Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 12
12 26. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR SÓTTIR Í VAGNI DROTTNINGAR Sendiherrar Marokkó, Austurríkis og Taílands í Hollandi afhentu Beatrix Hollandsdrottningu trúnaðarbréf sín í gær. Drottning sendi konunglegan hestavagn sinn eftir þeim. Bandaríkjaforseti kominn í kosningaham: Gerði grín að Kerry WASHINGTON, AP Stjórnmálaskýr- endum vestanhafs þykir ræða sem George W. Bush Banda- ríkjaforseti hélt á fjáröflunar- samkomu í fyrrakvöld til marks um að hann sé kominn í kosn- ingaham. Bush fjallaði þar með- al annars um frambjóðendur í forkosningum demókrata og sagði þá áhugaverðan hóp með skiptar skoðanir. „Þeir eru með skattalækkun- um og á móti þeim. Þeir eru hlynntir fríverslun Ameríku- þjóða og á móti henni. Þeir eru með ættjarðarlögunum og á móti þeim. Þeir eru fylgjandi frelsun Íraks og voru á móti því. Og allt á þetta við um aðeins einn öld- ungadeildarþingmann frá Massachusetts,“ sagði Bush 1.400 repúblikönum á fjáröflun- arsamkomunni sem hlógu dátt enda gert grín að John Kerry sem þykir enn líklegastur til að hreppa útnefningu demókrata þó spennan hafi heldur aukist undanfarið. Bush lagði einnig áherslu á sterkar landvarnir og rifjaði upp för sína á gíginn þar sem tví- buraturnarnir stóðu þrem dög- um eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. „Ég mun verja Bandaríkin hvað sem það kostar.“ ■ Sólarlagið stendur í Heilsugæslunni Deila Heilsugæslunnar og starfsfólks í heimahjúkrun vegna uppsagnar aksturssamnings hinna síðarnefndu er stál í stál eftir fund deiluaðila í gær. Ljóst er að fjórir tugir starfsmanna hætta störfum um næstu mánaðamót, ef svo heldur sem nú horfir. HEILSUGÆSLA „Deilan er stál í stál og það er ljóst að sólarlagið stend- ur í Heilsugæslunni,“ sagði Gunn- ar Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjúkraliðafélags Íslands, eftir fund, sem fulltrúar viðkom- andi stéttarfélaga áttu með Heilsugæslunni til að freista þess að leysa þá deilu um aksturssamn- ing sem nú stendur. Með „sólar- laginu“ er átt við vilja starfsfólks heilsugæslunnar til að leysa deil- una þannig að nýir starfsmenn verði ráðnir á nýja aksturssamn- inginn, en fái jafnframt l a u n a u m b u n Hún verði h v a t n i n g fyrir þá sem enn eru í gamla kerf- inu til flytja sig yfir. Þótt mikið hafi verið fjallað um þessa deilu, sem tekur til fjölda fólks, þá er ýmislegt óljóst enn sem komið er. Í upphafi kvaðst Heilsugæslan ætla að spara millj- ónir á því að segja upp aksturs- samningum við starfsfólk heima- hjúkrunar. Síðan hefur áherslan breyst. Nú er minna talað um sparnað, en meira um lengri við- verutíma hjá hverjum skjólstæð- ingi. Aksturskerfið, sem nú sé við lýði, sé hvetjandi til sem flestra heimsókna á dag. Ljóst er, að af 67 sér- hæfðum starfsmönn- um, 46 sjúkraliðum og 21 hjúkrunarfræð- ingi, munu 40 hætta störfum um næstu mán- aðamót. Aug- lýst hefur verið eftir fólki í þessar stöður, en ekki orðið ljóst hversu margar tekst að fylla. Skorti mikið þar upp á er ljóst að ekki verður hægt að lengja viðveru hjá skjólstæð- ingum. Jafnframt er ljóst að kostnaður við þjálfun nýs starfs- fólks og umsvif vegna flota rekstrarleigubíla er umtalsverð- ur. Þá er ótalin kostnaðaraukning í heilbrigðiskerfinu vegna skjól- stæðinga sem verða að fara á hjúkrun- a r s t o f n - anir fái þeir ekki viðunandi h e i m a - LEVANTE Þú kaupir eitt par af sokkum og færð nuddsokka í kaupbæti. Gildir til 11. mars. Sokkatilboð Nuddsokkar í kaupbæti Lyf & heilsa Kringlunni, Mjódd, Melhaga, Austurveri, Austurstræti og Eiðistorgi. SHAFILEA AHMED Lík hennar fannst á víðavangi í norðvestur- hluta Englands hálfu ári eftir að hún hvarf. Unglingsstúlka myrt: Óhlýðnaðist foreldrum LUNDÚNIR, AP Breska lögreglan hef- ur hafið morðrannsókn vegna dauða sautján ára stúlku sem neit- aði að giftast pakistönskum manni sem foreldrar hennar kynntu fyrir henni. Shafilea Ahmed hvarf fyrir hálfu ári en þá var hún nýkomin heim til Bretlands eftir að hafa farið með fjölskyldu sinni til Pakistans. Í ferðinni var hún kynnt fyrir vonbiðlinum en skömmu síð- ar gerði hún tilraun til að svipta sig lífi með því að drekka bleikingar- efni. Lögreglan hefur staðfest að lík Shafilea hafi fundist á víðavangi í norðvesturhluta Englands. Ljóst þykir að hún hafi ekki framið sjálfsmorð en enginn hefur þó ver- ið handtekinn grunaður um að hafa orðið valdur að dauða hennar. ■ STRÍÐSFORSETI OG TORTÍMANDI George W. Bush Bandaríkjaforseti og Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, heilsuðust með virktum á hátíðarsamkomu repúblikana. Fréttaskýring JÓHANNA S. SIGÞÓRSDÓTTIR ■ skrifar um deilu um heimahjúkrun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.