Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 2
2 26. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR „Jú, það er á hreinu.“ Sigurður Geirdal er bæjarstjóri í Kópavogi. Kröfu- gerð ríkisins vegna þjóðlenda á Suðvesturlandi hefur mætt harðri gagnrýni sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu. Spurningdagsins Sigurður, ertu ekki örugglega með þinglýst afsal af húsinu? Höfnuðu indversk- um starfsbróður Læknafélag Íslands hefur neitað að skrifa upp á atvinnuleyfi fyrir indversk- an lækni sem heilbrigðisráðuneytið hafði veitt tímabundið lækningaleyfi. Hann hugðist gegna starfi heilsugæslulæknis á Suðurnesjum í 3 mánuði. ATVINNUMÁL „Læknar sem eru utan Evrópska efnahagssvæðisins geta ekki fengið lækningaleyfi á Ís- landi nema þeir hafi sannað kunn- áttu sína fyrir læknadeild,“ sagði Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands. Félagið hef- ur hafnað beiðni um að skrifa upp á tímabundið atvinnuleyfi fyrir Vikas Vakants Pethkar, indversk- an lækni sem hugðist starfa á H e i l b r i g ð i s - stofnun Suður- nesja í þrjá mán- uði. „Hins vegar hafa menn af svæðum utan EES fengið at- vinnuleyfi þegar þeir hafa verið að mæta brýnni þörf hérlendis,“ sagði Sigur- björn. „Þessir menn hafa farið inn á stofnanir og starfað í skjóli og á ábyrgð þeirra lækna sem þar eru. Þessi umræddi lækn- ir hefur starfað hér á ferða- mannapassa frá því fyrir jól en sá passi er nú útrunninn.“ Sigurbjörn sagði að rök Læknafélagsins í málinu væru þau að á skömmum tíma hefðu aðstæður á vinnumarkaði lækna hér á landi gjörbreyst með sam- drætti og uppsögnum á heilbrigð- isstofnunum. Nýr árgangur unglækna kæmi á vinnumarkað- inn í vor. Þá hafi ekki verið aug- lýst eftir almennum læknum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í nær heilt ár. „Ég gat ekki horft framan í kol- lega mína og skrifað upp á atvinnu- leyfi fyrir þennan mann nema reynt hefði verið til þrautar hér heima og síðan á Evrópska efna- hagssvæðinu að fá menn til að fylla þessi störf sem hann átti að gegna. Öll framganga Læknafélagsins er málefnaleg að þessu leyti.“ Í umsögn um málið gerði Læknafélagið athugasemd við veitingu heilbrigðisráðuneytisins á lækningaleyfi til indverska læknisins, þar sem ekki væri lagaskilyrði fyrir þeirri veitingu. Hlyti landlæknir að hafa mælt með þeirri ráðstöfun. Í ljósi vensla landlæknis og fram- kvæmdastjóra Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja væri ráðuneyt- inu óheimilt að fara að meðmæl- um hans vegna vanhæfis hans. „Því hlýtur ráðuneytið að hafa sett sérstakan landlækni til að taka afstöðu til þess hvort mæla ætti með því að Vikas fengi tíma- bundið lækningaleyfi, ef ekki þá er leyfisveitingin markleysa,“ segir í umsögn Læknafélagsins. Þessu til skýringar skal tekið fram að landlæknirinn og fram- kvæmdastjórinn eru hjón. Hvorki náðist í Sigríði Snæ- björnsdóttur, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, né Sigurð Guðmundsson land- lækni vegna málsins. jss@frettabladid.is Guantanamo: Birta fyrstu ákærurnar WASHINGTON, AP Bandaríska varnar- málaráðuneytið hefur ákært tvo fanga í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu fyrir samsæri um stríðs- glæpi. Mennirnir tveir eru sagðir fjármálastjóri al-Kaída hryðju- verkahreyfingarinnar og maður sem sá um áróður fyrir hana. Málið verður rekið fyrir her- dómstóli, þeim fyrsta sem er skip- aður frá lokum síðari heimsstyrj- aldar. Verði mennirnir fundnir sek- ir geta þeir verið dæmdir til ævi- langrar