Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 19
ALLIR AÐ KAUPA Fjöldi ferðamanna hefur streymt til Mílanó á meðan á tískuvikunni stendur. Og ekki nóg með það, um 80% þeirra eru líkleg til þess að kaupa sér að minnsta kosti eina nýja flík á meðan á dvöl- inni stendur. Ítalskir hönnuðir og eigendur tískuhúsanna gleðjast ör- ugglega mjög en þeir hafa barmað sér mjög á undanförnum árum vegna samdráttar í sölu og keppni frá erlendum verslunarkeðjum sem selja tískuvörur – á mun ódýrara verði. Fyrsta Zöru-verslunin var opnuð í Mílanó á síðasta ári og þrátt fyrir að hönnuðir hefðu verið sann- færðir um að Ítalir myndu fúlsa við fjöldaframleiddri og ódýrri vöru hefur verið fullt út úr dyrum í versluninni frá fyrsta degi. Ferða- menn í verslunarhugleiðingum vekja því mikla lukku. 19FIMMTUDAGUR 26. febrúar 2004 TILBOÐ inniskór SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Sendum í póstkröfu Netaskór í öllum litum Eitt par kr. 1.290 Tvö pör kr. 2.000 Stærðir 28–41 Satín skór Síðumúla 3 Sími: 553 7355 opið virka daga kl: 11-18 Laugard. kl: 11-15Undirfataverslun NÝJAR VORLÍNUR Í UNDIRFATNAÐI. skálastærðir: A-FF. Það styttist í Óskarsverð-launin en þau verða afhent á sunnudaginn kemur. Að sjálfsögðu er mikið farið að spá í hverjir verða flottir og hverjir floppa á rauða dreglinum. Umfjöllun um kjólana á Óskarsverð- launahátíðinni er ætíð umfangsmikil og ekki útlit fyrir að það verði neitt öðruvísi í ár. Hún Björk okkar Guð- mundsdóttir þótti ekki smekkleg í svanakjóln- um sem hún var í um árið en hann er ávallt nefndur til sögunnar sem einn af þeim verri á hátíðinni. En hún skráði að minnsta kosti nafn sitt á spjöld sög- unnar. Cher hefur líka oft þótt frek- ar glötuð til fara, til dæmis árið 1986 í svörtum efn- islitlum kjól með hárið allt út í loftið. Grace Kelly var hins vegar alltaf mjög glæsileg til fara og síðir klassískir kjól- ar í stíl hennar hafa löngum verið lofaðir á hátíðinni miklu. Svo er bara að sjá hver verður glæsilegasta stjarnan í ár – og hver fær skammar- verðlaunin. ■ Fjöldi fólks sótti tískusýningunaReykjavík Fashion í Ráðhúsi Reykjavíkur um síðustu helgi. Þar sýndu efnilegir íslenskir hönnuðir verk sín og er nokkuð ljóst að fata- hönnun er í mikilli sókn um þessar mundir. Meðal annars voru sýnd föt frá Evuklæðum, Sigrúnu Baldurs- dóttur, Maríu Lovísu, Soffíu Mar- gréti Hafþórsdóttur, Húfum sem hlæja, Víkurprjóni, Petru Dís Magnúsdóttur, Ístex, Anitu Ellerts- dóttur og Fjólu Ósland Hermanns- dóttur. Þá tóku Hárgreiðslustofan Supernova og Airbrush Studio þátt í sýningunni. Fötin voru afar fjöl- breytt eins og sjá má af myndunum og ljóst að engin ein stefna ræð- ur hér ríkjum. Leik- ur með margs konar efni virðist þó alltaf eiga upp á pallborðið hjá íslenskum hönnuð- um. Margvísleg efni og margvíslegar sam- setningar settu skemmtilegan svip á sýninguna. Þá er ljóst að rómantísk sveifla er að koma inn í tískuumhverfið enda vorið á næsta leiti. Fyrr um daginn voru hönnuðir til við- tals fyrir inn- lenda og erlenda kaupendur fyr- irtækja, og sýndu þeir þar úrval af verk- um sínum auk teikninga. Þrír til fjórir sýn- endur verða síð- an valdir til þátttöku á London Fashion Week, en það verður í fyrsta sinn sem íslensk- ur hönnuður stígur þar á svið. Frú Dorrit Moussaieff var verndari sýningar- innar. ■ BRÚÐARKJÓLL EFTIR MARÍU LOVÍSU Forseti Íslands og borgarstjóri Reykjavíkur voru meðal gesta. Þeir virtust hrifnir af þeim krafti sem er í íslenskri fatahönnun. GLÆSILEG GRACE Grace Kelly vann Óskarinn árið 1954 fyrir leik sinn í „The Country Girl“. Hún vann líka hug og hjörtu tískuspek- úlanta. Ó, HÚN BJÖRK OKKAR Svanakjóllinn hefur löngum þótt vafasamur þegar litið er yfir sögu Óskarskjóla. HLÝLEGT Efnum og flíkum raðað saman á skemmtilegan hátt. GRÆNAR BLÚNDUR Samfestingur eftir Sonju Bent. VÖFFLUR Í HÁRI Gamla góða vöfflujárnið var dregið fram. Sportmax: Rautt haust Löngu og síðu treflarnir haldaáfram að vera í tísku næsta vetur eins og undanfarin ár. Það var greinilegt á sýningu Sport- max á tísku næsta vetrar. Rauði liturinn var áberandi og inn- blásturinn sóttur til áttunda ár- tatugarins. Létt mussustemm- ing og klossar á fótunum, hljóm- ar kunnuglega í eyrum þeirra sem eru eldri en þrítugt að minnsta kosti. ■ ■ Tíska ÖRUGGAR SLÓÐIR Gwyneth Paltrow þótti bera af þegar hún vann óskar- inn fyrir leik sinn í Shakespeare in Love. Hún var á klassískum slóðum í anda Grace Kelly. Tískan á Óskarnum: Glataðir kjólar og glæsileiki Reykjavík Fashion: Fjölbreytt íslensk hönnun SILKIJAKKI OG BUXURPetra Dís Magnúsdóttirhannaði þessarflíkur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.