneytið hafði veitt tímabundið lækningaleyfi. Sjá síðu 2 GAGNRÝNIR NORÐMENN Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir Norð- menn ekki sýna neinn vilja til að ná niður- stöðu í samningi um norsk-íslenska síldar- stofninn. Sjá síðu 6 ÖSKUDAGURINN SETTI SVIP Á BORGARLÍFIÐ Frí var í grunnskólum landsins á öskudaginn og mátti sjá grímuklædd börn hlaupa á milli verslana úti um alla borg með fullt af sælgæti. Stúlkurnar á myndinni fóru á milli búða í Kringlunni þar sem þær sungu fyrir verslun- arfólk í von um að fá góðgæti að launum. VIÐSKIPTI Óstofnað eignarhaldsfélag Helga Magnússonar, bankaráðs- manns í Íslandsbanka keypti 8,8 prósenta hlut í Íslandsbanka í gær. Þar með er hann orðinn stærsti ein- staki hluthafi bankans. Seljandi bréfanna var Landsbanki Ís- lands. Þá keypti Urriði ehf., sem er í eigu Orra Vigfús- sonar, ríflega fimm prósenta hlut Burðaráss í Íslands- banka. Helgi er bankaráðsmaður í Íslandsbanka og naut til þess stuðn- ings Samtaka iðnaðarins. Helgi tók við af Orra í bankaráðinu sem notið hafði stuðnings sömu aðila. Samtals ráða þeir um fjórtán prósentum í bankanum. Samanlagt kaupverð er um þrettán milljarðar. Með sölunni innleysa Landsbankinn og Burðarás gengishagnað af eign sinni, Burða- rás um hálfan milljarð og Lands- bankinn af eigin eign um 300 millj- ónir. Kaupin eru gerð með fram- virkjum samningum með gjalddaga 1. júní. Hvorugur fjárfestanna er talinn til milljarðamæringa. Helgi Magnússon segir fjárfest- inguna til langs tíma og að fleiri fjárfestar muni koma að kaupunum. „Ég stend einn að kaupunum, en hyggst fá öfluga fjárfesta til liðs við mig.“ Hann segir að það muni koma í ljós hverjir þeir verði. Helgi er gamall samstarfsmaður Björgólfs Guðmundssonar frá Hafskipsárunum. Hann segir þá hafa þekkst í mörg ár. Það hafi ekkert með þessa fjárfestingu að gera. „Ég þekki vel innviði bank- ans og þarna er frábært starfsfólk með mikla reynslu. Ég sé þarna bjarta framtíð og það stýrir fjár- festingunni.“ Hann segist vilja ró um starfsemi bankans og kaup bréfanna af keppinaut bankans stuðli að því. Orri segir áhuga sinn á útrás sjávarútvegs ráða mestu um áhuga sinn á bankanum. Hann segir eng- in tengsl milli sín og Helga. Helgi hefur unnið með Víglundi Þor- steinssyni innan bankaráðs Ís- landsbanka. Flokkadrættir hafa verið í bankaráðinu. Talið er líkleg- ast að Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Almennra, verði formaður bankaráðs á aðalfundi 8. mars og taki við af Kristjáni Ragnarssyni. Áhugi Landsbankans á samein- ingu bankanna er samkvæmt heim- ildum óbreyttur, en því er neitað að kaupin tengist þeim vilja. haflidi@frettabladid.is 46%62% Breytt valdahlutföll í Íslandsbanka Kaup Orra Vigfússonar og Helga Magnússonar á um fjórtán prósenta hlut í Íslandsbanka eru talin vekja stöðu núverandi formanns bankaráðs. Bréfin voru keypt af Burðarási og Landsbankanum. Hvorugur kaupenda er talinn milljarðamæringur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Matur 2004 hafin: Stórsýning í Fífunni STÓRSÝNING Allt snýst um mat, vín og veislur á stórsýningunni Matur 2004 sem hefst í íþróttahúsinu Fífunni í Kópavogi í dag og stendur fram á sunnu- dag. Þar kynna yfir 300 einstak- lingar og fyrirtæki vöru sína og þjónustu. Fyrstu tvo dagana er um kaupstefnu að ræða sem opin er fagfólki og boðsgestum. Þá verður keppt í ýmsum greinum matvælaiðnaðar og skreytinga. Á laugardag og sunnudag er sýn- ingin opin almenningi. Þá er keppt áfram, verðlaun verða veitt og meðal annars krýndur matreiðslumaður ársins. Tísku- sýningar með brúðkaups-og veislufatnaði verða á dagskrá og margt verður í boði sem kitlar bragðlauka gesta. ■ „Ég sé þarna bjarta framtíð og það stýrir fjárfesting- unni. Vopnaður ræningi: Náðist á hlaupum RÁN 25 ára gamall maður framdi vopnað rán í verslun 10-11 við Arnarbakka í Breiðholti rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Ræninginn ógnaði starfsfólki með hnífi og hafði með sér um tíu þúsund krónur í peningum og hljóp út í myrkrið. Um tutt- ugu mínútum síðar náði lögregl- an ræningjanum á hlaupum í Bakkahverfi og handtók hann með ránsfenginn. Tæplega tvítugur maður framdi vopnað rán í sömu verslun í Breiðholti í byrjun desember, en það upplýstist í janúar. Hann stal þá 100 þúsund krónum. ■ RANNSÓKN „Það hefur fengist stað- fest að Tomas Malakauskas er ekki á sakaskrá. Íslendingarnir eru ekki á sakaskrá fyrir nein mál í líkingu við það sem þeir eru sakaðir um núna, hvorki fíkni- efnabrot né ofbeldisbrot,“ segir Arnar Jensson hjá Ríkislögreglu- stjóra. Arnar segir ekki liggja endan- lega fyrir hvað verði gert með þau sýni sem tekin hafa verið í bíla- og húsrannsóknum. „Við erum enn með bílana og verðum áfram með þá.“ Ekki liggja held- ur fyrir niðurstöður varðandi þau gögn sem tekin hafa verið í rannsókninni. Hann segir að búið sé að taka skýrslur og ræða við á annað hundrað manns. „Við viljum ekkert segja frá því hvernig það stendur. Þeir eru frá sama bæ, sem er þó ekki svo lítill að þeir ættu að þekkjast þess vegna,“ segir Arnar aðspurður um hvort tekist hafi að finna tengsl á milli Jucevicius og Mala- kauskas. Aðspurður hvort einhverjir séu búnir að játa segir Arnar: „Ég vil ekkert segja um það held- ur. Við höfum ekkert tjáð okkur um hvað er að gerast í yfir- heyrslunum.“ Björn Bjarnason hélt til Aust- fjarða í gær þar sem hann hélt fund með sýslumanninum á Eski- firði og þeim lögreglumönnum sem unnið hafa að rannsókn lík- fundarins í Neskaupstað og fór yfir stöðu mála. Björn lýsti yfir ánægju sinni með störf þeirra. Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir Tomas Malakauskas. Bæði Grétar Sig- urðarson og Jónas Ingi Ragnars- son ákváðu að una úrskurðinum. ■ Líkfundurinn í Neskaupstað: Ráðherra kynnir sér rannsókn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.