fangelsisvistar. Sönnunar- færsla fyrir herdómstóli þykir hag- stæðari fyrir ákæranda en sak- borninga. ■ NÁÐU ÁRÁSARMANNINUM Lög- reglan hafði í gær hendur í hári manns sem réðst á starfsmann Verslunarskólans á þriðjudag. Maðurinn, sem er á tvítugsaldri, hefur gengist við brotum sínum en hann fór inn í skólann og stal þaðan skjávarpa. Hann réðst á starfsmanninn sem sá til hans, en hljóp síðan á brott. Málið telst upplýst. LÖGREGLA ÓSKAR EFTIR UPPLÝS- INGUM Í fyrrinótt var brotist inn í sjö bíla í Teiga- og Túnahverfi í Reykjavík og unnin á þeim skemmdarverk . Lögreglan biður íbúa og aðra sem hugsanlega gætu veitt upplýsingar um málið um að hafa samband við varð- stjóra í síma 569-9013. EKIÐ Á LJÓSASTAUR Ekið var á ljósastaur við Sólbakka í Borgar- nesi í gær. Ekki urðu slys á fólki en bíllinn er óökufær eftir. Er þetta í fjórða skipti sem ekið er á þennan ljósastaur frá því síðasta sumar og má búast við að hann verði fjarlægður eftir óhappið í gær. Fyrrum framkvæmdastjóri: Fékk 28 millj- ónir í bætur DÓMSMÁL Aco Tæknival var dæmt til að greiða Bjarna Þorvarði Áka- syni, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Aco, 28 milljónir króna í bæt- ur fyrir lán á hlutabréfum í hans eigu til tryggingar bankaláni. Árið 2000 keypti Aco tækja- og fagtækjadeild Japis en skuldir fyrirtækisins reyndust vera gjald- fallnar. Nauðsynlegt var fyrir Aco að greiða háa skuld við aðalbirgi Japis. Bjarni notaði eigin hlutabréf í Aco til tryggingar fyrir láni hjá Búnaðarbankanum sem notað var til að greiða skuldirnar. Niðurstaða dómsins var sú að stjórn Aco hefði lofað að greiða Bjarna þóknun fyrir að leggja fram eigin hlutabréf í félaginu sem hand- veð og við það beri að standa. ■ www.landsbanki.is sími 560 6000 Varðan - alhliða fjármálaþjónusta Nokkrir punktar um beinharða peninga! Beinharðir peningar fyrir punkta Fram til 29. febrúar geta Vörðufélagar innleyst Landsbanka - punktana sína fyrir beinharða peninga og lækkað þannig bankakostnað sinn milliliðalaust. Þannig gefa til dæmis 10 þúsund punktar 5 þúsund krónur. Þú getur óskað eftir innlausn bankapunkta á www.landsbanki.is Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 23 55 9 02 /2 00 4 ALÞINGI Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra greindi frá því á Alþingi að kostnaðarhlutdeild sjúklinga hefði almennt aukist frá því fyrir 15 árum, en hins vegar yrði að hafa allan varann á þegar um væri að ræða athuganir yfir svo langt tíma- bil. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðar- dóttur, Samfylkingunni, um kostn- aðarhlutdeild sjúklinga í sjúkra- tryggingum. Heilbrigðisráðherra benti á að hlutur sjúklinga í greiðsl- um vegna læknisþjónustu væri mjög mismunandi og færi eftir þjónustunni sem væri veitt. Fram kom að á sama tíma og neysluverðsvísitala hækkaði frá 1997 til 2003 um tæplega 29 prósent lækkaði tilkostnaður sjúklinga við heimsókn til heimil- islæknis og var þá 94 prósent af því sem hann var árið 1997. Hlut- ur sjúklings í greiðslum fyrir heilsugæslu almennt hafði hins vegar aukist á sama tímabili um rúmlega 31 prósent, samkvæmt Hagstofu Íslands. Þá hækkaði hlutur sjúklinga í kostnaði við heimsókn til sérfræðilækna mun meira á þessum tíma. Heilbrigð- isráðherra benti á að tæknilegar framfarir í læknisfræði leiddu til aukins kostnaðar sjúklinga, með- al annars vegna þess að aðgerðir flyttust út af sjúkrahúsunum og sjúklingar ættu kost á fjölbreytt- ari þjónustu. ■ LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ Læknafélagið gerði athugasemd við veitingu heilbrigðisráðuneytisins á lækningaleyfi til indverska læknisins, þar sem ekki væri lagaskilyrði fyrir þeirri veitingu. Hlyti landlæknir að hafa mælt með þeirri ráðstöfun. „Ég gat ekki horft framan í kollega mína og skrifað upp á at- vinnuleyfi fyrir þennan mann nema reynt hefði verið til þraut- ar hér heima... ■ Lögreglufréttir ÞOKAÐIST LÍTILLEGA Samninga- menn Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins funduðu með fulltrúum Samtaka atvinnu- lífsins í allan gærdag. Lítillega þokaðist. Enn er verið að ræða um stóru sérmálin í viðræðunum. HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra greindi frá því á Alþingi að kostnaðar- hlutdeild sjúklinga hefði almennt aukist frá því fyrir 15 árum. Hlutur sjúklinga í greiðslum vegna læknisþjónustu væri þó mjög mismunandi og færi eftir þjónust- unni sem væri veitt. Greiðslur fyrir heilsugæslu: Hlutur sjúklinga aukist um 31% Nauðasamningar Tetra Ísland: Lofað 100 milljónum NAUÐASAMNINGAR Orkuveita Reykja- víkur og Landsvirkjun hafa hvort um sig ákveðið að leggja 50 milljón- ir í Tetra Ísland ef fjarskiptafyrir- tækinu tekst að tryggja frjálsa nauðasamninga við lánadrottna sína. Forsvarsmenn fyrirtækisins, sem sér um fjarskiptamál lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita, gera sér vonir um að samkomulag náist, án þess að til nauðasamninga komi. Það hefur átt í miklum fjárhagserf- iðleikum og hljóða skuldir upp á 750 milljónir. ■ KB banki um Íslands- bankakaup: Gagnrýnir upplýsingar MARKAÐUR Greiningardeild KB banka gagnrýnir upplýsingagjöf í tengslum við stórfelld kaup í Ís- landsbanka og segir Kauphöllina hafa birt prýðisyfirlit um eftir- litshlutverk sitt. „Engu að síður veldur það áhyggjum að markaðs- aðilar virðast ekki taka upplýs- ingaskyldur sínar alvarlega og virðast hvað eftir annað komast upp með verri upplýsingagjöf en lög kveða á um. Það er því spurn- ing hvort að þessi einkennilegheit sem við urðum vitni að í dag séu ekki eðlileg afleiðing þverrandi virðingar fyrir leikreglum á ís- lenskum hlutabréfamarkaði,“ seg- ir í hálffimmfréttum KB banka. ■ ■ Kjaraviðræður HEILBRIGÐISMÁL Tvö börn á leik- skólanum Álfasteini í Hafnarfirði hafa sýkst af heilahimnubólgu- bakteríu. „Bakterían getur oft valdið heilahimnubólgu og einnig getur hún valdið alvarlegum sýk- ingu í blóði, beinum og liðum,“ segir Þórólfur Guðnason, yfir- læknir á sóttvarnasviði Land- læknis. Hann segir að börnunum heilsist ágætlega eftir atvikum og séu ekki í lífshættu. Þórólfur segir að ef sýkingin sé ekki stöðvuð geti hún valdið mjög hastarlegum einkennum og dánartíðni sé há. Hann segir að hér á landi hafi baktería af c-stofni verið algengust en í lok árs 2002 voru allir undir átján ára aldri bólusettir og hefur hún að mestu dottið niður. Talið er að þessi bakteríusýking sé af b- stofni þó að það hafi ekki fengist staðfest. „Ekkert bóluefni er til gegn b-bakteríunni en við gefum bæði sjúklingum og þeim sem hafa verið í náinni umgengni við þá sýklalyf til að drepa bakterí- una. Við erum að bíða eftir sýkla- lyfjunum, sem koma sennilega til landsins í dag.“ Aðstandendum sjúklinganna, börnunum á leik- skólanum og starfsfólki verða gefin sýklalyfin fyrir helgi. ■ Tvö börn á leikskóla í Hafnarfirði hafa sýkst af heilahimnubólgubakteríu: Beðið eftir sýklalyfjum BARNASPÍTALI HRINGSINS Börnin sem sýktust eru á Barnaspítala Hringsins við Hringbraut.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.