Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 10
10 26. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR ■ Eyjaálfa TÍSKA NÆSTA VETRAR Haust- og vetrartíska Enricos Coveri var kynnt á tískusýningu í Mílanó á Ítalíu í fyrradag. Írakskar konur stofna samtök: Berjast fyrir rétti sínum BAGDAD, AP „Lýðræðið færir okkur smá glufu sem við getum notað til að koma kröfum okkar á framfæri,“ segir Samira Hussein, félagi í Kvennabandalaginu, samtökum írakskra kvenna sem vilja tryggja að þær njóti meiri réttinda í vænt- anlegu Íraksríki en þau sem þær hefðu ef lögin byggja að mestu eða öllu á því sem stendur í Kóraninum. Mörg samtök kvenna hafa sprottið upp eftir fall ríkisstjórnar Saddams Hussein sem krefjast frelsis, lýðræðis og eigin málsvara á væntanlegu íröksku þingi og í rík- isstjórn. „Við viljum geta tekið þátt í kosningum, talað opinskátt, valið eiginmann. Ég vona að lögin verði frjálslynd,“ segir Raja al-Khuzaei, sem er í framkvæmdaráðinu og yfirlýstur málsvari kvenréttinda. Hún segist reyna að komast á alla fundi ráðsins til að berjast fyrir kröfum kvenna, þeirra á meðal því að 40 prósent ráðherra verði konur og að tilskipun framkvæmdaráðsins um að einstakir trúflokkar geti beitt eigin trúarlögum á landsvæði sínu verði felld úr gildi. Þrátt fyrir að konurnar krefjist réttinda hika þær við að krefjast fulls jafnréttis. Með því gengju þær gegn Kóraninum þar sem konum er í mörgu lýst sem hálfdrættingum karla. ■ Innflutningur á fuglakjöti bannaður Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur gripið til aðgerða vegna fuglaflensunnar erlendis. Gott hjá ráðherra, segir Össur Skarphéðinsson. Nú skilur Össur að landbúnaðarráðuneytið er mikilvægt, segir Guðni. ALÞINGI Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra greindi frá því á Al- þingi í gær að sérstök ástæða væri til að varast þá dýrasjúk- dóma sem borist geta í menn í gegnum snertingu við dýr og neyslu matvæla. Guðni minntist í því sambandi á fuglaflensuna, sem geisar bæði í í Asíu og í Bandaríkjunum, og fleiri dýra- sjúkdóma sem hafa verið skæðir, eins og til dæmis gin- og klaufa- veiki, svínapest og kúariðu. „Ég hef að höfðu samráði við yfirdýra- lækni og sér- fræðinga gripið til auglýsinga og bannað innflutn- ing á ýmsum matvælum sem fyrirtæki flytja inn til landsins frá Asíu og Banda- ríkjunum. Þetta snýr mest að fuglum vegna fuglaflensunnar. Ég er með þessu að minna á að við þurfum að fara hér varlega, út af heilsu manna og ekki síður út af þeirri miklu auðlind sem við eig- um í heilbrigðum dýrum og góð- um landbúnaði,“ sagði Guðni. Viðbrögð þingmanna við til- kynningu landbúnaðarráðherra voru góð. Þeir töldu mikilvægt að standa vörð um fólkið og landbún- aðinn með því verjast dýrapestun- um, því ekki væri allt fengið með ódýrum innflutningi. „Það skiptir miklu máli hvern- ig staðið hefur verið að þessum málum á Íslandi áratugum saman. Það hefur ekki verið heimilaður óheftur innflutningur á dýrum og við höfum verndað landið gegn þeim pestum sem geisa erlendis og eru mjög skæðar. Þetta undir- strikar það hversu mikilvægt það er að halda vörnum áfram hér- lendis og hlúa að landbúnaðinum,“ sagði Drífa Hjartardóttir, Sjálf- stæðisflokknum. Össur Skarphéðinsson, Sam- fylkingunni, tók undir með land- búnaðarráðherra um að gera yrði allt til að koma í veg fyrir að fuglaflensan bærist hingað til lands, en varaði menn við því að ganga of langt í þeim efnum. „Ég er því fylgjandi að gripið verði til þeirra ráða sem þarf til að hindra að ófögnuður eins og þessi berist til Íslands. Ég vara hins vegar við því að beita banni óhóflega og ég veit að landbúnað- arráðherra mun ekki gera það. Það sem vakir fyrir honum er fyrst og fremst að vernda heilsu landsmanna og íslenskan land- búnað,“ sagði Össur. Landbúnaðarráðherra þakkaði þingmönnum fyrir að sýna málinu skilning og hann beindi orðum sínum sérstaklega að Össuri. „Nú skilur hann að landbúnaðarráðu- neytið er mikilvægt,“ sagði Guðni. bryndis@frettabladid.is Tuttugu ára fangelsi: Sveik út 4,5 milljarða HONOLULU, AP Dómstólar á Havaí hafa dæmt 59 ára bandaríska konu í tæplega tuttugu ára fang- elsi fyrir að svíkja út sem svarar um 4,5 milljörðum íslenskra króna með því að laða til sín þús- undir fjárfesta á fölskum forsend- um. Við ákvörðun refsingar var meðal annars tekið mið af því að Montez Salamasina Ottley neitaði að gangast við misgjörðum sínum og sýndi engin merki um iðrun. ■ „Nú skilur Össur að landbúnaðar- ráðuneytið er mikilvægt. Leitað að liðsmönnum al-Kaída: Fangar breyta framburði sínum ISLAMABAD, AP Yfirvöldum í Pakistan hefur gengið erfiðlega að bera kennsl á þá 25 einstaklinga sem handteknir voru í aðgerðum hersins í afskekktum héruðum við landa- mæri Afganistans í byrjun vikunn- ar. Að talsmanns ríkisstjórnarinnar eru fangarnir mjög vel þjálfaðir og breyta framburði sínum í sífellu. Pakistanskar öryggissveitir eru að leita að vísbendingum um dval- arstað Osama bin Laden og annarra lykilmanna innan hryðjuverkasam- takanna al-Kaída. Grunur leikur á að einhverjir af þeim 25 sem nú eru í haldi séu liðsmenn al-Kaída og geti komið yfirvöldum á spor leiðtoga samtakanna. ■ ÆTLAÐI AÐ LÁTA MYRÐA MANN SINN Kanadísk kona, búsett í Ástralíu, sem var dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að reyna að ráða launmorðingja til að myrða mann sinn hefur áfrýjað dómnum. Kon- an reyndi að ráða lögreglumann í dulargervi til að myrða mann sinn. Lögmaður hennar vill að tekið verði tillit til þess að eigin- maður hennar hafi fyrirgefið henni. BEÐIÐ EFTIR TANNLÆKNI Rúmlega 300 manns reyndu að komast að þegar tannlæknastofa í Scarborough aug- lýsti að hún tæki við nýjum viðskiptavin- um. Sumir mættu fyrir klukkan sjö að morgni. Bretlandi: Skortur á tannlæknum BRETLAND Meira en helmingur full- orðinna og tvö af hverjum fimm börnum í Bretlandi hafa ekki traustan aðgang að þjónustu tann- lækna samkvæmt gögnum breska heilbrigðisráðuneytisins. Mikill skortur er á tannlæknum innan bresku heilbrigðisþjónustunnar og hefur það orðið til þess að langar biðraðir myndast þegar það spyrst út að tannlæknastofur geti tekið á móti fleiri viðskiptavinum. Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun treysta um 40 prósent Breta sér ekki til að leita til tann- læknis þar sem þeir telja þjónust- una dýrari en svo að þeir ráði við hana. Að því er kemur fram í skoska blaðinu Evening News kenna sam- tök tannlækna því um að of lítið sé um menntunar- og þjálfunar- úrræði fyrir tannlækna. Þá finnist mörgum tannlæknum sem þeir búi við of mikið álag og of lág laun. Því hafi margir farið út í einkarekstur frekar en að vinna innan opinbera heilbrigðiskerfisins. ■ Í FYLGD SYSTRA SINNA Fjöldi samtaka kvenna hafa mótmælt því að lög byggi á trúarbókstaf. Þessar gengu því hins vegar til stuðnings. M YN D A P EFTIRLITSSTÖÐ Pakistanskar öryggissveitir hafa komið sér fyrir í afskekktum héruðum við landamæri Afganistan. SÚLAN EA OG BEITIR NK Í NORÐFJARÐARHÖFN Loðnan er frekar blönduð og smá en hrognafylling er komin í um 17 prósent. Fjarðabyggð: 80 þúsund tonnum landað LOÐNA Síldarvinnslan hf. í Neskaup- stað og Eskja á Eskifirði hafa tekið á móti tæplega 80.000 tonnum af loðnu það sem af er vertíðinni. Sam- tals er þetta um 40 prósent þess sem aflað hefur verið á yfirstandandi loðnuvertíð. Síldarvinnslan hf. hef- ur tekið á móti rúmlega 42.200 tonn- um og Eskja hefur tekið á móti rúm- lega 36.200 tonnum. Í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hafa verið fryst um 7000 tonn. Búið er að frysta á annað þúsund tonn á Japansmarkað en mest hefur verið fryst á markaði í Austur-Evrópu. Loðnan er frekar blönduð og smá en hrognafylling er komin í um 17 prósent. Búast má við að keppt verði að hrognavinnslu þegar þar að kemur, en loðnuhrognin fara að mestu á Japansmarkað. ■ GUÐNI ÁGÚSTSSON Landbúnaðarráðherra hefur bannað innflutning á fuglakjöti frá Bandaríkjunum og Asíu vegna fuglaflensunnar. Ráðherra segist með þessu vera að minna á að við þurfum að fara hér varlega út af heilsu manna og ekki síður út af þeirri miklu auðlind sem við eigum í heilbrigðum dýrum og góðum landbúnaði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LM A G U Ð M U N D SD .

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.